Fréttablaðið - 14.09.2002, Síða 14

Fréttablaðið - 14.09.2002, Síða 14
14 14. september 2002 LAUGARDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI TÓNLIST Íslenskir sjónvarpsá- horfendur voru líklegast margir byrjaðir að raula eitt laganna af nýútkominni breiðskífu Ske, „Life, Death, Happiness & Stuff“, áður en hún kom út. Og það án þess að hafa hugmynd að þeir væru að raula íslenskt lag. Ástæðan er sú að eitt laganna, sem sungið er af japanskri myndlistarkonu að nafni Juri Hasimoto, hefur verið notað í auglýsingu fyrir Landsbankann. Söngmelódía þess límist betur innan í heilabú fólks en fluga á flugnapappír. Ske, er fyrir þá sem ekki vita, sami hópur og myndar sveitina Skárr’en Ekkert en nýja nafnið var tekið upp eftir að fleiri liðs- menn bættust í hópinn en við fjölgunina komu einnig nýjar áherslur. „Áherslurnar breyttust þegar við gerðum saman tónlist fyrir Íslenska Dansflokkinn árið 1999,“ segir Hrannar Ingimund- arson sem starfað hefur með Ske síðan þá. „Þá bættust el- ektrónískir tónar inn í tónlistina. Núna vildum við svo gera plötu sem væri ekki fyrir neitt verk- efni. Við ákváðum að hafa þann stíl á þessu að styðjast við lif- andi hljóðfæri og forrita með.“ Sami þriggja manna kjarninn hefur verið í Ske síðan 1994 þeg- ar þeir Guðmundur Steingríms- son, Eiríkur Þórleifsson og Frank Þórir Hall hófu að leika saman lög eftir höfunda á borð við Fell- ini á kaffihúsum bæjarins. Í dag hafa svo, auk Hrannars, þau Una Sveinbjarnardóttir og Kjartan Guðnason bæst í hópinn. Á plötunni fær sveitin gesta- söngvara í heimsókn. Þar ber fyrst að nefna manninn með silkiröddina Daníel Ágúst Har- aldsson. Sveitin er afar alþjóðleg í söngvaravali og eru kvenradd- irnar tvær ættaðar frá Frakk- landi og Japan. „Ein þeirra er vinkona Guð- mundar sem hann kynntist í London og heitir Juri Hasimoto. Hún er myndlistakona og hafði enga trú á því að hún gæti sung- ið. Þeir heyrðu hana svo syngja í einhverju partíi og fannst það mjög skemmtilegt. Þeir plötuðu hana til þess að syngja tvö lög inn á mini-disk og það eru upp- tökurnar sem við svo notuðum. Hin heitir Julie Coadou og er frönsk myndlistakona sem býr hérna. Hún hafði heldur aldrei sungið neitt. Við viljum söng- konur sem aldrei hafa sungið áður,“ segir Hrannar að lokum. biggi@frettabladid.is THE SWEETEST THING kl. 8 MINORITY REPORT kl. 5, 8 og 11 LITLA LIRFAN kl. 2, 2.30, 3, 3.30 og 4 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 2, 4 og 6 Sýnd kl. 2.30, 5.15, 8, 10.40 og 1.15 Sýnd kl. 2, 4.45, 7.30, 10.10 og 12.45 Sýnd kl. 5, 8 og 11 kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.15 SIGNS kl. 2, 4, 6 og 8 MAÐUR EINS OG ÉG 2 og 4LILO OG STITCH m/ens. tali kl. 2VILLTI FOLINN m/ísl. tali THE SUM OF ALL FEARS kl. 10 24 HOUR PARTY PEOPLE 5.45, 8 og 10.20 LILO OG STITCH m/ísl. tali 2 og 3.50 Sýnd kl. 4, 6, 8.15 og 10.30 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 MAÐUR EINS OG ÉG 8 og 10.10 VIT422LILO OG STITCH kl. 2, 4 og 6 VIT430 VILLTI FOLINN kl. 2 VIT410FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 2 VIT430 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 2 og 4 VIT429 SIGNS kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT427 24 HOUR PARY PEOPLE kl. 10.10 VIT431 PLUTO NASH kl. 2, 4, 6 og 8 VIT432 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 VIT 433 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 10.10 VIT 435 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT 