Fréttablaðið - 07.11.2002, Qupperneq 4
4 7. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR
VIÐSKIPTI
SVEITARSTJÓRNARMÁL Félagsmála-
ráðuneytið mun í samráði við
Samband íslenskra sveitarfélaga
skoða hvort tilefni sé til laga-
breytinga þannig að kveðið verði
skýrt á um hvaða heimildir sveit-
arstjórnir hafa við meðferð fjár-
muna. Ráðuneytið telur ríka
ástæðu til að gera allt sem unnt er
til að koma í veg fyrir að sveitar-
félög rati í fjárhagsvanda líkt og
Raufarhafnarhreppur gerði með
röngum fjárfestingum.
Samkvæmt ákvæðum stjórnar-
skrár ráða sveitarfélög sjálf mál-
efnum sínum eftir því sem lög
ákveða. Ríkisvaldinu er því ekki
heimilt að grípa inn í stjórnun
sveitarfélags nema til þess sé
lagaheimild. Í sveitarstjórnarlög-
um er ekki að finna ákvæði sem
takmarka heimildir sveitar-
stjórna til að velja leiðir til ávöxt-
unar fjármuna sveitarfélagsins.
Félagsmálaráðuneytinu var því
ekki unnt að ganga lengra en gert
var í málefnum Raufarhafnar-
hrepps, það er að minna kjörna
sveitarstjórnarmenn á skyldur
þeirra til að gæta hagsmuna íbúa
sveitarfélagsins og sneiða eftir
megni hjá áhættusömum fjárfest-
ingum.
Félagsmálaráðuneytið væntir
þess að mál Raufarhafnarhrepps
verði sveitarstjórnarmönnum og
öllum þeim sem fara með opin-
bert fé víti til varnaðar.
Gripið til aðgerða í kjölfar Raufarhafnarmáls:
Reynt að hindra
rangar fjárfestingar
PÁLL PÉTURSSON
Félagsmálaráðuneytið mun endurskoða
lög vegna ófaranna á Raufarhöfn.
SVEITARSTJÓRNIR „Þetta er auðvitað
grafalvarlegt mál. Við höfum
lagt okkur fram við að upplýsa
Félagsmálaráðuneytið um stöð-
una og enn fremur lagt fram
okkar tillögur til úrbóta. Við bíð-
um þess nú að eftirlitsnefnd taki
afstöðu til þeirra,“ sagði Guðný
Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
á Raufarhöfn.
Hún segir aðstoð nauðsyn-
lega til að koma bæjarfélaginu
út úr vítahring yfirdráttar og
fjármagnskostnaðar. Langtíma-
lán upp á tugi milljóna króna sé
einn lykilþáttur í því, auk niður-
skurðar í rekstri bæjarfélags-
ins.
„Við þurfum að losa yfir-
dráttinn en hann er verulegur.
Þá er ljóst að við þurfum að laga
til í rekstrinum. Við höfum ekk-
ert að selja nema verðlítil hluta-
bréf og félagslegt húsnæði,“
sagði Guðný Hrund Karlsdóttir.
Menn velta fyrir sér ástæð-
um þess að Raufarhöfn, sem
fyrir örfáum árum var í hópi
ríkustu sveitarfélaga landsins,
er nú á heljarþröminni. Halla-
rekstur upp á tugi milljóna
króna mörg síðustu ár skýrir
það að hluta, sem og fólksfækk-
un. Rangar fjárfestingar í hluta-
bréfum hafa hins vegar valdið
hreppnum mestum búsifjum.
„Það var farið full glannalega
með peningana. Mikið var sett í
áhættufjárfestingar sem töpuð-
ust,“ sagði Guðný.
Fyrir þremur árum seldi
hreppurinn hlut sinn í sjávarút-
vegsfyrirtækinu Jökli á Raufar-
höfn. Útgerðarfélag Akureyr-
inga og Burðarás keyptu Jökul
fyrir 580 milljónir króna. Þrjú
hundruð milljóna króna lán
sveitarsjóðs var greitt upp.
