Fréttablaðið - 13.09.2002, Page 4

Fréttablaðið - 13.09.2002, Page 4
4 13. september 2002 FÖSTUDAGUR SAMKEPPNISMÁL Fyrirtækið Íslensk- ur markaður hf. sem rekur verslun í Leifsstöð, hefur kært flugstöðina til Samkeppnisstofnunar. Íslenskur markaður telur ríkis- fyrirtækið Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hf. misnota stöðu sína sem ráðandi aðili í Leifsstöð til að skammta sjálfu sér bestu vöru- flokka og staðsetningar í húsinu. Um sé að ræða brot á samkeppnis- lögum sem valdi Íslenskum markakaði tjóni. Flugstöðin bæði leigir út hús- næði í flugstöðinni og rekur þar verslanir. Íslenskur markaður vill að Sam- keppnisstofnun stöðvi eða fresti forvali sem Flugstöðin efndi til fyr- ir tæpum mánuði. Forvalsgögnin samrýmist ekki samkeppnislögum. „Einkaleyfis og samkeppnisrekstri hefur verið blandað saman með þeim afleiðingum að samkeppni á verslunarsvæðinu er hamlað,“ seg- ir í kærunni. Krafan er að verslunarrekstur Flugstöðvarinnar verði aðskilin frá fasteignasviði fyrirtækisins. Íslenskur markaður leggur áherslu á að takmarkaður tími far- þega í flugstöðinni geri það að verkum að ólíkur rekstur, til dæmis veitingasala og verslun, geti verið í samkeppni. Óeðlilegt sé að Flug- stöðin ætli sjálfu sér verðmætustu vöruflokkana á fríhafnarsvæðinu. Það eru áfengi, tóbak, sælgæti, snyrtivörur og tækni- og margmiðl- unarvörur.  BROTTFARARSALUR LEIFSSTÖÐVAR Flugfarþegar hafa takmarkaðan tíma í Leifsstöð og er samkeppnin um athygli þeirra hörð. Íslenskur markaður kærir Flugstöðina: Ríkið hirði ekki alla bestu vöruflokkana Bílslys í Vattarnesskriðum: Ástæður ókunnar LÖGREGLUMÁL Vafi leikur á því hvað gerðist þegar bíll hrapaði 130 metra niður þverhnípi á Vatt- arnesskriðum 26. ágúst síðastlið- inn. Að sögn lögreglunnar á Fá- skrúðsfirði er verið að kanna hvort um tryggingarsvik sé að ræða. Beð- ið sé eftir gögnum frá sérfræðingi sem skera úr um hvort svo sé. Þá er verið að kanna feril bílsins miðað við forsendur sem ökumaður gaf upp. Hann segir hnullung á vegi hafa orðið til þess að hann missti stjórn á bílnum, sem þá hafi leitað til hægri í áttina að snarbrattri hlíðinni. Bif- reiðin hafi á augabragði verið kom- in að vegbrúninni. Ökumaður telur sig ekki hafa ekið á meira en 50 km hraða. Segist hann hafa náð að kasta sér úr bílnum og endað 20 metrum fyrir neðan veginn.  Umhverfisráðuneytið: Fellst á veg um Kolgraf- arfjörð SKIPULAGSMÁL Umhverfisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Skipulags- stofnunar, þar sem fallist var á fyr- irhugaða vegalagning um Kolgraf- arfjörð milli Berserkseyrar og Vindáss í Eyrarsveit. Ráðuneytinu bárust þrjár kærur vegna málsins. Í vegaáætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist á þessu ári og verður verkið boðið út í lok ársins. Vegagerðin hefur mælt með brú yfir fjörðinn og má reikna með að sú leið verði farin. Umhverfisráðu- neytið setur tvö skilyrði fyrir fram- kvæmdunum. Í fyrsta lagi á að kanna þéttleika minks og nálæg æðarvörp í fimm ár eftir að fram- kvæmdum lýkur. Í öðru lagi skal votlendi endurheimt til jafns að flatarmáli við það votlendi sem raskast eða verður fyrir áhrifum við fyrirhugaða framkvæmd.  