Fréttablaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 2
2 13. september 2002 FÖSTUDAGUR
INNLENT
Morðið á Víðimel:
Játning við
þingfestingu
DÓMSMÁL Þór Sigurðsson játaði við
þingfestingu fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær að hafa banað
Braga Óskarssyni aðfaranótt 18.
febrúar síðastliðinn. Hann játaði
einnig á sig innbrot í hjólbarða-
verkstæði við Ægissíðu sömu nótt.
Réttargæslumaður móður fórn-
arlambsins krafðist hálfrar þriðju
milljónar króna í miska- og skaða-
bætur. Verjandi hafnaði þeirri
kröfu en kvað ákærða reiðubúinn
til þess að standa straum af útfar-
arkostnaði.
Aðalmeðferð málsins hefst fyr-
ir Héraðsdómi Reykjavíkur í lok
nóvember.
SKIPTAVERÐMÆTI „Þetta er bara bein
kjaraskerðing. Þetta fylgir alger-
lega olíuverði, ef það hækkar þá
lækkar skiptapósentan.
Lækki skiptaprósentan um eitt
stig þýðir um það bil 1,3% kjara-
skerðingu. Frá áramótum er bein
kjaraskerðing sjómanna 5,2% og
þá er ekki tekið tillit til aflabragða
eða annarra þátta sem áhrif hafa á
kjör sjómanna,“ segir Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambands Íslands.
Um áramót var skiptaprósent-
an 76% en hefur lækkað stöðugt
síðan, var komin í 72% í byrjun
september. Fátt bendir til þess að
olíuverð lækki, þvert á móti eru
teikn um að það hækki frekar. Það
eru því líkur á að skiptaprósentan
lækki enn frekar, þó getur hún
trauðla farið niður fyrir 70%.
Sævar segir að það hafi verið eitt
aðalbáráttumál sjómanna í mörg
herrans ár að koma kostnaðarhlut-
deildinni burt úr samningunum
eða minnka vægi hennar verulega.
„Við höfum barist gegn þessu
síðan þetta var sett á með lögum
1983. Það náðist verulegur áfangi í
samningunum 1995 en síðan höf-
um við ekki fengið að semja, bara
fengið lög á okkur,“ sagði Sævar
Gunnarsson.
Árborg þarf að greiða um 23,5milljónir króna í heildarbið-
laun vegna skipulagsbreytinga.
Þar af fær Karl Björnsson, fyrr-
verandi bæjarstjóra, um 5,5
milljónir króna. Dagskráin
Samtök sunnlenskra sveitarfé-laga hafa skorað á samgöngu-
ráðherra að flytja æfinga- og
kennsluflug á Selfossflugvöll.
Dagskráin
Í Rangárvallasýslu eru rúmlega800 íbúar á bak við hvern lög-
reglumann, samanborið við 441
íbúa á landsvísu. Dagskráin
Byggingu nýrrar brúar yfirÞjórsá á að vera lokið eftir ár.
Brúin verður 170 metra löng og
11 metra breið. Núverandi brú,
sem byggð var árið 1950, fær að
standa og mun hún m. a. þjóna
umferð hestamanna. Dagskráin
Flotastöð varnaliðsins á Kefla-víkurflugvelli vann nýlega til
verðlauna bandaríska flotamála-
ráðuneytisins fyrir frábæran ár-
angur í vinnuvernd þriðja árið í
röð. Vinnuslys eru fátíð á Kefla-
víkurflugvelli og er það að þakka
árangursríkri starfsþjálfun og
öflugu eftirliti. sudfr.is
Undirbúningsfélag
vegna FARICE:
Stofnað án
þáttöku Ís-
landssíma
FARICE Undirbúningsfélag vegna
lagningar sæstrengs milli Íslands,
Færeyja og Skotlands, FARICE,
var stofnað í gær. Íslensk og fær-
eysk stjórnvöld eiga aðild að fé-
laginu, ásamt flestum símafyrir-
tækjum sem starfa í báðum lönd-
unum.
Hlutaféð, sem er 30 miljónir
króna, kemur að 4/5 hlutum frá Ís-
lendingum en að 1/5 frá Færey-
ingum. Landssíminn er stærsti
hluthafinn með rúmlega 14 milj-
óna hlut, færeyski síminn er með
5 milljónir króna og minni fjar-
skiptafyrirtækin með 400 þúsund
krónur hvert um sig. Heildar-
kostnaður við lagningu strengsins
er áætlaður 5 til 6 milljarðar ís-
lenskra króna og eru vonir bundn-
ar við að FARICE verði kominn í
notkun um áramótin 2003-2004.
