Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2002, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 21.09.2002, Qupperneq 24
Konur kvarta oft yfir því að ekkisé hægt að tala við mig. Svara því á móti að ég tali eins og karl- maður. Ég sé ekki í neinum sauma- klúbbi. UM daginn þurfti ég að sinna sext- án verkefnum og fara víða. Greindi konunni frá því á 37 sekúndum sléttum. Eins og karlmaður. Hún hefði verið í tvo tíma að segja það sama. Konur fara um víðan völl þegar þær segja frá. Snúast jafnvel í hringi. Karlmenn tala hins vegar saman í skeytastíl. Í hálfkveðnum vísum og botna hver fyrir annan. Samtöl þeirra eiga að leiða til niður- stöðu. Varpa nýju ljósi á það sem um er rætt. Þjóna tilgangi. EF konur töluðu þannig yrðu saumaklúbbarnir stuttir. Búið væri að segja allt áður en kæmi að veit- ingunum. Saumaklúbbar yrðu aldrei lengri en klukkustund. Þess vegna eru karlmenn ekki í saumaklúbbum. Þeir stara frekar út í loftið og hugsa sitt. Láta athugasemdir falla. Halda svo áfram að þegja. KARLMENN vilja sterkar sósur. Fara í hættulegustu tækin í Tívolí. Bruna í rússíbönum og vaka fram- eftir. Berja sér á brjóst og jafnvel baula. Stappa niður fótunum í stað þess að brosa blítt í fögnuði andar- taksins. UNDANTEKNING frá þessu eru hommarnir. Þeir tala ekki saman eins og karlmenn. Frekar eins og konur. Konur og hommar geta geng- ið undrandi af fögnuði um skrúð- garða og dásamað bæði angan og fegurð. Eða smakkað sósur í samein- ingu með kurr smáfuglsins á vörum. Staðið við búðarglugga og verslað í huganum. Faðmast á torgum með kossaflensi og ópum. Allt er þeim eðlilegt. SANNUR karlmaður blygðast sín við þessar aðstæður. Í hrópandi mótsögn við eðlilegt hormónaflæði sem konum er hulið. Reyni hann að láta undan verður hann fyrr en síð- ar vandræðalegur. Í versta falli sér til skammar. Fátt leikur karlmanns- sálir verr en kvennaleikir. Sérstak- lega ef það fréttist. NEMA hann sé ástfanginn. Þá sýn- ir hann allt sitt besta á svo eðlilegan hátt. Verður eins og kona. Og líður vel.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 (( Nýr vörulisti - nýtt verð - nýjar hugmyndir Carl Öjerstam hönnuður, Svíþjóð JAGARE 3 lágspennukastarar með öllu 2.990 kr. Kynjatal Bakþankar Eiríks Jónssonar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.