Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 14
14 24. október 2002 FIMMTUDAGUR STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 4 ROAD TO PERDITION FORSÝND kl. 8 MR. DEEDS kl. 5.50, 8 og 10.10 WINDTALKERS kl. 8 og 10.50 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 kl. 8.30PAM OG NÓI... kl. 8 THE GURU THE BOURNE IDENTITY kl. 10Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 6 og 10 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 3.50 VIT429 INSOMNIA kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT444 HAFIÐ kl. 4 og 6 VIT 433 SIGNS kl. 8 og 10.10 VIT427 MAX KLEEBLE´S... kl. 4 og 6 VIT441 BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.10 VIT427 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT 455 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 457 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 458 KVIKMYNDIR Norður í Kelduhverfi búafrænkurnar Pam og Noi sem ættaðar eru frá Tælandi. Heimildamyndin NOI & PAM og mennirnir þeirra segir sögu þeirra frá því þær ólust upp í litlu þorpi þangað til þær, með millilendingu í Bangkok, eru komnar norður í Þingeyjar- sýslu, báðar í sambúð við ís- lenska menn. Meginþungi myndarinnar er lýsing á að- stæðum þeirra þar. Þetta er heiðarleg og tilgerð- arlaus mynd, raunsönn lýsing á aðstæðum þessara tveggja kvenna. Þarna er hvorki verið að draga upp glansmynd, né út- mála aðstæður á neikvæðan hátt. Myndin er um leið bæði falleg og skemmtileg. Annað parið sem fylgst er með virðist hafa fundið hamingjuna hvort með öðru en ekki endilega hitt. Svona er lífið. Það er alltaf fengur að góð- um heimildamyndum. Hnökrar eins og óskýrt hljóð á köflum og að myndin hefði að ósekju mátt vera svo sem 10 mínútum styttri (er 80 mínútur að lengd) verða léttvægir á móti góðum kostum myndarinnar. Steinunn Stefánsdóttir NOI & PAM OG MENNIRNIR ÞEIRRA: Heimildamynd eftir Ásthildi Kjartansdóttur Sannar sögur að norðan kl. 5.45, 8 og 10.15HAFIÐ kl. 6FÁLKAR KVIKMYNDIR Getur maður sem hefur þjónað illum öflum sam- viskulaust í mörg ár öðlast sálu- hjálp í gegnum son sinn? Þetta er helsta spurning kvikmyndarinn- ar „The Road to Perdition“ eftir leikstjórann Sam Mendes. Í kvikmyndinni leikur Tom Hanks leigumorðingjann Michael Sullivan sem losar írsku mafíuna við þá sem ógna starfsemi henn- ar. Hann er gjörsamlega mis- kunnarlaus í starfi sínu og geng- ur undir nafninu „Engill Dauð- ans“. En hann er einnig faðir tveggja drengja og sýnir þeim aldrei annað en ástúð og skilning. Hann er hamingjusamlega giftur og ekkert virðist honum mikil- vægara en að synir hans fái gott uppeldi. Þeir vita því ekkert hvernig pabbi þeirra vinnur sér inn fyrir hafragrautnum. Sullivan er afar náinn yfir- manni sínum, glæpakónginum John Rooney (Paul Newman), sem gekk honum í föðurstað eftir að hafa bjargað lífi hans á unga aldri. Heimar Sullivans rekast svo harkalega á þegar annar son- ur hans sér til pabba síns í „vinn- unni“. Árekstur heimanna tveggja á eftir að hafa afdrifarík- ar afleiðingar í för með sér. Fyrr en varir er Sullivan sjálfur kom- inn með leigumorðingja á hæla sér. Það er hinn ungi og metnað- arfulli Harlen Maguire (Jude Law) sem fær það vafasama hlut- verk að fella „Engil dauðans“. Myndin er gerð eftir sam- nefndri myndasögu Max Allan Collins og Richard Piers Rayner. Myndin komst til framleiðslu eft- ir að leikstjórinn Steven Spiel- berg kom eintaki af bókinni í hendurnar á Hanks. Honum leist svo vel á söguna að hann tók að sér hlutverkið áður en handrit myndarinnar var skrifað. Saman náðu þeir Hanks og Spielberg að sannfæra Sam Mendes um að taka að sér leikstjórn. Þeir voru svo allir á einu máli um að aðeins einn maður gæti tekið að sér hlut- verk hins tvíræða undirheima- kóngs John Rooney. Svo býr hann líka til ágætis poppkorn! biggi@frettabladid.is THE ROAD TO PERDITION Hanks leikur að mörgu leyti samviskulausari persónu en hann er þekktur fyrir hingað til. Líklegast ekki kallaður „Engill dauðans“ fyrir ekki neitt. Á morgun frumsýna Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akur- eyri kvikmyndina „The Road to Perdition“. Myndin er fyrsta mynd leikstjórans Sam Mendes eftir að hann vann Óskarsverðlaun fyrir „American Beauty“. Írska hljómsveitin Ash