Fréttablaðið - 02.10.2002, Side 2
2 2. október 2002 MIÐVIKUDAGUR
Verðbólguspár birtar:
Bensín og
föt hækka
EFNAHAGSMÁL Fjármálafyrirtækin
gera ráð fyrir að vísitala neyslu-
verðs hækki um 0,2-0,5% í þess-
um mánuði. Landbankinn spáir
mestu verðbólgunni, en Íslands-
banki þeirri minnstu. Miðað við
lægstu spánna verður verðbólga
síðustu tólf mánaða 2,6% sem er
lítillega yfir verðbólgumarkmið-
um Seðlabankans sem er 2,5%.
Miðað við spá Landbankans er
verðbólgan 2,9%. Landsbankinn
gerir ráð fyrir að bensínlítrinn
hækki um eina til tvær krónur og
að hækkun verði á húsnæðis- og
fatalið vísitölu neysluverðs.
Sjóslysanefnd:
Rækjuskipið
er ráðgáta
SJÓSLYS Jón Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarnefnd-
ar sjóslysa, segir það ráðgátu
hvernig það bar að rækjubátur-
inn Aron ÞH frá Húsavík sökk
norður af Grímsey árla dags á
mánudag.
Aron var á veiðum þegar at-
burðurinn varð. Skipverjarnir
fimm bera að sjór hafi bæði ver-
ið kominn í vélarrúm og lest
skipsins áður en þeir yfirgáfu
það og fóru um borð í annan bát
sem kom til aðstoðar. Aron var
211 brúttótonn.
„Það er mjög undarlegt hvern-
ig þetta gerðist í blíðuveðri. En
þetta kann að eiga sér sínar skýr-
ingar þegar menn fara að rýna í
málið,“ segir Jón.
Þjóðmenningarhús:
17 milljónir
til að gæta
handrita
FJÁRLÖG Á fjárlögum er gert ráð
fyrir 17,3 milljóna króna fjár-
framlagi til Þjóðmenningarhúss
vegna handritasýningar á vegum
Stofnunar Árna Magnússonar.
Fjárveitingin er ætluð til að tryg-
gja öryggi merkustu handrita
þjóðarinnar.
Öryggisúttekt sem unnin var
vegna sýningarinnar leiddi í ljós
að talin er þörf á viðveru gæslu-
manna í húsinu allan sólarhring-
inn. Að auki verður ráðist í örygg-
isendurbætur á húsinu. Sýningin
á að standa í nokkur ár.
Hlutafé Orcahópsins:
Bankinn
búinn með
fyrsta
skammtinn
VIÐSKIPTI Íslandbanki hefur lokið
sölu á 708 milljón króna að nafn-
verði í bankanum sem bankinn
eignaðist við útgöngu Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar og Þorsteins
Más Baldvinssonar. Fagfjárfest-
ar hafa keypt bréfin og er því
lokið fyrsta áfanga í sölu bréfa í
bankanum.
Samkvæmt samningi mun
bankinn kaupa bréf að nafnvirði
1.470 milljónir í janúar og er í
framhaldinu stefnt að sölu þeirra
í samræmi við yfirlýsingar bank-
ans um dreifða eignaraðild. Þeg-
ar hefur verið gengið frá samn-
ingum á sölu helmings þeirrar
fjárhæðar. Vegna sterkrar eigin-
fjárstöðu bankans eru uppi áætl-
anir um að færa niður hlutafé í
bankanum. Ákvörðun um það
verður tekin þegar ársuppgjör
liggur fyrir.
KEYPT OG SELT
Eimskipafélagið jók hlut sinn í Skeljungi
um leið og Skeljungur keypti bréf í Flug-
leiðum af Eimskipafélaginu.
Innibyrðis kaup
Eimskipa og Skeljungs:
Bræðra-
böndin
treyst
VIÐSKIPTI Burðarás, dótturfélag
Eimskipafélagsins hefur minnkað
hlut sinn í Flugleiðum úr 31,4% Í
rúm 28%. Kaupandi var Skeljung-
ur. Gengið í viðskiptunum var
4,67, en lokagengi bréfa Flugleiða
var 4,1 á markaði í gær. Verðmæti
viðskiptanna var rúmar 760 millj-
ónir króna. Á sama tíma keypti
Eimskipafélagið hlut fyrir rúmar
350 milljónir króna í Skeljungi af
fyrirtækinu sjálfu.
Bræðralag er á milli þessara
fyrirtækja og hafa þessar breyt-
ingar því ekki áhrif á valdahlut-
föllin í fyrirtækjunum, nema
hugsanlega til styrkingar núver-
andi yfirráða.
