Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 13
13LAUGARDAGUR 21. september 2002 HANDBOLTI Fimm leikir fara fram í Esso-deild karla í handbolta í dag klukkan 17.00. ÍR tekur á móti Víkingi í Austurbergi, Sel- foss fær Þór í heimsókn, Aftur- elding og Grótta/KR eigast við að Varmá og ÍBV og Valur eigast við í Vestmannaeyjum. Á Akur- eyri mætast KA og Haukar. Leikurinn hefur tvöfalt vægi því það lið sem fer með sigur af hólmi verður krýnt Meistari meistaranna. Haukar urðu bik- armeistarar á síðasta tímabili en KA Íslandsmeistari. Verði jafnt eftir venjulegan leiktíma, fá bæði lið eitt stig í deildinni, og gripið verður til framlengingar til að fá úr því skorið hvort liðið hampar meistaranafnbótinni.  Esso-deild karla um helgina: Leikið um nafnbótina Meistari meistaranna ÍSLANDS- MEISTARAR KA mætir Hauk- um á Akureyri í dag. Það lið sem hefur betur í viðureigninni verður krýnt Meistari meistar- anna. MADRID, SPÁNI, AP Talið er að Frakkinn Zinedine Zidane, leik- maður Real Madrid, verði fjar- verandi vegna meiðsla í næstu tveimur leikjum félagsins. Um er að ræða deildarleik á móti Osas- una og leik í Meistaradeildinni í næstu viku á móti belgíska liðinu Genk, þar sem Ronaldo mun að öllum líkindum spila fyrsta leik sinn fyrir Madrid. Zidane, sem er 30 ára, á við smávægileg hné- meiðsli að stríða. Claude Makel- ele, miðjumaður liðsins, á einnig við meiðsli að stríða og missir af leiknum við Osasuna sem háður verður í dag.  Zinedine Zidane: Missir af næstu tveim- ur leikjum ZIDANE Zinedine Zidane í leik Real Madrid og Roma í Meistaradeildinni sem endaði með öruggum útisigri Madrid, 3:0. AP /M YN D ZURICH, SVISS, AP Alþjóðaknatt- spyrnusambandið, FIFA, hefur úr- skurðað Luciano, leikmann ítalska liðsins Chievo, í keppnisbann eftir að hann játaði að hafa spilað með liðinu undir fölskum formerkjum. Bannið er til bráðabirgða. Luciano spilaði undir nafninu Eriberto síðastliðnar sex leiktíðir og sagðist vera fæddur í Rio De Janiero í Brasilíu árið 1979. Hið sanna er að hann er fjórum árum eldri en hann sagðist vera. Ástæðan var sú að hann vildi auka möguleika sína í atvinnumennskunni með því að segjast vera ungur og efnilegur. Chievo rak leikmanninn síðast- liðinn miðvikudag. Skoraði hann fjögur mörk fyrir liðið á síðustu leiktíð auk þess sem hann lagði upp fjölmörg mörk fyrir félaga sína. Áður en Luciano gekk til liðs við Chievo fyrir tveimur árum síðan spilaði hann með Palmeiras í Bras- ilíu og síðan Bologna á Ítalíu í tveir leiktíðir.  Luciano, leikmaður Chievo: Úrskurðaður í alþjóðlegt keppnisbann FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur í dag síðari leik sinn við England í umspili um laust sæti í Heimsmeistarakeppn- inni sem fram fer í Kína á næsta ári. Sigurvegarinn mætir annað hvort Dönum eða Frökkum í tveimur leikjum um laust sæti á HM. Fyrri leikur þjóðanna endaði með 2:2 jafntefli í Laugardalnum og var um hörkuleik að ræða. Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálf- ara Íslandsmeistara KR í Síma- deild kvenna, líst mjög vel á mögu- leika íslenska liðsins í leiknum. Aðspurð hvernig hún myndi leggja leikinn upp segir hún að ís- lenska liðið verði náttúrulega að vinna leikinn. „Þetta verður erfitt vegna þess að þær mega heldur ekki fá á sig mark. Þær þurfa að passa varnarleikinn mjög vel. Mér finnst sóknarleikurinn vera það ár- angursríkur að það skiptir mestu máli að fá ekki á sig mark.“ Vanda segist sannfærð um að íslenska liðið skori í leiknum en hefur aftur á móti nokkrar áhyggj- ur af varnarleiknum. „Hann var ekki alveg nógu sannfærandi í síð- asta leik. Mér fannst föstu leikatriðin einnig vera eitt af því sem þær þyrftu að bæta bæði í sókn og vörn. Ég býst fastlega við að þær lagi þessa hluti og ég er sannfærð um það að þær verði mun betri í leiknum úti heldur en þær voru hérna heima.“ Vanda segir að þegar íslenska liðið spili vel liggi helsti styrkleiki liðsins í varnarleiknum. „Hinn styrkleikinn er sá að liðið er árang- urríkt í sínum sóknaraðgerðum. Við erum með mjög góða leikmenn fram á við sem geta klárað leiki.“ Vanda telur enska liðið vera mjög sterkt. „Það hjálpar okkur samt að þeirra besti leikmaður er í leikbanni, Karen Walker. Ég held að það hafi sálræn áhrif á einbeit- inguna hjá þeim að missa hana út. Við þurfum að skora snemma í leiknum og láta tímann líða, þá verða þær örvæntingarfullar. Ís- lenska liðið þarf að spila sinn leik með því að verjast vel og sækja hratt. Þá mun markið koma hvort sem það verður á 5. mínútu eða þeirri 85.“ freyr@frettabladid.is „Skiptir mestu að fá ekki á sig mark“ Íslenska kvennalandsliðið mætir Englandi í dag í síðari viðureign lið- anna í umspili um laust sæti á HM. Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari Ís- landsmeistara KR, er sannfærð um að íslenska liðið skori í leiknum. BARÁTTA Olga Færseth, leikmaður íslenska landsliðsins, berst um boltann við leikmann enska liðsins í fyrri leik liðanna. Olga kom íslenska liðinu yfir í leiknum með glæsilegu marki. Karen Walker, sem skoraði bæði mörk enska liðsins, er í leikbanni í leiknum, sem hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI Mikið fyrir lítið Skeifunni 8 (Þar sem Vouge búðin var áður) Merkjavara afsláttur 50-80% Opið 11-18 Laugardag og Sunnudag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.