Fréttablaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 22
22 7. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR HVAR? Stefán Hrafn Hagalín gerði oftusla með skrifum sínum á Kreml.is en þegar félagar hans fóru að finna sér „girnileg sæti og embætti innan Samfylkingarinn- ar“ fóru skrif hans að valda þeim hugarangri. „Ég ákvað á endanum að hlífa þeim að svo stöddu við sjálfum mér og yfirgaf Kreml.is.“ segir Stefán, sem starfar sem ráð- gjafi hjá Teymi hf. og ritstýrir fréttavefnum Véfréttin.is. „Það er þó aldrei að vita nema mér leiðist þetta sjálfskipaða hálfs árs frí frá skrifum um þjóðmálin og taki að hrekkja vinstrimenn og villuráf- andi félagshyggjufólk með því að birtast reglulega rífandi kjaft í einhverjum miðlinum. „Vantar ekki Bláu höndina skæðan mála- liða?“  Beitir sér fyrir Blíðfinni Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, á afmæli í dag. Hann verður á fundi með bókaútgefendum. Þorvaldur Þorsteinsson, mynd-listarmaður og rithöfundur, er 42 ára í dag. Í tilefni dagsins ætlar hann að gera tvennt, huga að út- komu nýrrar bókar um Blíðfinn og gera sig kláran fyrir kennslu í Danmörku um helgina. „Þetta verður ákaflega hversdagslegur afmælisdagur en ævintýralegur eins og allt sem við- kemur Blíðfinni,“ segir Þorvaldur. Þriðja bókin um Blíðfinn kem- ur út um þessar mundir og segir Þorvaldur að þessi nýju ævintýri hans séu svo mikil að þau hafi ekki komist fyrir í einni bók, þan- nig að von sé á fleirum. „Hann lendir í ólýsanlegum hremming- um og það er mjög tvísýnt að hann muni nokkurn tímann jafna sig á því, eða nokkur yfirleitt sem tengist honum.“ Þorvaldur hefur margt á prjónunum. Hann vinnur að kvik- myndahandritum sem byggð eru á hans eigin bókum, tekur þátt í ljósmyndasýningu í Gerðasafni í Kópavogi og er á leið til Lundúna þar sem hann verður viðstaddur kynningu á leikritinu ...And Björk Of Course í The Royal Court. „Þetta er sitt lítið af hver- ju en annars bý ég í Kaliforníu og er að skrifa, kenna svolítið og stússast í myndlistarsýningum.“ Þorvaldur hefur verið búsett- ur í Bandaríkjunum í eitt ár og lætur vel af dvölinni. Aðspurður hvernig það sé að koma aftur í kuldann á Íslandi sagði Þorvald- ur: „Maður þarf að rifja upp þessa speki eins og Á undan degi kemur nótt og What goes up must come down. Það er þetta jafnvægi í lífinu sem maður þarf að leita aftur í. Manni má ekki líða of vel of lengi, allra síst sem Íslendingi,“ segir hann hlæjandi. „Það er grundvallarat- riði að ná sér í smá skammdegis- þunglyndi svo það sé tekið mark á manni.“ Þorvaldur segir fertugsaf- mælið það eftirminnilegasta. Þá bauð kærastan hans, Helena Jónsdóttir, honum í „dýrlega meðferð“ eins og hann orðar það. „Við héldum upp á það tvö sam- an. Við eyddum deginum og nótt- inni á einhverjum dularfullum túristastöðum í Reykjavík sem ég vissi ekki að ég ætti nokkurn tímann eftir að fá að kynnast. Þetta var innhverfasti afmælis- dagur sem ég hef átt.“ kristjan@frettabladid.is FÓLK Í FRÉTTUM Anna Heiða lauk doktorsprófi íbarnabókmenntum í ársbyrj- un. Hún hefur verið ráðin til að sjá um skrifstofu Alcoa á Íslandi og verður því fyrsti starfsmaður þess hérlendis. „Það skilur enginn í því hvað doktor í barnabókmenntum er að fara að gera í starfi hjá er- lendu stórfyrirtæki en ég er afar ánægð með að fyrirtæki á borð við Alcoa kunni að meta menntun á öðrum sviðum en viðskiptum.