Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 8
8 21. september 2002 LAUGARDAGUR Norðlingaölduveita: Ellefu hafa kært UMHVERFISMÁL Ellefu kærur hafa borist umhverfisráðherra vegna úrskurðar Skipulagsstofnunnar um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu sunnan Hofs- jökuls. Kærufrestur rann út á miðvikudaginn. Þeir sem hafa kært eru: Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Landvernd, Náttúruvernd ríkisins, Náttúru- verndarsamtök Íslands, Umhverf- issamtök Íslands, Áhugahópur um verndun Þjórsárvera, Fuglavernd- arfélag Íslands, Landvarðafélag Íslands, Hjörleifur Guttormsson, Hildur Rúna Hauksdóttir og Ósk Magnúsdóttir.  FJÖLMIÐLUN Ríkissjónvarpið mun í vetur sýna átta þátta heimildar- myndaflokk um merkisviðburði og þróun þjóðlífs á öldinni sem leið. Um er að ræða þáttaröð sem samið var um á árinu 1996 við kvikmyndagerðina Alvís. Um- sjónarmenn þáttanna er háskóla- prófessorarnir Hannes Hólm- steinn Gissurarson og Ólafur Þ. Harðarson. Tveir þáttanna voru sýndir fyrir fáum árum en verða nú end- ursýndir um leið og hinir þættirn- ir sex verða frumsýndir. Nýjustu áætlanir gera ráð fyrir að fyrsti þátturinn verði sýndur fimmtu- daginn 12. desember og hinir þættirnir vikulega upp frá því. Samkvæmt lýsingu á þáttunum eru þeir að mestu byggðir á göml- um kvikmyndum úr Kvikmynda- safni Íslands og erlendum kvik- myndasöfnun. Einnig mun vera notast við efni úr safni Sjónvarps- ins og ljósmyndir úr Ljósmynda- safni Íslands. Alvís hefur meðal annars hefur framleitt fjölmarga þætti í þátta- röðinni Maður er nefndur á und- anförnum árum. Vinnsla nýju þáttaraðarinnar mun nú vera á lokastigi hjá fyrirtækinu. Umsamið kaupverð þáttanna er trúnaðarmál.  HÆLISLEITENDUR „Við höfum öll tækifæri til að standa miklu betur að móttöku hælisleitenda en við gerum. Oftar en ekki skjóta íslend- ingar sér undan ábyrgð, vísa til Dyflinarsamningsins og þurfa því ekki að taka við neinum. Vandi flóttamanna er alheimsvandamál og Ísland á að axla sína ábyrgð í þeim efnum eins og önnur ríki,“ segir Katla Þorsteinsdóttir lög- fræðingur Alþjóðahússins. Hún segir að þrátt fyrir ákvæði Dyflinarsamningsins sé ekki bann- að að veita fólki hæli hér, en sú meginregla gildir að fólki ber að sækja um hæli í fyrsta griðlandi. „Samningurinn heimilar okkur þannig, í nær öllum tilfellum, vegna landlegu okkar og fábreytni í flugsamgöngum að snúa fólki frá Íslandi. Það er á hinn bóginn ekki skylda og í mörgum tilfellum ekk- ert sem bannar okkur að taka við fólki, veita hælismeðferð og stöðu flóttamanns, séu önnur skilyrði til þess uppfyllt.“ Af þeim sem leitað hafa hælis hér á landi síðustu ár, hefur aðeins einn fengið pólitískt hæli. Það var í ársbyrjun 2000 þegar 17 ára piltur frá Zaire fékk hæli. Nokkrir hafa fengið dvalarleyfi af mannúðará- stæðum. Það er hins vegar allt öðruvísi réttarstaða sem fylgir því að fá dvalarleyfi af mannúðará- stæðum eða stöðu flóttamanns. „Við grípum strax til þess að senda fólk til baka, það er einfalt og fljótlegt. Við erum í þessum efnum áhorfendur frekar en þátt- takendur. Stjórnvöld bera því gjarnan við að Ísland taki á móti svokölluðu kvótaflóttafólki. Með því séum við að axla ábyrgð okkar. Það er hins vegar tvennt ólíkt, kvótaflóttafólk annars vegar og hælisleitendur hins vegar og það leysir okkur ekki undan skyldum okkar gagnvart hælisleitendum að taka við ákveðnum hópi kvótaflóttafólks sem valinn er af stjórnvöldum,“ segir Katla Þor- steinsdóttir. Hún segir ýmislegt athugavert við meðhöndlun hælisleitenda. Þeim bjóðist til dæmis ekki lög- fræðiaðstoð fyrr en eftir að Út- lendingaeftirlitið hefur kveðið upp sinn úrskurð. Þá greiði ríkið aðeins fimm klukkutíma lögfræðiaðstoð. „Aðstoð í kærumálum tekur miklu lengri tíma. Það er nauðsyn- legt að tryggja lögfræðiaðstoð til- tölulega fljótt í ferlinu. Þá er mjög mikilvægt að bæta aðstöðuna við móttöku hælisleitenda. Við höfum dæmi um fjölskyldu með börn sem hingað leitaði, sem þurfti að flytja átta sinnum á einu ári. Svona að- stæður eru ekki bjóðandi fólki,“ segir Katla Þorsteinsdóttir. Hún nefnir ennfremur skóla- göngu barna hælisleitenda og seg- ir að