Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 6
Í hvaða flokki gegnir Gerhard
Schröder, kanslari Þýska-
lands, formennsku?
Hvað nefnist starfsemin sem
Þorbjörn Jensson stýrir?
Hver var stofnandi Knatt-
spyrnufélagsins Vals?
Svörin eru á bls. 22.
1.
2.
3.
6 24. október 2002 FIMMTUDAGURVEISTU SVARIÐ
SJÁVARÚTVEGUR
Viðskipta- og hagfræði (hámarksfjöldi 50 á námskeið)
Almenn kynning á viðskipta- og hagfræði 2. nóv. kl. 13-15
Markaðsfræði - af hverju kaupi ég GSM síma? 2. nóv. kl. 13-15
Stjórnun og stjórnunarkenningar 3. nóv. kl. 13-15
Bókvitið og askurinn, vinnumarkaðurinn 3. nóv. kl. 13-15
Þjóðhagsstærðir 9. nóv. kl. 13-15
Leikjafræði 9. nóv. kl. 13-15
Læknisfræði og sjúkraþjálfun (hámarksfjöldi 15 í hóp)
Hvernig verður krabbamein til? 2. nóv. kl. 9 - 12
og kl. 13-16
Hvað gerist við hreyfingu? 9. nóv. kl. 9 - 12
og kl. 13-16
Eðlisfræði (hámarksfjöldi 10 í hóp)
Tilraunir með ljós 2. og 9. nóv. kl. 9 - 12
og kl. 13-16
Tilraunir með stöðurafmagn 3. nóv. kl. 9 - 12
og kl. 13-16
Þurrís og hamskipti efna 10. nóv. kl. 9 - 12
og kl. 13-16
OPIN NÁMSKEIÐ
FYRIR UNGLINGA
Í HÁSKÓLA ÍSLANDS
Í tilefni af Vísindadögum stendur Háskóli
Íslands fyrir fjölbreytilegum námskeiðum
sem eru opin öllum unglingum á aldrinum
14 – 16 ára meðan húsrúm leyfir.
Nánari upplýsingar á www.visindadagar.is og www.hi.is
Nánari upplýsingar og skráning í námskeiðin fer fram hjá
Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, sími 525-4900 og á
netfangi rthj@hi.is. Skráning hefst 21. október en síðasti
skráningardagur er 25. október.
Námskeiðin eru án endurgjalds en fjöldi þátttakenda er
takmarkaður. Þau standa yfir helgarnar 2. - 3. og 9. - 10. nóv.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 88,69 +0,10%
Sterlingspund 137,25 +0,23%
Dönsk króna 11,66 +0,26%
Evra 86,64 +0,27%
Gengisvísitala króna 130,63 +0,26%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 231
Velta 3.017,7 m
ICEX-15 1.314,0 -0,51%
Mestu viðskipti
Flugleiðir 373.920.323
Samherji 340.467.000
Kögun 325.904.722
Mesta hækkun
Þormóður rammi-Sæberg 9,09%
Kögun 7,84%
Flugleiðir 6,67%
Mesta lækkun
Líftæknisjóður MP-BIO 42,86%
Samherji 5,00%
Íslandssími 4,35%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
Dow Jones 8.320,0 -1,5%
Nsdaq 1.287,7 -0,4%
FTSE 4.006,9 -2,7%
DAX 3.016,3 -4,4%
Nikkei 8,714,5 +0,3%
S&P 878,0 -1,4%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
BRÆLA Á MIÐUNUM Bræla hefur
verið á miðunum á Vestfjörðum
og fyrir Norðurlandi síðustu daga.
Í gær mældist ölduhæð um eða
yfir 3 metrar víðast við norðan-
vert landið. Úti af Straumnesi var
2,8 metra ölduhæð og 2,1 metri úti
af Látrabjargi. Flest minni skip
hafa haldið sig við bryggju.
19.000 TONN AF SÍLD Á LAND
Búið er að landa nærri 19.000
tonnum af síld það sem af er ver-
tíðinni. Kvótinn nemur 130.000
tonnum á þessu fiskveiðiári og á
því enn eftir að veiða um 85%
kvótans.
HÓLMABORGIN AFLAHÆST
Hólmaborgin veiddi mest allra
skipa af uppsjávarfiski á síðasta
fiskveiðiári. Veiðin nam nær
99.000 tonnum og var fjórðungi
meira en hjá því skipi sem næst
kom. Afli Hólmaborgarinnar jókst
um þriðjung milli ára. Hresk.is.