Íslandssími ákvað á síðustu stun-
du að taka ekki þátt í undirbún-
ingsfélaginu vegna óvissu um að-
komu minni fjarskiptafyrirtækj-
anna að rekstri Farice.
THEE VIKING TIL SÖLU
Auglýsinguna um Thee Viking er hægt að
skoða á heimasíðu Marine One í New York.
Lystisnekkjan úr
Baugsmálinu til sölu:
Thee Viking
falur fyrir 100
milljónir
LYSTISNEKKJUR Skemmtibáturinn
Thee Viking hefur verið settur í
sölu hjá bátamiðlara í New York.
Thee Viking er eign félagsins
New Viking sem Jón Gerald Sul-
lenberger stendur að. Hann hefur
sagt að Tryggvi Jónsson, forstjóri
Baugs og Jóns Ásgeir Jóhannes-
son, stjórnarformaður Baugs, hafi
dregið sér um 40 milljónir króna
úr sjóðum Baugs til að taka þátt í
kostnaði vegna snekkjunnar.
Í auglýsingu bátamiðlarans
Marine One kemur fram að ásett
verð fyrir Thee Viking er 1.295
þúsund bandaríkjadalir. Það svar-
ar til rúmlega 100 milljóna króna.
Thee Viking er 800 hestöfl og
62 fet að lengd. Honum fylgir
þrettán feta björgunarbátur sem
tekur sex manns. Borðstofan í
bátnum sjálfum tekur hins vegar
átta í sæti.
EINKAVÆÐING Valgerður Sverris-
dóttir, viðskiptaráðherra segir af-
sögn Steingríms Ara Arasonar úr
einkavæðingarnefnd ekki hafa
nein áhrif á söluferli Landsbank-
ans. Hún segir af-
sögnina hafa kom-
ið sér verulega á
óvart. „Ríkisend-
urskoðun er að
fara yfir málið.
Það er engin
ástæða til að láta
það hafa áhrif á þá
vinnu sem fer
fram um söluna.
Við munum að
sjálfsögðu skoða og taka alvar-
lega það sem kemur út úr skoðun
Ríkisendurskoðunar.“
Þingflokkur Samfylkingarinn-
ar hefur farið fram á að efna-
hags- og viðskiptanefnd þingsins
verði kölluð til fundar vegna
ásakana sem settar eru fram í af-
sagnarbréfi Steingríms Ara.
Þingflokkurinn vill að öll afskipti
einkavæðingarnefndar af sölu
bankanna verði stöðvuð og henni
slegið á fresti. Samfylkingin seg-
ir að á meðan ávirðingarnar séu
óhraktar sé einkavæðingarnefnd
rúin trausti.
Vilhjálmur Egilsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar
segir það venju að bregðast vel
við óskum. „Ég tel hins vegar að
við eigum að bíða með að fjalla
um málið þar til Ríkisendurskoð-
un hefur skilað sinni úttekt.“ Vil-
hjálmur segir að biðin sé háð því
að rannsóknin taki ekki mjög
langan tíma. Sigurður Þórðarson,
ríkisendurskoðandi segir að ekki
eigi að taka mjög langan tíma að
fara yfir málið. Hann vill þó ekk-
ert fullyrða um hvenær Ríkisend-
urskoðun ljúki þeirri úttekt. „Við
munum setja þetta mál í forgang
hjá okkur.“
Þingflokkur Samfylkingarinn-
ar segir í ályktun sinni að ávirð-
ingar Steingríms Ara um ófagleg
vinnubrögð séu því alvarlegri að
hann segist aldrei hafa kynnst
jafn slæmum vinnubrögðum í ell-
efu ára setu sinni í einkavæðing-
arnefnd.
Stjórnarandstæðingar hafa
talað um pólitíski hrossakaup við
söluna. Valgerður Sverrisdóttir
vísar því á bug. „Þetta var algjör-
lega opið ferli sem við fórum í.
Það var auglýst eftir áhugasöm-
um aðilum. Fimm gáfu sig fram
og ekkert meira um það að
segja.“
haflidi@frettabladid.is
Forstjóri Íslandssíma:
Áhrif minni
fjarskiptafyr-
irtækja ekki
tryggð
FARICE „Í ljósi þess hvernig til
þessa félags er stofnað, með þát-
töku ríkisins í
formi ábyrgða
eða hlutafjár, þá
teljum við eðli-
legt að minni
fjarskiptafélög-
unum sé tryggð
hæfileg þáttaka í
stjórn félagsins
til frambúðar. Á
þá frómu ósk
okkar var ekki
fallist, það lá
ekki fyri hvort
minni fyrirtækin fengju yfirleitt
nokkurn mann í stjórn félagsins
þegar rekstur hæfist og því fór
sem fór,“ sagði Óskar Magnússon,
forstjóri Íslandssíma.
