Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 9
9LAUGARDAGUR 21. september 2002 UNDIRRITUN Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra, og Phan Van Kai, for- sætisráðherra Víetnam, hafa und- irritað samning landanna tveggja um vernd fjárfestinga. Víetnamski forsætisráðherrann sagði víetnamskt lagaumhverfi ekki síður fallið fyrir erlenda fjár- festingu en lagaumhverfi annarra landa í sama heimshluta. Hann sagði samninginn mikilvægan fyr- ir samskipti þjóðanna og kvaðst vongóður um að Íslendingar gætu aðstoðað Víetnama við að koma sjávarafurðum á markað í Evrópu og víðar. Davíð sagði samninginn merkt skref. Hann opnaði og efldi mögu- leika á viðskiptum landanna og fjárfestingu ríkisborgara hvors lands um sig í hinu landinu. Að loknum fundi forsætisráð- herranna hélt Phan Van Kai á fund Árna Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra. Voru þeir við upphaf fundar Útflutningsráðs fyrir viðskipta- sendinefnd sem fylgdi víetnamska forsætisráðherranum.  Forsætisráðherrar Íslands og Víetnam funda: Opnað fyrir við- skipti landanna DAVÍÐ ODDSSON OG PHAN VAN KAI Forsætisráðherrarnir funduðu í Þjóðmenningarhúsinu. Kai þakkaði Davíð stuðning Íslands við Víetnam á alþjóðavettvangi. Dr. Dlamini Zuma, utanríkisráðherra Suður Afríku, kemur í opinbera heim- sókn hingað til lands á morgun. Hann fundar með utanríkisráð- herra á Þingvöllum á morgun. Áður en dr. Zuma heldur af landi brott fundar hann með forsætisráðherra og sjávarút- vegsráðherra. Fjármálaráðuneytið hefurbreytt reglum um hvernig laus störf hjá ríkinu skulu aug- lýst. Frá og með næstu mánaða- mótum verður nóg að auglýsa störf á starfatorgi.is. Ekki verð- ur lengur þörf á að auglýsa störf í dagblöðum. STJÓRNVÖLD LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur hefur staðfest að bræðurnir úr Skelja- granda sem játað hafa líkamsárás á mann um tvítugt skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 25. október. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að annar bróðirinn hefur við- urkennt fyrir lögreglu að hafa margsinnis slegið fórnarlambið í höfuðið og klippt hluta úr eyra piltsins með gatatöng þar sem hann lá í roti á gólfinu heima hjá bræðrunum á Skeljagranda. Hinn bróðirinn segist hafa sleg- ið piltinn margsinnis með álskafti í axlirnar, bakið og síðuna. Báðir viðurkenna bræðurnir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í blóði sínu á lóð leikskóla nærri heimili þeirra þar sem pilturinn var algjörlega hulinn runna. Bræðurnir eru báðir um tví- tugt. Rúmlega fertugur faðir þeir- ra, sem einnig er grunaður að aðild að árásinni var látinn laus úr haldi fyrr í þessum mánuði. Fram kem- ur í dómi Hæstaréttar að lögregla telur að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Allt að tíu ára fangelsi bíður sakborninganna reynist þeir sekir.  Skeljagrandabræður áfram í varðhaldi grunaðir um tilraun til manndráps: Klippti hluta úr eyra rotaðs pilts með gataklippum SKELJAGRANDI Óhugnanleg líkamsárás var framin í þessu húsi vestast í Reykjavík 2. ágúst sl. Pilturinn var í lífshættu þegar komið var með hann höfðukúpubrotinn og meðvit- undarlausan á sjúkrahús.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.