Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 6
6 21. september 2002 LAUGARDAGURSPURNING DAGSINS Á Ísland að segja sig úr NATO? Já hiklaust. Þó það hefði verið í gær. Hrafnkell Brynjarsson. 24 ára. Nemi. LÖGREGLUFRÉTTIR ERLENT NEFNDALAUN Laun einstakra aðila sem sitja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins geta numið nokkrum milljónum króna á ári. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þing- manns Samfylkingar. Ríkisendurskoðun hefur kann- að nefndastörf. Hún segir ekki hægt að segja fyllilega til um laun einstakra manna fyrir nefnda- setu. Um það skorti upplýsingar. Þó sé ljóst að 45% nefnda- og stjórnarlauna séu greidd út á tveimur launalyklum í bókhalds- kerfi. Sá sem fékk mest greitt á þessum lið árið 2000 fékk 2,8 milljónir króna í nefndalaun. Ekki er þar með sagt að það séu heild- argreiðslur fyrir nefndasetu við- komandi aðila. Í sömu greinargerð kemur fram að 17 nefndir á vegum ríkis- ins störfuðu ekkert árið 2000. Það er 2% af heildarfjölda nefnda. Engin nefndalaun voru greidd fyrir setu í þeim nefndum. Fimm nefnda sem ekki störfuðu heyra undir landbúnaðarráðuneyti. Fjórar heyra undir félagsmála- ráðuneyti.  Tekjuhæstu einstaklingar: Milljónir í nefndalaun HÚSNÆÐI RÍKISENDURSKOÐUNAR Fyrri úttekt Ríkisendurskoðunar gaf til kynna að 18% nefnda ríkisins störfuðu ekkert. Þá var byggt á takmörkuðu úrtaki. Maður var handtekinn í fyrr-inótt við tilraun til að brjót- ast inn í bílageymslu. Að sögn lögreglunnar er þetta þriðja nótt- in í röð sem maðurinn er tekinn höndum vegna innbrota. Hann var að verki þegar brotist var inn í Biskupsstofu fyrr í vikunni. Maðurinn er þekktur síbrotamað- ur og háður vímuefnum. Karl og kona voru handtekinneftir að hafa gert tilraun til að brjótast inn í hús við Rauðar- árstíg í fyrrinótt. Parið braut rúðu í húsnæðinu en náðu þau ekki að komast inn þar sem lög- reglan hafði hendur í hári þeirra. Þau voru flutt í fangageymslur lögreglunnar. FJÁRFESTING Sameining hlutabréfa- sjóðsins Auðlindar og Kaupþings hefur vakið spurningar sumra hluthafa Auðlindar. Sjóðurinn var kynntur á sínum tíma sem sjóður með mikla áhættudreifingu. Eign í Kaupþingi er annars eðlis og áhættusamari, en ávöxtunarvonin á móti kannski meiri. Vilhjálmur Bjarnason formaður Samtaka fjárfesta segir að samtökin hafi engar athugasemdir við þessa sameiningu. Kaupþing býður yfir- verð fyrir bréfin og er tilbúið að tryggja ákveðið gengi hlutabréfa í Kaupþingi vilji menn selja þau að sameiningu lokinni „Kaupþing bíður upp á útgönguleið sem virðist viðunandi. Við teljum þetta því eðlileg viðskipti,“ segir Vilhjálmur. Hann segist ekki taka afstöðu til þeirra kosta sem í boði eru. Þeir sem vilja halda áfram að dreifa áhættunni geta keypt í öðrum verðbréfasjóðum. Auðlind er hlutafélag um verðbréfaeign og því skattlagt á annan hátt en verðbréfasjóðir með hlutdeildar- fyrirkomulagi. Verri skattaleg staða er ein ástæða þess að ákveðið var að leggja sjóðinn nið- ur.  Sameining Auðlindar og Kaupþings: Í sátt við Samtök fjárfesta FJÁRFESTAR SÁTTIR Samtök fjárfesta gera ekki athugasemdir við samruna Kaupþings og Auðlindar. Þeir telja verð og útgönguleiðir eðlilegar. HEILSUGÆSLA Kjara- og réttinda- deila heilsugæslulækna við ríkis- valdið er enn í hnút. Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra sagðist vera að bíða eftir nýjum úrskurði frá kjaranefnd um laun heilsugæslulækna. Nefndin væri ein- nig með til skoðun- ar breytt launa- kerfi sem veitti læknunum meira svigrúm til rekst- urs inni á heilsu- gæslustöðvunum. Heilsugæslulæknarnir á Sól- vangi í Hafnarfirði, sem hafa sagt upp störfum frá og með 1. desember, áttu fund með ráð- herra í fyrradag. „Ég lagði á það áherslu að menn sæju þann úrskurð og mætu síðan stöðuna,“ sagði Jón um fundinn. Heilsugæslulæknarnir á Sól- vangi gáfu heilbrigðisyfirvöld- um frest þar til í gær til