Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 1
bls. 22 AFMÆLI Barn og bikar í afmælisgjöf bls. 22 FIMMTUDAGUR bls. 12 209. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 24. október 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Intersport-deildin KÖRFUKNATTLEIKUR Fjórir leikir fara fram í Intersport-deildinni í kvöld. Haukar og Keflavík eigast við á Ás- völlum, Tindastóll og Skallagrímur leika á Sauðárkróki og Snæfell og Grindavík leika í Hólminum. Valur og Breiðablik leika loks í Valsheim- ilinu. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15 Framboðsfrestur rennur út PRÓFKJÖR Framboðsfrestur í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rennur út síðdegis í dag. Prófkjörið fer fram 22. og 23. nóv- ember. Allir þingmenn Reykjavík- urkjördæmis hafa gefið kost á sér. PERSÓNAN Mikilvægt að hittast og tala saman ÍÞRÓTTIR Margmiðlun auðveldar undirbúninginn Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla LEIKHÚSIÐ UMKRINGT Allt tiltækt lögreglulið í Moskvu var kallað út í gærkvöld. Sérsveit lögreglunnar umkringdi húsið. Gíslatöku- mennirnir slepptu í gærkvöld 18 börnum en ríflega 600 gíslar voru enn í haldi. AP M YN D REKSTUR „Sparisjóður Hafnarfjarð- ar hefur óskað eftir að Byrgið verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna tæplega fjögurra milljóna króna skuldar,“ sagði Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins. Búið er að skipa skiptastjóra í búinu. Von er á honum í Byrgið í dag. Guðmundur segir kröfuna vera vegna víxils sem Sparisjóð- urinn keypti af Íslenskri miðlun, sem er gjaldþrota. Hann segir Sparisjóðinn hafa verið stóran hluthafa í Íslenskri miðlun en fyr- irtækið vann að fjársöfnun fyrir Byrgið. Tólf milljónir söfnuðust og af þeim skiluðu sex sér strax. Þóknun Íslenskrar miðlunar var 2,1 milljón. Það er krafan sem Sparisjóðurinn reynir nú að fá með gjaldþrotakröfu á Byrgið. Athafnamennirnir Jóhannes Jónsson í Bónus og Jakúp Purkhus í Rúmfatalagernum hafa tryggt rekstur Byrgisins næstu tvo mán- uði og hefur skiptastjóri fallist á að þiggja framlag þeirra. „Við hringdum í Sparisjóðinn og óskuð- um þess að gjaldþrotabeiðnin yrði dregin til baka ef við greiddum skuldina. Því var neitað og sagt að þetta væri of seint. Okkur var vís- að á lögfræðing Sparisjóðsins.“ Áttatíu manns eru í Byrginu. Þeir eru öruggir um vist þar áfram þann tíma sem rekstur er tryggur. Ekki náðist í fulltrúa Spari- sjóðsins né lögmannsins í gær- kvöldi.  Sparisjóður Hafnarfjarðar: Óska eftir gjaldþroti Byrgisins EIGÐ'ANN EÐA LEIGÐ'ANN www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 80 9 1 0/ 20 02 Film-djamm TÓNLEIKAR Trúbadorinn Jojo efnir til tónleika í kvöld ásamt Aðalgötu- strákunum. Tónleikarnir verða teknir upp og marka lok á tökum heimildamyndar sem Sigurður Snæberg er að vinna um Jojo og forvitnilegt líf hans. Heimilda- myndin um Jojo verður á dagskrá Sjónvarpsins í janúar næstkom- andi. Tónleikarnir verða á Grand Rokk við Smiðjustíg og hefjast klukkan 21.30. Konur og kosningar RÁÐSTEFNA Arna Schram blaðamað- ur og Rósa Erlingsdóttir jafnréttis- fulltrúi eru meðal fyrirlesara á ráð- stefnu Kvenréttindafélagsins um konur og alþingiskosningar. Á ráð- stefnunni verður fjallað um ímynd kvenna í stjórnmálum og hvernig hún gagnast í prófkjörum. Hún hefst kl. 20 og fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Leikhús í Moskvu hertekið: 700 manns í gíslingu AP MOSKVA Fjörutíu vopnaðir Tsjetsjenar réðust inn í leikhús í Moskvu í gærkvöld og tóku 700 manns í gíslingu. Allt tiltækt lið lög- reglu var kvatt til og sérsveit um- kringdi húsið. Tsjetsenarnir hótuðu að sprengja leikhúsið í loft upp ef lögregla reyndi inngöngu og sögð- ust drepa tíu gísla fyrir hvern gísla- tökumann sem særðist. Þeir krefj- ast þess að Rússar hverfi með her sinn tafarlaust frá Tsjetsjeníu. Skothvellir heyrðust en ekki var vitað hvort einhver særðist. 