Fréttablaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 14
Tónlistarmaðurinn Nick Caveheldur tónleika hér á landi mánudaginn 9. desember á Broadway. Hann kemur hingað ásamt fiðlu-, trommu- og bassaleikara hljómsveitar sinnar The Bad Seeds. Cave tók nýverið upp nýja plötu, „Noctur- ama“, sem kemur út í febrúar. Barði Jóhannsson, höfuðpaurhljómsveitarinnar Bang Gang, hefur skrifað undir höf- undarréttarsamning við EMI í Frakklandi. Fyrirtækið mun því hafa rétt á öllum höfundarverk- um hans næstu fjögur árin og mun á þeim tíma aðstoða hann við að koma sér á framfæri innan tónlistarbransans. Ný breiðskífa er væntanleg frá Bang Gang snemma á næsta ári auk þess sem verið er að gera heimildar- mynd um gerð plötunnar. Kviðdómendur í máli leikkon-unnar Winonu Ryder komust ekki að sameiginlegri niðurstöðu á fyrsta degi um- ræðna en héldu áfram störfum sínum í gær. Winona hefur ver- ið í dómshúsinu allan tímann sem kviðdómendur hafa verið í burtu, þrátt fyrir að henni sé það ekki skylt. Leikarinn Russell Croweminntist Richard Harris á sér- stakri vöku með því að fara með ljóð honum til heiðurs. Það vakti athygli að það var sama ljóðið og hann flutti þegar hann tók við Bafta-verðlaunun- um. Þá brjálaðist hann yfir því að það hefði verið klippt út úr sjónvarpsútsending- unni frá verðlaununum. Að ljóða- flutningi loknum lyfti hann upp krús af Guinness og skálaði í nafni vinar síns sem hann kynnt- ist við tökur á „Gladiator“-mynd- inni. Leik- og söngkonan JenniferLopez hefur viðurkennt að hún og leikarinn Ben Affleck séu trúlof- uð. Hún hefur samþykkt að tala um trúlofun sína við sjónvarpskon- una Diane Sawyer. Orðrómur um að parið ætli að ganga í það heila- ga á næsta Val- entínusardegi hefur verið á kreiki í nokkrar vikur. 14 7. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR KVIKMYNDIR Clint Eastwood er fæddur 31. maí árið 1930 í San Francisco. Hann er sonur járn- iðnaðarmanns og hætti í mennta- skóla snemma. Hann hóf að leika í b-myndum en fékk hlutverk í vinsælum sjónvarpsþætti, „Rawhide“, árið 1959. Persóna hans varð á meðal þeirra vin- sælli og varð Eastwood þekkt andlit fyrir vikið. Hann gulltryggði svo vinsæld- ir sínar árið 1964 þegar hann tók að sér hlutverk í spagettívestran- um „A Fistful of Dollars“. Mynd- in leiddi að sér framhaldsmynd- irnar „For a Few Dollars More“ (‘65) og „The Good, the Bad and the Ugly“ (‘66), sem varð vin- sælust þeirra allra. Eftir þær var Eastwood orðinn að kvikmynda- stjörnu um allan heim. Í upphafi áttunda áratugarins tók hann að sér hlutverk grugguga lögregluforingjans Dirty Harry. Myndin leiddi af sér fjórar framhaldsmyndir og kom sú síðasta, „The Dead Pool“, út árið ‘88. Árið ‘86 var hann kjörinn bæjarstjóri Carmel, sem er smábær í Kaliforníu. Fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði hét „Play Misty for Me“ og kom hún út árið 1971. Fyrstu leikstjóraverðlaunin fékk hann 1988 á Golden Globe verð- launahátíðinni fyrir kvikmynd- ina „Bird“. Hann fékk Ósk- arsverðlaunin fyrir leikstjórn fyrir myndina „Unforgiven“ árið 1994 og fékk sú mynd einnig verðlaun sem besta myndin. Síð- an þá hefur hann leikstýrt sex kvikmyndum með misjöfnum árangri. Nýjasta mynd hans, „Blood Work“, er byggð á samnefndri skáldsögu Michael Connelly. Í henni leikur Eastwood fyrrum alríkislögreglumanninn Terry McCaleb, sem sagði starfi sínu lausu eftir að hafa fengið hjarta- áfall og neyðst til þess að gang- ast undir hjartaígræðslu. Maður sem vill að McCaleb rannsaki dauða systur sinnar ræður hann til starfa, en McCaleb tengist henni að því leyti að hjartað sem nú slær í brjósti hans kom frá henni. Þegar McCaleb kemst á sporið áttar hann sig á því að morðingi hennar er líklega fjöldamorðingi sem hann eltist við í mörg ár á meðan hann