Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 24. október 2002 MENNTUN „Diskurinn byggist á reynslu minni af því að tala við nær 3.000 foreldra og hjálpa þeim með börn sín sem eru með les- blindu eða sérstaka námserfið- leika,“ segir Gyða Stefánsdóttir sérkennari, sem hefur, samkvæmt umsögninni á kennsludisknum, afl- að sér þekkingar í kennslu les- blindra í fjórum heimsálfum. „Ég hef athugað hvar nemendur stoppa og svo hef ég þróað þetta hægt og rólega. Ég byrjaði fyrst á lestrin- um. En svo þegar ég sá að sjálfs- virðing nemenda fer ef þeir eiga erfitt með reikninginn þá sá ég að það skipti meira máli að ná honum í lag strax. Sérstaklega fyrir strák- ana. Lesturinn er hvort sem er alltaf langtímamarkmið. Ef reikn- ingurinn fer í vaskinn er mikil hætta á að strákar leiðist út í óreglu. Ég lagði því aðaláherslu á hann.“ Fólk fæðist með lesblindu. Gyða segir að allt að 10 % barna þurfi að glíma við vandann. Hún segir svo að önnur 10 % eigi við sérstaka námserfiðleika að stríða. „Þegar ég kenndi í grunnskólan- um gerði ég alltaf ráð fyrir að 35% barnanna þyrftu einhverja aðstoð. Ég tók þau strax í sérmeð- ferð og boðaði alla foreldra til mín því skólinn hafði engan tíma til þess að sinna öllum þessum börn- um. Ég gat einfaldað aðferðina með því að fá foreldrana til að vinna með börnunum. Þannig gat ég gert kraftaverk.“ Gyða segir að með diskinum geti foreldrar og börn þeirra unn- ið að því á einfaldan hátt að sigr- ast á erfiðleikum sínum fyrir framan heimilistölvuna. „Ég nota liti við þetta. Ef það er hægt að ýta á „pause“ getur öll fjölskyldan horft á þetta saman. Þegar ég kenni fæ ég foreldrana með heim. En það eru hundruð þúsunda barna sem ég get ekki náð heim til mín. Ég sá þess vegna að ég myndi ekki endast ein og sér fyrir allt landið. Mér finnst samt að þessi kennsluaðferð verði að komast víðar. Eins og Ísraelarnir segja; „Kennarinn í dag þarf að hafa hæfileika framkvæmda- stjóra“,“ segir Gyða að lokum. biggi@frettabladid.is Gyða Stefánsdóttir sérkennari gefur út kennsludisk fyrir börn með námserfiðleika: Foreldrar geta unnið kraftaverk GYÐA STEFÁNSDÓTTIR Hefur kynnt sér kennslu lesblindra í Ástralíu, Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum. „Lesblindir eiga líka erfitt með ákveðin dansspor, ef það er krossun þá geta þau ekki gert þetta,“ seg- ir Gyða. „Það virðist vera það sama í náminu og hugsuninni. Mig minnir að Japanir þekki ekki þetta vandamál. Þeir hafa líka allt annað lesmál en við.“ RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Í dag eru liðin 27 ár frá Kvennafrídeginum mikla árið 1975. Á ráðstefnu í kvöld verður fjallað um ímynd kvenna í stjórnmálum. Ráðstefna í Ráðhúsinu: Konur í stjórnmálum RÁÐSTEFNA Í dag eru liðin 27 ár frá Kvennafrídeginum árið 1975, þeg- ar þúsundir íslenskra kvenna tóku sér frí og fjölmenntu í miðbæ Reykjavíkur. Kvenréttindafélag Íslands heldur í kvöld ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfir- skriftinni Ímynd kvenna í stjórn- málum þar sem fyrirlesarar eru Arna Schram blaðamaður og Rósa Erlingsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands. „Það hefur ýmis- legt áunnist,“ segir Rósa. „Það þekktist varla árið 1975 að konur tækju þátt í stjórnmálum en nú eru þær orðnar um 30% á þingi. Við ætlum í kvöld að fjalla um ímynd kvenna í stjórnmálum og meðal annars að velta fyrir okkur þeirri spurningu hvort þessi ímynd hafi áhrif á gengi þeirra í prófkjörum og hvað það er sem hefur áhrif á gengi kvenna innan stjórnmálanna.“ Að fyrirlestrum Örnu og Rósu loknum verða pallborðsumræður þar sem formenn þingflokkanna sitja fyrir svörum, en fundar- stjóri verður Sigríður Lilly Bald- ursdóttir, fyrrverandi formaður Kvenréttindafélags Ísland. Ráð- stefnan hefst klukkan 21 og er öll- um opin. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.