Hluti þess sem eftir stóð var
notaður til framkvæmda og at-
vinnuuppbyggingar. Fé var lagt
í tvö tölvu- og fjarvinnslufyrir-
tæki, Íslenska miðlun og Netver,
sem bæði urðu gjaldþrota. Þar
töpuðust 30 milljónir króna.
Það sem eftir stóð af pening-
um sem fengust við söluna á
Jökli var sett í fjárvörslu hjá Ís-
lenskum verðbréfum. Fyrrver-
andi sveitarstjóri sagði þeim
samningi upp og hófust í kjöl-
farið umfangsmikil hlutafjár-
kaup hreppsins. Til dæmis var
keypt í DeCODE fyrir 20 millj-
ónir, 10 milljónir fóru í Íslands-
síma, tæpar 12 milljónir í Oz og
30 milljónir í erlenda hluta-
bréfasjóði. Allt verðlítið eða
verðlaust í dag, gróðinn af Jökli
horfinn og hreppurinn í kreppu.
„Líklega keyptu menn í góðri
trú. Ég held að þetta ætti að
verða öðrum víti til varnaðar og
ég vænti þess að heimildir sveit-
arstjórna til slíkra fjárfestinga
verði endurskoðaðar,“ sagði
Guðný Hrund Karlsdóttir.
the@frettabladid.is
Hreppur í kreppu vegna
glannaskapar í fjárfestingum
Rangar fjárfestingar í kjölfar sölunnar á útgerðarfyrirtæki Raufarhafnarhrepps koma nú fram með
fullum þunga. Rúmlega 200 milljóna króna hagnaður hreppsins vegna sölunnar uppurinn á rúm-
um þremur árum. Helstu eignir hreppsins verðlítil hlutabréf og illseljanlegt félagslegt húsnæði.
GUÐNÝ HRUND KARLSDÓTTIR
Segir að full glannalega hafi verið farið með fjármuni bæjarfélagsins. Ekkert vinnist með
því að benda á sökudólg. Vandræði Raufarhafnar verði öðrum þó vonandi víti til varnaðar.
HLUTABRÉFAKAUP RAUFARHAFNARHREPPS
Sjóður/fyrirtæki: Kaupár: Upphæð: Eign í dag: Virði:
1. * DeCODE 1999 20,0 M.kr. 10,0 M.kr 1,500 M.kr.
2. Oz 2000 11,9 M.kr. 11,9 M.kr. 0,012 M.kr.
3. Íslandssími 2000 10,0 M.kr. 10,0 M.kr. 0,750 M.kr.
4. Arthur Treacher´s 2000 1,1 M.kr. 1,1 M.kr. 0,000 M.kr.
6. Aberdeen Global 2000 10,0 M.kr. 10,0 M.kr. 2,200 M.kr.
7. ** Íslensk miðlun
8. ** Netver
9. *** Erlendir sjóðir 1999 20,0 M.kr. 0,0 M.kr.
* Bréf upp á 10 milljónir seld með tæplega 12 milljóna hagnaði.
** Fyrirtæki úrskurðað gjaldþrota - fjárfesting töpuð
*** Bréfin í erlendu sjóðunum seld á innan við hálfvirði eða 10 milljónir króna
HÚSBYGGJENDUR Kristinn Björns-
son, forstjóri Skeljungs, hefur
selt hlut að verðmæti 49 milljónir
í Skeljungi. Nokkur barátta hefur
verið um hlutabréf í fyrirtækinu
að undanförnu. Kristinn segir söl-
una nú ekki tengjast þeim hrær-
ingum. „Það vill nú bara svo
skringilega til að við hjónin erum
að byggja í fyrsta skiptið á æv-
inni,“ segir Kristinn. Hann segir
að hlutabréfaeignin í Skeljungi
hafi orðið til á löngum tíma og
þetta sé þeirra sjóður að grípa til
við húsbygginguna. Kristinn og
eiginkona hans, Sólveig Péturs-
dóttir dómsmálaráðherra, hafa
keypt húseignina Fjólugötu 1 og
ráðist í gagngerar endurbætur.
