Fréttablaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 13. september 2002 FÓTBOLTI Frakkinn Patrick Vieira hjá Arsenal segist vera gjörsam- lega búinn á því og þurfi á hvíld að halda. Ætlar hann að biðja Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóra Arsenal, um að gefa sér frí vegna þess að þreytan sé farin að hafa áhrif á frammistöðu hans á vellinum. „Ég get varla staðið í lappirnar. Mér er illt í bakinu, í löppunum og bara allsstaðar,“ sagði Vieira í viðtali við tímaritið l’Equipe. Aðeins fimm leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni og til þess að halda toppsætinu þarf Arsenal sárlega á kröftum miðju- mannsins sterka að halda. Vieira spilaði 66 leiki með Arsenal á síðasta keppnistímabili og tók nýlega þátt í 42. landsleik sínum með Frökkum á móti Kýp- ur. Hann stóð einnig í ströngu með landsliðinu á heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu sem hald- in var í Japan og Suður-Kóreu í sumar.  Ekkert nema Í Brallaraborgarann fer einungis 100% hreint nautakjöt. Engin aukaefni, engin rotvarnarefni. Með fersku Brallarahamborgarabrauði og meðlæti að eigin vali: Ómótstæðilegt. Innihald: 4 Brallarahamborgarabrauð, 4 Brallarahamborgarar. A B X / S ÍA 9 0 2 1 3 5 9 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 18 73 8 0 9/ 20 02 Vetrarfatnaður forðumst kvefið fyrir börn og fullorðna Margir litir 690 kr. Flískragar Margir litir 890 kr. Flísvettlingar Patrick Vieira: Þarf á hvíld að halda VIEIRA Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinn- ar. Þrátt fyrir það segist Vieira ekki hafa staðið sig nógu vel upp á síðkastið. Yfirhafnir í miklu úrvali fyrir ungu stúlkuna mömmuna ömmuna og langömmuna Nýjar vörur mokkajakkar stuttir og síðir með og án hettu kr 12.900 Mörkinni 6, sími 588 5518 RUÐNINGUR Johnny Unitas, einn besti leikmaður NFL-deildarinn- ar í amerískum ruðningi fyrr og síðar, lést í fyrradag 69 ára að aldri, í kjölfar hjartaáfalls. Unit- as sló öll met í NFL-deildinni á þeim átján árum sem hann lék. Hann var fyrstur til að kasta 40.000 yarda. Í 47 leikjum í röð gaf hann sendingu sem gaf snertimark. Það met stendur enn. Unitas var í tvígang kjörinn verðmætasti leikmaður deildar- innar, árin 1964 og 1967. Hann stýrði liði Baltimore til sigurs í deildinni í þrígang árin 1958, 1959 og 1970. Hann lagði skóna á hilluna árið 1973. Unitas reyndi fyrst fyrir sér hjá liði Pittsburgh árið 1955 en komst ekki að. Hann gekk sein- na til liðs við The Colt eftir að stjórn liðsins fékk bréf frá stuðningsmanni áhugamanna- liðs í Bloomfield. Þáverandi þjálfari Colts sagði nokkrum árum seinna að hann hefði alltaf grunað Unitas um að hafa skrif- að bréfið sjálfur.  Johnny Unitas látinn: Metin hans standa enn JOHNNY UNITAS Einn þekktasti ruðningsleikmaður NFL- deildarinnar fyrr og síðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.