Fréttablaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 16
7. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR 20.30 Félag stjórnmálafræðinga boðar til fundar um prófkjör stjórn- málaflokka og hvaða áhrif þau hafi á flokksstarf þeirra. Fundur- inn verður á Sólon Íslandus. BÓKAKVÖLD 20.00 Ævisögum verða gerð góð skil á Súfistanum bókakaffi í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Þar munu Anna Kristine Magnús- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Halla Kjartansdóttir og Guðrún Egilsson lesa úr bókum sínum. 20.30 Rússneskt bókmennta- og menn- ingarkvöld verður í Deiglunni, Ak- ureyri. Aðgangseyrir er 500 kr. TÓNLEIKAR 15.00 Gullæðið sýnd í Háskólabíói við undirleik Sinfónuhljómsveitar Ís- lands. 19.30 Metropolis sýnd í Háskólabíói við undirleik Sinfónuhljómsveitar Íslands. 20.00 Sensei, Ég og Whole orange spila á Fimmtudagsforleik Hins hússins. Aðgangur ókeypis. 21.00 Menningar- og safnanefnd Garða- bæjar heldur tónleika á Garða- torgi. Björn Thoroddsen, bæjar- listamaður Garðabæjar, spilar ásamt Gunnari Hrafnssyni og Dan Cassidy. 21.00 Balzamerhljómsveitin Bardukha heldur ferna 20 mínútna langa örtónleika á öldurhúsinu Café Victor í Hafnarstræti. Miðaverð fimmtíu krónur. 22.00 Dúettinn Súkkat spilar á 22. Að- gangseyrir er kr. 800. LEIKSÝNINGAR 20.00 Veislan sýnd á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Örfá sæti laus. 20.00 Kryddlegin Hjörtu eru sýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins. 20.00 Jón og Hólmfríður er sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. 20.00 Skýfall er sýnt í Nemendaleikhús- inu. 21.00 Sellófon er sýnt í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. Uppselt. FIMMTUDAGURINN 7. NÓVEMBER KVIKMYNDIR Kvikmyndin Metropolis eftir Fritz Lang er einn af gullmolum kvikmynda- sögunnar. Íslenskum kvik- myndaáhugamönnum gefst nú tækifæri til að sjá myndina í upprunalegri mynd með atriðum sem ekki hafa sést áður. Kvik- myndasafn Íslands hefur fengið myndina til landsins og Sinfóníu- hljómsveitin mun leika undir sýningu hennar í kvöld klukkan 19.30. Kvikmyndin Gullæðið eft- ir Charlie Chaplin verður svo sýnd með undirleik klukkan 15 á laugardaginn. Myndin var frumsýnd árið 1927 og er einhver dýrasta kvik- mynd sem var gerð á þessu tíma- bili. Í henni koma fram hug- myndir um ofurmenni og þræla sem eru byggðar á heimspeki- kerfi Nietzsches, sem átti vax- andi fylgi að fagna í Þýskalandi með tilkomu nasismans. Lang ætlaði myndinni þó aldrei að hlaða undir kenningar nasista en hún féll Hitler þó engu að síður svo vel í geð að hann bauð honum stöðu forstöðumanns allrar kvik- myndaframleiðslu þriðja ríkis- ins. Lang afþakkaði og flúði til Bandaríkjanna. Metropolis var gerð upp sér- staklega fyrir frumsýningu Berlínarhátíðarinnar 2001. Film- an var pússuð og myndskeið end- urunnin með stafrænni tækni. Tónlistin við myndina var endur- gerð fyrir þessa útgáfu þar sem upprunalega tónlistin náði ekki utan um myndina í fullri lengd. Oddný Sen stjórnar verkefn- inu en Kvikmyndasafnið tók fyrst upp á því árið 1995 að sýna sígildar þöglar myndir með und- irleik tónlistarmanna, en Hreyfi- myndafélagið stóð fyrir slíkri sýningu ári áður. „Hugmyndin var að gera þetta að árlegri hefð en þetta eru erfið og kostnaðar- söm verkefni og landið er lítið og fjármagn því takmarkað. Við sýndum gamalt eintak af Metropolis 1995 í tilefni af 100 ára afmæli kvikmyndanna og fengum tvo píanóleikara til að sjá um undirleikinn. Annar þeir- ra er Frank Strobel, sem hefur sérhæft sig í undirleik við kvik- myndir, og hann kemur til lands- ins núna og stjórnar hljómsveit- inni.“ Oddný segir þessa útgáfu af Metropolis vera hvalreka en eft- ir frumsýninguna í janúar 1927 voru 30 mínútur klipptar úr myndinni vegna þess að hún þótti of löng. „Hún hefur því aldrei verið sýnd hérlendis í þeirri út- gáfu sem leikstjórinn skilaði af sér og ég á von á því að áhorfend- ur skilji söguna betur nú.