BYGGINGAR Glerhýsið á mótum Laugavegar og Kringlumýrar- brautar, sem kennt hefur verið við Samherja og hýsir meðal ann- ars Kauphöllina, þarf nauðsyn- lega á gluggaþvotti að halda. Sem kunnugt er er framhlið bygging- arinnar alsett gleri og það hefur látið á sjá vegna óþrifa sem berast með vindi, meðal annars af hafi. Sömu sögu er að segja af öðrum glerhýsum sem byggð hafa verið að undanförnu í höfuðborginni, til dæmis í Borgartúni þar sem fjög- ur stórhýsi eru að mestu byggð úr gleri. Standa þau nær sjó og gluggar því skítugri en ella. Gluggaþvottamenn sjá fram á gósentíð í gluggaþvotti því allt þetta gler þarf að þvo og þrífa. Telja reyndir gluggaþvottamenn að glerið á framhlið Kauphallar- innar þurfi að þvo minnst þrisvar á ári ef vel eigi að vera en hver þvottaumgangur kostar á bilinu frá 300 þúsund krónum og upp í 500 þúsund; allt eftir því hvaða að- ferðum er beitt. Hagstæðast væri að síga niður eftir framhlið bygg- ingarinnar og þvo gluggana en slíkt kemur ekki til greina vegna banns Vinnueftirlitsins. Glugga- þvottamönnum er bannað að síga niður eftir húshliðum við vinnu sína og hafa ekki aðrir en björg- unarsveitarmenn leyfi til slíks með sérstakri undanþágu frá Vinnueftirlitinu. Því þyrfti að nota körfubíla við verkið en þeir stærstu ná í 37 metra hæð en það dugir til að þvo glugga á sjö hæða háum húsum. Gluggaþvottamenn vinna nú að tilboðsgerð um þvott á fyrrnefnd- um glerhýsum og gera þeir ráð fyrir að samningar náist áður en langt um líður.  GLERHÝSIÐ Á MÓTUM LAUGARVEG- AR OG KRINGLUMÝRARBRAUTAR Glerið orðið skítugt - þörf á þvotti. Gósentíð hjá gluggaþvottamönum vegna mikillar notkunar glers í nýbyggingar: Kostar hátt í hálfa milljón að þvo Kauphallarglerhýsið SÓLIN SKÍN Á HELMUT KOHL Kohl fylgdist með umræðum á þýska þing- inu í gær þar sem samþykkt var að fresta skattalækkunum. Schröder kanslari fékk sitt fram: Skattalækk- unum frestað vegna flóð- anna BERLÍN, AP Þýska þingið samþykkti í gær tillögur ríkisstjórnar Ger- hards Schröders um að fresta fyr- irhuguðum skattalækkunum og leggja bráðabirgðaskatt á fyrir- tæki til þess að ríkið geti greitt fyrir uppbyggingu á flóðasvæð- unum sem urðu illa úti í síðasta mánuði. Edmund Stoiber, kanslaraefni hægri manna, hefur gagnrýnt Schröder fyrir að fresta skatta- lækkunum, en sagðist þó ekki ætla að koma í veg fyrir að málið næði fram að ganga á þingi. Flóðin og fjármögnun upp- byggingarinnar hafa orðið eitt af kosningamálunum í Þýskalandi. Þingkosningar verða haldnar þar eftir rúma viku.  AP /M AR KU S SC H R EI B ER DÓMSMÁL Baugur telur það and- stætt Mannréttindasáttmála Evr- ópu fái úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í húsleitarmáli að standa óhaggaður á þeim forsend- um sem dómurinn byggði á. Sam- kvæmt úrskurðin- um gat dómstólinn ekki tekið efnis- lega afstöðu til þess hvort aðferð- ir lögreglu við húsleit hjá Baugi hafi verið lögleg- ar. Í áfrýjun sem lögmaður Baugs, Hreinn Loftsson, hefur sent Hæstarétti er ítrekað að efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjóra hafi lagt hald á mun meira af gögnum en rannsókn deildar- innar útheimti. Það hafi verið út- listað fyrir hér- aðsdómi: „Meðal annars hafi lögreglan lagt hald á gögn er vörðuðu fyrirhug- aða yfirtöku á bresku verslunar- keðjunni Arcadia, afrit af launabók- haldi fyrirtækis- ins, sem ekki verði með nokkru móti séð að hafi þýðingu í þessu máli, sem og öll tölvupóstssam- skipti forstjóra Baugs Group hf., en þar er m. a. að finna samskipti hans vil innlenda og erlenda lög- menn kærenda (Baugs),“ segir í áfrýjuninni. Þá segir