437 Hvað er að Ske? Kaffihúsahljómsveitin Skárr’en Ekkert hefur aðallega einbeitt sér að leikhústónlist síðustu ár. Nú er breyting á og hún birtist nú lands- mönnum í poppaðri búning en áður, sem Ske. Fyrsta breiðskífan „Life, Death, Happiness & Stuff“ er komin út. SKE Hrannar segir það skiljanlega erfitt fyrir sveitina að leika á tónleikum þar sem liðsmenn búi í mismunandi löndum. Ske verður þó með á Airwaves hátíðinni í október. RAGE Hljómsveitin Rage Against the Machine sló í gegn með laginu „Killing in the Name.“ Chris Cornell og með- limir Rage Against the Machine í samstarf: Audioslave taka upp nýja breiðskífu TÓNLIST Chris Cornell, fyrrver- andi söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden hefur stofnað nýja hljómsveit ásamt fyrrverandi meðlimum Rage Against the Machine. Strákarnir kalla sig Audioslave og eru þeir nú önnum kafnir við upptökur á fyrstu breiðskífu sinni sem kemur út snemma á næsta ári. Cornell byrjaði að djamma með Tom Morello og félögum í Rage í febr- úar á síðasta ári, fjórum mánuð- um eftir að söngvarinn Zach de la Rocha yfirgaf sveitina. Þá var stofnuð ný hljómsveit undir nafn- inu Civilian. Upptökur á nýju efni sveitarinnar hófust í maí í fyrra með Rick Rubin sem upp- tökustjóra. Í mars á þessu ári, nokkrum dögum eftir að Civilian hafði samþykkt að spila á Ozzfest tónlistarhátíðinni, hætti Cornell í sveitinni vegna ósættis á milli umboðsmanna hans og Rage-liða. Í kjölfarið var hætt við útgáfu nýrrar breiðskífu sveitarinnar þrátt fyrir að nokkrum lögum hafi síðar meir verið lekið á Net- ið. Allir aðilar hafa nú náð sáttum og hefur ný heimasíða Audiosla- ve, audioslavemusic.com, verið sett á laggirnar. Einu upplýsing- arnar sem þar má finna eru þær að sveitin er starfandi í Los Ang- eles og Seattle.  Útgáfutónleikar hljómsveitar-innar Leaves verða haldnir á Nasa næsta fimmtudag, 19. sept- ember. Frumraun sveitarinnar, „Breath“, hefur verið tekið vel og skaust platan beint í þriðja sæti Tónlistans á fyrstu viku sinni. Nóg er að gerast hjá sveitinni á næstunni og er búið að staðfesta tónleikaferðalag um Bretland og Evrópu sem hefst í október. Joel Silver, framleiðandi TheMatrix og Lethal Weapon myndanna, mun stýra nýjum raunveruleikasjónvarpsþætti sem tekinn verður til sýningar í Bandaríkjunum. Í þáttunum verð- ur leitað að nýjum hasarhetjum til að leika í kvikmyndinni Hit Me. Tólf þátttakendur eru skráð- ir til leiks en leitað var um öll Bandaríkin að hetjunum. Sigur- vegarinn fær að búa í Hollywood þar sem hann fær kennslu í leik- list og bardagaatriðum. Leikkonan Elizabeth Hurleymun stýra íshokkýliði skipað stórstjörnum gegn liði fyrrver- andi atvinnu- manna í greininni. Hurley verður þó ekki ein við stjórnvölin því Dennis Leary og Steven Tyler úr Aerosmith verða henni til hjálpar. Meðal leikmanna verða Tim Robbins og Rick Mor- anis. George Wendt, sem lék Norm í Staupasteini, stýrir hinu liðinu. Leikurinn verður háður 29. þess mánaðar. Bono, söngvari írsku hljóm-sveitarinnar U2, er búinn að hljóðrita tökulagið That’s Life, sem Frank Sinatra gerði vin- sælt, fyrir kvik- myndina The Good Thief. Aðrir listamenn hafa lagt sitt af mörk- unum fyrir tón- list við kvik- myndina, svo sem Leonard Cohen sem flytur lagið A Thousand Kisses Deep. Bono er með mörg járn í eldinum því hann var að gefa út bókina The aWake, til styrktar baráttunni gegn alnæmi í Afríku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.