starf- aði fyrir FBI. biggi@frettabladid.is BLOOD WORK Kvikmyndin er spennutryllir og fær hjartað til þess að slá örar. Vonandi verður það þeim gamla ekki um of. Gamli refur snýr aftur Á morgun birtist gamli refurinn Clint Eastwood aftur á hvíta tjaldinu. Í myndinni „Blood Work“ fer hann með aðalhlutverkið auk þess að leikstýra sjálfur. Myndin er sýnd í Sambíóunum og Háskólabíó. STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 3.50 MR. DEEDS kl. 3.50 og 6 ROAD TO PERD... kl. 5, 7.30 og 10 ROAD TO PERD... kl. 5.30, 8, 9 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 16 ára kl. 6FÁLKAR MAÐUR EINS OG ÉG kl. 6 THE BOURNE IDENTITY kl. 8 Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 VIT429 YA YA SISTERHOOD 5.50, 8 og 10.15 VIT455 HAFIÐ kl. 3.40, 5.50 og 8 VIT 433 SIGNS kl. 8 VIT427 MAX KLEEBLE´S.. kl. 4 og 6 VIT441 BOURNE IDENTITY kl. 10.15 VIT427 INSOMNIA kl. 10.15 VIT444 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15 VIT 448 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 VIT 461 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 VIT 462 kl. 5.45, 8 og 10.10HAFIÐ kl. 10.10PORNSTAR-RON JEREMY KVIKMYNDIR Alfred Hitchcock kynntigamla góða búrhnífinn til sögunnar sem ákjósanlegt morð- vopn í Psycho árið 1960. John Carpenter fékk Michael Myers hnífinn svo fyrst í hendur í Hall- oween árið 1978 og hann hefur brytjað niður barnfóstrur á tán- ingsaldri nánast óslitið síðan. Og nú er mál að linni. Halloween-myndirnar eru orðnar átta og þessi nýjasta bætir engu við löngu útvatnaðan bálkinn en nær nýjum hæðum í lélegum leik og andleysi og þó menn séu eitthvað að reyna að hafa húmor fyrir sjálfum sér hérna bjargar það engu eftir að Scream tók þessa kvikmynda- grein í gegn. Það er samt alltaf eitthvað heimilislegt við hann Michael þar sem hann hengslast áfram í samfestingnum sínum, pollró- legur með hvítu grímuna sína, við hallærislegan og huggulegan skemmtaraundirleik Carpenters. Gamli sjarminn og smá spennukippur í lokin ná þó ekki að bjarga myndinni. Mich- ael er hrein illska og ódrepandi, eins og allir vita, en myndirnar um hann hafa vonandi sungið sitt síðasta. Þórarinn Þórarinsson HALLOWEEN RESURRECTION: Leikstjóri: Rick Rosenthal Aðalhlutverk: Bianca Kajlich, Brad Loree, Busta Rhymes og Jamie Lee Curtis Ekki meir, ekki meir FRÉTTIR AF FÓLKI DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 6.7 af 10 Rottentomatoes.com - 54% = Rotten Ebert & Roeper - Tveir þumlar upp Nicole Kidman segir að skiln-aður hennar við Tom Cruise hafi verið henni að kenna. Hún segir að hún hafi viljað einbeita sér að leikferli sínum sem Nicole en ekki „eigin- kona Tom Cruise“. Hún seg- ist aðeins rétt byrjuð að átta sig á því í dag hversu hátt gjald hún greiddi fyrir feril sinn. Hún segir einnig að ef hún ætti að velja í dag myndi hún velja hlutverk húsmóðurinnar. ...og meira um Nicole Kidman því hún er nú þegar orðuð við til- nefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni „The Hours“. Þar leikur hún rithöfund- inn Virginiu Woolf. Með henni í myndinni leika einnig Meryl Streep og Julianne Moore. ROBERT BLAKE Leikarinn Robert Blake, sem sakaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, sést hér er hann fór fram á reynslulausn úr gæsluvarðhaldi í síðasta mánuði. Hann mun þurfa að bera vitni í fangelsinu, þar sem hann dvelur, í næstu viku. Nóvember – Desember Jólahlaðborð frá 29. nóvember Skötuveisla 23. desember Velkominn í jólahlaðborðið okkar Einar Geirsson Yfirmatreiðslumaður Opnunartími Hádegi mán. – föst. 12.00 – 14.00 Kvöld alla daga frá 18.00 tveir fiskar ( við Reykjavíkurhöfn ) Geirsgata 9 • 101 reykjavik sími 511 - 3474 netfang restaurant@restaurant.is heimasíða www.restaurant.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.