Fréttablaðið - 02.10.2002, Síða 14
14 2. október 2002 MIÐVIKUDAGUR
THE SWEETEST THING kl. 8
LITLA LIRFAN - Stuttmynd 4 og 5
PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 4 og 6
STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6
K 19 kl. 8 og 10
Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.40
Sýnd kl. 4.45, 7.30 og 10
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10
kl. 8SIGNS
kl. 6 MAÐUR EINS OG ÉG
THE BOURNE IDENTITY 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
HAFIÐ kl. 5.45 og 8 VIT433LILO OG STITCH kl. 4 og 6
VIT
430
LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 VIT429
SIGNS kl. 8 og 10.10 VIT427
HAFIÐ kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT433
MAX KLEEBLE´S... 4, 6, 8 og 10.10 VIT441
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 435Sýnd kl. 5.45, 8.15 og 10.10 VIT 427Sýnd kl. 10.10 VIT 436
FRÉTTIR AF FÓLKI
TÓNLIST Hún kallar sig „Ind-
versku prinsessuna“ og hér á Ís-
landi er hún eina konan sem get-
ur gengið undir því nafni. Hún
er þeim hæfileikum gædd að
geta skorið sig úr hvaða hópi
sem er. Fyrir vikið lendir hún á
milli tannanna á fólki en heldur
ótrauð áfram þó að hún þurfi
stundum að ganga á móti slúðri
og tískustraumum.
Leoncie gaf nýverið út breið-
skífuna „Sexy Loverboy“. Þar
syngur hún um sinn raunveru-
leika, ástina, manninn sinn,
Keflavík og kímnigáfuna. Þetta
gerir hún á fimm tungumálum.
Ekki bara íslensku, heldur ein-
nig dönsku, ensku, hindi og
konkani sem er tungumál ættað
frá Goa. Eitt lag plötunnar virð-
ist fanga meiri athygli tónleika-
gesta en annað. Það heitir „Súlu-
dans-Trans“ og fjallar um kyn-
lífsiðnaðinn á Íslandi. Leoncie
hefur greinilega áhyggjur af
þjóð sinni því henni finnst við
vera komin langt yfir strikið í
þessum efnum.
„Þegar ég fer utan sé ég
hvergi boðið upp á klefa með
einkadönsum,“ segir Leoncie
með alvarlegum tón. „Þessi geð-
veiki er aðeins hér á Íslandi.
Áður en ég skrifaði textann fór
ég á einn svona stað, þannig
klædd að enginn þekkti mig.
Karlmennirnir sem komu að
máli við mig sögðu að þeir
hefðu sagt eiginkonunum sínum
að þeir hefðu skroppið út í
pizzu. Mér finnst það ekki rétt
að giftir menn hagi sér svona.“
Lokalag plötunnar er ind-
verski þjóðsöngurinn en Leoncie
hefur ákveðið að flytja til Ind-
lands bráðlega. „Það er ekkert
að gerast í tónlistinni hérna. Ég
ætla ekki að koma aftur nema
bara í heimsókn. Ég þarf að vera
í Bollywood og það er á Indlandi.
Markaðurinn þar er risastór. Ég
ætla að hrista upp í Indverjum
þangað til að ég er komin með
leið á því að spila á tónleikum,“
segir hún og hlær dátt.
Á dögunum var Leoncie boðið
að gerast hljómborðsleikari
rokksveitarinnar Ensími. „Ég átti
að mæta í Ríkissjónvarpið fyrir
upptökur á þættinum „Mósaík“.
Þegar ég kom þangað var mér
sagt að ég ætti að þykjast spila
með laginu, sem ég hafði aldrei
heyrt, því hljómsveitin ætlaði að
varasyngja lagið. Ég er alvöru
hljóðfæraleikari og ég læt ekki
sjá mig í sjónvarpinu að þykjast
spila eitthvað sem ég hef aldrei
heyrt. Ég vil spila lifandi, „I’m a
shaker and a mover“,“ segir hún
að lokum og hlær.
biggi@frettabladid.is
kl. 10.10
FILMUNDUR
BATTLE ROYALE
Kynlífsmarkaðurinn
kominn yfir strikið
Indverska prinsessan Leoncie er þjóðinni kunn. Hún gaf nýlega út
breiðskífuna „Sexy Loverboy“ þar sem hún syngur á fimm tungu-
málum. Og hvað var hún að bralla með hljómsveitinni Ensími?
Hljómsveitin Coldplay helduraðra tónleika sína hér á landi
þann 19. desember næstkomandi
í Laugardalshöll-
inni. Hljómsveitin
hélt síðast tón-
leika á Íslandi í
ágúst á síðasta ári
fyrir fullu húsi
áhorfenda. Næsta
smáskífa sveitar-
innar af breið-
skífunni „A Rush
of Blood to the Head“ heitir „The
Scientist“ og kemur út þann 11.
nóvember. Tvö ný lög verður að
finna á skífunni; „1.36“ og „I Ran
Away.“
Leikaranum Anthony Hopkinshefur verið boðið að leika föð-
ur Súperman í nýrri kvikmynd
sem gera á um of-
urmennið. Leik-
stjóri myndarinn-
ar verður Brett
Ratner, sem leik-
stýrði Hopkins í
„Red Dragon,“
þriðju myndinnni
um mannætuna
Hannibal Lecter.