Kaupþing hefur verið duglegt
að kaupa í fyrirtækinu á árinu og
á nú rúm 20% í fyrirtækinu.
Gaumur, eignarhaldsfélag Bónus-
fjölskyldunnar keypti á dögunum
um 10% hlut í Flugleiðum. Við-
skiptin kunna því að tengjast því
að fyrirtækin vilji tryggja betur
stöðu sína í fyrirtækjunum gegn
sókn nýrra aðila. Íslandsbanki
gerði á dögunum samanburð á ol-
íufélögunum þar sem mælt var
með því að fjárfestar seldu bréf í
Skeljungi, keyptu í Olís, en hlut-
laus afstaða var til bréfa Kers.
ALÞINGI Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands gerði frjálsan
markað og lýðræðislegt samfélag
að umtalsefni við setningu Al-
þingis og sagði að þau væru sam-
nefnari þeirrar skipunar sem
flestir telji besta form sem völ sé
á. Hins vegar kunni atburðarásin
á markaðstorgi að leiða til slíkrar
samþjöppunar auðs og eigna að
veruleg áhrif hafi á það lýðræðis-
lega vald sem byggja beri á jöfn-
un rétti allra einstaklinga.
„Sé fjármagni veitt ótæpilega
inn í íslenska hversdagsveröld
kann að verða mikið flóð, þjóðfé-
lagið verður ólgusjór þar sem
hefðbundnar hömlur fara á flot og
völd og áhrif verða af öðrum toga
en samstaða var um áður fyrr.“
Ólafur Ragnar sagði að skilin
milli markaðar og stjórnmála
væru sjaldan eins skýr í veruleika
og í kenningunni.
Hann sagði að Íslendingar
gengju nú í gegnum breytinga-
skeið sem að hluta væri knúið
áfram með ákvörðunum Alþingis
en sækti einnig efnivið í hið opna
alþjóðlega hagkerfi sem við yrð-
um í vaxandi mæli hluti af. Hér
hefði ríkt samstaða um samfé-
lagsgerð sem á vissan hátt hefði
verið grundvöllur að sjálfstæðis-
vitund Íslendinga. Hann spurði
hvort samfélagsgerðin væri að
breytast, hvort veruleikinn, sem
okkur birtist, væri í samræmi við
anda laganna sem veittu hinum
nýju leikreglum formlegt gildi.
„Slíkum spurningum er á eng-
an hátt auðvelt að svara, en þær
munu brenna á hverjum þeim sem
býður sig fram sem fulltrúi fólks-
ins. Alþingi er kjarninn í lýðræð-
isskipan Íslendinga og hér á að
ríkja hinn eindregni vilji sem end-
urspeglar þjóðarhug,“ sagði for-
seti Íslands.
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
Sagði að skilin milli markaðar og
stjórnmála væru sjaldan eins skýr í
veruleika og í kenningunni.
Forseti Íslands við setningu Alþingis:
Ótæpilegt fjármagn gætt leitt til ólgusjávar
STJÓRNMÁL Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra sat einn eftir í um
tuttugu mínútur hjá forsætisráð-
herra eftir að ríkisstjórnarfundi
lauk í gær. Sturla hefur enn ekki
tjáð sig opinberlega um þungorða
skýrslu bresku flugslysasérfræð-
inganna Bernie Forwards og
Franks Talyors um Skerjafjarðar-
slysið.
Sturla fékk skýrsluna í hendur í
fyrradag. Það sama gerði Davíð
Oddsson forsætisráðherra. Flestir
ráðherrar ríkisstjórnarinnar
stöldruðu við í nokkurn tíma í
stjórnarráðinu eftir að formlegum
fundi stjórnarinnar lauk um klukk-
an ellefu í gærmorgun. Allir utan
samgönguráðherra og forsætisráð-
herra höfðu þeir þó yfirgefið bygg-
inguna um tólfleytið. Sturla dvaldi
einn hjá Davíð í um tuttugu mínút-
ur.
Sturla var fámáll þegar hann
loks kom út. Hann vildi ekki segja
til um hvort hann hefði rætt málið
við forsætisráðherra. „Við tölum
ekki um það sem fer á milli okkar,“
sagði hann aðeins. Aðspurður um
viðbrögð sín við innihaldi bresku
skýrslunnar sagði Sturla: „Ég mun
alveg á næstunni gefa út yfirlýs-
ingu vegna skýrslunnar þannig að
það er ekki neitt um hana að segja
núna.“
Samgönguráðherra sagðist hafa
lesið skýrsluna. Hann vildi ekki
segja til um það hvaða atriði það
eru í skýrslunni sem valda því að
skoða þarf málið lengur áður en
hann tjáir sig um það. „Það verður
á næstu dögum sem tekin verður
afstaða til þess sem þarna er á ferð-
inni,“ ítrekaði hann.