Slíkt tekur í pyngjuna.
Skeljungur hefur nýverið birt
uppgjör. Kristinn er innherji í fé-
laginu og sem slíkur eru mögu-
leikar til sölu afmarkaðir við
ákveðin tímabil. Næsta tækifæri
hans til að selja er eftir aðalfund í
febrúar. Kapphlaup um bréfin
hafa valdið hækkun á þeim. Krist-
inn segir það í sjálfu sér ekki hafa
ráðið tímasetningunni, heldur út-
gjöldin sem fylgja húsbygging-
unni. Hann hafi fullan hug á að
kaupa aftur bréf í Skeljungi þegar
svigrúm gefst.
Forstjóri Skeljungs:
Losar bréf
í húsbyggingu
GAGNGERAR ENDURBÆTUR
Það er dýrt að ráðast í húsbyggingu og end-
urbætur. Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj-
ungs, seldi bréf í fyrirtækinu til að fjármagna
endurbætur á húseigninni Fjólugötu 1.
TILFÆRSLA Í BAUGI Bónusfeðgar,
þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ás-
geir Jóhannesson, seldu í gær
hlutabréf í Baugi fyrir um 120
milljónir króna. Kaupandi var
fjárfestingarfélagið Gaumur sem
er í eigu fjölskyldunnar. Gaumur
og tengdir aðilar eiga þriðjung í
Baugi.
SAMRUNI SAMÞYKKTUR Hlut-
hafar Hlutabréfasjóðsins Auð-
lindar hf. samþykktu á hluthafa-
fundi með öllum greiddum at-
kvæðum að sameinast Kaupþingi
banka hf. Samkomulagið felur í
sér að hluthafar Auðlindar hf. fái
0,1923 hluti í Kaupþingi banka hf.
fyrir hvern hlut þeirra í Auðlind
hf.
BRAKIÐ
Að minnsta kosti 17 manns fórust í slys-
inu. Mikil þoka var yfir flugvellinum þegar
flugvélin ætlaði að lenda.
Flugslys í Lúxemborg:
17 manns
fórust
LÚXEMBORG, AP Að minnsta kosti 17
manns fórust og fimm slösuðust
alvarlega þegar tveggja hreyfla
flugvél brotlenti skammt frá al-
þjóðaflugvellinum í Lúxemborg.
Mikil þoka var á svæðinu þegar
atvikið átti sér stað. Flugturnin-
um í Lúxemborg bárust engar vís-
bendingar um að vélin væri í
vandræðum. Brotlenti hún fimm
mínútum fyrir áætlaðan lending-
artíma. Vélin var að koma frá
Berlín í Þýskalandi og voru flestir
hinna látnu Þjóðverjar.
AP/M
YN
D
Flugráð:
Umboð á ný
SAMGÖNGUR Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra hefur skipað
nýtt flugráð í stað þess sem missti
umboð sitt í júní síðastliðnum þar
sem Alþingi framlengdi ekki um-
boð þess og ráðherra hafði ekki
fengið heimild til að skipa menn í
stað þeirra sem Alþingi kaus áður.
Alþingi samþykkti í síðustu viku
lög sem tryggðu að ráðherra gæti
skipað nýtt flugráð. Hilmar Bald-
ursson er áfram formaður flugráðs,
en aðrir í flugráði eru Óli Jón Gunn-
arsson, Gunnar Hilmarsson, Erna
Hauksdóttir, Jón Karl Ólafsson og
Jens Bjarnason. Tveir aðalmenn í
flugráði hverfa úr því, Karvel
Pálmason og Árni Johnsen.
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Hefurðu áhyggjur af fjölgun
gjaldþrota?
Spurning dagsins í dag:
Fylgist þú með bókaflóðinu?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
28,1%Nei
Já
GJALDÞROT
ÁHYGGJUEFNI
Ríflega 70%
hafa áhyggjur af
fjölgun
gjaldþrota á
Íslandi.
71,9%