Tökur á myndinni eiga að hefjast
næsta vor.
Söngkonan Ms Dynamite, semnýverið hlaut Mercury-tónlist-
arverðlaunin, hefur tekið upp
dúett með Robbie Williams. Lag-
ið, sem heitir „Feel,“ verður að
finna á nýjustu plötu hans,
„Escapology,“ sem kemur út þann
18. nóvember. Robbie er nýbúinn
að taka upp tónlistarmyndband
fyrir lagið. Leikkonan Daryl
Hannah leikur þar konuna sem
Robbie er ástfanginn af.
Tónlistarmaðurinn Beck er núá tónleikaferðalagi með
hljómsveitinni Flaming Lips í
Bandaríkjunum. Beck er afar
ánægður með félaga sína í hljóm-
sveitinni, sem spilar undir hjá
honum á ferðalaginu. „Þeir spila
tónlist sem er tilfinningarík og
einlæg,“ sagði Beck í nýlegu við-
tali. Tónlistin hefur samt sem
áður ekki tapað leikgleðinni og
kímnigáfunni.“ Eftir að hafa æft
með Flaming Lips í vikutíma fyr-
TÓNLIST Safnplata frá hljómsveit-
inni Nirvana er væntanleg í búð-
ir þann 11. nóvember. Platan heit-
ir einfaldlega „Nirvana“ og á
henni verður meðal annars að
finna lagið „You Know You’re
Right,“ sem er síðasta lagið sem
Kurt Cobain, söngvari sveitar-
innar, tók upp með félögum sín-
um áður en hann stytti sér aldur
árið 1994.
Laginu var lekið á Netið fyrir
skömmu eftir að hafa safnað ryki
í heil átta ár vegna deilu Courtn-
ey Love, ekkju Cobain, og fyrrum
liðsmanna Nirvana, um útgáfu á
efni með hljómsveitinni. Þau
hafa nú loks náð sáttum. „Við höf-
um náð sáttum í lagadeilum okk-
ar. Við erum ánægð með að deil-
urnar hafa verið leystar á góðu
nótunum og við getum nú haldið
áfram okkar striki,“ sagði í sam-
eiginlegri yfirlýsingu. Með safn-
plötunni fylgir kynningarmynd-
band fyrir lagið „You Know
You’re Right.“ Þar má sjá myndir
af hljómsveitinni sem aldrei áður
hafa komið fyrir augu almenn-
ings.
Talið er að fleiri útgáfur með
Nirvana-efni séu væntanlegar á
næstu árum. Fyrirhuguð er út-
gáfa á stóru Nirvana-boxi árið
2004 en í millitíðinni er væntan-
leg plata með lögum sem sjaldan
hafa heyrst með sveitinni.
Tilkynnt var um útgáfu safn-
pötunnar sama dag og Courney
Love náði sáttum í lagadeilu við
útgáfufyrirtækið Universal
Music sem gaf út efni með hljóm-
sveit hennar, Hole. Tengist það
mál því að hægt var að gefa út
nýtt efni með Nirvana. Love er
nú laus allra mála hjá Universal
og vinnur um þessar mundir að
sólóplötu.
Deilum lokið um útgáfu á efni með Nirvana:
Safnplata væntanleg í nóvember
AP
/M
YN
D
LOVE
LEONCIE
„Ég ákvað bara að gera eitthvað sem myndi gera mig hamingjusama.,“ segir Leoncie
um nýju plötu sína „Sexy Loverboy“. „Ef ég næ því að verða hamingjusöm þá geri ég
aðra hamingjusama. Ég veit alveg nákvæmlega hvað ég vil.“
FRANK N FURTHER
Leikarinn Tim Curry þykir óborganlegur í
upprunalegu útgáfunni. Hvernig myndi
Marilyn Manson standa sig í hlutverkinu?
Rocky Horror Picture
Show endurgerð:
Fer Marilyn
Manson
með aðal-
hlutverkið?
KVIKMYNDIR Nú stendur til að end-
urgera söngleikjamyndina The
Rocky Horror Picture Show fyrir
sjónvarp. Myndin þótti svolítið á
skjön þegar hún kom fyrst út
árið 1975 en hefur orðið ódauðleg
í gegnum hópdýrkun um heim
allan.
Umsjónarmaður verkefnisins,
Lou Adler, var einnig framleið-
andi upprunalegu myndarinnar
sem skartaði Tim Curry og Susan
Sarandon í aðalhlutverkum. Ver-
ið er að ráða í aðalhlutverkin og
vonast framleiðandinn til þess að
myndin verðir tilbúin til sýning-
ar fyrir hrekkjavöku á næsta ári.
Leikstjóri myndarinnar verð-
ur Stephan Elliott sem er líklega
frægastur fyrir mynd sína
„Pricilla, Queen of the Desert“.
Um tónlistina sér Marius De
Vries en sá hélt einnig um tón-
listarhluta söngleikjastórvirkis-
ins „Moulin Rouge“.
Endurgerðin mun hafa verið á
teikniborðinu nokkuð lengi en
Adler segir að stærsta ástæða
þess að ekki hafi verið ráðist í
verkefnið fyrr er að ekki hafi
tekist að finna réttan einstakling
í hlutverk hins magnaða Frank N
Further. Óstaðfestar fregnir
herma að söngvarinn Marilyn
Manson sé búinn að taka að sér
hlutverkið.