“ Anna Heiða byrjaði í lögfræði í Háskólanum að loknu stúdents- prófi frá MR 1976 og hugðist feta í fótspor föður síns og tveggja bræðra. „Ég var ung og fannst allt eiga að vera skemmtilegt og námið uppfyllti ekki þær kröfur.“ Hún hætti en kláraði fyrsta árið í ensku ári síðar, reyndi svo við viðskipta- fræði en bókfærslan fældi hana þaðan. Þá tóku við ýmis störf og hún rak meðal annars Simma- sjoppu í vesturbænum, lauk námi í snyrtifræðum og rak snyrtivöru- verslun á Laugaveginum. Árið 1994 ákvað hún að hella sér aftur út í nám, kláraði ensku við HÍ og hélt áfram í doktorsnám. Anna Heiða er gift Hilmari Æv- ari Hilmarssyni og þau eiga tvö börn, Sigríði Ástu, 19 ára og Hilm- ar Ævar 14 ára. Á námsárunum skrifaði hún sína fyrstu skáldsögu, Galdrastaf- ir og græn augu, sem segir frá tímaflakki drengs til ársins 1713. Þá hefur hún þýtt ævintýraþríleik- inn sem hófst með Gyllta áttavit- anum. Hún mikill aðdáandi Harrys Potter og heldur úti heimasíðu um kappann. Barnabókmenntirnar eru helsta áhugamál Önnu Heiðu en hún hefur einnig verið viðloðandi hestamennsku og fékk á sínum tíma mótorhjóladellu. „Á háskóla- árunum fékk ég gífurlegan áhuga á mótorhjólum og þeyttist um meðal annars á Hondu XL350, Kawasaki 900 og Hondu CB900. Ég var í þessu á sama tíma og um- hverfisráðherrann en hef látið hjólin eiga sig um árabil.“  Anna Heiða Pálsdóttir, bókmenntafræðingur og rithöfundur, hefur tekið við starfi skrif- stofustjóra Alcoa á Íslandi. Hún segir smæð landsins koma í veg fyrir að hægt sé að hafa fulla vinnu af því að sinna afmörkuðum við- fangsefnum á borð við barnabókmenntir. Stöðuveiting Barnabækur, mótorhjól og álver JARÐARFARIR 13.30 Jóhannes B. Sveinbjörnsson, Sæviðarsundi 25, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Áskirkju. 13.30 Gunnar Guðmundsson, Köldu- kinn 23, Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. 15.00 Einar Ásmundsson, Dynsölum 14, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju. AFMÆLI Eiður Guðnason sendiherra er 63 ára. Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, er 42 ára. ANDLÁT Ragnheiður Esther Einarsdóttir, hár- greiðslumeistari, lést 5. nóvember. TÍMAMÓT ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Þorvaldur ætlaði að bjóða til veislu á fertugsafmæli en gerði það ekki. Taldi sér trú um að tímaskorti væri um að kenna. „Djúpt inni var ég svo hræddur um að enginn kæmi,“ segir Þorvaldur. FRÉTTIR AF FÓLKI Baráttuaðferðir þátttakenda íprófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík eru jafn mismunandi og frambjóðend- urnir eru margir. Áreiðanlegt er þó að húmorinn er hvergi meiri en hjá Guðrúnu Ögmundsdóttur, sem notar slagorðið: Hennar rödd er ómissandi. Þar er að sjálf- sögðu vísað til þeirra málefna sem Guðrún hefur lagt lið gegn- um árin en líka til raddar þing- mannsins, sem á engan sinn líka. Veitingahúsið Vídalín seldieinhver ógurleg býsn af áfengi þegar stuðningsmenn skoska landsliðsins í knattspyrnu máluðu bæinn köflóttan á dögun- um. Staðurinn vakti athygli pilsvargana á sér meðal annars með skrautlegum