Fréttablaðið - 21.09.2002, Side 1

Fréttablaðið - 21.09.2002, Side 1
bls. 16 HEILSUGÆSLAN Ráðherra bíður eftir úrskurði bls. 6 LAUGARDAGUR bls. 8 181. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 21. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Úrslitin ráðast í dag FÓTBOLTI Lokaumferð Símadeildar karla í knattspyrnu verður leikin í dag. Þá ræðst hvort Fylkir eða KR fer með sigur af hólmi í deild- inni. Fylkir mætir ÍA á Akranesi og KR-ingar taka á móti Þór í Vestur- bænum. Málefni minnissjúkra FUNDUR Félag áhugafólks og að- standenda Alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra stendur fyrir fjölbreyttum og upplýsandi fræðslufundi um málefni minnis- sjúkra í tilefni af alþjóðdegi Alzheimerssjúklinga. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Pharmanor Hörgstúni 2, Garðabæ og hefst klukkan 13.00. KR-ingar dansa á Sögu BALL KR-ingar ætla að dansa í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Þar verða margir bikarar, sama hvern- ig leikir dagsins fara. Kvennalið fé- lagsins mætir með öll sín verðlaun. LEIKHÚS Ljótir og fallegir andarungar FLÓTTAMENN Illa staðið að málefnum flóttamanna ÞETTA HELST Framvegis ætla Bandaríkinekki að hika við að fara sínar eigin leiðir og verða fyrri til árása ef þau telja sér ógnað segir George W. Bush. bls. 2 Menntamálaráðherra var ekkistætt á því að vísa Þorfinni Ómarssyni úr starfi fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands. bls. 4 Heilbrigðisráðherra segirheilsugæslulækna á Sólvangi ganga hart fram í kröfugerð sinni. bls. 6 Flest bendir til að lítill munurverði á stóru flokkunum í þýsku þingkosningunum. bls. 10 REYKJAVÍK Suðlæg átt 3-8 m/s og dálítil þokusúld með köflum. Hiti 9 til 14 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Súld 12 Akureyri 3-5 Skýjað 11 Egilsstaðir 3-5 Skýjað 11 Vestmannaeyjar 3-8 Súld 12 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ EFNAHAGSMÁL „Við höfum ekki trú á að hagvöxtur verði jafn mikill og spáð hefur verið. Okkur finnst líklegra að hann verði mjög lítill eða það verði áframhaldandi samdráttur,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins. Samtökin vara við því að hætt sé við því að hagvöxtur verði lítill á næsta ári. Svo kunni jafnvel að fara að samdráttur verði í efnahagslífinu. Atvinnu- leysi gæti þá farið í þrjú til 3,5%. Ari segir að þjóðhagsspá sem birt var í júní einkennist af of mikilli bjartsýni. Gert sé ráð fyrir aukningu í fjárfestingum í efna- hagslífinu. Mikið hafi verið fjár- fest undanfarin ár og það hafi áhrif á framtíðinna. „Einkaneysla og fjárfesting eru líklegri til að standa í stað eða vaxa hægt en að taka við sér. Ef fjárfestingar verða óbreyttar en vaxa ekki yfir á næsta ár yrði hagvöxtur hálft prósent en ekki 2,4% eins og var spáð.“ Fjármálaráðherra segir ekk- ert skrýtið þó menn hafi ólíka sýn á horfur efnahagsmála. Efna- hagsstofa fjármálaráðuneytis muni kynna nýja þjóðhagsspá um næstu mánaðamót. Fyrri spá hafi verið unnin af Þjóðhagsstofnun og fyrir hana svari ráðuneytið ekki.  DAVÍÐ ODDSSON Forsætisráðherra tók á móti Phan Van Kai, forsætisráðherra Víetnam, í gær. Ráðherrarnir funduðu í Þjóðmenningar- húsinu og undirrituðu samning um vernd fjárfestinga í löndum sínum. Sjá frétt á blaðsíðu 9. