Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 22
22 24. október 2002 FIMMTUDAGUR Barn og bikar á afmælinu Það er afskaplega skemmtilegtað verða 33 ára,“ segir Védís Grönvold, afmælisbarn dagsins. Védís er kona Þormóðs Egilsson- ar, fyrirliða knattspyrnuliðs KR. Hún segist ekki vita hvað verði gert í tilefni dagsins, býst þó við að fjölskyldan fari út að borða þegar vinnu lýkur. Eftirminnilegasta afmæli Vé- dísar var fyrir þremur árum en þá fagnaði hún ekki bara þrítugs- afmælinu. Þá urðu KR-ingar ein- nig Íslandsmeistarar í knatt- spyrnu eftir 31 árs bið. „Það var mjög stórt ár í lífi okkar hjóna og okkar fjölskyldu. Það voru enda- laus hátíðarhöld það haustið. KR varð Íslands- og bikarmeistari, og átti hundrað ára afmæli. Við eignuðumst líka barn í október.“ „Afmælið mitt var svo sem ekkert merkilegt miðað við allt það sem á undan var gengið og barnið sem átti eftir að koma,“ segir Védís. Dóttir þeirra hjóna, Mist, kom í heiminn þann 26. október, tveimur dögum á eftir afmæli Védísar. „Ég bjóst við að hún kæmi á afmælisdaginn. Það verður seint sem eitthvað afmæli getur keppt við þetta.“ Védís segir að afmælisdagar hennar muni nú verða meiri hluti af afmæli Mistar, þó Þormóður reyni að standa sig. „Hann reynir að gera hvað sem er fyrir mig.“ Védís segir að 25 ára afmælið hafi einnig verið skemmtilegt. Þá ætlaði Þormóður að koma henni á óvart og bjóða henni til útlanda í helgarferð. „En þetta er svo lítill heimur að það voru tveir vinir okkar búnir að frétta af því í gegnum ferðaskrifstofuna þan- nig að þetta kom ekkert á óvart þegar að því kom,“ segir Védís hlæjandi að lokum.  Bryndís Valbjörnsdóttir guð-fræðingur sá um áfallahjálp fyrir þá sem misstu störf sín hjá Ís- lenskri erfðagreiningu á dögunum. Hún var sjálf í hópi þeirra sem sagt var upp og því fékk Biskupsstofa hana til að veita vinnufélögum sín- um stuðning. „Hugmyndin var að bjóða upp á fræðslu- og umræðufund enda sækja ýmsar tilfinningar á fólk í þessari aðstöðu sem erfitt getur verið að vinna úr upp á eigin spýt- ur. Fólk verður reitt og dvelur oft lengi í reiðinni og tekst því ekki að rífa sig upp, sækja um vinnu og halda lífinu áfram. Þá leitar það að sökudólgi og lendir oft í því að ásaka sjálft sig. Ég fékk því Pétur Tyrfingsson sálfræðing til að halda fyrirlestur um þessar tilfinning- ar.“ Bryndís segir sérstakt fordæmi fyrir fundum af þessu tagi. Hún hafði áður boðið Íslenskri erfða- greiningu að vera fólki innan hand- ar, veita því aðstoð og sinna sál- gæslu, óháð því hver staða hennar yrði hjá fyrirtækinu. „Þessi hug- mynd fékk ekki hljómgrunn og eft- ir á að hyggja held ég að þetta hefði ekki verið rétti vettvangurinn. Það var svo Ragnhildur Sverrisdóttir hjá kærleiksþjónustusviði Biskups- stofu sem hafði samband við mig og bauð fram aðstoð kirkjunnar. Ég þáði gott boð og ákvað að fá Pétur til að spjalla við okkur.“ Um 40 manns sóttu fræðslu- fundinn og Bryndís er ánægð með þann fjölda. „Það er mjög mikil- vægt fyrir fólk í þessari stöðu að hittast og tala saman, enda finna þeir sem missa vinnuna fljótt fyrir andlegum, líkamlegum og félags- legum erfiðleikum. Við ákváðum að hittast aftur. Það er ekki ákveðið hvað við gerum þá en við förum sjálfsagt yfir það hvernig okkur hefur liðið undanfarið. Svo reynum við kannski að gera eitthvað skemmtilegt saman.“  Bryndís Valbjörnsdóttir hafði umsjón með fræðslufundi sem haldinn var í Hallgrímskirkju fyrir þá sem misstu vinn- una hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hópur- inn ætlar að hittast aftur og takast á við áfallið í sameiningu. Persónan Mikilvægt að hittast og tala saman VÉDÍS GRÖNVOLD Starfar hjá Útlendingaeftirlitinu. Hún er eiginkona Þormóðs Egilssonar, fyrirliða knattspyrnuliðs KR, og á þrjú börn. Það styttist óðum í að bókinGenin okkar – Líftæknin, Ís- lensk erfðagreining og íslenskt samfélag eftir Steindór J. Er- lingsson líffræðing komi fyrir augu lesenda. Steindór fjallar í bókinni um líftækniiðnaðinn og er afar gagnrýninn á líftæknina og möguleika hennar. Fyrirhugað