Fréttablaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 1
-það er kaffið!
Taktu þátt í Gevalialeiknum.
Klipptu út þrjú strikamerki og
sendu með póstkorti sem þú
færð í næstu verslun.
Sér› flú
draumafer› í
kaffibollanum?
bls. 14
FÓTBOLTI
„Hlýt að hafa
fallið í verði“
bls. 12
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 7. nóvember 2002
Tónlist 16
Leikhús 16
Myndlist 16
Bíó 14
Íþróttir 10
Sjónvarp 20
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
KVIKMYNDIR Tvær sígildar þöglar
myndir verða sýndar í Háskólabíói
í dag við undirleik Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands í dag. Klukkan þrjú
verður Gullæðið eftir Chaplin sýnd
en klukkan hálfátta Metropolis eft-
ir Fritz Lang.
Þöglar við undirleik
KVIKMYNDIR
Gamli refur
snýr aftur
ÚTFLUTNINGUR Íslenskir dýralækn-
ar sátu á dögunum námskeið þar
sem meðal annars var fjallað um
útfyllingu vegabréfa handa hest-
um en slík vegabréf hafa nú verið
færð í lög. Þykja þau skipta miklu
í útflutningi á íslenskum reið- og
graðhestum og tilgangurinn sá
hinn sami og með vegabréfum
mannfólksins; að viðkomandi sé
sannanlega sá sem hann segist eða
er sagður vera. Ekki er gert ráð
fyrir ljósmyndum af hestunum í
vegabréfunum því hross eru oft
hvert öðru lík við fyrstu sýn. Því
fengu dýralæknarnir til liðs við
sig Norðmanninn Svein Bakke,
sérfræðing í hestalækningum,
sem lagt hefur sig eftir því að
teikna hross og sérkenni þeirra í
vegabréf. Kenndi Svein dýra-
læknunum að teikna slíkar mynd-
ir í vegabréfin og tókst kennslan
með ágætum.
Vegabréfum hrossa skal fram-
vísað við útflutning og eru þá út-
gefin í heimalandi hestsins. Vega-
bréfunum á einnig að framvísa á
hestamannamótum erlendis þar
sem hross keppa innbyrðis og
stefnan sú að gera vegabréfin að
skilyrði fyrir þátttöku.
Dýralæknar á námskeiði:
Teikna passamyndir af hestum
UMHVERFISMAT Helgi Hjörvar,
stjórnarmaður í Landsvirkjun, hef-
ur óskað eftir skýringum forstjóra
fyrirtækisins vegna ásakana fjög-
urra vísindamanna
sem segja að Lands-
virkjun beiti þrýst-
ingi til að fá fram
umhverfismat sem
auki líkur á því að
heimilt verði að
virkja við Norð-
lingaöldu og þannig
skerða friðland í
Þjórsárverum.
„Ég hef í dag
rætt við ýmsa stjórnarmenn og í
framhaldi þess óskað eftir því við
forstjóra að unnin verði greinar-
gerð um þessar ásakanir og lögð
fyrir stjórnarfund,“ segir Helgi.
Hann segir að ásakanir vísinda-
mannanna Gísla Más Gíslasonar
prófessors, Þóru Ellenar Þórhalls-
dóttur, prófessors í grasafræði,
Arnþórs Garðarssonar, prófessors
í dýrafræði og Ragnhildar Sigurð-
ardóttur, doktors í umhverfisfræð-
um, sem fyrir hönd VSÓ vann að
umhverfismatinu vegna Norð-
lingaöldu, vera gríðarlega alvar-
legar. Vísindamennirnir segja að
lýsingarorðum og einkunnagjöf
þeirra hafi verið breytt í mats-
skýrslunni og að auki hafi mikil-
vægum köflum verið sleppt til að
fegra niðurstöður. Þetta kom fram
í þættinum Ísland í bítið á Stöð 2.
Helgi segir að stjórnarmönnum
Landsvirkjunar hafi ekki verið
sérstaklega kynntur þessi ágrein-
ingur vísindamannanna og Lands-
virkjunar. „En við höfum getað
fylgst með honum í gegnum ferlið
hjá Skipulagsstofnun. Ég hef enga
ástæðu til að ætla annað en að
starfsmenn fyrirtækisins hafi unn-
ið að málum af fullum heilindum
en þegar vísindamenn setja fram
jafn alvarlegar ásakanir þá er
nauðsynlegt að farið sé vandlega
ofan í málið,“ segir Helgi.
