Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 7
7FIMMTUDAGUR 24. október 2002 STJÓRNSÝSLA „Ég myndi aldrei láta bjóða mér það að vera kallaður á teppið hjá forsætisráðherra. Ekki sem listamaður,“ segir Baltasar Kormákur, leikari og leikstjóri, um sögusagnir þess eðlis að hann hafi, líkt og Hall- grímur Helgason, verið kallaður á fund hjá forsætisráðherra vegna gagnrýni sinnar á kvóta- kerfið. Hallgrímur mætti til Davíðs Oddssonar og hlýddi þar á athuga- semdir forsætisráðherra í tæpa klukkustund. Baltasar Kormákur fór hins vegar til fundar við for- sætisráðherra á öðrum forsend- um: „Ég óskaði sjálfur eftir fundi með Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra vegna málefna Kvik- myndasjóðs Íslands en ég hafði áhyggjur af pólitískum afskipt- um af sjóðnum. Davíð veitti mér viðtal með litlum fyrirvara og það fór vel á með okkur,“ segir Baltasar Kormákur í samtali við Fréttablaðið.  Ekki kallaður á teppið: Baltasar óskaði eftir fundi með Davíð N‡r IS200 SportCross LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 19 07 6 1 0/ 20 02 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS Komdu flér fyrir í ökumannssætinu og vi› ábyrgjumst a› um lei› grípur flig sannköllu› gle›itilfinning. IS200 SportCross er eitthva› sem er ástæ›a til a› taka alvarlega flegar menn leita eftir fágun og vilja jafnframt vera fullkomlega frjálsir (og fla› er ekkert launungarmál a› fletta er bíll sem er hanna›ur fyrir ötult og athafnasamt fólk). Frábær 2,0 lítra, 6 strokka VVT-i línuvél skilar miklu afli og tryggir öryggi og einstaka aksturseiginleika. fiar vi› bætist 6 diska geislaspilari me› úrvals hljó›kerfi og bur›argeta sem a›rir hafa svo sannarlega ástæ›u til a› öfundast útaf. Me› ö›rum or›um: IS200 SportCross er íbur›ar - mikil a›fer› til fless a› komast flanga› sem a› er stefnt, hratt og örugglega. Vi› vorum a› íhuga a› láta fallhlífar fylgja me›. fiær eru nánast fla› eina sem ekki er innifali› í ævint‡rinu a› eiga IS200 SportCross. Fallhlífar ekki innifaldar. N‡jung frá LEXUS N Á N A R I U P P L † S I N G A R U M I S 2 0 0 S P O R T C R O S S O G U M A L L A R A ‹ R A R G E R ‹ I R A F L E X U S M Á F Á H J Á S Ö L U D E I L D L E X U S Í S Í M A 5 7 0 5 4 0 0 E ‹ A Á W W W . L E X U S . I S Vestmannaeyjar: Stal bíl bróður síns LÖGREGLUMÁL Sextán ára unglingur stal bíl bróður síns í Vestmanna- eyjum um helgina. Upp komst þegar lögreglan reyndi að stöðva bíl vegna hraðaksturs á Hamars- vegi. Ökumaður sinnti ekki stöðv- unarmerkjum og náði að komast undan. Lögreglan fann bílinn stuttu síðar yfirgefinn og í fram- haldi af því var farið heim til eiganda. Hann taldi bílinn hafa verið á bílastæði utan við húsið en í ljós kom að litli bróðir hafði tek- ið bílinn og tekið rúnt um bæinn.  HEILBRIGÐISMÁL Hjúkrunarheimilin í landinu glíma við mikinn rekstr- arvanda og ef ekki verður gripið til aðgerða sem fyrst þá stefna þau í greiðsluþrot, að sögn Jó- hanns Árnasonar, forstöðumanns Sunnuhlíðar og formanns sam- taka fyrirtækja í heilbrigðisþjón- ustu. Ólafur Örn Haraldsson for- maður fjárlaganefndar tekur und- ir það og segist líta á það sem for- gangsverkefni að leysa vanda hjúkrunarheimilanna. „Það hefur verið unnið að því að settir verði fjármunir í rekstur þeirra og ákveðið hefur verið að 350 millj- ónum verði varið í það hið fyrsta og síðan 460 milljónum til að lag- færa hallann. Við erum einnig að endurskoða grunninn og dag- gjöldin munu því hækka. Því er hins vegar ekki að leyna að stór hluti vandans er launakostnaður- inn, sem hefur aukist. Ástæðuna má rekja til þess að ríkið semur ekki um launin.“ Ólafur áréttar að starfsfólkið á heimilunum sé sannarlega ekki ofmetið af launum sínum. Það sé hins vegar ljóst að það verði að vera á sömu hendi að semja um laun og greiða þau. Hann segir menn gera sér grein fyrir að það viðbótarfjár- magn sé ekki endanleg lausn og það þurfi að búa þannig um hnúta að reksturinn verði tryggur til frambúðar auk þess sem það þurfi að bæta við hjúkrunarrýmum. „Fólk sættir sig illa við að á með- an við setjum peninga í annað lát- um við skort á hjúkrunarrýmum viðgangast.“ Ólafur telur mjög brýnt að breyta forgangsröðuninni í þjóð- félaginu og segist finna kröfu al- mennings þar um. „Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvernig unnið verði að því. Það er ljóst að aldraðir hafa setið á hakanum. Því þarf að breyta og ég finn mjög sterka kröfu í þjóðfélaginu að við látum velferðarmál aldraðra ganga fyrir og ég er tilbúinn að styðja það.“ bergljot@frettabladid.is LAUNAKOSTNAÐUR SKÝRIR HLUTA VANDANS Yfir 800 milljónum verður á næstunni var- ið í rekstur hjúkrunarheimila umfram dag- gjöld segir formaður fjárlaganefndar. Hann segir launahækkanir skýra stóran hluta vandans. Formaður fjárlaganefndar segir forgangsverkefni að leysa vandann: Hjúkrunarheimili á leið í greiðsluþrot SJÓNVARP Tökur eru hafnar á ára- mótaskaupi Ríkissjónvarpsins sem að venju verður sent út á gamlárskvöld. Óskar Jónasson kvikmyndgerðarmaður stjórnar Skaupinu í ár eins og í fyrra. Rún- ar Gunnarsson lét Óskar þá hafa svarta stílabók í upphafi árs sem Óskar notaði til að skrá hjá sér helstu atburði. Sami háttur var hafður á í ár en niðurstaðan verð- ur ekki ljós fyrr en að kvöldi síð- asta dags ársins. „Þetta gekk óskaplega vel í fyrra hjá Óskari og félögum og mér skilst að þeir ætli að toppa Skaupið í ár. Þetta er sama liðið og það er í banastuði,“ segir Rúnar Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjón- varpsins.  ÁRAMÓTASKAUPIÐ FILMAÐ Fjallkonan fellur á steinsteypta jörð og lögregluþjónn er ekki langt undan. Gaman á gamlárskvöld: Tökur hafnar á áramótaskaupinu DÓMSMÁL ÓHEIMIL ÚTLEIGA Eigandi mynd- bandaleigu var dæmdur í 20 þús- und króna sekt fyrir að leigja út án heimildar DVD-disk með myndinni Three Kings. Samtök myndefnisút- gefenda kröfðust tæplega 270 þús- und króna í skaðabætur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.