Fréttablaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 16
16 13. september 2002 FÖSTUDAGURHVER ER TILGANGUR LÍFSINS?
FÖSTUDAGURINN
13. SEPTEMBER
Elín Dís Vignisdóttir, nemi.
Lifa lífinu og læra sem mest.
LEIKSÝNINGAR
20.00 And Björk, of course... eftir Þor-
vald Þorsteinsson sýnt á Nýja
sviðinu í Borgarleikhúsinu.
20.00 Gesturinn eftir Eric-Emmanuel
Schmitt sýnt á Litla sviðinu í
Borgarleikhúsinu.
RÁÐSTEFNUR
09.00 Ráðstefna um Hringadróttins
sögu Tolkiens, tengsl hennar við
norrænan menningararf, saman-
burð á úrvinnslu Tolkiens, Hall-
dórs Laxness og Sigrid Undset á
menningararfinum, skírskotun
verka þeirra til samtímans og sið-
fræði þeirra. Ráðstefnan er í Nor-
ræna húsinu. Ráðstefnugögn
verða afhent frá kl. 8.30. Ráð-
stefnugjald er 1.500 kr. Innifalin í
gjaldinu eru ráðstefnugögn og
kaffi á ráðstefnustað.
12.10 Sigurgeir Örn Kortsson kynnir
rannsóknir sínar á gengisáhættu í
meistaramálsstofu viðskiptafræða.
15.00 Frásagnir, þjóðfélag og menning -
Ráðstefna um barnabókmenntir
verður í Þjóðarbókhlöðunni. Fyrir-
lesarar á ráðstefnunni eru meðal
annars dr. Maureen Nimon, pró-
fessor við the University of South
Australia.
Ráðstefnan Verkefnastefnumóts í Eld-
borg, verður í móttökuhúsi Hita-
veitu Suðurnesja í Svartsengi, þar
sem fjallað verður um verkefni
sem tengjast samgöngu- og fjar-
skiptamálum, atvinnuþróun og
eflingu samfélaga á norðurslóð-
um og við norðanvert Atlantshaf.
FERÐALÖG
Félag húsbílaeigenda stendur fyrir ferð
að Lindartungu í Kolbeinstaðahreppi um
helgina.
DANSIBALL
Hljómsveit Rúnars Júlíussonar verður á
Kringlukránni.
Sálin hans Jóns míns spilar á
Broadway í Reykjavík.
MYNDLIST OG SÝNINGAR
Gullsmíðavinnustofan og verslunin
Maríella, Skólavörðustíg 12, hefur
hleypt af stokkunum sýningarverkefni í
versluninni. Þar er eitt verk eftir þekktan
íslenskan listamann hengt upp í mánað-
artíma í senn. Fyrsta verk á dagskrá er
olíumálverk eftir Eirík Smith,
„Abstraktion“ frá 2001.
Ólöf Björg myndlistarmaður sýnir í
Galleríi Sævars Karls, málverk, hluti,
hljóð og lykt.
BÓKMENNTIR Stofnun Sigurðar Nor-
dals og Norræna húsið standa
fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um
Hringadróttins sögu eftir J.R.R.
Tolkien og tengsl hennar við nor-
rænan menningararf í dag og á
morgun. Viðfangsefni ráðstefn-
unnar verða Hringadróttins saga
og helstu mýtur hennar. Tengsl
við norrænan menningararf og
samanburður á úrvinnslu Tolki-
ens og Nóbelsverðlaunahafanna
Halldórs Laxness og Sigrid Und-
set á þessum arfi.
Tom Shippey, prófessor við
Saint Louis háskólann í Missouri,
er meðal fyrirlesara. Hann mun
fjalla um áhrif Eddukvæða á
Hobbitann og greinileg áhrif ís-
lenskra miðaldabókmennta á
Hringadróttins sögu sem birtast,
líkt og í nokkrum Íslendinga-
sagnanna, ekki síst í átökum
kristinnar trúar og heiðins sögu-
sviðs.
Meðal annarra fyrirlesara
eru: Ármann Jakobsson, Liv
Bliksrud, Terry Gunnell, Helga
Kress, Jón Karl Helgason, Sveinn
Haraldsson, og Matthew
Whelpton.
Ármann mun fjalla um líkindi
og andstæður gamansögunnar
Hobbitans og hinnar myrku al-
vöru í Hringadróttins sögu. Hann
segir ánægjulegt að fá Tom
Shippey á ráðstefnuna en hann
hafi skrifað af einna mestu viti
um Tolkien. Hvað Tolkien sjálfan
varðar segir Ármann hann hafa
þekkt vel til íslenskra miðalda-
bókmennta. Hann hafi verið vel
læs á íslensku og þekkti vel nor-
rænan menningararf. Hann kom
þó aldrei til Íslands en hafði ís-
lenska au-pair stúlku á heimili
sínu um árabil.
Alþjóðleg Tolkien ráðstefna:
Norræn áhrif á Hringadróttins sögu
FRÓÐI OG HRINGURINN
Áhrif íslenskra miðaldabókmennta á
Hringadróttins sögu verða rædd í Norræna
húsinu, auk úrvinnslu Tolkiens, Laxness og
Undset á norrænum menningararfi.