Fréttablaðið - 14.09.2002, Page 8
8 14. september 2002 LAUGARDAGURORÐRÉTT
SAMGÖNGUR Eyjamenn mótmæla
því ófremdarástandi sem skapast
hefur í samgöngum milli Vest-
mannaeyja og Þorlákshafnar eft-
ir að vetraráætlun ferjunnar tók
gildi. Verið er að safna undir-
skriftum þar sem því er mótmælt
að ferðum ferjunnar hafi verið
fækkað úr 13 í viku í 8. Benda
Eyjamenn á að samgönguráð-
herra hafi í sl. vetur gefið loforð
um að ferðunum skyldi fjölgað,
það hafi jú verið gert í sumar, en
nú sé ástandið aftur komið í sama
horf og áður.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra sagði að starfshópur um
samgöngur milli lands og Eyja
væri með málið til athugunar. Hóp-
urinn hefði skilað ákveðnum tillög-
um, sem hann væri að skoða þessa
dagana. Hann sagðist ekki getað
sagt til um það núna hvort hægt
yrði að fjölga ferðunum í vetur, en
það myndi skýrast innan tíðar.
Í Eyjum hafa verið uppi hug-
myndir um að kaupa nýtt skip frá
Noregi í stað núverandi Herjólfs.
Það skip yrði rétt um klukkutíma
að fara á milli lands og Eyja á með-
an það tæki Herjólf tæpa þrjá
tíma. Sturla sagði að ráðuneytið
væri ekki með það til skoðunar að
skipta núverandi Herjólfi út fyrir
nýtt og hraðskreiðara skip. Það
myndi líklega kosta um milljarð að
kaupa skipið sem nefnt hefði verið
og slíkar ákvarðanir væru ekki
teknar í einu vetfangi.
Eyjamenn mótmæla fækkun ferða Herjólfs:
Ráðherra skoðar málið
STURLA
BÖÐVARSSON
Samgönguráð-
herra segir að
starfshópur um
samgöngur
milli lands og
Eyja sé búinn
að skila tillög-
um og hann sé
með þær til
skoðunar.
Opinber heimsókn
Ítalski þing-
forsetinn á
Þingvöllum
SAMSKIPTI Pier Ferdinando Casini,
forseti neðri deildar ítalska þings-
ins, kom í gær hingað til lands í
þriggja daga opinbera heimsókn í
boði Alþingis. Með honum í för var
Gino Trematerra, öldungadeildar-
þingmaður, og embættismenn ítals-
ka þingsins. Casini fundaði í gær
með Halldóri Blöndal, forseta Al-
þingis og Geir H. Haarde fjármála-
ráðherra. Einnig fundar sendi-
nefndin með fulltrúum þingflokka.
Í dag heldur sendinefndin
í skoðunarferð um Þingvelli,
Gullfoss og Geysi.
AKUREYRI Bæjarráð Akureyrar fól
bæjarstjóra að færa alla embætt-
ismenn bæjarins á svokallaða
embættismannasamninga.
Jafnframt var bæjarstjóra
falið að skipa starfshóp sem geri
tillögur um lagfæringar á reglum
um embættismannasamninga og
jafnframt um samræmingu á
launakjörum starfsmanna bæjar-
ins. Samþykkt bæjarráðs kemur í
kjölfar könnunar Ransóknastofn-
unar Háskólans á Akureyri á laun-
um æðstu stjórnenda bæjarins.
Könnunin leiddi í ljós að munur-
inn er lítill meðal sviðstjóra en 11-
20% meðal deildar- og verkefna-
stjóra. Launamunurinn er mis-
mikill eftir sviðum og konur eru í
minnihluta meðal stjórnenda.
Bæjarráð hvetur stjórnendur
bæjarins til að halda yfirvinnu
starfsmanna innan hóflegra
marka. Jafnframt er hvatt til að
fylgst verði skipulega og faglega
með þróun grunnlauna og auka-
greiðslna til allra karla og kvenna
sem starfa hjá Akureyrarbæ.
Loks eru allir sem koma að ráðn-
ingu embættismanna, hvattir til
að hafa í huga stefnu bæjarstjórn-
ar um jafnan hlut karla og kvenna
meðal stjórnenda bæjarins.
Launamunur æðstu stjórnenda Akureyrarbæjar:
Bæjarráð vill samræmingu
AFBROT Um 300 manns teljast að
sögn Helga Gunnlaugssonar, af-
brotafræðings og dósents í félags-
fræði, til síbrotamanna hér á
landi. Talið er að
þessir menn standi
á bak við flest af
auðgunarbrotun, til
dæmis innbrotum,
sem framin eru hér
á landi. Þau voru
6.591 á síðasta ári.
Helgi segir hlutfall
þeirra sem brjóti
oftar en einu sinni
af sér jafnast á við
það sem þekkist í
Bretlandi, Bandaríkjunum og á
Norðurlöndum.
Endurtekin afbrot eru algeng-
ust á meðal yngri karla. Helgi seg-
ir að brjóti einstaklingur af sér
eða afpláni refsingu á aldrinum
18-21 árs þá séu miklar líkur á að
hann endurtaki brotið, einkum ef
um auðgunarbrot er að ræða.
Minni líkur eru á endurteknum af-
brotum á meðal kynferðisglæpa-
manna.