töluvert skorti á að ákvæði al- þjóðasamninga og sáttmála sem Ísland hefur undirgengist, séu uppfyllt. „Þegar ríki gerast aðilar að al- þjóðasamningum ber þeim að haga löggjöf sinni í samræmi við þá samninga. Alþjóðasamningar eiga að tryggja öllum börnum skilyrðis- lausan rétt til skólagöngu, burtséð frá stöðu foreldranna og þess má geta að í Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna er fjallað sérstak- lega um stöðu barna hælisleitanda og aðildarríkjunum gert að tryggja þeim skólavist. Engin ákvæði eru til í íslensk- um lögum eða reglum sem taka beinlínis til skólagöngu barna hæl- isleitenda og hefur það valdið vandamálum og komið í veg fyrir aðgang barna hælisleitanda hér á landi að skólakerfinu,“ segir Katla. Alþjóðahúsið vinnur að málefn- um hælisleitenda, bæði sjálfstætt og í samráði við stofnanir og fé- lagasamtök. „Okkar hlutverk hér í Alþjóða- húsinu er meðal annars að vinna að málefnum hælisleitenda, bæði í formi einstaklingsbundinnar að- stoðar við fólkið og einnig komum við sjónarmiðum okkar á framfæri við stjórnvöld í þeirri von að úr verði bætt,“ segir Katla Þorsteins- dóttir. the@frettabladid.is                                      !  " #$     $ ! ! $      "$     %                  "  &   '((        !"#" ""  $%&'"" #       #  $ )       ())"*  +,,-,.// HÆLISLEITENDUR „Við afgreiðum mál hælisleitenda samkvæmt gildandi lögum og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar okkar á þessu sviði,“ segir Sólveig Pét- ursdóttir, dóms- og kirkjumálaráð- herra. Hún segir málefni útlendinga vera í stöðugri skoðun og réttarbót sé fólgin í nýjum lögum um útlend- inga sem taki gildi um áramót. Þau taka fyrst og fremst á stjórnsýslureglum um meðferð umsókna um dvalarleyfi og land- göngu og annað slíkt. Að auki felst í nýju lögunum ákveðin vernd fyr- ir hælisleitendur. Ráðherra segir að grannt sé fylgst með þróun í ná- grannalöndunum. Þá sé mjög gott samstarf milli útlendingaeftirlits- ins og Rauða Krossins á þessu sviði. „Vegna hælisleitenda erum við með sérstakan samning við Rauða Krossinn sem sér um móttöku þeirra og hefur umsjón með hælis- leitendum meðan þeir bíða úr- lausnar sinna mála hér á landi. Það er full ástæða til þess að mínu mati að fylgjast með þessari fjölg- un sem orðið og ég tel rétt að við bregðumst við þeim kostnaðar- auka sem af henni hlýst. Það hafa farið fram viðræður við forsvarsmenn Rauða Krossins. Ákvörðun um breytingar á samn- ingi ríkisins og Rauða Krossins liggur þó ekki fyrir,“ segir Sólveig Pétursdóttir.  Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra: Í samræmi við alþjóð- legar skuldbindingar HANNES H. GISSURARSON Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og Ólafur Þ. Harðarson prófessor hafa um- sjón með nýrri þáttaröð um 20. öldina. Ríkissjónvarpið sýnir íslenska þætti um 20. öldina: Þáttaröð prófessora sett á vetrardagskrá KATLA ÞORSTEINSDÓTTIR Við höfum öll tækifæri til að standa miklu betur að móttöku hælisleitenda og eigum að gera það. RÍKUR AF RÍKINU Hann er í Háskólanum, hann er alltaf í ríkissjónvarpinu og ríkisút- varpinu. Hann sér ekkert nema ríkið Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráð- herra Sjálfstæðisflokksins um Hannes Hólmstein. Mannlíf, októberhefti. HVAÐ ER AÐ ÞVÍ AÐ STALDRA VIÐ? Ég dáist að hestum. Þeir geta skit- ið á hlaupum, það gæti ég ekki þótt mér væri borgað fyrir það. Guðbergur Bergsson birtir hugsanir sínar. jpv.is ALLAVEGA EKKI BOÐSKAPUR GHANDIS Af ýmsum ástæðum dettur manni í hug boðskapur Leníns eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af mál- efnum Áslandsskóla í Hafnarfirði. Sigríður Ásthildur Andersen. DV, 20. september. ORÐRÉTT Illa staðið að mál- efnum flóttamanna Erum áhorfendur fremur en þátttakendur. Ættum að taka miklu myndarlegar á málaflokknum. Ekki alltaf farið samkvæmt alþjóðasátt- málum þegar hælisleitendur eiga í hlut. Stjórnvöld nota Dyflinarsamn- inginn sem auðvelda undanskotsleið segir lögfræðingur Alþjóðahússins. Frúin hlær í betri bíl Allt að seljast, allt að verða vitlaust, vantar allar gerðir bíla Sími: 562 1055

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.