að leysa deiluna ellegar myndu þeir hefja undirbúning að stofnun nýrrar læknastofu í bænum. Þrátt fyrir að læknarnir í Hafnarfirði hefðu gefið heil- brigðisyfirvöldum frest þar til í gær hefur ekkert gerst. Jón sagðist vonast til þess að lækn- arnir endurskoðuðu þá ákvörðun sína að ganga út og stofna nýja stofu eftir nýjan úrskurð frá kjaranefnd. Hann sagðist ekki hafa gefið grænt ljós á að heilsu- gæslulæknar gætu samið við Tryggingastofnun um sjálfstæð- an rekstur læknastofa utan heilsugæslustöðvanna, líkt og aðrir sérfræðingar. Ágreiningur- inn lægi í því. „Við höfum ekki viljað stækk- að þann geira, en samt viljað stíga það skref að menn ættu meiri og fjölbreyttari möguleika um sitt vinnukerfi innan heilsu- gæslunnar. Ég tel þá hafa sett sína kröfu mjög hart fram og ekki viljað víkja frá henni. Ég er tilbúinn til þess að skoða leiðir sem að ganga ekki í berhögg við þá hugsun sem heilsugæslu- stöðvarnar voru byggðar upp eftir.“ Jón sagðist vonast til þess að kjaranefnd skilaði úrskurði í þessum mánuði, en hann hefði ekki endanlega dagsetningu. Eft- ir það myndu línurnar í málinu skýrast. trausti@frettabladid.is Ráðherra bíður eftir úrskurði kjaranefndar Deila heilsugæslulækna við ríkisvaldið er óleyst. Heilbrigðisráðherra segir heilsugæslulækna á Sólvangi hafa gengið hart fram. Ekki tilbúinn til að fallast á kröfu lækna um gjaldskrársamning við Tryggingastofnun. JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra segist til þess að skoða leiðir sem að ganga ekki í berhögg við þá hugsun sem heilsugæslustöðvarnar voru byggðar upp eftir. Ég lagði á það áherslu að menn sæju þann úrskurð og mætu síð- an stöðuna. Franska matvælaeftirlitið seg-ist vera fylgjandi því að land- ið aflétti banni á innflutningi bresks nautakjöts. Banninu var komið á fyrir sex árum vegna hættu á að kúariða bærist í menn. Fimmtán meðlimir í FalunGong voru dæmdir í fjögurra til tuttugu ára fangelsi í Kína í gær fyrir að brjótast inn í tölvu- kerfi kapalsjónvarpsstöðvar og sýna þar myndbönd með mót- mælum sínum. Falun Gong-sam- tökin eru bönnuð í Kína. Junichiro Koizumi, forsætisráð-herra Japans, átti samtal við Bush, Bandaríkjaforseta, nýverið þar sem hann kom á framfæri beiðni Kim Jong Il, leiðtoga Norður-Kóreu, um að Bush hætti að minnast á landið sem eitt af öxulveldum hins illa. Öll flugumferð á alþjóðaflug-vellinum í Mexíkóborg var stöðvuð í þrjár klukkustundir á fimmtudag mikilla rigninga sem gengu yfir borgina. Stöðvunin hafði áhrif á 74 flugferðir til og frá flugvellinum. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 88.37 0.08% Sterlingspund 136.94 -0.15% Dönsk króna 11.68 0.16% Evra 86.76 0.18% Gengisvístala krónu 130,12 -0,25% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 337 Velta 6.442 m ICEX-15 1.299 -0,16% Mestu viðskipti Grandi hf. 173.634.000 Pharmaco hf. 146.270.448 Eignarhaldsfé. Alþýðub. hf. 73.223.299 Mesta hækkun Kögun hf. 4,71% Íslenski hugbúnaðarsj. hf. 3,70% SÍF hf. 2,38% Mesta lækkun Kaupþing banki hf. -2,34% Sjóvá-Almennar hf. -2,31% Síldarvinnslan hf. -1,92% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7993,8 0,70% Nsdaq*: 1226,5 0,80% FTSE: 3860,1 1,20% DAX: 3059 1,70% Nikkei: 9481,1 -2,00% S&P*: 844,8 0,20% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Afkomubati Flugleiða: Ágúst kom vel út VIÐSKIPTI Flugleiðir gera ráð fyrir að afkoma af farþegaflutningum félagsins í ágúst verði mjög góð vegna betri nýtingar og hag- kvæmari samsetingar farþega- hópsins. Í ágúst minnkaði fyrir- tækið sætaframboð í millilanda- flugi um 14% og farþegum fækk- aði í sama mæli. Sú fækkun kom fyrst og fremst fram á Norður- Atlantshafsmarkaði, sem gefur minnst af sér í rekstri fyrirtæks- ins. Þetta er sama þróun og und- anfarna mánuði sem leiddi til verulegs afkomubata á fyrri helmingi ársins.  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.