Selfoss:
Innbrot og
bílþjófnaður
ÞJÓFNAÐUR Þjófar tóku til hendinni
við Eyrarveg á Selfossi, brutust
inn á verkstæði og stálu bíl á
sama tíma. Þjófarnir létu greipar
sópa á rafvélaverkstæði Hjalta
Sigurðssonar og höfðu skiptimynt
og ávísanahefti upp úr krafsinu. Á
sama tíma var bíl stolið frá
Veisluþjónustu Suðurlands, sem
stendur við sömu götu. Bíllinn er
af gerðinni Subaru Legacy Wagon
árgerð 1998, blá að lit, með skrán-
ingarnúmerinu ED 699. Lögreglan
á Selfossi er með málin í rannsókn
og biður alla þá sem upplýsingar
geta veitt að hafa samband.
LEYNISKYTTAN
1. Miðvikud. 2. október kl. 17.20
Skotið á glugga byggingavöruverslunar.
Enginn særðist.
2. Miðvikud. 2. október kl. 18.04
James D. Martin, 55 ára, myrtur. Var að
ganga yfir bílastæði við matvöruverslun.
3. Fimmtud. 3. október kl. 07.41
James L. „Sonny“ Buchanan, 39 ára,
myrtur. Var að slá grasblett fyrir utan bif-
reiðaverslun.
4. Fimmtud. 3. október kl. 08.12
Prem Kumar Walekar, 54 ára, myrtur. Var
að dæla bensíni á bílinn sinn á bensín-
stöð.
5. Fimmtud. 3. október kl. 08.37
Sarah Ramos, 34 ára, myrt. Sat á bekk í
almenningsgarði rétt hjá pósthúsi.
6. Fimmtud. 3. október kl. 09.58
Lori Ann Lewis-Rivera, 25 ára, myrt. Var
að ryksuga bílinn sinn á bensínstöð.
7. Fimmtud. 3. október kl. 21.15
Pascal Charlot, 72 ára, myrtur. Var að
ganga yfir götu í Washington.
8. Föstud. 4. október kl. 14.30
43 ára kona særð. Var að setja vörur inn í
bílinn sinn á bílastæði við byggingavöru-
verslun.
9. Mánud. 7. október kl. 08.08
13 ára piltur særður. Var á leið inn í skól-
ann sinn eftir að hafa fengið far.
10. Miðvikud. 9. október kl. 20.18
Dean Harold Meyers, 53 ára, myrtur. Var
nýbúinn að dæla bensíni á bílinn sinn á
bensínstöð.
11. Föstud. 11. október kl. 09.30
Kenneth H. Bridges, 53 ára, myrtur. Var
að dæla bensíni á bílinn sinn.
12. Mánud. 14. október kl. 21.15
Linda Franklin, 47 ára, myrt. Var ásamt
eiginmanni sínum að setja vörur í bílinn
að lokinni verslunarferð.
13. Laugard. 19. október kl. 20.00
37 ára karlmaður særður. Var að koma af
veitingahúsi ásamt konu sinni.
14. Þriðjud. 22. október kl. 05.56
Conrad Johnson, 35 ára vagnstjóri, myrt-
ur. Stóð í dyrum strætisvagnsins á enda-
stöð.
Ekkert lát á morðæði leyniskyttunnar:
Myrðir fólk við hvers-
dagslegar athafnir
FJÖLSKYLDA VAGNSTJÓRANS
Fjölskylda síðasta fórnarlambs leyniskytt-
unnar var harmi sleginn fyrir utan sjúkra-
húsið á þriðjudag.
LEYNISKYTTAN Launmorðinginn sem
leikið hefur lausum hala í Was-
hington og nágrenni undanfarið
segir að fimm manns hafi „þurft
að deyja“ vegna þess að tilraunir
hans til að ná sambandi við lög-
regluna báru ekki árangur. Hann
segist hafa reynt sex sinnum að
hringja í lögregluna og alltaf lent á
„óhæfu fólki“ sem hafi ekki áttað
sig á alvöru málsins og jafnvel
skellt á sig.
Á laugardaginn var, eftir þessar
sex árangurslausu símhringingar,
skildi morðinginn eftir sig bréf
innpakkað í plast á vettvangi þeg-
ar hann skaut 37 ára gamlan mann
í Ashland, um það bil 130 km suður
af Washington.
Í bréfinu krefst hann þess að fá
tíu milljónir dala, sem er jafnvirði
nærri 900 milljóna króna, greiddar
inn á tilgreindan bankareikning
innan tveggja sólarhringa. Að öðr-
um kosti megi búast við fleiri
morðum.
