Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 24
Ég byrja á að játa að ég er lag-laus. Get ekki haldið lagi og ekki takti. Mamma mín átti þann draum þegar ég var snáði að ég yrði jafn- góður dansari og sá ágæti maður sem ég er skírður eftir. Hún reyndi að kenna mér sporin á eldhúsgólfinu undir súðinni á Krosseyrarveginum. Í útvarpinu voru leikin danslög á laugardagskvöldum og þau ætlaði mamma að nota til að gera mig að dansara. Hún gafst upp. ANNAÐ SEM ég á erfitt með að gleyma eru leikfimitímarnir í skóla. Flestir hófust á því að okkur var sagt að ganga í beinni röð - í takt. Það var mér ofraun. Ekki að ganga í röð - heldur að vera í takt. Ég vissi þá að ég átti von á leiftursnöggum athugasemdum kennarans og á með- an ég reyndi að hoppa í takt bekkj- arfélaganna hertist kvíðahnúturinn í maganum. Ég slapp aldrei. Sigurjón, vera í takt! Ég heyri þetta enn. En get brosað innra með mér, ég þarf ekki að ganga í einfaldri röð og ekki í takt og ég þarf ekki að dansa, enda kann ég það ekki. ÞAÐ ER EKKI nóg að ganga í takt í leikfimi. Þess er krafist af okkur í lífinu að vera í takt hvert við annað. Útvaldir ákveða hver takturinn á að vera og við hin eigum að fylgja. Á fjögurra ára fresti kjósum við þá sem eiga að gefa taktinn, og gera það. Nú er að heyra á fólki að því þyki takturinn fast sleginn, stund- um leiftursnöggt. Fyrir mína parta verð ég að segja að ekki myndast lengur hnútur í maganum á mér þó ég telji mig ekki vera í takt. ÞAÐ Á blessunarlega við um fleiri. Sá sem stjórnar dansinum er ekki alltaf sáttur og notar sínar aðferðir þegar honum mislíkar við þá sem ekki ganga í þeim takti sem hann helst vildi. Í leikfiminni forðum var kallað leiftursnöggt ef nemendur héldu ekki takti. Prestur skrifaði smásögu og með leifturhraða var hann settur af, rithöfundur skrifaði eitthvað sem ekki var í takt og hann var leiftursnöggt kallaður á teppið, Þjóðhagsstofnun spáði ekki í takt og leiftursnöggt var hún sett af. Svo fátt eitt sé nefnt.  G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 19 0 1 0/ 20 02 20 - 30% afsláttur Hreinlætistækjadagar Gustavsberg salerni með innbyggðum stút. 19.990 kr. Verð áður: 24.776 kr. Gustavsberg handlaug 56x42 sm. 4.770 kr. Verð áður: 5.964 kr. Merkur baðtæki. 22.390 kr. Verð áður: 27.971 kr. Merkur handlaugartæki. 19.790 kr. Verð áður: 24.658 kr. Tradition handlaugartæki. 14.200 kr. Verð áður: 20.245 kr. Jupiter baðtæki. 16.530 kr. Verð áður: 20.663 kr. Gustavsberg salerni, upphengt. 24.890 kr. Verð áður: 34.736 kr. Gustavsberg handlaug í borð 56x40 sm. 11.920 kr. Verð áður: 14.908 kr. Að ganga í takt Bakþankar Sigurjóns M. Egilssonar Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma www.gunnimagg . i s

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.