var að gefa bókina, sem er fyrst og fremst skrifuð til að kynna vísindagreinina betur fyrir al- menningi, fyrr út en þegar hún var á leið í prentsmiðju greip deCODE til fjöldauppsagna þannig að um 200 manns misstu vinnuna. Þetta þýddi vitaskuld að endurskrifa varð alla kafla þar sem Íslensk erfðagreining kom við sögu. Þessi uppákoma þykir þó sýna fram á að Steindór sé ekki að fara með neitt fleipur í bókinni þegar hann heldur því fram að líftækniiðnaðurinn standi ekki jafn föstum fótum og áður var talið. Hinn meinhæðni pistlahöfund-ur og grínisti Mark Steel er á leið til landsins í boði Múrsins og Samtaka herstöðvaandstæðinga. Steel hefur ritað pistla í The Independent, skrifað bækur og séð um útvarpsþætti auk þess að vera með uppistand. Hann kemur tvívegis fram meðan hann er hér á landi, fyrst á samkomu hjá Múrverjum í Stúdentakjallaran- um í kvöld og síðan á landsráð- stefnu Samtaka herstöðvaand- stæðinga á laugardag. Steel er pólitískur grínisti eins og þeir gerast bestir þannig að búast má við miklu stuði þegar hann kem- ur fram. MEÐ SÚRMJÓLKINNI BRYNDÍS VALBJÖRNSDÓTTIR Lauk embættisprófi í guðfræði árið 2001 og starfaði hjá útfararþjónustu, þar sem hún hefur aftur hafið störf, áður en hún var ráðin til ÍE, þar sem hún sinnti upplýs- inga- og fræðslumálum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Védís Grönvold á afmæli í dag. Hún segir þrí- tugsafmælið það eftirminnilegasta. Maður hen- nar fagnaði þá Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu. BIKAR OG BARN Mist, dóttir Védísar og Þormóðs Eg- ilssonar, var ánægð þegar bikarinn var loks í höfn. Jafnaðarmannaflokknum. Fjölsmiðjan. Friðrik Friðriksson. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 AFMÆLI HVAR? „Ég er á þriðja ári í uppeldis-, menntunar- og atvinnulífsfræði við Háskóla Ísland og starfa sem aðstoðarmaður prófessors,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem söng lagið Sólarsamba ásamt föð- ur sínum Magnúsi Kjartanssyni í undankeppni Eurovision árið 1988. Þá var hún tólf ára gömul. Margrét Gauja hefur brallað ým- islegt síðan, starfaði meðal annars sem lögreglumaður í Hafnarfirði. Hún á eitt barn, Björk, sem verð- ur bráðum fimm ára. Margrét Gauja lagði ekki sönginn á hilluna eftir Eurovision-ævintýrið. Hún söng meðal annars í hljómsveit- inni Súrefni og sem bakradda- söngkona í Bubbleflies. „Ég hef líka sungið inn á nokkrar auglýs- ingar. Annars er ég karókísöng- kona á karókíbörum landsins.“  Að gefnu tilefni skal tekið fram að íslenski þjóðbúningurinn er ekki getnaðarvörn þó hann líti þannig út. Leiðrétting Þingmenn og frambjóðendur íprófkjörum halda áfram að opna vefi. Ásgeir Friðgeirsson hefur opnað vef á slóðinni as- geir.co.is fyrir prófkjör Samfylk- ingar í suðvesturkjördæmi. Ög- mundur Jónasson sker sig úr hópi þeirra stjórnmálamanna sem hafa opnað vefi að undan- förnu að því leyti að hann er sá eini þeirra sem er ekki á leið í prófkjör. Á ogmundur.is er að finna pistla frá honum og safn greina eftir hann sem hafa birst á undanförnum árum. FÓLK Í FRÉTTUM JARÐARFARIR 10.30 Margrét Jenný Valgeirsdóttir, myndlistarmaður og fyrrverandi blaðamaður, verður jarðsungin frá Garðakirkju. 13.30 Ögmundur Friðrik Hannesson, Stórholti 25, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. 15.00 Haukur Antonsen, Víðinesi, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu. ANDLÁT Guðlaug Elimundardóttir, Rauðalæk 8, Reykjavík, lést 10. október. Útförin hefur farið fram. Kjeld Olav M. Nielsen, Norðurgötu 7, Siglufirði, lést 15. október. Bálför hefur farið fram. Sigrún Gyða Erlendsdóttir, Sambýlinu Gullsmára 11, Kópavogi, lést 12. októ- ber. Útförin hefur farið fram. Karl Hafsteinn Pétursson, Hátúni 12, Reykjavík, lést 22. október. Salbjörg Halldórsdóttir lést 22. októ- ber. Jónas M. Guðmundsson, Flúðaseli 50, Reykjavík, lést 20. október. Erlendur Guðmundsson, Heiðmörk 62, Hveragerði, lést 18. október. TÍMAMÓT Það var einu sinni sebrahestur.Hann var kallaður Depill.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.