Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 12
12 21. september 2002 LAUGARDAGURGLÍMA HARÐHENTUR Hamra Yerlikaya, frá Tyrklandi, á hér í harðri baráttu við Sang Myon Seo frá Suð- ur-Kóreu á heimsmeistaramótinu í grísk- rómverskri glímu. Yerlikaya vann 8-0. FÓTBOLTI ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugardagur 11.00 Sýn Enski boltinn (Newcastle - Sunderland) 13.30 RÚV EM í frjálsum 13.30 Sýn Símadeildin (ÍA - Fylkir) 13.40 Stöð 2 Símadeildin (KR - Þór) 14.00 Akureyrarvöllur Símadeild karla (KA - Fram) 14.00 Akranesvöllur Símadeild karla (ÍA - Fylkir) 14.00 Grindavíkurvöllur Símadeild karla (Grindavík - Keflavík) 14.00 KR-völlur Símadeild karla (KR - Þór A.) 14.00 Kaplakrikavöllur Símadeild karla (FH - ÍBV) 16.00 Stöð 2 Enski boltinn (Man. Utd. - Tottenham) 16.30 Austurberg Esso-deild karla (ÍR - Víkingur) 16.30 KA heimilið Esso-deild karla (KA- Haukar) 16.30 Selfoss Esso-deild karla (Selfoss - Þór Ak.) 16.30 Varmá Esso-deild karla (UMFA - Grótta KR) 16.30 Vestmannaeyjar Esso-deild karla (ÍBV - Valur) 18.50 Sýn Spænski boltinn (Barcelona - Espanyol) Sunnudagur 12.55 Sýn Gókart 15.00 Undankeppni HM-kvenna England - Ísland 15.15 RÚV Ryder-mótið í golfi 17.00 KA-heimilið Esso-deild kvenna (KA/Þór - Stjarnan) 17.00 Vestmannaeyjar Esso-deild kvenna (ÍBV - Fylkir/ÍR) 20.00 Seltjarnarnes Esso-deild kvenna (Grótta KR - Fram 20.00 Valsheimili Esso-deild kvenna (Valur - Haukar) 20.00 Víkin Esso-deild kvenna (Víkingur - FH) Fylkir getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla þegar þeir mæta ÍA upp á Skipaskaga klukkan tvö í dag. KR er einu stigi á eftir Fylki. Vesturbæjarliðið fær Þór í heimsókn í Frostaskjólið. Þór er þegar fallið. Baráttan um Íslandsmeistaratitil- inn hefur sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi. Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis og Kristján Finnbogason, markvörður KR, voru fengnir til að spá fyrir um leikina. Mikið mun mæða á þeim í dag. Úrslitin ráðast í dag Þetta verður ábyggilega hörku-leikur. Það er engin pressa á Þórsurunum. Þeir eiga bara eftir að hafa gaman af þessu og reyna að stríða okkur,“ segir Kristján Finnbogason, markvörður KR. KR fær Þór í heimsókn í dag en norðanliðið er þegar fallið niður í fyrstu deild. Kristján á við meiðs- li að stríða og hefur ekki getað æft með liðinu síðustu viku. Hann segir mikla spennu vera í herbúð- um KR. „Okkur hefur heldur ekki gengið vel á heimavelli í sumar. Höfum leikið átta leiki, gert fimm jafntefli og bara unnið þrjá. Svo er spennustigið hátt hjá okkur svo við gerum ekki ráð fyrir auðveld- um leik.“ KR vann Þór með tveim- ur mörkum gegn engu í baráttu- leik fyrir norðan í níundu umferð Símadeildarinnar. Kristján telur að Vesturbæjar- liðið eigi eftir að hafa betur gegn Þór í dag. „Ætli við vinnum ekki 1- 0 og Þormóður Egilsson á eftir að skora,“ segir markvörðurinn hlæjandi. Hann segir mikið umtal hafa verið um leik ÍA og Fylkis og býst einnig við hörkuviðureign þar. „Það er aldrei auðvelt að fara upp á Skaga og sækja eitthvað þangað. Ég held að leikurinn endi með jafntefli, 1-1.“  Mér líst mjög vel á leikinn.