Fréttablaðið - 14.09.2002, Qupperneq 24
Skrýtið með minningar. Hvernigþær geta greypst í hugann og
bundist ákveðnum stað og tíma. Nú
vita allir hvar þeir voru 11. septem-
ber í fyrra þegar þoturnar flugu á
Tvíburaturnana. Margir muna líka
upp á hár hvar þeir voru þegar
Kennedy var skotinn í Dallas. Svo
ekki sé minnst á morðið á John
Lennon. Eða Marilyn Monroe. Eða
Jane Mansfield.
HVAÐA Jane Mansfield? Jú, hún
var stærri útgáfan af Marilyn Mon-
roe með sílíkonbrjóst löngu fyrir
daga sílíkonsins. Eftirlæti allra
ungra drengja á kynþroskaaldri. Ég
man nákvæmlega hvar ég var þegar
tilkynnt var um dauða hennar í út-
varpinu. Betur en stað og stund þeg-
ar Kennedy, Lennon, Monroe og Tví-
buraturnarnir hurfu.
LÍKLEGA verið tíu ára. Að borða
ávaxtagraut í timburhúsi í litlu þorpi
úti á landi. Það var mikið matarlím í
grautnum. Gerði það að leik mínum
að rétta félaga skeið með graut út
um eldhúsgluggann. Grauturinn
límdur við skeiðina og beintengdur
við grautarskálina. Félaginn gekk af
stað með skeiðina og alltaf teygðist á
grautunum í skálinni. Var kominn
hálfa leið niður á bryggju, fyrir
hornið hjá kaupfélaginu án þess að
grauturinn slitnaði. Sleppti svo tak-
inu og grauturinn endasentist í gegn-
um hálft þorpið, í gegnum opin eld-
húsgluggann og aftur ofan í skálina.
Þetta þótti okkur skemmtilegt.
ÞAÐ var einmitt þegar grauturinn
small aftur á sinn stað í skálina sem
það gerðist. Þulurinn í útvarpinu
sagði að Jane Mansfield væri öll.
Hefði farist í bílslysi vestur í Kali-
forníu í gærkvöldi. Ekið undir vöru-
bílspall. Höfuðið af. Leikurinn með
grautinn féll í skuggann en hefur þó
síðan verið samtvinnaður því áfalli
sem ungur drengur varð fyrir þegar
dís drauma hans hvarf úr þessum
heimi. Ég var lengi að finna aðra í
hennar stað.
SLEÐAFERÐ niður brekku í aust-
urbæ Reykjavíkur þegar fréttir bár-
ust af morði Kennedys kemst ekki í
hálfkvist við ávaxtagrautinn og Jane
Mansfield. Né heldur þegar John
Lennons var skotinn. Þá var ég að
skúra danska fjárlagaráðuneytið í
Kristjánsborgarhöll. Þetta með 11.
september er bara eins og gerst hafi
í gær. Hins vegar man ég ekki hvar
ég var þegar Marilyn Monroe dó. Er
alltaf að reyna að muna það.
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Staðfastar
minningar
Bakþankar
Eiríks Jónssonar