Fréttablaðið - 02.10.2002, Síða 9

Fréttablaðið - 02.10.2002, Síða 9
9MIÐVIKUDAGUR 2. október 2002 Mjódd • Dalbraut • Austurströnd • Dalshraun • Selfoss ±• fiorlákshöfn Mjódd • Dalbraut • Austurströnd • Dalshraun • Selfoss ±• fiorlákshöfn Opi› allan sólarhringinn um helgar á Dalbraut, bæ›i sent og sótt. TILBO‹ 4 SENT Stór pizza me› allt a› 5 áleggs- tegundum, stór sk. brau›stangir og sósa. kr. 1.990 TILBO‹ 2 SENT Stór pizza me› 2 áleggstegundum, 2 lítrar Coke, stór sk. brau›stangir og sósa kr. 2.100 TILBO‹ 1 SENT Mi› pizza me› 2 áleggstegundum, 1 líter Coke, stór sk. brau›stangir og sósa kr. 1.750 TILBO‹ 3 SÓTT 2 fyrir 1 * greitt er fyrir d‡rari pizzuna Pizza a› eigin vali og stór sk. brau›stangir OG ÖNNUR af sömu stær› fylgir me› án aukagjalds ef sótt er* FJÖLMIÐILL Morgunblaðið hefur að undanförnu dreift blaðinu ókeyp- is til ákveðins hóps fólks sem ekki eru áskrifendur fyrir. Viðkomandi er sent bréf þar sem blaðið er boð- ið ókeypis án skuldbindinga í október. Að sögn Jakobs Þor- steinssonar sölustjóra hjá blaðinu er ákveðið úrtak fólks valið í þess- ari herferð. Hann vill ekki gefa upp hvernig þessi hópur er valinn en segir það að gefnum ákveðnum forsendum sem þeir vilji halda fyrir sig. Aðspurður um hvort þeir dyggir áskrifendur af blað- inu til fjölda ára geti fengið blaðið frítt í október, svarar hann því neitandi. „Við gerum hins vegar ýmislegt fyrir það fólk. Meðal annars bjóðum við þeim í bíó eða þeir fá góð tilboð um ákveðna vöru og þjónustu.“ Jakob segir útilokað að þeir áskrifendur sem fyrir eru geti sagt áskriftinni upp og fengið blaðið frítt í einn mánuð. „Við myndum vita af því enda stendur kynningaráskriftin eingöngu þeim til boða sem við sendum bréf þess efnis.“ Hann vill ekki viður- kenna að þessi áskriftarherferð nú sé í neinum tengslum við vænt- anlega fjölmiðlakönnun Gallup en hún mun fara fram í október.  Morgunblaðið í áskriftarherferð: Frítt í október MORGUNBLAÐIÐ Fjölda fólks er boðið blaðið frítt. Kostaboðið nær ekki til þeirra sem eru áskrifendur. 17-20 ára ökumenn: Oftast sviptir ökuskírteini LÖGREGLUMÁL Langflestir þeirra sem sviptir voru ökuréttindum vegna fjölda umferðarpunkta árið 2001 voru ökumenn á aldrinum 17 til 20 ára, eða 80 talsins. Einungis fimm ökumenn 25 ára og eldri voru sviptir ökuréttindum. Þetta kemur fram í nýútkominni árs- skýrslu Ríkislögreglustjóra. Alls fengu 15.139 ökumenn um- ferðapunkta og þar af voru 89 sviptir ökuréttindum vegna mar- gra umferðapunkta. Konur eru rúmur fimmtungur þeirra sem fengu umferðapunkta á síðasta ári. Af þeim sem sviptir voru öku- rétti voru einungis 2,3% konur.  Holgóma hundurinn Breki: Á leið í aðgerð HUNDAHALD „Við erum að bíða eftir að heyra frá lýtalækninum. Það fer að styttast í aðgerðina,“ segir Margrét Oddný, eigandi holgóma hunds sem bíður lýtaaðgerðar og sagt var frá hér í Fréttablaðinu fyrir skemmstu. Margrét Oddný og eiginmaður hennar, Stefán Hreiðarsson barnalæknir, tóku hundinn, sem heitir Breki, í fóstur skömmu eftir fæðingu en þá hafði fyrri eigandi þurft að vaka yfir honum og gefa sérstaka fæðu- blöndu á tveggja tíma fresti vegna fæðingargallans. Beðið er eftir því að Breki verði sjö kíló svo hann þoli svæfingu sem fylgir lýtaað- gerðinni þegar holgómurinn verð- ur lagfærður. Ólafur Einarsson lýtalæknir mun gera aðgerðina enda hefur hann reynslu af slíku. Gerði vel- heppnaða aðgerð á holgóma hundi í Mosfellsbæ og kynnti árangurinn á læknaráðstefnu skömmu síðar. Vakti aðgerðin athygli og farnast þeim hundi vel. Það sama er að segja um Breka nema hvað að þeg- ar hann rekur út úr sér tunguna á hún það til að koma út um nefið.  Bush hafnar drögum að þingsályktun um Írak: Vill hafa frjálsar hendur WASHINGTON, AP Bandaríkjastjórn og Bandaríkjaþing deila enn um orðalag ályktunar þar sem þingið veitti George W. Bush forseta heimild til þess að beita hervaldi gegn Írak. Bush hafnaði í gær drögum öldungadeildar þingsins að álykt- uninni. Hann taldi orðalagið ekki veita nógu ákveðna heimild til að- gerða. Þeir Joseph Biden, formaður utanríkisnefndar öldungadeildar- innar, og Richard Lugar, sem á sæti í nefndinni, dreifðu í gær til- lögu að ályktun, sem þeir vonuð- ust til að gæti orðið málamiðlun milli þingsins og forsetans. Í til- lögunni er veitt heimild til þess að ráðast eingöngu á Írak í staðinn fyrir að rætt sé almennt um heimshlutann. Einnig er tekið skýrt fram að ástæða hernaðarað- gerða væri sú ein að eyðileggja gereyðingarvopn í Írak.  BREKI Að verða sjö kíló og tilbúinn í aðgerð.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.