Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 15
RÁÐSTEFNUR 09.00 Ráðstefna um Hringadróttins sögu Tolkiens, tengsl hennar við norrænan menningararf, saman- burð á úrvinnslu Tolkiens, Halldórs Laxness og Sigrid Undset á menningararfinum, skírskotun verka þeirra til samtímans og sið- fræði þeirra í Norræna húsinu. Ráðstefnan hófst í gær. 10.00 Málþing um sameiginlega fisk- veiðisögu Íslendinga og Þjóðverja verður í Goethe-Zentrum Lauga- vegi 18, 3. hæð. Íslenskir og þýskir sérfræðingar halda erindi um árek- stra Íslendinga og Þjóðverja og Ís- lendinga og Englendinga í fisk- veiðisögunni og verslun með fisk í sögu og samtíð. Sýnd verður heimildarmyndin „Das Männ- erschiff“ sem Klemens Lindenau gerði 1951. 10.00 Ráðstefnan Siðfræði og lífvísindi verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands. Að ráðstefnunni standa Líffræðifélag Íslands og Siðfræði- stofnun Háskóla Íslands. Ráðstefn- unni lýkur kl. 17. TÓNLEIKAR 16.00 Tónlist fyrir alla fjölskylduna - Tangó, víkivaki og fleira verður haldin í Salnum í Kópavogi. Flautuleikararnir Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau og gít- arleikarinn Pétur Jónasson leika verk eftir Martial, J. S. Bach, Tár- rega, Jón Múla, Misti Þorkelsdóttur, Mozart og fleiri. Verð kr. 500, ókeypis fyrir grunnskólabörn í fylgd með fullorðnum. Miðasala er opin frá kl. 9 - 16 og klukkustund fyrir tónleika. 17.00 Sigurgeir Agnarsson sellóleikari og Hannelott Weigelt-Pross píanó- leikari efna til tónleika í Stykkis- hólmskirkju. Á efnisskránni eru Suite Italienne eftir Igor Stravinsky, Solitaire eftir Hafliða Hallgrímsson, tilbrigði í Es dúr eftir L.v.Beethoven og sónata í d-moll eftir Frank Bridge UPPÁKOMUR 15.00 List um landið nefnist verkefni þar sem hópur undir nafninu Slagtog 2002-03 fer um landið. Fyrsta uppákoman verður í Borgarbóka- safninu. Slagtog skipa Birgir Svan Símonarson með smásögur, Berglind Gunnarsdóttir ljóð, Gísli Magnússon (gímaldin), einn eða með hljómsveit, kynnir lög og texta, Hafliði Vilhelmsson kynnir nýja skáldsögu, Unnur Sólrún ljóð, Varði (goes to Europe) kynnir lög og ljóð og Þór Stefánsson ljóð. FRÆÐSLA 11.00 Grasagarður Reykjavíkur stendur fyrir fræðslu um safnhauga MARKAÐUR 14.00 Haustmarkaður Kristniboðssam- bandsins verður í húsi KFUM og K, Holtavegi 28 í Reykjavík. FÉLAGSSTARF 10.00 Félag eldri borgara í Hafnarfirði gengst fyrir morgungöngu frá Hru- anseli. Rúta frá Firðinum klukkan 9.50. OPNUN 15.00 Sýningin Þrá augans - saga ljós- myndarinnar opnar í Listasafni Ís- lands. Sýningin lýsir þróunarskeið- um ljósmyndarinnar frá um 1840. Á henni eru rúmlega 200 frum- myndir um 50 ljósmyndara, þar á meðal margra helstu frumkvöðla í sögu tjáningarmiðilsins. Sýningin stendur til 3. október. 15.00 Rembrandt og samtíðarmenn hans; hollensk myndlist frá 17. öld opnar í Listasafninu á Akureyri. 15LAUGARDAGUR 14. september 2002 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 11.10 Sýnd kl. 8 og 10.50 SÍMI 553 2075 STUART LITTLE 2 kl. 2, 4 og 6 BOURNE IDENTITY Forsýnd kl. 12.30 SUM OF ALL FEARS kl. 8 og 10.10 Sýnd kl. 4.30, 7 og 10 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 2, 3, 4 VIT429 SLAP HER SHÉS FRENCH kl. 5 og 7 VIT 426 PLUTO NASH kl. 2, 4, 6, 8 og 10 VIT432 SIGNS kl. 9 VIT 432 Sýnd kl. 12.15 VIT 427Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT 435 3.30 3.30 5.30 5.30 8 8 10 10.20 SPÆNSK HÁTÍÐ LAUGARDAGURINN 14. SEPTEMBER SOLAS / EINAR EN CONSTRUCCIÓN JUANA LA LOCA POSITIVO / SMITAÐUR LLUVÍA EN LOS ZAPATOS TESIS / LOKAVERKEFNIÐ LA COMMUNIDAD CUANDO VUELVAS A MI LADO TÓNLIST Breska hljómsveitin The Cure ætlar að halda tvenna tón- leika í Berlín í nóvember sem á að mynda fyrir væntanlegan