18 börn fengu að yfirgefa leikhúsið.  LÖGREGLUMÁL Hópur hluthafa í tryggingarmiðlunarfyrirtækinu Ísvá vill að lögregla rannsaki fjár- reiður félagsins. Þeir undrast að 180 milljóna króna skuld fyrir- tækisins hafi myndast á aðeins átján mánuðum. Óskað hefur verið eftir gjaldþrotaskiptum á Ísvá. Fyrirtækið hefur miðlað innlendum og erlendum vátryggingum til yfir 20 þúsund viðskiptavina á Ís- landi. Tryggingarsamning- ar viðskiptavinanna eru sagðir vera fullkomlega öruggir þrátt fyrir gjaldþrotið. Svanberg Hreinsson, sem er talsmaður hluthafa sem eiga 35% í Ísvá og sat áður í stjórn félags- ins, segir að í árslok ársins 2000 hafi skuldir félagsins aðeins numið um 5 milljónum króna. Af óútskýrðum ástæðum nemi skuld- irnar í dag 180 milljónum. Þetta hafi gerst þó fyrirtækið hafi að- eins haft sjö starfsmenn á föstum launum og að annar venjulegur kostnaður hafi verið lítill. Svanberg segir að veru- lega hafi byrjað að síga á ógæfuhliðina eftir fram- kvæmdastjóraskipti í maí í fyrra. Þá hafi upphafist valdabarátta sem meðal ann- ars hafi snúist um stefnu fyrirtækisins. „Það var lagt ofurkapp á sem mesta sölu á kostnað vandaðra vinnubragða,“ segir Svanberg. Þrátt fyrir að skuldastaða Ís- vár virðist að mestu eiga sér óljós- ar orsakir herma óstaðfestar heimildir þó að stjórnendur fyrir- tækisins hafi eytt fast að 50 millj- ónum króna í árangurslaust land- vinningastarf í Danmörku og Lett- landi. Stjórnin hafi þó fyrir fram aðeins samþykkt 2,5 milljóna króna útgjöld í þessu skyni í hvoru landanna. Eins hafi menn innan Ísvár nýtt sér söluþóknana- kerfið á óeðlilegan máta. Svanberg segir að svo virðist sem sumir hafi lifað hátt á kostn- að eigenda Ísvár: „Það fóru ótrú- legar upphæðir í risnu hjá stjórn- endum. Hún var til dæmis fólgin í hótel- og veitingahúsareikningum og peningaúttektum, mest í Lett- landi. Mér virðist sem fram- kvæmdastjórinn hafi verið með um eina milljón króna í risnu á mánuði. Það getur alls ekki talist eðlilegt.“ Hvorki náðist í Davíð Pitt, stjórnarformann Ísvár, né Jón Sigfússon, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. gar@frettabladid.is Risna forstjórans var milljón á mánuði Forstjóri Ísvár er sagður hafa tekið sér eina milljón króna í risnu mánaðarlega. Félagið jók skuldir sínar um 180 milljónir á átján mánuðum og hefur óskað gjaldþrotaskipta. Eigendur þriðjungshlutar vilja lögreglurannsókn. Eins hafi menn innan Ísvár nýtt sér söluþóknana- kerfið á óeðli- legan máta. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 28% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á fimmtu- dögum? 49% 76% ÍSVÁ Á SUÐURLANDSBRAUT „Það fóru ótrúlegar upphæðir í risnu hjá stjórnendum. Hún var til dæmis fólgin í hótel- og veitingahúsareikningum og pen- ingaúttektum, mest í Lettlandi,“ segir Svan- berg Hreinsson, hluthafi og fyrrverandi stjórnarmaður í tryggingarmiðluninni Ísvá. + REYKJAVÍK Norðaustlæg átt 8- 13 m/s og bjartviðri. Hiti 0-4 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Él 0 Akureyri 8-13 Él 0 Egilsstaðir 10-15 Él 0 Vestmannaeyjar 8-13 Léttskýjað 3 + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.