Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 2
RAMALLAH, AP Jasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, er í þriðja sinn á árinu kominn í herkví Ísra- elsmanna. Ísrelski herinn um- kringdi höfuðstöðvar hans í Ram- allah á fimmtudagskvöldið, sköm- mu eftir að sjálfsmorðsárás varð fimm manns að bana í Tel Avív. Binjamin Ben-Elieser, varnar- málaráðherra Ísraels, segir mark- mið umsátursins vera að einangra Arafat. Hvorki sé ætlunin að valda honum líkamstjóni né reka hann úr landi. Ísraelsk leyni- skytta varð hins vegar einum líf- verði Arafats að bana í gær. Þrjár byggingar í húsasam- stæðu Arafats voru jafnaðar við jörðu í gær. Einungis fáar bygg- ingar standa þar enn uppi. Tuttugu manns, sem voru staddir í höfuðstöðvum Arafats þegar ísraelski herinn umkringdi þær, gáfu sig fram í gær og voru handteknir. Ben-Elieser sagði að herinn vilji handtaka fleiri menn, sem eru í höfuðstöðvunum. Her- inn fari ekki fyrr en þeir hafi allir gefið sig fram.  SVEITARSTJÓRNIR Ásmundur Sv. Páls- son, formaður bæjarráðs Árborg- ar, heldur fast við að trúnaðar- brestur hafi orðið milli sveitarfé- lagsins og stjórnar Atvinnuþróun- arsjóðs Suðurlands. Skýringar Gísla Páls Pálssonar, formanns sjóðsins, í Fréttablaðinu í gær breyti engu. Atvinnuþróunarsjóðurinn bað félagsmálaráðuneytið álits á því hvort kjósa mætti sjóðnum nýja stjórn á aukafundi sem fram fór 11. september. Ráðuneytið taldi heimilt að kjósa stjórn á aukafundinum og var það álit kynnt í stjórn sjóðsins 6. september. Stjórnin kynnti álitið þó ekki á aukafundinum 11. sept- ember og hætt var við fyrirhugað stjórnarkjör. Gísli sagði í Fréttablaðinu að fram hefði komið hjá fundarmanni á aukafundinum að hann hefði rætt við lögfræðing félagsmála- ráðuneytisins sem hefði sagt hon- um að kjósa mætti stjórn á auka- fundinum. Þar með hafi mönnum verið kunnugt um álit lögfræðings ráðuneytisins, óþarfi hafi verið að leggja það fram skriflega líka. Ásmundur undirstrikar að skriflegt álit vegi mun þyngra en frásögn af því áliti. „Það óskar enginn fulltrúi sveitarfélags eftir skriflegu áliti ráðuneytis sveita- stjórnarmála til þess eins að stinga því undir stól. Það eru vinnubrögð sem okkur hugnast ekki,“ segir hann.  2 21. september 2002 LAUGARDAGURERLENT Formaður bæjarráðs Árborgar heldur fast við fullyrð- ingar um trúnaðarbrest: Menn stinga ekki áliti ráðuneytis undir stól Fælingarstefnan heyrir sögunni til Bush Bandaríkjaforseti lýsir yfir stefnubreytingu í varnarmálum. Framvegis ætla Bandaríkin ekki að hika við að fara sínar eigin leiðir og verða fyrri til árása ef þau telja sér ógnað. WASHINGTON, AP George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, boðaði í gær stefnubreytingu í varnar- og hermálum. Framvegis ætli Bandaríkjamenn ekki að láta sér nægja fælingarstefnu Kalda stríðsins heldur verði í auknum mæli gripið til fyrirbyggjandi að- gerða gegn hryðjuverkamönnum sem eru að afla sér gereyðingar- vopna. Þetta þýðir meðal annars að Bandaríkin ætla sér að ráðast á ríki á borð við Írak ef þau telja sér ógnað af þeim, jafnvel þótt slík árás njóti ekki stuðnings Sameinuðu þjóðanna eða hefð- bundinna bandamanna Banda- ríkjanna. Þetta kemur fram í 33 blað- síðna stefnuskrá í hermálum, sem Bandaríkjaforseti sendi frá sér í gær eins og honum ber að gera lögum samkvæmt. Þessi yfirlýs- ing markar hins vegar viss tíma- mót vegna þess að hún felur í sér formlega stefnubreytingu. „Við getum ekki lengur leyft óvinum okkar að leggja fyrst til atlögu,“ skrifar Bush. „Bandarík- in ætla að grípa til aðgerða gegn ógnum af þessu tagi áður en þær hafa tekið á sig skýra mynd.“ Bush segir ennfremur, að „þótt Bandaríkin muni sífellt leitast við að afla sér stuðnings alþjóðasam- félagsins, þá hikum við ekki við að grípa til aðgerða upp á eigin spýtur ef nauðsyn krefur.“ Allt bendir til þess að banda- ríska þjóðþingið ætli að veita Bush heimild þess að fara með hernaði gegn Írak. Leiðtogar jafnt Repúblikana sem Demókrata fögnuðu í gær tillögu forsetans, sem hann vill að þingið samþykki áður en það fer í frí til þess að þingmenn geti sinnt kosn- ingabaráttunni. Tom Daschle, leiðtogi demókrata í öldungadeild þings- ins, þar sem demókratar hafa meirihluta, sagði engan ágreining vera um „þá ógn sem stafar af Saddam Hussein og nauðsyn þess að bregðast við þeirri ógn með margvíslegum hætti.