Hann segir Íslandssíma hafa
þá sérstöðu meðal minni fjar-
skiptafyrirtækjanna að Íslands-
sími hafi sín eigin sambönd, bæði
gerfihnattasamband, sem sé
varasamband og einnig samband
um Cantat sæstrenginn til Aust-
urs og Vesturs. Því geti Íslands-
sími staðið fastar á sínu en önnur
minni fjarskiptafyrirtæki.
„Nýju fjarskiptafyrirtækin
þurfa að sækja margt til Lands-
símans og okkur finnst satt að
segja ástæðulaust að búa til nýjan
vettvang til að kljást við Lands-
símann með þáttöku ríkisvalds-
ins. En þrátt fyrir allt þá útilok-
um við ekki aðkomu að Farice á
síðari stigum,“ sagði Óskar
Magnússon.
ÍSLANDSSÍMI
Ástæðulaust að
stofna enn til nýrra
styrjalda við
Landssímann.
SÆVAR GUNNARSSON
Höfum reynt að losna við kostnaðarhlut-
deildina úr samningum síðan hún var sett
inn með lögum 1983.
Skiptaverðmæti sjávarafla lækkar enn:
Kjaraskerðing sjómanna
5,2% frá áramótum
SKIPTAVERÐMÆTISHLUTFALL 2002
Janúar-Mars 76,00%
Apríl 75,00%
Maí-Ágúst 73,00%
September 72,00%
Ég tel hins
vegar að við
eigum að bíða
með að fjalla
um málið þar
til Ríkisendur-
skoðun hefur
skilað sinni
úttekt.“
Afsögnin hefur ekki
áhrif á söluferlið
Valgerður Sverrisdóttir segir úttekt ríkisendurskoðunar á vinnubrögð-
um einkavæðingarnefndar ekki hafa áhrif á söluferlið. Samfylkingin tel-
ur að fresta eigi sölunni meðan alvarlegar ásakanir verða rannsakaðar.
Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir rétt að bíða niðurstöðu
Ríkisendurskoðunar.
HALDIÐ ÁFRAM
Valgerður Sverrisdóttir segir ásakanir um óvönduð vinnubrögð ekki hafa áhrif á sölu
Landsbankans. Hún segir að úttekt Ríkisendurskoðunar verði tekin alvarlega.
FR
ÉT
TB
LA
Ð
IÐ
/B
IL
I
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP George W.
Bush, forseti Bandaríkjanna,
krafðist þess í gær að leiðtogar
ríkja heims neyddu Saddam
Hussein til þess að eyðileggja
vopn sem væru í hans eigu. Hann
sagði að líf milljóna manna yrðu í
hættu og Sameinuðu þjóðirnar
yrðu óþarfar nema þær sýndu
Írak í tvo heimana.
„Við getum ekki staðið að-
gerðalaus hjá á meðan hætturnar
hrannast upp,“ sagði Bush í ræðu
sinni á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna. Hann sagði eingöngu
tímaspursmál hvenær kjarnorku-
vopn verða komin í eigu Íraka.
Svo virðist sem Bush ætli sér
að fá samþykki Sameinuðu þjóð-
unum um aðgerðir gegn Írökum.
Það viðhorf kom nokkuð á óvart,
rétt eins var búist við því að hann
myndi lýsa yfir því að Bandaríkja-
menn ætluðu að grípa til aðgerða,
hvað sem það kostaði. Margir rót-
grónir bandamenn Bandaríkjanna
hafa lýst yfir efasemdum um rétt-
mæti innrásar í landið.
Að sögn hátt setts bandarísks
embættismanns þá mun Colin
Powell, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, funda í dag með fulltrú-
um hinna fjögurra ríkjanna sem
eiga varanlegt sæti í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur-
inn er að vinna að ályktun sem
krefjist þess af Írökum að þeir
leyfi vopnaeftirlitsmönnum Sam-
einuðu þjóðanna að fara um landið
og leita að vopnum.
GEORG W. BUSH
Vill að Sameinuðu þjóðirnar þvingi Saddam Hussein til að leyfa vopnaeftirlitsmönnum að
koma inn í landið.
Bush hvetur S. Þ. til að setja Írökum úrslitakosti:
Segir hættu stafa af
Saddam Hussein
AP
M
YN
D