Í rannsókn sem Helgi stóð að
ásamt íslenskum og bandarískum
fræðimönnum kom
í ljós að af þrjú
þúsund einstak-
lingum sem afplán-
að höfðu einhverja
refsingu á árunum
1993-2000 voru
10% í virkilegum
s í b r o t a v a n d a .
Höfðu þeir á þessu
tímabili hlotið að
minnsta kosti
fimm refsivistar-
dóma. „Rannsóknir
sýna að vandamál
fólks af þessu tagi hefjast fljótlega
í æsku. Ástæðurnar geta verið
örar búsetubreytingar, sundrung
og óregla innan fjölskyldunnar eða
vandamál í skóla vegna náms- eða
lestrarörðugleika.“
Um leiðir til forvarna segir
Helgi samhæfðar aðgerðir Fé-
lagsþjónustunnar, Barnaverndar-
stofu, skólamálayfirvalda og lög-
reglu verða að koma til. Ekki síst
þurfi fjármuni og aukinn skilning.
„Þekkingin er til staðar. Menn eru
þegar farnir að stilla strengi sína
saman en það þarf að setja meiri
kraft í þetta. Það er allra hagur að
hlúa meira að þeim jarðvegi sem
börnin okkar koma úr.“
Helgi segir flesta síbrotamenn
láta staðar numið á fertugsaldrin-
um. „Eftir því sem ábyrgðin eykst
vaxa menn frá þessum afbrota-
heimi. Þetta er veröld yngri karla
fyrst og fremst.“
Helgi segir að til að brjóta
þann vítahring sem fylgir endur-
teknum afbrotum og vímuefna-
neyslu verði að koma meira til
móts við glæpamennina. „Refsi-
vist verður að vera hluti af ein-
hverju stærra dæmi. Það þarf að
búa til aðstæður þar sem viðkom-
andi hefur raunhæf markmið og
getur staðið á eigin fótum. Ef ein-
staklingurinn hefur ekki viðun-
andi aðstæður er stutt í hyldýpið
aftur.“
kolbrun@frettabladid.is
EINANGURNARKLEFI Í HEGNINARHÚSINU VIÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG
Í fangelsum er síbrotamönnum safnað saman á einum stað. „Þar kynnast menn og deila
stríðssögum og það myndast hópstemming. Eftir refsivist þyrfti að vera einhvers konar
átak sem gerir þessum einstaklingum fært að standa á eigin fótum.“HELGI GUNN-
LAUGSSON
Flestir síbrota-
menn láta staðar
numið við fer-
tugsaldurinn.
Eftir því sem
ábyrgðin eykst
vaxa menn frá
þessum af-
brotaheimi.
Þetta er ver-
öld yngri karla
fyrst og
fremst.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
BYLTINGIN ÉTUR BÖRNIN SÍN
Við sem heima sitjum skiljum
ekki hvers vegna guðfaðir nýja
hagkerfisins snýst gegn bestu
börnum þess.
Hallgrímur Helgason veltir fyrir sér
réttmæti lögreglurannsóknar á Baugi.
Morgunblaðið.
AUÐVITAÐ
Bandaríkjamenn búa ekki til
vandamál - þeir leysa þau!
Rúnar Kristjánsson skrifaði lesendabréf
í Morgunblaðið um Íraksdeiluna.
ROCK’N’ROLL
Ég átti ágæta Zetor-dráttarvél
sem ég notaði til rjúpnaferða með
ágætisárangri.
Jón Halldórsson landpóstur á Hólmavík
í Morgunblaðinu.
Þakdúkar og
vatnsvarnalög
➜ Þakdúkar og vatnsvarnalög á:
➜ Þök
➜ Þaksvalir
➜ Steyptar rennur
➜ Ný og gömul hús
Unnið við öll veðurskilyrði
Sjá heimasíðu www.fagtun.is
FAGTÚN
Brautarholti 8 sími 562 1370
Góð þjónusta ogfagleg ábyrgðundanfarin 20 ár
Haust og vetrardagskrá
hefst mánudaginn 16. september.
Reiðskólinn er nú að hefja sitt þriðja starfsár
og verður sem fyrr með reiðnámskeið fyrir börn eftir
hefðbundinn skóladag.
Hvert námskeið er 12 skipti.
Hver kennslutími 1 1/2 klst.
Kennt er tvisvar í viku:
Mánudaga og miðvikudaga
Kl. 15:00-16:30 og 16:30-18:00
Þriðjudaga og fimmtudaga
Kl. 15:00-16:30 og 16:30-18:00
Hverjum hóp verður skipt eftir getu og fyrri reynslu.
Farið verður í grunnatriði hestamennskunnar og
nemendur kynnast lífinu í hesthúsinu.
Lögð verður áhersla á mismunandi gangtegundir
hestsins og gangsetningar.
Takmarkaður fjöldi í hverjum hóp.
Við leggjum til hesta, reiðtygi, hjálma og frábæra aðstöðu
í Faxabóli 11, (önnur hesthúsalengjan frá Vesturási).
Nánari upplýsingar og skráning
hjá Þóru í síma 8-22-22-25.
Síbrot algengust
meðal yngri manna
300 manna hópur hér á landi telst til síbrotamanna. Vandamál hefjast
í æsku. Refsivist verður að vera hluti af stærra dæmi, segir Helgi
Gunnlaugsson, afbrotafræðingur.