“ Hann sagði að demókratar vilji gera orða- lagsbreytingar á tillögunni, en taldi enga ástæðu til að efast um að samkomulag muni nást á þing- inu um afgreiðslu heimildarinnar.  Skólastjóradeilan í Áslandsskóla: Skarphéðinn var rekinn ÁSLANDSSKÓLI „Fræðslustjóri Hafnarfjarðar kom hingað á ell- efta tímanum á fimmtudagskvöld og afhenti mér bréf sem er ekkert annað en uppsagnarbréf,“ sagði Skarphéðinn Gunnarsson í gær- kvöldi. Í bréfinu segir að Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hafi yfirtekið samninga um kaup og kjör við starfsfólk Áslandsskóla. Síðan segir orðrétt; „Það þýðir að sjálf- sögðu að yfirtekinn hefur verið ráðningarsamningur við yður með öllum þeim réttindum og skyldum sem hann hefur að geyma. Þar sem bæjarstjórn hef- ur ráðið annan skólastjóra við skólann munuð þér þó ekki starfa sem skólastjóri áfram.“ „Þetta er ekkert annað en upp- sögn“ sagði Skarphéðinn og bætti við að hann hefði ekki sagt upp störfum líkt og fræðsluyfirvöld í Hafnarfirði hefðu fullyrt. Í bréfi fræðslustjóra er boðið upp á við- ræður um breytingar á starfssviði Skarphéðins. „Ég var ráðinn sem skólastjóri að Áslandsskóla og sætti mig ekki við að starfa undir stjórn annars skólastjóra. Ég mun ekki mæta til vinnu á mánudag. Ég bíð eftir þeim viðræðum sem talað er um.“  Jarðskjálftar á Norðurlandi: Búist við áframhald- andi hrinum JARÐSKJÁLFTAR Fjórir skjálftar stærri en 3,0 á Richter mældust í grennd við Grímsey í gær og tæp- lega tveir tugir skjálfta yfir 2,0 á Richter. Einnig mældist fjöldinn allur af minni skjálftum. Jarð- skjálftahrinan á þessum slóðum hefur staðið yfir síðan á mánudag. Skjálftum fjölgaði í gær. Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðing- ur, segir hrinurnar muni að öllum líkindum halda áfram nokkra daga í viðbót. Upptök skjálftanna eru nú aðallega á tveimur stöðum. Ann- ars vegar á sama stað og upptök stóra skjálftans síðastliðinn mánudag og hins vegar um 20 km norður af Grímsey. Búist er við skjálftum af stærðinni 2 á Richter á næstu dög- um, en ekki er hægt að útiloka stærri skjálfta. Engin merki eru um gosóróa að sögn Ragnars.  Um níu hundruð manns þurftuí gær að yfirgefa heimili sitt í bænum Portsmouth á Englandi meðan verið var að fjarlægja gamla sprengju. Sprengjan, sem er frá tímum seinni heimsstyrj- aldarinnar, fannst á fimmtudag- inn. Fjórir menn særðust í miklumgötubardaga milli Rússa og Tatsíka í Moskvu snemma í gær- morgun. 36 manns voru hand- teknir. Lögreglan segir að þrír drukknir Rússar hafi átt upptök- in að þessum óeirðum. Að minnsta kosti 28 fangar lét-ust í fangauppreisn í Dóminíska lýðveldinu í gær. Upp- reisnin hófst í kjölfar þess að fangaverðir ákváðu skyndilega að gera vopnaleit meðal fang- anna. Viðbrögð Ísraelshers við sjálfsmorðsárásum: Arafat aftur í einangrun Norskur togari: Sökk við Grænland SKIPSSKAÐI Norski rækjutogarinn Volstad Viking sökk síðdegis í gær um 50 sjómílur undan strönd Aust- ur-Grænlands. Óskað hafði verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að draga hann til hafnar og var varðskip á leiðinni. Fjórtán manna áhöfn skipsins var komið til bjarg- ar um borð í norskan rækjutogar- ann Sæviking strax og skipið lenti í kröggum. Það gerðist aðfaranótt föstudags. Þá fylltust lestar skips- ins af sjó. Sæviking var með skipið í togi þegar það sökk á 1.400 metra dýpi. Aðstoð Landhelgisgæslunnar var afþökkuð í kjölfarið. Áhöfnin verður flutt til Íslands.  ÁSMUNDUR SV. PÁLSSON Formaður bæjarráðs Árborgar, segir skriflegt álit félagsmálaráðuneytis vega mun þyngra en frásögn af því áliti. UTANRÍKIS- OG VARNARMÁLARÁÐHERRAR BANDARÍKJANNA OG RÚSSLANDS Frá vinstri á myndinni eru þeir Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Donald H. Rums- feld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands. Þeir hittust í Washington í gær. Bandaríkin reyna nú ákaft að vinna sem flest ríki á sitt band gagnvart Írak. AP /R O N E D M O N D S BYGGINGAR EYÐLAGÐAR Ísraelsher jafnaði að minnsta kosti þrjár byggingar við jörðu í gær í höfuðstöðvum Jassers Arafats í Ramallah. AP /B R EN N AN L IN SL EY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.