dreifimiðum. Einn þeirra sýndi ægilega skessu á evuklæðum sem sögð var „eig- inkonan í Skotlandi“ og var stillt upp andspænis fögru fljóði sem átti hins vegar að vera „kærast- an á Íslandi“. Miðinn þótti það grófur að prentsmiðjan sem vann hann gaf hönnuðinum gula spjaldið. Eftirmálarnir gætu þó orðið fleiri þar sem dreifimiðinn rataði inn á Jafnréttisstofu og stangist hann á við jafnréttislög má jafnvel búast við að lögfræð- ingur Jafnréttisstofu lyfti rauða spjaldinu. Sjálfstæðismenn í Reykjavík,sem eru á leið í prófkjörið í næsta mánuði, eru sumir hverjir farnir að opna kosningaskrif- stofur. Eitthvað virðast menn sækja í Ármúl- ann, sérstaklega eitt ákveðið hús þar sem þeir hafa komið sér fyrir í sitt hvorum endanum Guð- mundur Hallvarðsson og Birgir Ármannsson. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að Kristinn Björnsson forstjóri hafði ekki samráð við Olís og Esso þeg- ar hann ákvað að selja hlutabréf sín í Skeljungi. Leiðrétting Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni Maður sat á bar og horfði á ann-an sem var með lítinn hest í fanginu. Næsta kvöld var þessi sami maður enn með hrossið og hinn maðurinn spurði hann hvernig stæði á þessu. Maðurinn svaraði að ef hann vildi sjá það yrði hann að koma með honum heim. Þegar þangað var komið tók maðurinn með hrossið upp gamlan lampa og byrjaði að nudda hann þangað til andi kom upp úr honum. Andinn sagði þá við hinn manninn að hann fengi eina ósk. Maðurinn hugsaði sig um en sagði loks: „Ég óska þess að vasar mínir verði fullir af peningum,“ og samstundis fylltust vasarnir. Þegar að var gáð reyndust þeir fullir af teningum. „Ég vildi peninga, ekki teninga,“ sagði hann. Þá sagði sá með hrossið: „Heldurðu virkilega að ég hafi beð- ið um 30 cm langt trippi?  ANNA HEIÐA PÁLSDÓTTIR „Ég á góða vini sem eru umhverfisverndar- sinnar og sé ekki fram á að það slettist upp á vinskapinn þótt ég sé farin að vinna hjá Alcoa. Aðhald umhverfissinna er af hinu góða en við verðum að átta okkur á að einhver framþróun verður að eiga sér stað.“ AFMÆLI Guðný Hrund Karlsdóttir. Hamragarðar. 10 til 12 milljarðar króna. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 Jón Baldvin Hannibalsson kem-ur við sögu í prófkjöri Sam- fylkingar í Reykjavík þó með öðrum hætti sé en sumir vonuð- ust til fyrr á þessu ári. Einhverj- ir hafa fengið stuðningsyfirlýs- ingu frá honum en Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir ákvað að fara aðra leið. Hún fékk Erling Gíslason leikara til að lesa upp úr ævisögu Kolbrúnar Bergþórs- dóttur um krataforingjann gamla á samkomu sinni fyrir eldri borgara. Íkvöld heldur Jakob Frímannbaráttuveislu og óhætt er að segja að í henni endurspeglist tengsl hans við tónlistar- og menningarheim- inn. Nær öruggt má telja að eng- inn annar fram- bjóðandi tefli fram jafn mörg- um skemmtiat- riðum í sínum veislum. Stjórar samkomunnar eru Stuðmennirnir Egill Ólafsson og Ragnhildur Gísladóttir en með- al þeirra sem fram koma eru Bubbi Morthens, Björgvin Hall- dórsson, Eyjólfur Kristjánsson, Maus, Ske, Stef- án Hilmarsson, Helgi Björnsson og Þórunn Antón- ía. Veislan verður á Nasa og opnar húsið klukkan níu. FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.