„Þetta er mál VSÓ og hefur ekk-
ert verið á borðum Landsvirkjun-
ar. Ég kannast ekki við að starfs-
menn Landsvirkjunar hafi beitt
Ragnhildi Sigurðardóttur óeðlileg-
um þrýstingi. Hún þarf þess vegna
að nefna nöfn þeirra starfsmanna
sem þetta á við og þá er hægt að
svara þessu. Enginn þeirra starfs-
manna sem ég hef rætt við kannast
við þetta,“ segir Friðrik Sophus-
son, forstjóri Landsvirkjunar.
Vísindamenn-
irnir segja að
lýsingarorðum
og einkunnar-
gjöf þeirra
hafi verið
breytt í mats-
skýrslunni.
BYLTINGARAFMÆLIS MINNST 85 ár eru í dag liðin frá því bolsévikar gerðu uppreisn í Rússlandi. Nokkur hundruð kommúnistar lögðu
leið sína að leiði byltingarleiðtogans Leníns í Moskvu í gær. Að baki þeirra sést byggingin sem hýsir safn um sögu rússnesku þjóðarinnar.
Stjórnarmaður
krefst skýringa
FUNDUR Íslam og Vesturlönd er heiti
á málstofu sem fram fer í Hátíðar-
sal Háskóla Íslands. Í henni verður
fjallað um hvort umræðan um
átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og
atburðina 11. september orðið til
þess að auka skilning Vesturlanda-
búa á trúarbragða- og menningar-
heimi Islam eða aukið fordóma.
Málstofan hefst klukkan 17.
Áhrif prófkjöra
FUNDUR Félag stjórnmálafræðinga
boðar til fundar um prófkjör stjórn-
málaflokka og hvaða áhrif þau hafi
á flokksstarf þeirra. Fundurinn
verður haldinn á Sólon Íslandus og
hefst klukkan 20.30.
Íslam og Vesturlönd
FIMMTUDAGUR
221. tölublað – 2. árgangur
Þrettán ára ólánspiltur:
Svipuð mál
koma upp
árlega
BÖRN Mál tengd drengnum sem
tekinn var með 13 grömm af
kannabisefnum við sjoppu á
Blönduósi í fyrradag hafa ekki
áður komið inn á borð Barna-
verndarstofu. Bragi Guðbrands-
son, forstjóri stofnunarinnar,
segir að svipuð mál komi hins
vegar upp einu sinni til tvisvar á
ári.
„Þetta er náttúrulega mjög al-
varlegt þegar svona ungt barn er
komið í þessa stöðu,“ segir
Bragi. „Alltaf þegar svona kem-
ur upp þarf að bregðast við og
fara nákvæmlega yfir það hvort
þetta sé toppur á einhverjum ís-
jaka eða bara einstakt mál. Ég er
búinn að fara yfir alla biðlista og
umsóknir ásamt starfsmönnum
mínum og ég get ekki séð að það
sé einhver holskefla að verða í
þessum málum. Það eru engar
vísbendingar um að það sé eitt-
hvað stórt að gerast. Auðvitað
getur verið að það taki einhvern
tíma fyrir ölduna að berast hing-
að inn en eins og staðan er núna
lítum við þannig á málið að það
sé eitt af þeim fáu málum sem
við fáum á hverju ári.“
Bragi segir margar ástæður
geta legið að baki vanda barna
sem lendi í álíka ógöngum og
þessi 13 ára drengur hafi gert.
nánar bls. 6
FORSTJÓRI BARNAVERNDARSTOFU
Bragi Guðbrandsson segir margar ástæður
geta legið að baki vanda barna.
Fjármálaráðstefna
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
september 2002
28%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
fimmtu-
dögum?
49%
76%
Vísindamenn segja Landsvirkjun beita þrýstingi til að hagræða um-
hverfismati við Þjórsárver. Stjórnarmaður kallar eftir greinargerð.
HESTATEIKNINGAR
Svein Bakke á ráðstefnu dýralæknanna.
REYKJAVÍK Norðan 13-18 m/s
með skúrum síðdegis.
Hiti 1 til 5 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 13-18 Skúrir 4
Akureyri 10-15 Skúrir 3
Egilsstaðir 8-13 Skúrir 5
Vestmannaeyjar 10-15 Léttskýjað 3
➜
➜
➜
➜
AP
/M
YN
D
FUNDUR Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, setur árlega fjár-
málaráðstefna sveitarfélaga kl.
13.30 í dag. Ráðstefnan stendur í
tvo daga og er haldin á Radisson
SAS Hótel Sögu.
rt@frettabladid.is
Sjá einnig bls. 8