Fréttablaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 12
12 7. nóvember 2002 FIMMTUDAGURFÓTBOLTI GIANLUCA SIGNORINI Gianluca Signorini, fyrrverandi leikmaður Parma og Genoa, lést í gær, 42 ára að aldri. Banamein hans var MS-sjúkdómurinn. Javier Saviola og Juan RomanRiquelme hafa verið kallaðir inn í argentínska leikmannahóp- inn fyrir vináttulandsleik gegn Japan í næsta mánuði. Leikmenn- irnir misstu báðir af heimsmeist- arakeppninni í Japan og Suður- Kóreu þar sem landsliðið beið af- hroð eftir að hafa verið spáð heimsmeistaratitlinum. Diego Simeone hefur einnig verið kall- aður í landsliðshópinn. Argent- ínskir fjölmiðlar segja að nú sé kominn tími hefndarinnar. Brasilíski framherjinn Ron-aldo, sem leikur með Real Madrid, segist viss um að markaflóðgáttirn- ar muni brátt bresta. Ronaldo skoraði tvö mörk í fyrsta leik sín- um með liðinu en hefur ekki fundið netmöskvana síð- an. „Ég veit að ég hef ekki skorað mörk en ég mun gera það innan skamms,“ segir framherjinn. Hann segist hafa þurft að aðlag- ast breyttum leikstíl. „Ég er allur að koma til og nú þarf ég bara að skora.“ FÓTBOLTI ÍÞRÓTTIR Í DAG 16.45 RÚV Handboltakvöld 18.00 Sýn Sportið 18.30 Sýn Heimsfótbolti með West Union 22.30 Sýn Sportið 23.00 Sýn HM 2002 (Brasilía - Tyrkland) GOLF Þýski kylfingurinn Bernhard Langer hefur áhuga á að taka við fyrirliðabandi Evrópuúrvalsins í Ryder-keppninni í golfi. „Þetta er áskorun sem ég myndi taka og ég held að ég sé góður kandídat í starfið,“ sagði Langer í samtali við þýska fjölmiðla. Langer hefur tekið þátt í tíu Ryder-Cup mótum og var í sigur- liðinu í ár á Belfry-vellinum. Hann fékk þrjá og hálfan vinning af fjórum mögulegum. Langer og Ian Woosnam frá Wales voru fyr- irliðanum Sam Torrance innan handar í keppninni í ár og eru þeir taldir líklegastir til að hreppa hnossið. Woosnam hefur einnig lýst því yfir að hann hafi áhuga á fyrirliðabandinu. Bandaríkin og úrval kylfinga úr Evrópu leika annað hvert ár um bikarinn. Titilvörn Evrópu verður á Oak Hill-vellinum í Michigan í Bandaríkjunum eftir tvö ár.  Bernhard Langer: Vill taka við fyrirliðabandinu BERNHARD LANGER Stóð sig frábærlega þegar Evrópa mætti Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum í ár. Hann hlaut þrjá og hálfan vinning af fjórum mögulegum. HANDBOLTI HK mætir ÍR í átta liða úrslitum SS-bikars karla en dreg- ið var í gær. Afturelding fær Gróttu/KR í heimsókn og verður væntanlega um stórslag að ræða. Breiðablik, sem spilar í utandeild- inni, fær Fram í heimsókn og Fylkismenn fá Valsara heim í Ár- bæinn. Leikirnir fara fram þann 4. desember. FH fær Fram í heimsókn í SS- bikarkeppni kvenna. Valur mætir Stjörnunni en Haukar fara norður yfir heiðar og mæta sameinuðu liði KA/Þórs. Sameinað lið Fylkis og ÍR á erfiðan leik fyrir höndum en það tekur á móti efsta liði deildarinnar, ÍBV. Leikið verður 27. nóvember.  SS-bikarkeppnin í handbolta: Afturelding fær Gróttu/KR heim SS-BIKAR 8 liða úrslit kvenna: Fylkir/ÍR - ÍBV KA/Þór - Haukar Valur - Stjarnan FH - Fram 8 liða úrslit karla: Breiðablik - Fram HK - ÍR Fylkir - Valur UMFA - Grótta/KR HART BARIST Sverrir Björnsson, leikmaður Aftureldingar, tekur hér hart á Páli Þórólfssyni, leikmanni Gróttu/KR, í leik liðanna fyrir skömmu. FÓTBOLTI Skagamaðurinn ungi Jó- hannes Karl Guðjónsson, knatt- spyrnumaður hjá Real Betis á Spáni, er ekki sáttur við hve lítið hann hefur fengið að spreyta sig með liðinu að undanförnu