Þetta verður krefjandi verk- efni,“ segir Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis. Árbæjarliðið mætir Skagamönnum í síðustu umferð Símadeildar karla í dag. Fari liðið með sigur af hólmi hampar það Íslandsmeistaratitl- inum. Kjartan býst við hörkuleik upp á Skaga. „Við erum búnir að spila tvo leiki við þá í sumar og unnum einn en töpuðum öðrum. Ég held að þetta verði baráttu- leikur. Skagamönnum hefur ekki gengið jafn vel og á seinasta tímabili þegar þeir urðu Íslands- meistarar. Það hefur samt lítil breyting orðið á liðinu og þeir eru með sterkan mannskap þótt dæmið gangi ekki alltaf upp.“Fylkir getur stillt upp sínu sterkasta liði nema að Gunnar Þór Pétursson er í leikbanni sem og Aðalsteinn Víglundsson, þjálf- ari. Kjartan telur að KR muni hafa betur gegn Þór í Frostaskjólinu. „Jóhann Þórhallsson er farinn til Danmerkur og hann er mjög mik- ilvægur hlekkur í Þórsliðinu.“ Markvörðurinn vildi þó ekki spá fyrir um úrslitin í leik Fylkis og ÍA. „Þetta verður hörkuleikur og við förum í hann með sigur í huga.“  KRISTJÁN FINNBOGASON Markvörður KR segist vera ánægður með tímabilið í heildina litið. Segir knattspyrnuna í sumar þó ekki hafa verið fallega. KJARTAN STURLUSON Markvörður Fylkis lék sína fyrstu landsleiki á árinu. Kristján Finnbogason, markvörður KR: Engin pressa á Þór Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis: „Þetta verður hörkuleikur“ FÓTBOLTI Síðasta umferð Síma- deildar karla verður leikin í dag klukkan 14.00 og er óhætt að segja að spennan sé í hámarki. Fylkir, efsta lið deildarinnar, mætir ÍA upp á Skipaskaga. Liðið þarf á sigri að halda ætli það að tryggja sér Íslandsmeistaratitil- inn. Árbæjarliðið hefur eins stigs forystu á KR, sem er í öðru sæti. Vesturbæjarliðið fær Þór í heim- sókn í Frostaskjólið. Þór er þegar fallið niður í fyrstu deild. Mikil barátta er einnig á botni deildarinnar. Keflavík er í næst neðsta sæti deildarinnar með 17 stig. Keflvíkingar sækja granna sína úr Grindavík heim. Grinda- vík er öruggt í þriðja sæti deildar- innar en getur ekki náð öðru sæt- inu. Fram er í þriðja neðsta sæt- inu, einnig með 17 stig. Piltarnir úr Safamýrinni sækja KA-menn heim. KA er öruggt með fjórða sæti deildarinnar. FH-ingar eru í sjöunda sæti deildarinnar með 19 stig. Liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda þegar það tekur á móti ÍBV í Kaplakrika í dag. Sigur tryggir þeim áframhaldandi sæti meðal þeirra bestu.  Síðasta umferð Símadeildar karla: Spennan í hámarki SÍMADEILDIN Lið Leikir U J T Mörk Stig Fylkir 17 10 4 3 30 : 20 34 KR 17 9 6 2 27 : 18 33 Grindavík 17 8 5 4 31 : 22 29 KA 17 6 7 4 18 : 16 25 ÍBV 17 5 5 7 22 : 20 20 ÍA 17 5 5 7 27 : 26 20 FH 17 4 7 6 27 : 29 19 Fram 17 4 5 8 26 : 33 17 Keflavík 17 3 8 6 21 : 29 17 Þór 17 3 4 10 22 : 38 13 18. UMFERÐ KR - Þór ÍA - Fylkir KA - Fram FH - ÍBV Grindavík - Keflavík HVERJIR VERÐA MEISTARAR? Í dag fæst úr því skorið hvort Fylkir hampar Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn eða hvort KR fagnar titlinum í 23. sinn. Sam Dalla Bona, fyrrverandileikmaður Chelsea, gæti verið á leiðinni til Atalanta á Ítalíu eftir stutta dvöl hjá AC Milan. Forsvars- menn Milan vilja fá Damiano Zen- oni, leikmann Atalanta, til sín og vilja láta Dalla Bona fara í skipt- um. Dalla Bona hefur lítið fengið að spila hjá Milan síðan hann kom þangað í sumar enda gífurleg samkeppni innan liðsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.