Fréttablaðið - 07.11.2002, Side 2
2 7. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR
STJÓRNMÁL Kathleen Kennedy
Townsend, dóttir Robert Kenn-
edy, tapaði í ríkisstjórakosning-
um sem háðar voru í Maryland í
Bandaríkjunum. Tapaði hún fyr-
ir repúblikananum Robert Er-
lich. Er ósigurinn mikið áfall
fyrir demókrata því þeir hafa
undantekningalítið verið við
völd í fylkinu.
Elizabeth Dole, eiginkona Bob
Dole sem sóttist eftir útnefningu
árið 2000 sem for-
setaframbjóðandi repúblikana,
vann aftur á móti sæti í öldunga-
deild með sigri í Norður-
Karólínuríki.
Kosningarnar í Bandaríkjunum:
Kennedy tapaði
FAÐMLAG
Edward Kennedy, öldungardeildarþing-
maður, faðmar Kathleen Kennedy Towns-
end, frænku sína, fyrir kosningarnar. AP
/M
YN
D
SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR
Bandaríkjaforseti hefur styrkt sig
mjög í sessi. Kosningarnar á þriðjudag
staðfesta það.
Bandarísku kosningarnar:
Bush hefur
styrkt sig
STJÓRNMÁL „Þetta sýnir vel hvað
Bandaríkjaforseti hefur styrkt
sig, að því leyti finnst mér þetta
mjög athyglisvert,“ segir Sigríður
Anna Þórðardóttir, formaður ut-
anríkismálanefndar Alþingis.
„Það er tvímælalaust gríðarlega
mikill styrkur fyrir hann að hafa
meirihluta í báðum deildum.“
Sigríður Anna segir sérstak-
lega mikilvægt fyrir Bandaríkja-
forseta að hafa stuðning á Banda-
ríkjaþingi nú þegar hann sé að
beita sér á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna gagnvart Írak og alþjóð-
legri hryðjuverkastarfsemi.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Fyrir valdajafnvægið innanlands í Banda-
ríkjunum hefði verið betra að demókratar
héldu þinginu.
Bandarísku kosningarnar:
Minna að-
hald að
stríðsplönum
STJÓRNMÁL „Ég hef áhyggjur af
því að þetta þýði ennþá minna að-
hald að stríðsæsingastefnu Bush í
utanríkismálum,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri-grænna. „Það er kannski
helst hrollur í manni gagnvart því
að þetta sé ávísun á að Bush fái
enn frjálsari hendur með stríðs-
plön sín.“
„Það er þrátt fyrir allt það lítill
grundvallar pólitískur munur á
þessum flokkum að ég get ekki
sagt að ég geri óskaplega mikinn
greinarmun á þeim,“ segir Stein-
grímur en telur þó neikvætt að
repúblikanar nái undirtökum á öll-
um vígstöðvum í stjórnkerfinu.
WASHINGTON, AP Repúblikanar unnu
mikilvægan sigur í þing- og ríkis-
stjórnarkosningunum sem haldn-
ar voru í fyrradag í Bandaríkjun-
um. Náðu þeir meirihlutanum í
bandarísku öld-
ungadeildinni auk
þess sem þeir
bættu við meiri-
hluta sinn í full-
trúadeild Banda-
ríkjaþings.
Þegar ný full-
trúadeild Banda-
ríkjaþings verður
kynnt til sögunnar
í janúar á næsta ári verður það í
fyrsta sinn í 50 ár sem repúblikan-
ar ráða á öllum vígstöðvum, þ.e. í
Hvíta húsinu, á þinginu og í öld-
ungadeildinni.
Úrslit kosninganna eru mikill
sigur fyrir George W. Bush
Bandaríkjaforseta. Mun hann eiga
auðveldara með að koma málum
sínum í gegn í náinni framtíð, þar
á meðal frumvarpi um skatta-
lækkanir í landinu og frumvarpi
um að styrkja heimavarnarráðu-
neyti landsins. Auk þess fær hann
öflugra fylgi en áður í baráttunni
gegn hryðjuverkum. Þess má geta
að Bush er aðeins þriðji forsetinn í
sögu Bandaríkjanna sem tekst að
bæta við fylgi sitt á miðju kjör-
tímabili. Öðrum sem hefur tekist
það eru Franklin Roosevelt árið
1934 og Bill Clinton árið 1998.
Eftir kosningarnar eiga
Repúblikanar nú 51 sæti af 100
gulltryggð í öldungadeildinni. Enn
átti eftir að telja atkvæði í gær í
Louisiana og í Suður-Dakóta, þar
sem atkvæði repúblikana og
demókrata voru nánast jöfn. Alls
var kosið um 34 sæti í öldunga-
deildinni í kosningunum.
Jeb Bush, yngri bróðir George
W. Bush Bandaríkjaforseta, hélt
ríkisstjórastöðu sinni í Flórída
auðveldlega. Demókratar höfðu
vonast til þess að sigra hann, bæði
vegna mistakanna sem urðu í at-
kvæðagreiðslu í ríkinu við for-
setakosningarnar fyrir tveimur
árum og til þess að leggja grunn-
inn að sigri á eldri bróðurnum í
næstu forsetakosningum. Það
gekk ekki eftir og með góðri hjálp
frá stóra bróður var sigurinn í
höfn.
Demókratar viðurkenndu ósig-
ur sinn í gær og sögðu Bandaríkja-
forseta vera manninn á bak við
sigur repúblikana. Kosningabar-
átta repúblikana hafi snúist um
stríðið gegn hryðjuverkum og
hugsanlegar hernaðaraðgerðir
gegn Írak. Fyrir vikið hefði lítið
farið fyrir umræðu demókrata um
vandræði í efnahagsmálum lands-
ins.
