Fréttablaðið - 14.09.2002, Page 6

Fréttablaðið - 14.09.2002, Page 6
Stjórn Síldarvinnslunnar hefurákveðið að nýta heimild til hækkunar hlutafjár og efna til al- menns hlutafjárútboðs. Samið hef- ur verið við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands um umsjón með útboðinu Stoðtækjafyrirtækið Össur hefurkeypt eignir sænska tæknifyrir- tækisins Capod Systems. Kaupin eiga að hraða tækniuppbyggingu Össurar á CAD/CAM lausnum fyrir stoðtækniiðnaðinn. Tæknin sem Capod hefur yfir að ráða er talin leiðandi á þessu sviði. Össur greid- di hálfa milljón dollara fyrir eign- irnar. Eagle Investment Holdings, semer í eigu Arnar Andréssonar stjórnarmanns í Delta, hefur selt hlutafé að verðmæti 74 milljónir króna í Delta. Hlutur Arnar og Eagle Investment nemur rúmri milljón króna eftir viðskiptin. Hlutur EignarhaldsfélagsinsAndvaka í kaupum nokkurra félaga á hlut Landsbankans í VÍS er einungis tíundi hluti þess sem lagt var upp með. Kaupsamningar voru undirritaðir í gær. Ker kaupir stærri hlut sem því nemur. Eimskip hafa skipt á hlutafé fyr-ir hálfa milljón króna að nafn- virði í sjálfu sér í skiptum fyrir hlutafé í Útgerðarfélagi Akureyr- inga og Skagstrendingi. Eigendur hlutafjár í ÚA og Skagstrendingi fengu 1,3 hluti í Eimskip fyrir hvern hlut í eigin félögum. 6 14. september 2002 LAUGARDAGURSPURNING DAGSINS Málarðu þig á hverjum degi? Já, reyndar. Anna Karen Símonardóttir ERLENT Malasíustjórn stendur í stórræðum: Þúsundir útlendinga reknir úr landi TAWAU, AP Stjórnvöld í Malasíu hafa rekið þúsundir ólöglegra út- lendinga úr landinu á síðustu vik- um. Heimili þeirra hafa verið eyðilögð til þess að þeir freistist síður til að koma aftur. Frá því í byrjun apríl hafa um það bil 300.000 útlendingar verið hraktir úr landi. Talið er að enn sé álíka mikill fjöldi ólöglegra út- lendinga í landinu. Flestir útlendinganna komu frá nágrannalöndunum Indónesíu og Filippseyjum. Harðvítugar milliríkjadeilur hafa skapast vegna þessarar stefnu stjórnvalda í Malasíu. Stjórnvöld á Filippseyjum fullyrða að nokkur börn hafi látið lífið í hamaganginum þegar fjöl- skyldur þeirra voru fluttar úr landi. Verið er að rannsaka ásök- un um að lögreglumenn í Malasíu hafi nauðgað þrettán ára stúlku frá Filippseyjum.Malasíustjórn ver þessa umdeildu stefnu sína með því að útlendingahverfin hafi verið gróðrastía glæpastarf- semi. Brottflutningur útlendinganna hefur hins vegar skilið eftir sig verulegt tómarúm í atvinnulífinu í Malasíu, þar sem brýn þörf hef- ur verið fyrir erlent vinnuafl.  KOMINN Í EINANGRUNARBÚÐIR Aziz Hassan frá Filippseyjum er tveggja ára og ekki heill heilsu. Fullyrt er að nokkur börn hafi látið lífið í hamaganginum við að koma útlendingum burt frá Malasíu. AP /A N D Y W O N G LANDHELGISGÆSLAN Sprengja sem notuð var í seinni heimsstyrjöld- inni fannst á golfvellinum í Þor- lákshöfn í vikunni. Sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar fjarlægðu sprengjuna og eyddu síðan. Það var Davíð Davíðsson sem rakst á torkennilegan hlut grafinn í sand er hann var að vinna á golf- vellinum. Grunaði hann strax að hluturinn gæti verið hættulegur. Davíð hafði samband við Land- helgisgæsluna og komu sprengju- sérfræðingar þaðan og staðfestu að hér væri um að ræða sprengju sem notuð var í seinni heimsstyrj- öldinni til að merkja staðsetningu kafbáta. Sprengjum sem þessum var varpað úr flugvélum og þegar þær lentu á hafinu gáfu þær frá sér hvítan reyk og gulan loga í um það bil sex mínútur. Þær voru not- aðar í margs konar tilgangi en þó venjulega til þess að merkja stað- setningu kafbáta til að undirbúa sprengjuárás annarrar flugvélar. Efni sem notað eru í slíkum sprengjum getur kviknað sjálf- krafa undir vissum kringumstæð- um. Gefur það frá sér eitrað fos- fórgas þegar þær brenna.  SPRENGJAN FANNST Í ÞORLÁKSHÖFN Sprengjan inniheldur kemíska blöndu sem hefur þá eiginleika að gefa frá sér ljós og reyk þegar hún springur. Hún er 50 sentímetrar að lengd og 11 sentímetrar í þvermáli. Sprengja fannst í Þorlákshöfn Notuð í seinni heimsstyrjöldinni Stjórnin stendur tæpt Búast má við spennandi kosningum í Svíþjóð á morgun. Minnihluta- stjórn Jafnaðarmanna stendur tæpt. Þjóðarflokknum spáð miklum sigri. KOSNINGAR Allt bendir til þess að Þjóðarflokkurinn verði sigurveg- ari þingkosninganna í Svíþjóð á morgun. Öðrum flokkum er spáð minnkandi fylgi frá síðustu kosn- ingum. Þjóðarflokknum er spáð 14,6 prósent fylgi, sem er nærri 10 prósent meira en hann hlaut í kosningunum árið 1998. Svo virð- ist sem