Sá frestur rann út á mánudags-
kvöld. Strax í bítið á þriðjudag var
strætisvagnastjóri í Aspen Hill í
Maryland myrtur þar sem hann
stóð í vagndyrum sínum á enda-
stöð strætisvagnaleiðarinnar. Þar
fannst annað bréf á vettvangi, þar
sem aftur var gefinn tveggja sól-
arhringa frestur. Sá frestur rennur
væntanlega út snemma í dag.
Þegar fyrra bréfið barst lög-
reglunni hafði leyniskyttan myrt
níu manns, þar af samtals fimm
dagana annan og þriðja október.
Samkvæmt því hefur hann fyrst
reynt að ná sambandi við lögregl-
una í síma strax á öðrum degi
morðæðisins.
Bandaríska dagblaðið Washing-
ton Post hefur skýrt ítarlega frá
innihaldi fyrra bréfsins og vitnar
þar í ónefndan lögreglumann sem
sagður er hafa lesið það.
Einn lögreglumaður segir í sam-
tali við Washington Post að sá sem
hringdi hafi verið „gífurlega reið-
ur“ og sagt hluti á borð við: „Þegiðu
nú og hlustaðu“ og „það er ég sem
stjórna.“
Eftir að lögreglunni barst bréfið
á laugardag hefur Charles Moose,
lögreglustjóri í Montgomery-sýslu,
þar sem flest morðanna hafa verið
framin, nokkrum sinnum reynt að
koma skilaboðum til morðingjans í
sjónvarpi. Þar bað hann morðingj-
ann um að hafa aftur samband í
ákveðið símanúmer, sem nefnt var í
bréfinu.
Einnig skýrði lögreglan frá því
að í lok bréfsins hafi morðinginn
haft sérstaklega í hótunum við
börn. Skólastarf hefur af þeim sök-
um víða legið niðri í Washington og
nágrenni síðan.
Á þriðjudagskvöld las Moose
lögreglustjóri svo þessi skilaboð til
morðingjans í sjónvarpsútsend-
ingu:
„Undanfarna daga hefur þú
reynt að hafa samband við okkur.
Við höfum kannað þann möguleika
sem þú nefndir og komist að því að
ekki er unnt að verða við honum
rafrænt með þeim hætti sem þú
baðst um. Hins vegar erum við
áfram opin og reiðubúin að tala við
þig um þá valkosti sem þú hefur
nefnt. Það er mikilvægt að við ger-
um þetta án þess að neinn annar
verði fyrir tjóni. Geturðu hringt í
okkur í sama númer og þú hefur
notað áður til þess að fá 800-númer-
ið sem þú baðst um. Ef þér þætti
það þægilegra er hægt að útvega
einkapósthólf eða aðra örugga að-
ferð. Þú gafst til kynna að þetta
snerist um fleira en ofbeldi. Við
bíðum eftir því að heyra frá þér.“
gudsteinn@frettabladid.is
BÖRNUNUM FYLGT
Í SKÓLANN
Skólastarf í Was-
hington og nágrenni lá
víða niðri í gær eftir að
launmorðinginn hót-
aði börnum sérstak-
lega. Þar sem skóli féll
ekki niður fylgdu for-
eldrar gjarnan börnum
sínum í skólann.
PRÓFKJÖR Sótt verður að þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík í prófkjöri flokksins í
næsta mánuði. Fjórir sjálfstæðis-
menn sem ekki eiga sæti á þingi
hafa þegar tilkynnt að þeir taki
þátt í prófkjörinu og viðbúið er að
fleiri bætist við áður en fram-
boðsfrestur rennur út í dag.
Sigurður Kári Kristjánsson,
fyrrum formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna, bættist í
gær í flokk þeirra sem lýst hafa
yfir framboði. Áður höfðu Birgir
Ármannsson, Ingvi Hrafn Óskars-
son og Stefanía Óskarsdóttir öll
lýst yfir framboði. Allir þingmenn
flokksins sækjast eftir endur-
kjöri.
Líklegt þykir að Guðlaugur Þór
Þórðarson lýsi yfir framboði, en
þrýst hefur verið á hann eftir að
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ákvað
að gefa ekki kost á sér í prófkjör-
inu. Rætt hefur verið um að Eyþór
Arnalds gæfi kost á sér en líkur á
því eru taldar hafa minnkað und-
anfarið.
SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON
Síðastur til að lýsa yfir framboði. Leggur
áherslu á mál ungra sjálfstæðismanna og
skattalækkanir.
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík
Sótt að sætum
þingmanna
Lögreglan skellti
á morðingjann
Leyniskyttan í Washington kennir „vanhæfni“ lögreglunnar um fimm
morða sinna. Segist hafa reynt ítrekað að hringja í lögregluna án árangurs.
Tveggja sólarhringa frestur til að greiða honum stórfé rennur út í dag.