DVD disk. Yfirskrift tónleikanna verð- ur „The Trilogy Concerts“ og ætl- ar sveitin að leika öll lög breið- skífanna „Pornography“, „Dis- intigration“ og „Bloodflowers“ í réttri lagaröð. Plöturnar þrjár hafa oft verið settar undir sama hatt og kallaðar „The dark trilogy“ þar sem svip- aður andi þykir sveima yfir tón- listinni. „Pornography“ var fimmta breiðskífa sveitarinnar og kom út árið 1982. Hún þótti dekkri og drungalegri en fyrri verk. „Dis- intigration“ er af flestum gagn- rýnendum talin besta plata sveit- arinnar. Hún kom út árið 1989, skartar slögurum á borð við „Lullaby“, „Lovesong“ og „Pict- ures of You“ og er söluhæsta breiðskífa þeirra frá upphafi. „Bloodflowers“ er nýjasta breiðskífa sveitarinnar sem kom út fyrir tveimur árum. Hún átti upphaflega að verða svanasöngur The Cure en eftir glimrandi við- tökur hennar hafa liðsmenn ákveðið að hljóðrita nýja skífu. Upptökur hennar hefjast í nóvem- ber og mun Ross Robinson (Korn, At the drive-in) stjórna upptök- um. Tónleikarnir verða kvikmynd- aðir og gefnir út á sérstökum safnara DVD diski.  The Cure: Enn lifir í gömlum glæðum THE CURE Ætla að halda sérstaka tónleika í Berlín þar sem þeir ætla að leika plöturnar „Porn- ography“, „Disintigration“ og „Bloodflowers“ í gegn. TÍSKA Hin árlega tískuvika í London hófst á fimmtudag. Hönn- uðir sýna nú vor- og sumarlínur sínar fyrir næsta ár. Athygli hef- ur vakið hversu mörg af stærri nöfnunum eru fjarverandi í ár. Ástæðan er að þeir vilja frekar taka þátt á tískuvikunum í Mílanó og París sem fylgja alltaf í kjöl- farið á London vikunni. Þar má meðal annars nefna Alexander McQueen og Stellu McCartney sem ákváðu bæði að taka þátt ann- arsstaðar en í heimalandi sínu. Upphaflega áttu sýningarnar að byrja á þriðjudag en þeim var frestað um tvo daga þar sem hönnuðir kærðu sig ekki um að sýna þann 11. september. Athygli hefur vakið hversu margir ungir hönnuðir sækja hug- myndir aftur í Lundúnar- tískuna frá sjötta og s j ö u n d a á r a t u g n - um. Fram að þessu hafa tískuáhugamenn beðið spenntastir eftir sýningum Sophiu Kokosalaki, tvíburanna Tata-Naka og Jessicu Ogden. Látum myndirnar tala.  DÓTTIR ROKKARANS Þessi stúlka sem skartar þessum bláa, hvíta og gula silkikjól heitir Jade og er dóttir rokkarans Mick Jagger. Tískuvikan í London: Stærstu nöfnin ekki með JUSTIN TIMBERLAKESegist miður sín yfir atvikinu þegar ungur aðdáandi lét lífið þegar hann varð fyrir bíl. Justin Timberlake úr N’Sync Syrgir dauða ungs aðdáanda TÓNLIST Justin Timberlake úr hljómsveitinni N’Sync hefur tjáð sig opinberlega um atvik sem varð fyrir utan útvarpsstöð í Los Angeles í fyrradag þar sem aðdá- andi sveitarinnar lét lífið. Stór hópur aðdáenda hafði safnast saman fyrir utan útvarpsstöðina þar sem Timberlake var í viðtali. Stúlka ein, 21 árs að aldri, sem ætlaði að berja goðið augum lést þegar hún varð fyrir bíl þar sem drukkinn ökumaður sat undir stýri. Ökumaðurinn stakk af. „Mér líður afar illa út af atviki sem átti sér stað fyrir utan Kiis- Fm útvarpstöðina. Ég og fjöl- skylda mín vottum ættingum hennar og vinum okkar dýpstu samúð. Við munum biðja fyrir ykkur,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu frá söngvaranum. Ökumaðurinn náðist skömmu síð- ar og á yfir höfði sér ákæru fyrir morð og að aka fullur.  HÁLSFESTARNAR KOMNAR AFTUR Fyrirsæturnar sem sýndu fatnað Boyd báru flestar hálsmen úr skeljum, tré eða öðrum hlutum úr náttúrunni. KASSAMYNSTUR Kassamynstrið sem hér sést framan á svörtum jakka þykir tilvísun í níunda ára- tuginn. Hárgreiðslan er bresk og er frá sjötta áratugnum. STÚLKA Í RAUÐU Þessi kynþokkafulli kjóll er hugarsmíði Elspeth Gibson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.