Hreinn að lögmanns- stofa í Bandaríkjunum, sem fari með mál Baugs gagnvart brottreknum forstjóra Bonus Stores Inc. þar í landi, telji „baga- legt“ að lögregla hafi undir hönd- um tölvusamskiptin við Tryggva Jónsson, forstjóra Baugs. Hreinn krefst þess að Hæstiréttur geri Ríkislögreglustjóra að skila að minnsta kosti öllum gögnum varð- andi samskiptin við bandarísku lögmannsstofuna. „Að endingu verður að ítreka mikilvægi þess að ef niðurstaða héraðsdóms fær að standa ó- högguð fælist í því viðurkenning Hæstaréttar á því að brotaþoli, sem á verulegra hagsmuna að gæta, hafi engin raunhæf úrræði til að bera undir dómstól lögmæti rannsóknarathafna lögreglu. Slíkt yrði að telja verulegan annmarka á íslensku réttarfari sem sýnist stríða gegn ákvæðum Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Það er meg- inregla í íslenskum rétti að skýra beri lög til samræmis við ákvæði hans, borgurunum í hag,“ segir í áfrýjun Baugs. gar@frettabladid.is BAUGUR Gögn er vörðuðu fyrirhugaða yfirtöku á bresku verslunarkeðjunni Arcadia, afrit af launa- bókhaldi Baugs og öll tölvupóstssamskipti forstjórans eru nú í vörslu lögreglu. Tölvupósti forstjóra Baugs verði skilað Baugur segir það brot á mannréttindum fái úrskurður héraðsdóms í húsleitarmálinu að standa. Fyrirtækið krefst þess að Ríkislögreglustjóri skili tölvupósti forstjóra Baugs. Það eigi sérstaklega við um samskipti hans við bandaríska lögmannsstofu. Slíkt yrði að telja veruleg- an annmarka á íslensku réttarfari sem sýnist stríða gegn ákvæð- um Mannrétt- indasáttmála Evrópu. TRYGGVI JÓNSSON Lögregla lagði hald á tölvupóst- sendingar til og frá forstjóra Baugs. Þau varða m. a. samskipti við innlenda og erlenda lögmenn fyrirtækisins. Búnaðarbankinn: Skapar nýjan drykkja- vörurisa VIÐSKIPTI Búnaðarbankinn hefur selt Ölgerð Egils Skallagrímssonar til Lindar ehf. Kaupsamningur þessa efnis var undirritaður í gær. Kaup- verðið er ekki gefið upp en Búnað- arbankinn mun sjálfur fjármagna kaupin. Lind og Ölgerðin verða sameinuð í alhliða drykkjarvöru- fyrirtæki. Núverandi forstjóri Öl- gerðarinnar, Jón Diðrik Jónsson, mun stýra nýja fyrirtækinu. Lind er í eigu heildsölunnar Danól hf.. Fyrirtækið hefur mestu markaðs- hlutdeild landsins í sölu áfengri drykkja um sölukerfi ÁTVR.  Forseti Ítalska þingsins: Heimsækir Alþingi HEIMSÓKN Pier Ferdinando Casini, forseti neðri deildar ítalska þings- ins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Halldórs Blöndal, for- seta Alþingis. Heimsóknin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Með ítalska þingforsetanum í för verður öldungadeildarþingmað- urinn Gino Trematerra, auk emb- ættismanna ítalska þingsins. Í heimsókninni mun Pier Ferdinando Casini funda með Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, og eiga fund með Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Þá mun sendinefndin funda með fulltrúum þingflokka. Á morgun mun sendinefndin halda í skoðunar- ferð um Þingvelli, Gullfoss og Geysi.  KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 70,2% Nei 29,8% Er rétt að einkavæða banka í eigu ríkisins? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú í leikhús í vetur? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já EINKAVÆÐUM BANKANA Skoðun lesenda Fréttablaðsins er að það sé rétt að selja ríkisbankana.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.