Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 4
4 24. október 2002 FIMMTUDAGUR Skólaskipið Dröfn: Grunnskóla- nemar læra SJÓMENNSKA Skólaskipið Dröfn mun líkt og undanfarin ár fara með elstu bekki grunnskóla í kennsluferðir. Fiskifélag Íslands hefur umsjón með ferðunum í samstarfi við Haf- rannsóknastofnun. Markmiðið er að kynna nemendum mikilvægi fiskveiða og tekur hver ferð um þrjá tíma. Með í ferð er fiskifræð- ingur sem fræðir nemendur um líf- verur sem koma upp úr sjónum. Eftir að lokið er ferð með nem- endur af höfuðborgarsvæðinu held- ur Dröfnin í hringferð um landið og kemur við á sem flestum höfnum og fer þaðan með nemendur af landsbyggðinni.  Hagnaður Landsbanka fyrstu níu mánuðina: Tvöfaldast milli ára VIÐSKIPTI Hagnaður Landsbanka Íslands hf. fyrir skatta nam 1.863 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins, samanborið við 927 milljónir á sama tímabili í fyrra. Aukningin er 936 milljón- ir milli ára eða ríflega 100%. Að teknu tilliti til skatta nam hagn- aðurinn 1.489 milljónum saman- borið við 677 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hagstæðari gengisþróun og söluhagnaður af eignarhlut í VÍS skýra viðsnún- inginn. Í tilkynningu frá Lands- bankanum segir að afkoma bankans fyrstu níu mánuði árs- ins sé við neðri mörk endurnýj- aðra arðsemismarkmiða til lengri tíma. Bankinn telji ekki ástæðu til að endurskoða arð- semismarkmið bankans fyrir árið í heild, en þau gera ráð fyr- ir 12-15% arðsemi eigin fjár eft- ir skatta. Bankinn gerir þó ráð fyrir að arðsemi ársins 2002 verði við efri mörk áætlunar.  HÓTANIR Margir bankamenn þora ekki lengur að láta nafnspjöld sín liggja frammi á vinnustað þar sem þeir óttast hótanir viðskipa- vina þegar heim er komið að kvöldi. Á nafnspjöldunum eru oft upplýsingar um einkasíma banka- mannana og það eru þau númer sem menn vilja ekki lengur að séu í fórum ákveðinna viðskiptavina bankanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar sem gerð var á högum bankamanna fyrir Samband ís- lenskra bankamanna. „Þarna eiga í hlut viðskiptavin- ir bankanna sem búnir eru að klúðra fjármálum sínum og láta það bitna á þjónustufulltrúum og öðrum sem hafa með mál þeirra að gera í bönkunum. Þetta er nátt- úrulega ólíðandi þar sem það er ekki starfsmannanna að ákveða hvort um frekari fyrirgreiðslu verði að ræða heldur koma skip- anir þar að lútandi að ofan,“ segir Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, um ótta skjólstæðinga sinna. „Það þýðir ekkert að skjóta sendiboð- ann,“ segir hann. Dæmi eru þess að bankamenn hafi fengið hótanir símleiðis á heimili sín að loknum vinnudegi. Að sögn Friðberts bregður fólki við slíkt: „Þetta er alveg nýtt fyr- irbæri. Heyrði fyrst af þessu fyr- ir þremur árum eða svo,“ segir hann. „Við þurfum að ræða þetta við stjórnendur bankanna. Þetta vandamál er ekki hægt að leggja beint á starfsfólkið.“  Könnun sýnir ótta við viðskiptavini: Bankamenn fela nafnspjöldin sín Í BANKA Þýðir ekki að skjóta sendiboðann þegar menn hafa klúðrað fjármálum sínum. MENNTUN Verið er að leggja loka- hönd á samning á milli mennta- málaráðuneytisins og Menntafé- lagsins um leigu á Sjómannaskól- anum og rekstri hans til fimm ára í senn. Í Sjómanna- skólanum eru sem kunnugt er reknir Stýrimannaskólinn og Vélskólinn. Að baki Menntafé- laginu standa Landssamband ís- lenskra útvegs- manna, kaupskipa- útgerðir í landinu og Samband orku- veitna. „Hugmyndin er að stofna félag um rekstur skól- ans og reka hann síðan í samráði við hagsmunasamtökin sem eiga aðild að málinu,“ segir Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, sem unnið hef- ur að undirbúningi málsins fyrir tilstilli Björns Bjarnasonar, fyrr- verandi menntamálaráðherra. „Með þessu erum við í raun að gera þjónustusamning við ríkið og breyta ríkisstofnun í þjónustu- stofnun,“ segir Jón Sigurðsson sem gerir ráð fyrir að nýtt fyrir- komulag á rekstri Sjómannaskól- ans geti komið til framkvæmda strax á næsta skólaári. Jón telur einnig líklegt að samfara breyt- ingunum verði skipt um stjórn- endur í skólunum sem um ræðir. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans, hefur lýst áhyggjum sínum vegna dræmrar aðsóknar að skóla sínum á undanförnum árum. Þar eru nú 70 nemendur í stýrimannanámi en þyrftu að vera um 100 talsins til að viðhalda stéttinni að mati skólameistarans. Þó hefur ein- hver fjölgun orðið frá árinu þar á undan. Guðjón Ármann telur að stýrimannastarfið sé ekki lengur í tísku og því viðhorfi þurfi að breyta. Að því stefnir einmitt Menntafélagið með því að yfir- taka Sjómannaskólann: „Að tengja námið sem best við þá hagsmuni sem um er að ræða,“ eins og Jón Sigurðsson orðar það. eir@frettabladid.is Sjómannaskólinn einkavæddur Reksturinn leigður út til hagsmunasamtaka í fimm ár í senn. Samning- ar við menntamálaráðuneytið á lokastigi. Skipt um stjórnendur. SJÓMANNASKÓLINN Verið er að breyta ríkisstofnun í þjónustustofnun að sögn Jons sigurðssonar. „Hugmyndin er að stofna félag um rekstur skól- ans og reka hann síðan í samráði við hagsmuna- samtökin sem eiga aðild að málinu.“ GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Hvalveiðimál komin í skrýtinn búning, býst við líflegri umræðu um þau á þingi. Frjálslyndi flokkurinn: Aukin pressa ALÞINGI „Upphaf þingsins hefur verið nokkuð hefðbundið, það hef- ur mikið verið rætt um stjórnar- andstöðumál. Þegar leið að kjör- dæmahléi fóru að tínast inn mál frá ríkisstjórninni. Ætli það verði ekki meiri pressa á mál ríkis- stjórnarinnar fram að jólum,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins. Guðjón segir fjárlögin munu setja talsverðan svip á umræðuna fram að jólum, sem og einkavæð- ingin, sem honum sýnist einkenn- ast af helmingaskiptum. Mikil- væg mál hafi verið rædd og bíði frekari afgreiðslu, svo sem vöru- verð og flutningsgjöld auk lífeyr- isréttinda sjómanna.  Veður: Breytt spá KULDI Hlýrra loft frá Skandinavíu og Norður-Evrópu sem spáð hafði verið að gengi yfir landið í dag breytti um stefnu og lætur fyrir bragðið á sér standa. Áfram verð- ur því kalt í lofti og pólvindarnir samir við sig. Hlýrra loftið, sem spáð hafði verið, átti að vera það sama og var í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum en sveigði af leið sinni hingað til lands og fór annað.  JERÚSALEM, AP Bandarísk sendi- nefnd kom til Ísraels í gær til þess að ræða um nýja friðaráætlun, sem Bandaríkin ætla að reyna að fá bæði Palestínumenn og Ísraels- menn til þess að fallast á. Hvorir tveggja sögðu áætlunina þó of óljósa um mörg atriði. Samkvæmt hugmyndum Banda- ríkjanna eiga Palestínumenn að stofna sjálfstætt ríki í þremur áföngum. Ferli þessu á að ljúka árið 2005. Þessar hugmyndir hafa ekki verið birtar opinberlega, en nokkur efnisatriði þeirra hafa orðið heyrin- kunnug. Fyrsti áfanginn á að standa frá því í nóvember á þessu ári þangað til í apríl á næsta ári. Á þessu tíma- bili á vopnahlé að komast á, ofbeld- isverkum að linna og ísraelski her- inn að fara frá herteknu svæðunum á Vesturbakkanum og Gaza-strönd. Ísraelsmenn segja að þeir fái enga tryggingu fyrir því að Palest- ínumenn hætti árásum sínum á Ísraelsmenn. Í öðrum áfanga, sem stendur frá maí til desember á næsta ári, verð- ur Palestínuríki stofnað með bráða- birgðalandamærum. Í síðasta áfanga er svo gert ráð fyrir að samið verði um þau erfiðu mál, sem ekki hefur tekist að semja um til þessa, svo sem varan- leg landamæri, skiptingu Jerúsal- emborgar, afdrif landnemabyggð- anna og afdrif palestínskra flótta- manna.  Fulltrúi Bandaríkjanna til Ísraels: Kynnir þriggja þrepa friðartillögur NÁGRANNAR Í RÚSTUM Þessir Palestínumenn bjuggu við hliðina á Shadi Najami, sem týndi lífinu þegar hann hóf skotárás á Ísraelsmenn fyrr á árinu. KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Telur þú að eldvarnir séu í lagi á þínu heimili ? Spurning dagsins í dag: Gekk forsætisráðherra of langt með því að snupra Hallgrím Helgason fyrir grein hans um bláu höndina? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 43,7% 56,3%Já ELDVÖRNUM ÁBÓTAVANT Eldvarnir virðast einungis í lagi á rúmlega helmingi heimila í landinu. Á fjór- um af hverjum tíu heim- ilum er eldvörnum ábótavant. Nei FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Afkoma VÍS fyrstu níu mánuði ársins: Hagnaður 429 milljónir VIÐSKIPTI Hagnaður VÍS eftir skatta fyrstu 9 mánuði ársins nam 429 milljónum króna. Þetta er 90 milljónum króna betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Fyrir skatta nam hagnaður af vátrygg- ingarekstri 316 milljónum og hagnaður af fjármálarekstri var 252 milljónir. Heildareignir félags- ins námu í lok september rúmlega 23 milljörðum króna og bókfært eigið fé var um 4 milljarðar króna. Rekstraráætlun ársins gerir ráð fyrir hagnaði að fjárhæð 501 milljónir króna eftir skatta. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.