mun hitaupp fyrir Coldplay á tónleikum þeirra í Laugardalshöll þann 19. desember næst- komandi. Sala miða hefst mánu- daginn 18. nóvem- ber í verslunum Skífunnar. Miða- verð í stæði verð- ur 4400 kr. en 5400 kr. í stúku. Stjórinn sjálfur, BruceSpringsteen, gefur í næsta mánuði út fyrstu smáskífu sína í fimm ár. Þar verður að finna lagið „Lonesome Day,“ sem tekið er af breiðskíf- unni „The Ris- ing,“ sem samin var í kjölfar hryðjuverka- árásanna á Bandaríkin. Síðasta smáskífa kappans hét „Secret Garden“ og hljómaði það lag í kvikmyndinni „Jerry Maguire“ með Tom Cruise í aðalhlutverki. „Stjórinn“ er um þessar mundir að ljúka tónleika- ferð sinni um Evrópu. Útgefendur í Bandaríkjunumeru farnir að undirbúa útgáfu á nýrri bók um Guðföðurinn. Út- gáfufyrirtækið Random House hefur fengið leyfi fjölskyldu Mario Puzo, sem skrifaði upphaf- legu sögurnar, fyrir því að fá annan rithöfund til að gefa Cor- leone-fjölskyldunni nýtt líf. Kvik- myndaframleiðandinn Paramount Pictures, sem framleiddi allar þrjár myndirnar um Guðföður- inn, á útgáfuréttinn á framleiðslu myndar eftir bókinni. „Það er gíf- urlegur áhugi á Corleone-fjöl- skyldunni og þetta er frábært tækifæri til að segja sögu sem gæti gerst fyrir, á meðan, eða á eftir sögunni sem sögð var í fyrstu bókinni,“ sagði talsmaður Random House. Tilkynnt verður í næsta mánuði hver höfundur nýju bókarinnar er. FRÉTTIR AF FÓLKI Engill dauðans í fjölskyldudrama FÓLK Söngvarinn Ozzy Osbourne sagði í viðtali við Radio Times að hann hefði gjörsamlega „fríkað“ út þegar hann var kynntur fyrir Elísabetu Bretlandsdrottningu á Golden Jubileum-popptónleikun- um í Buckingham Palace í júní. „Ég býst við að ég hafi verið al- gjör innanhússbrandari. Drottn- ingin talaði við mig en ég man ekki orð af því sem hún sagði. Sjá- ið bara myndirnar. Ég er í áfalli,“ segir Osbourne. Hann segist vera taugaveiklaðasti gæi í heimi. „Ég fæddist skelfingu lostinn,“ segir hann. Osbourne hefur unnið sér ým- islegt til frægðar, meðal annars beit hann eitt sinn höfuð af leður- blöku á tónleikum og kastaði þvagi á hið fræga Alabama-virki í Bandaríkjunum, klæddur sem kvenmaður.  Ozzy Osbourne hitti Bretadrottningu: Man ekkert hvað hún sagði BUCKINGHAM Eldur kom upp í höllu drottningar í sumar þegar Golden Jubileum-hátíðin stóð sem hæst. Ozzy Osbourne fékk að hitta drottn- inguna og býst við að hafa verið innan- hússbrandari, svo hallærislegur var hann. DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 8.1 af 10 (139. sæti yfir bestu myndir allra tíma) Rotten tomatoes - 82 % = Fresh Ebert & Roeper - tveir þumlar upp MARTIN Chris Martin var í skýjunum á tónleikunum í Lundúnum. Söngvari Coldplay: Tileinkaði Paltrow lag TÓNLIST Chris Martin, söngvari Ís- landsvinanna í Coldplay, tileink- aði leikkonunni og vinkonu sinni Gwyneth Paltrow lagið vinsæla „In my Place“ á tónleikum í Lund- únum fyrir skömmu. Var Paltrow á meðal tónleikagesta. Martin, sem tileinkaði móður sinni einnig nokkur lög á tónleikunum, var í afar góðu skapi því skömmu áður hlaut Coldplay Q-verðlaunin fyrir bestu breiðskífu ársins, „A Rush of Blood to the Head.“  Unglist í Tjarnarbíói í kvöld: Keppt í leiklist UNGLIST Einn af nýjum dag- skrárliðum Unglistar, listahátíðar ungs fólks sem Hitt húsið heldur árlega, er keppnin „Leiktu betur“. Í Tjarnarbíó í kvöld takast nem- endur úr 12 framhaldsskólum höf- uðborgarsvæðisins á í leikrænni tjáningu. Svipuð keppni hafur áður verið haldin í Iðnó, og kallaðist þá „Leikhússport“, auk þess sem margir muna eftir sjónvarpsþætt- inum „Stutt í spunann“. Þetta mun þó vera í fyrsta skiptið sem fram- haldsskólanemendur leiða saman leikhesta sína. Leikararnir ungu þurfa á ör- stuttum tíma að túlka persónur úr söngleikjum, ballet, óperu og splatter án æfingar. Þetta verður aðeins fyrsta keppnin af mörgum því liðin ætla eftir jól að keppa í hverri viku. Keppnin fer þannig fram að tvö lið keppa í einu og skorar ann- að liðið á andstæðinginn að fara með ákveðinn spuna. Liðunum til stuðnings leikur Pálmi Sigur- hjartarson, tónlistarstjóri keppn- innar, undir á hljómborð. Stjórn- andi keppninnar heitir Jón Gunn- ar Þórðarson. Keppnin hefst stundvíslega kl. 20, aðgangur er ókeypis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.