“ thorarinn@frettabladid.is Sinfónían leikur undir endurnýjuðu meistaraverki Kvikmyndin Metropolis, sem var frumsýnd árið 1927, verður sýnd í fyrsta skipti á Íslandi í upprunalegri mynd í kvöld. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir þessu þögla meistaraverki þannig að stemningin í Háskólabíói verður væntanlega mögnuð. METROPOLIS Féll Hitler svo vel í geð að hann bauð leikstjóranum Fritz Lang að verða forstöðumaður allrar kvikmyndaframleiðslu þriðja ríkisins. Hann afþakkaði og flúði til Bandaríkjanna. Fresh Matte nýja farðann frá Maybelline? Hann er mattur og endist allan daginn! MAYBE SHE’S BORN WITH IT. MAYBE IT’S MAYBELLINE.® Hefur þú prófað..... ODDNÝ SEN „Ég sá Intolerance sem D.W. Griffith gerði árið 1916 með undirleik þegar ég var við nám í París 1984. Þetta er heillöng mynd, eitthvað í kringum þrír tímar, og það var fullkomlega ógleymanlegt að sitja undir sýningunni. Þetta er engu líkt enda er maður hvorki á tónleikum né bíósýningu. Þetta er einhvers konar þriðja vídd.“ BÆKUR Bókmenntaverðlaun Hall- dórs Laxness verða afhent í dag. Sá sem hlýtur verðlaunin að þessu sinni hefur áður hlotið margvísleg- an heiður fyrir skrif sín á löngum ferli og hefur meðal annars verið tilnefndur til Íslensku bókmennta- verðlaunanna en samkvæmt upp- lýsingum frá Vöku-Helgafelli sýnir hann nú á sér nýja hlið. Verðlaunin verða afhent í Þjóðmenningarhús- inu og þá kemur í ljós um hvern er að ræða þegar höfundurinn tekur við fyrsta eintaki bókarinnar og 500.000 króna verðlaunafé. Tæplega tuttugu handrit bárust í keppnina en fyrr á þessu ári var auglýst eftir handriti að skáldsögu eða smásagnasafni til að keppa um verðlaunin sem ætlað er að efla ís- lenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endurnýjun íslenskrar frásagnarlistar. Skúli Björn Gunn- arsson hlaut fyrstur Bókmennta- verðlaun Halldórs Laxness árið 1996 fyrir smásagnasafnið Lífs- klukkan tifar og í fyrra fékk Bjarni Bjarnason verðlaunin fyrir skáld- söguna Mannætukonan og maður hennar.  Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness: Falla þekktum höfundi í skaut Sólar saga eftir SigurbjörguÞrastardóttur kemur út hjá JPV útgáfu í vikunni. Bókin, sem hlaut Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fáeinum dög- um, segir frá ungri íslenskri konu sem verður fyrir hrottafeng- inni árás í feg- urstu borg Ítalíu. Hún einsetur sér að ná áttum og sáttum í stað þess að flýja heim í faðm ástvina. Einsemd sinni, ang- ist og sorg miðlar hún til lesand- ans í gegnum myndrænan texta Sigurbjargar en þeir sem þekkja ljóðabækur hennar, Blálogaland og Hnattflug, ættu að kannast vel við stíleinkenni höfundarins. NÝJAR BÆKUR Miðasalan er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is STÓRA SVIÐ SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller 5. sýn Blá kort - fö 8/11 kl. 20 Fi 14/11 kl. 20, su 17/11 kl. 20, fö 22/11 kl. 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 10/11 kl. 14 Su 17/11 kl. 14 Lau 23/11 kl. 20 ATH: Kvöldsýning Su 24/11 kl. 14 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Í kvöld kl. 20 Fö 15/11 kl. 20 Lau 30/11 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 9. nóv kl. 20 - 60. sýning - AUKASÝNING Lau 16. nóv kl. 20 - AUKASÝNING Fim 21. nóv kl. 20 - AUKASÝNING Fö 29. nóv kl. 20 - AUKASÝNING NÝJA SVIÐ JÓN OG HÓLMFRÍÐUR frekar erótískt leikrit í þrem þáttum e. Gabor Rassov Í kvöld kl. 20 Lau 9/11 kl. 20 AND BJÖRK, OF COURSE e. Þorvald Þorsteinsson Fö 15. nóv kl. 20 - AUKASÝNING ALLRA SÍÐASTA SINN 15:15 TÓNLEIKAR Lau 9/11 Ólafur Kjartan Sigurðsson. Ferðalög ÞRIÐJA HÆÐIN HERPINGUR eftir Auði Haralds HINN FULLKOMNI MAÐUR eftir Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Í kvöld kl. 20 fö 8/11 kl. 20 LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT FORSÝNING lau 9/11 kl. 17 FORSÝNING su 17/11 kl. 16:30 FRUMSÝNING mi 20/11 kl. 20 Ath. breyttan sýningartíma MIÐASALA 568 8000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.