Repúblikanar
ráða öllu
Repúblikanaflokkurinn vann sigur í þing- og ríkistjórnarkosningunum
í Bandaríkjunum. Úrslitin eru talin mikill sigur fyrir George W. Bush
Bandaríkjaforseta.
FEÐGAR FAÐMAST
Jeb Bush, til hægri, faðmar föður sinn George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, eft-
ir að úrslitin í kosningunum voru orðin kunn.
Bush er að-
eins þriðji for-
setinn í sögu
Bandaríkjanna
sem tekst að
bæta við fylgi
sitt á miðju
kjörtímabili.
AP
/M
YN
D
Prófkjör á Skaga:
Kjörkassi í
bæjarferð
STJÓRNMÁL Vilhjálmur Egilsson,
frambjóðandi í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Norðvesturkjör-
dæmi, hefur gert athugasemdir
við framkvæmd utankjörstaðaat-
kvæðagreiðslu í prófkjörinu á
Akranesi. Þar fóru menn með
kjörkassann út í bæ og söfnuðu at-
kvæðum. Var kjörkassinn um
tíma staðsettur í fyrirtæki í bæn-
um þar sem starfsmenn greiddu
atkvæði.
„Ég hef engan kært en gert at-
hugasemdir og vil fá að vita hvort
þetta sé leyfilegt. Ef þetta má á
Akranesi á að leyfa þetta alls stað-
ar,“ segir Vilhjálmur Egilsson og
tekur fram að þarna séu sóma-
menn á ferð sem engum vilji illt.
„Ég vil aðeins að öll mörkin séu
jafn stór,“ segir hann.
Töluverður mannfjöldi greiddi
atkvæði utankjörfundar á meðan
kjörkassinn var í bæjarferð og er
málið nú í skoðun þeirra sem
ábyrgð bera á prófkjörinu.
Ekið á stúlku:
Talin í lífs-
hættu eftir
umferðarslys
UMFERÐARSLYS Stúlka á unglings-
aldri slasaðist alvarlega í um-
ferðarslysi í Mosfellsbæ í gær-
kvöld. Keyrt var á stúlkuna þar
sem hún var á gangi á eða við
Vesturlandsveg. Lögregla vildi
ekkert segja um tildrög slyssins
þegar blaðið var að fara í prentun
í gærkvöldi.
Vakthafandi læknir á Land-
spítalanum í Fossvogi sagði að
stúlkan væri mjög alvarlega slös-
uð og talin í lífshættu. Um níu-
leytið var verið að fara með hana
í aðgerð. Henni var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun.
DÓMSMÁL „Þetta snýst um atvinnu-
frelsi og framkvæmdavenju,“
sagði Ólafur Björnsson lögmaður.
Hann hefur fyrir hönd mjólkur-
framleiðenda stefnt ríkinu til að
fá ógiltan úrskurð landbúnaðar-
ráðuneytisins þess efnis að
greiðslumark fyrir mjólk skuli
einungis renna til framleiðenda
sjálfra, ekki megi flytja það milli
manna.
Alls hafa um 20 bændur, á Suð-
urlandi, í Borgarfirði og úr Dölun-
um leitað aðstoðar lögmanns
vegna þessa og telja þetta skerða
atvinnufrelsi. Bændurnir benda á
að þeir hafi um árabil samið sín á
milli um viðskipti með mjólk.
Bændur sem ekki hafa fullnýtt
mjólkurkvóta sinn hafa fengið
aðra til að framleiða hann fyrir
sig. Eigandi kvótans hefur fengið
greiðslumarkið en framleiðand-
inn álíka upphæð frá mjólkursam-
laginu. Landbúnaðarráðuneytið
hefur úrskurðað að slíkt sé ólög-
legt og hefur bakfært beingreiðsl-
ur vegna slíkra viðskipta fyrir
verðlagsárið 2001.
„Það verður flutt eitt prófmál
en þetta varðar talsverða hags-
muni fjölmargra bænda. Ráðu-
neytið túlkar búvörulögin með
þeim hætti að beingreiðsla til
bænda sé styrkur til raunveru-
legra framleiðenda. Við erum
ekki sammála því,“ sagði Ólafur
Björnsson.
Bændum bannað að versla með mjólk sín á milli:
Telja stjórnvöld
skerða atvinnufrelsi
KÝR Á BEIT
Mjólkurbændur vilja geta átt viðskipti með
mjólk sín á milli.
Seðlabankinn lækkar
vexti:
Níunda
lækkunin
á árinu
PENINGAMÁL Seðlabankinn mun
lækka vexti í næstu endurhverfu
viðskiptum sínum um 0,5%. Stýri-
vextir verða því 6,3%. Vaxtaá-
kvörðunin var tekin á fundi banka-
stjórnar í gær. Vextir Seðlabank-
ans hafa því lækkað um 3,8% á
þessu ári í níu vaxtalækkunum.
Vaxtalækkunin nú kom ekki á
óvart, því flestar fjármálastofnan-
ir höfðu gert ráð fyrir henni í spám
sínum. Vextir hafa lækkað um rúm
5% frá því þeir voru hæstir.
Guðlaugur Þór Þórðarson situr í stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn
Orkuveitunnar lýstu vantrausti á Alfreð Þorsteins-
son stjórnarformann á síðasta stjórnarfundi.
Það hafa allir sína kosti. En það er einlæg
skoðun mín að hagsmunum Reykvíkinga
væri betur borgið ef hann stýrði ekki Orku-
veitu Reykjavíkur.
SPURNING DAGSINS
Er Alfreð alveg ómögulegur?