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Samtök atvinnulífs vara við of mikilli bjartsýni: Hætt við stöðnun FÓLK Bestur í súkkulaðinu SÍÐA 22 SÍÐA 14 Afmæli Undirtóna TÍMAMÓT NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á virkum dögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 21,6% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á virkum dögum? 51,7% 61,9% LÖGREGLUMÁL Handrukkarar réð- ust að rúmlega þrítugum manni í fyrrinótt með þeim afleiðingum að maðurinn er nefbrotinn, tenn- ur eru brotnar auka annarra áverka. Flytja varð manninn á sjúkra- hús þar sem hann fékk aðhlynningu. Hann hefur ekki kært árásina. „Það er óásættanlegt að þessir menn hafi á tilfinningunni að þeir séu við stjórn,“ sagði Karl Steinar Vals- son aðstoðaryfirlögregluþjónn og gat þess að lögreglan stæði fyrir áróðri þess efnis að árásir hand- rukkara séu kærðar. Lögregla segir flest benda til að árásin í fyrrinótt sé vegna fíkniefnaskuldar og þess vegna bendi allt til að maðurinn hafi orðið fórnarlamb handrukkara. Talið er að hann viti hverjir réð- ust á hann og slösuðu, en þrátt fyrir það hefur hann ekki kært árásina. Karl Steinar Valsson segir of- beldi hafa aukist í kjölfar aukinn- ar fíkniefnaneyslu. Fæstar líkamsárásir eru kærðar vegna ótta þolenda við hefndaraðgerðir. Flestir þolendur eru fíkniefna- neytendur sem leiðast oft út í dreifingu fíkniefna til að fjár- magna eigin neyslu. Með aukinni neyslu kemur oftast að þeim tímapunkti að þess er freistað að nota peningana í annað en að greiða heildsalanum andvirði söl- unnar. Það kallar oftast á ofbeldi frá handrukkurum. Hótanir vegna fíkniefnaskulda einskorðast ekki við neytendurna sjálfa heldur geta fjölskyldur þeirra orðið illa fyrir barðinu á þessu miskunnarlausa ofbeldi. Fréttablaðið skýrði fyrir skömmu frá knöppum kjörum fjögurra barna móður. Hún hafði orðið gjaldþrota í kjölfar fíkni- efnaskuldar sonar hennar. Hún óttaðist ítrekaðar hótanir og til að koma í veg að sonurinn yrði fyrir alvarlegum líkamsmeiðingum sá hún ekki aðra leið en borga ítrek- að háar fjárupphæðir sem sonurinn var krafinn um. Ítrekað hafði hópur ógnandi fólks safnast fyrir utan heimilið og meðal ann- ars brotið rúður. kolbrun@fréttabladid.is Er illa leikinn eftir árás handrukkara Ráðist var á þrítugan mann í Breiðholtinu. Maðurinn var tregur til að skýra lögreglu frá hverjir voru að verki. Talið er að um handrukkara hafi verið að ræða. Karl Steinar Valsson segir ofbeldi hafa aukist í kjölfar aukinnar fíkniefnaneyslu. Það er óá- sættanlegt að þessir menn hafi á tilfinn- ingunni að þeir séu við stjórn. FÍKNIEFNABROT Fjöldi fíkniefnabrota frá árinu 1998 til 2001 sem áttu sér stað innan umdæmis lögreglustjórans í Reykjavík eða á Keflavíkurflugvelli. Árið 2001 voru fíkniefnabrot 388 sem samsvarar 13% aukningu frá í fyrra. Fjölgun er að sjá í öllum brotaflokkum miðað við árið 2000. Þá má sjá að málum vegna innflutnings hefur fjölgað ár frá ári. 2001 219 26 97 8 38 2000 209 18 81 2 32 1999 357 27 63 2 43 1998 266 14 29 3 32 Varsla - neysla Sala - dreifing Innflutn- ingur Framleiðsla Ýmis fíkni- efnabrot

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.