Í skýrslu Bretanna eru mjög al-
varlegar ásakanir á hendur stofn-
unum sem heyra undir samgöngu-
ráðuneyti Sturlu. Flugmálastjórn er
sögð hafa gefið út lofthæfiskírteini
fyrir farþegaflugvél sem ekki var
hæf til flugs. Rannsóknarnefnd
flugslysa er sökuð um óvönduð
vinnubrögð sem líklega hafi leitt til
rangrar niðurstöðu og einnig til
þess að ekki er hægt að sannreyna
lengur aðra líklega tilgátu um or-
sök slyssins. Stofnanirnar hafi síð-
an unnið saman að því að breiða
yfir málið.
Ættingjar fórnarlamba úr slys-
inu hafa meðal annars krafist þess
að stjórnvöld hlutist til um nýja
rannsókn á Skerjafjarðarmálinu í
heild. Sturla vildi ekki svara til um
viðbrögð sín við kröfum aðstand-
endanna. „Það sem ættingjarnir
setja fram er nánast samhljóma til-
lögum bresku sérfræðinganna þan-
nig að við förum yfir það allt saman
í einu,“ sagði samgönguráðherra.
gar@frettabladid.is
STURLA BÖÐVARSSON
Samgönguráðherra dvaldist hjá forsætisráðherra eftir að ríkisstjórnarfundi lauk í gær.
Hann vildi ekki segja til um hvort þeir hafi rætt nýja skýrslu breskra flugslysasérfræðinga
um Skerjafjarðarslysið. Á myndinni sést Sturla Böðvarsson koma af fundinum
Sturla sat eftir hjá
forsætisráðherra
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra er enn þögull um skýrslu breskra
sérfræðinga um Skerjafjarðarslysið. Sturla sat eftir hjá forsætisráðherra þeg-
ar ríkisstjórnarfundi lauk í gær. Hann vildi ekki svara því hvort þeir hefðu
rætt hina þungorðu skýrslu sem þeir báðir fengu í hendur í fyrradag.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
ALÞINGI Alþingi var sett í 128. sinn í
gær. Halldór Blöndal var endur-
kjörinn forseti þingsins, 45 sögðu
já, 15 greiddu ekki atkvæði. Hall-
dór rakti framkvæmdir við nýjan
þjónustuskála Alþingis sem tekinn
var í notkun á dögunum og sagði að
þar fengist langþráð úrbót í hús-
næðismálum Alþingis.
„Í næsta áfanga er óhjákvæmi-
legt að ráðast í umfangsmiklar
endurbætur og viðhald á Alþingis-
húsinu til þess að það skemmist
ekki og er unnið að áætlun um þá
framkvæmd,“ sagði forseti Al-
þingis.
Hann sagði að
margvíslegar aðr-
ar endurbætur
lægju fyrir á fast-
eignum Alþingis,
sem væru þó ekki
eins aðkallandi.
Þær miða meðal
annars að því að
færa salarkynni til
upprunalegs horfs.
Jafnframt liggur
fyrir að koma fyrir
lyftu milli annarr-
ar og þriðju hæðar
gamla Alþingis-
hússins til þess að fatlaðir geti
komist á áheyrendapalla. Kostnað-
ur vegna þessa liggur ekki fyrir.
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs
er kostnaður við viðhaldsverkefni
áætlaður 49 milljónir króna, hækk-
ar um 25 milljónir frá gildandi fjár-
lögum. Þá er áformað að 30 millj-
ónir fari í utanhússviðhald Alþing-
ishúss.
Þingið verður óvenjustutt í vet-
ur vegna alþingiskosninga næsta
vor. Þinglausnir eru áætlaðar um
miðjan mars, um það bil átta vik-
um fyrir kjördag sem verður 10.
maí.
HALLDÓR
BLÖNDAL
Boðar umfangs-
miklar endurbæt-
ur á Alþingishús-
inu, innan sem
utan.
Alþingishúsið við Austurvöll:
Nauðsynlegt að ráðast í um-
fangsmiklar endurbætur
MÓTMÆLI VIÐ SETNINGU ALÞINGIS
Samkvæmt venju gengu forseti Íslands,
biskup, þingmenn og ráðherrar, ásamt
gestum til Alþingishússins að lokinni guðs-
þjónustu. Á meðan mótmælti hópur fólks
á Austurvelli, stóriðjuáformum ríkisstjórn-
arinnar.