og er farinn að hugsa sér til hreyfings. „Ég hef ekkert fengið að spila á þessu tímabili og sé mig tilneyddan til að leita á önnur mið eins og málin eru núna,“ segir Jó- hannes Karl. Skagamaðurinn segist ætla að þreifa fyrir sér á leikmannamarkað- inum í Evrópu þeg- ar hann verður opn- aðu að nýju í janúar. Hann segist alltaf hafa langað til að spila á Englandi og nú er komið upp spennandi tilboð frá liði í efstu deildinni þar sem og í Þýskalandi. Jóhannes Karl vildi þó ekki gefa upp hvaða lið það eru. „Ég vona að Betis setji ekki of háan verðmiða á mig,“ segir Jó- hannes Karl, sem gerði sex ára samning við Betis í fyrra. Í samn- ingnum er ákvæði sem segir að ef lið borgi 50 milljónir punda fyrir hann sé honum frjálst að fara. „Ég hugsa að það séu fá lið sem vilja borga 50 milljónir punda fyrir mig, að minnsta kosti á þessari stundu“ segir Jóhannes Karl hlæjandi og útskýrir að spænsk lið setji yfirleitt slík ákvæði í samninga. Aðspurður hvaða verð hann telji að Betis vilji fá sagði hann: „Ég hef ekk- ert spilað þetta tímabil og lítið á síðasta tímabili, þannig að ef það er litið á mig sem hverja aðra markaðsvöru hlýt ég að falla mikið í verði. Ég myndi halda að ein milljón punda, kringum 100 milljónir króna, sé sanngjarnt verð.“ Kærasta Jóhannesar Karls, Jó- fríður, á von á sér 19. mars. Jó- hannes Karl segist ekki þurfa að fara á foreldranámskeið, hann hafi þetta allt í blóðinu. „Ég held að við séum bæði fædd í þetta hlutverk og þetta verður frábært. Ég veit ekki hvernig þessi upplif- un er en mér finnst þetta vera einn megintilgangurinn í lífinu. Mig hefur alltaf langað til að eign- ast stóra fjölskyldu og stefnan er sett á það, ef allt gengur vel.“ kristjan@frettabladid.is „Hlýt að hafa fallið mikið í verði“ Jóhannes Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er ekki sáttur við dvölina hjá Real Betis. Hefur ekki fengið að spila einn leik á tímabilinu. Er farinn að hugsa sér til hreyfings. Tilboð frá Þýskalandi og Englandi. JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON Finnst gott að búa á Spáni. Hann stundar golf af miklum krafti og er kominn með 15 í forgjöf. Birgir Leifur Hafþórsson, félagi hans af Akranesi, dvaldi hjá honum um daginn og sýndi honum réttu pútttökin. Jóhannes Karl var keyptur til Betis á síðasta ári frá hol- lenska liðinu RKC Waalwijk fyrir um 300 milljónir ís- lenskra króna. Hann kom við sögu í tólf leikjum hjá liðinu á síð- asta tímabili, þar af var hann átta sinnum í byrj- unarliðinu. Ótrúleg úrslit í knattspyrnu: 149-0 fyrir meistarana FÓTBOLTI AS Adema, nýkrýndir meistarar í knattspyrnu á Madagaskar, unnu stærsta knatt- spyrnusigur sinn á ferlinum þeg- ar þeir lögðu SOE að velli með 149 mörkum gegn engu. Leik- menn Adema skoruðu þó fæst mörkin sjálfir því andstæðing- arnir ákváðu að mótmæla dómi með því að skora í eigið mark. Mótmælin upphófust þegar þjálfari SOE, Ratsimandresy Ratsarazaka, missti stjórn á skapi sínu við dómara leiksins. Leikmennirnir ákváðu að styðja þjálfarann með því að skora í eigið mark. Í hvert skipti sem þeir hófu leikinn að nýju spörk- uðu þeir boltanum aftur að eigin marki. Leikmönnum Adema virt- ist skemmt og gerðu lítið í því að stöðva þá. Útvarpsstöð á Madagaskar telur að nýtt heimsmet hafi verið sett með þessu. SOE varð meistari á Madaga- skar á síðasta ári en misstu af titl- inum til Adema í síðustu viku. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.