tillögur Þjóðarflokksins um að útlendingar, sem sækja um sænskan ríkisborgararétt, gangist undir sænskupróf, hafi slegið í gegn hjá hluta kjósenda. Minnihlutastjórn Jafnaðar- manna stendur tæpt. Jafnaðar- flokknum er spáð 36 prósentum. Vinstriflokknum er spáð tæplega tíu prósent fylgi og Umhverfis- flokknum tæplega fimm prósent fylgi. Báðir þessir flokkar hafa varið minnihlutastjórn Jafnaðar- manna falli. Samtals er þessum þremur vinstriflokkum spáð 51,7 prósent fylgi. Það er því ljóst að lítið vantar upp á að Svíþjóð skipi sér í flokk þeirra Evrópuríkja, þar sem hægristjórn er við stjórnvöl- inn. Málefni innflytjenda hafa orð- ið býsna áberandi í sænskum stjórnmálum og hafa sett mark sitt á kosningabaráttuna. Enginn stóru flokkanna hefur lýst yfir andúð á útlendingum. Þjóðar- flokkurinn hefur þó farið nær því en aðrir flokkar að vilja setja skorður við aðstreymi útlendinga, og virðist ætla að uppskera í sam- ræmi við það. Sænskir fjölmiðlar segja hægri flokkana nú deila um það, hver þeirra ætti að fá forsætis- ráðherraembættið í sinn hlut ef hægri stjórn verður mynduð að loknum kosningum. Lars Lejen- borg, formaður Þjóðarflokksins, telur liggja beint við að hann hreppi hnossið, enda virðist hann ætla að verða eini flokkurinn sem bætir við sig fylgi. Hvorki Íhalds- flokkurinn né Kristilegir demókratar eru þó hrifnir af yf- irlýsingum Lejenbergs þar um. Þeir ætla sér báðir að verma stól forsætisráðherra næsta kjör- tímabil.  GÖRAN PERSSON, FORSÆTISRÁÐ- HERRA SVÍÞJÓÐAR Hann stendur tæpt þessa dagana. Lítið vantar upp á að hægri flokkarnir nái sigri í þingkosningunum í Svíþjóð um helgina, líkt og gerst hefur í hverju Evrópuríkinu á fætur öðru undanfarið. AP /D AN IE L RO O S SÆNSKU KOSNINGARNAR Kosn. 1998 Spá 13. sept Hægri vængurinn Íhaldsflokkurinn (Moderaterna) 22,90 17,9 Þjóðarflokkurinn (Folkpartiet) 4,71 14,6 Kristilegir demókratar (Kristdemokraterna) 11,76 9,0 Miðflokkurinn (Centerpartiet) 5,12 5,0 Vinstri vængurinn Jafnaðarflokkurinn (Socialdemokraterna) 36,38 36,1 Vinstriflokkurinn (Vänstrepartiet) 11,99 9,7 Umhverfisflokkurinn (Miljöpartiet) 4,49 4,9 LÖGREGLUBÍLAR Breskir lögreglubílar sem sáu um að flytja Ian Huntley, sem grunaður er um morðið á Hollý og Jessicu, fyrir framan dómshúsið í Peterborough á Englandi. Lögreglumaður úr máli breskra stúlkna: Dreifing barnakláms? LONDON, AP Lögreglumaður sem vann við rannsóknina á hvarfi bresku stúlkunnar Jessicu Chapman, sem fannst síðar myrt ásamt vinkonu sinni Hollý Wells, hefur verið handtekinn vegna gruns um dreifingu barnakláms á Netinu. Maðurinn, Brian Stevens, starfaði sem fjölskylduráðgjafi hjá lögreglunni og aðstoðaði fjöl- skyldu Chapman er leitin að henni stóð yfir. Las hann meðal annars upp ljóð við minningarathöfn hennar. Auk Stevens var annar lögreglumaður handtekinn í tengslum við málið.  AP /M YN D Höfuðborgarsvæðið: Veirusýk- ing herjar á íbúa HEILSA Veirusýking sem veldur flensulíkum einkennum hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðis- ins undanfarnar vikur. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, sagðist ekki telja að um eiginlegan inflúensufaraldur að ræða, en þegar grunur léki á því væru sýni send í ræktun. Einkenni verusýkingarinnar eru hár hiti, höfuðverkur, háls- bólga og kvef. Sigurbjörn sagði að svona veirusýkingar væru ekki jafn heiftarlegar og inflúensan yrði oft. Hann sagði að oftast gerði hún ekki vart við sig fyrr en í byrjun desember.  Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera segist hafa í fórum sér yfirlýsingu frá Mullah Omar, fyrrverandi leiðtoga talibana- stjórnarinnar, þar sem hann heit- ir því að berjast þar til Afganist- an verði frelsað. Yfirlýsingin var gefin út þann 11. september sl. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 86,56 -0,22% Sterlingspund 135,10 +0,24% Dönsk króna 11,44 +0,29% Evra 84,95 +0,32% Gengisvístala krónu 128,11 +0,06% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 408 Velta 7.128,7 milljónir ICEX-15 1291,7 +0,10% Mestu viðskipti Kaupþing 629.722.000 Íslandsbanki 584.567.003 Bakkavör Group 216.359.081 Mesta hækkun Líf hf. 5,26% Íslandssími 3,03% Ker 2,56% Mesta lækkun Líftæknisjóður MP BIO -16,67% Hampiðjan -6,98% Nýherji 6,33% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8.302,9 -0,90% Nsdaq: 1.280,6 +0,10% FTSE: 4.008,0 -1,90% DAX: 3.345,8 -2,20% Nikkei: 9.241,9 -1,80% S&P: 886,7 -0,05% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VIÐSKIPTI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.