Fréttablaðið - 07.11.2002, Side 8
8 7. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR
VEGAGERÐ „Tilboð í þennan áfanga
miðað við steypta akbraut mátti
vera 10,6 milljónum króna hærra
en tilboð í malbikaða braut og telj-
ast þá tilboðin jafnhagstæð. Þetta
er byggt á hagkvæmnismati á við-
haldskostnaði hvors efnis um sig
sem tók til 30 ára. Það kom nokkuð
á óvart hve munurinn var lítill á
steypunni og malbikinu,“ sagði Jó-
hann Bergmann, deildarstjóri
framkvæmdakaupa Vegagerðar-
innar í Reykjanesumdæmi.
Tilboð í 1. áfanga breikkunar
7,6 kílómetra kafla Reykjanes-
brautar, frá Hvassahrauni að
Strandarheiði, voru opnuð í vik-
unni og voru þau um 40% lægri en
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.
Lægsta tilboð í verkið miðað við
malbik hljóðar upp á 616 milljónir
króna en miðað við steypu var
lægsta tilboð 673 milljónir. Munur-
inn er 57 milljónir króna eða ríf-
lega fimmfalt meiri en talið er hag-
kvæmt út frá viðhaldi og fleiru.
Það bendir því flest til þess að mal-
bik verði lagt á Reykjanesbraut.
„Sú ákvörðun liggur fyrir innan
fárra daga. Við erum að fara yfir
tilboðin í augnablikinu og göngum
trúlega til samninga í næstu viku,“
sagði Jóhann Bergmann.
Breikkun Reykjanesbrautar:
Malbik mun hag-
kvæmara en steypa
YFIRLITSKORT
Hver steyptur kílómetri þessa fyrsta áfanga
breikkunar Reykjanesbrautar mátti aðeins
vera 1,4 milljónum króna dýrari en malbik-
aður kílómetri. Munurinn reyndist fimm
sinnum meiri.
Blönduósbær rak
oddvita minnihlutans:
Íhugar að
flytja burt
DEILUR Ágúst Þór Bragason, odd-
viti minnihluta sjálfstæðismanna
í bæjarstjórn Blönduósbæjar,
íhugar að flytja burt úr bænum og
hætta í bæjarstjórn eftir að hon-
um var fyrirvaralaust sagt upp
störfum sem umhverfis- og
íþróttafulltrúa bæjarins á
fimmtudaginn.
Uppsögnin er til komin vegna
fyrirhugaðra skipulagsbreytinga
hjá bænum. Ágúst Þór segir að
meirihlutinn, H-listi vinstri
manna og óháðra og Á-listi bæjar-
málafélagsins Hnjúka, hafi unnið
einn að breytingunum. Málið sé
greinilega pólitískt í eðli sínu og
hann sé að skoða sinn gang ásamt
fjölskyldu sinni.
Á bæjarstjórnarfundi í
fyrradag var nýtt skipurit
samþykkt.
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
dæmdur í sex mánaða fangelsi fyr-
ir að hafa ekið of hratt miðað við að-
stæður á Nesjavallavegi með þeim
afleiðingum að þrír farþegar í bíl
hans létust eftir harðan árekstur.
Ökumaðurinn, sem er 26 ára
gamall, var einnig sviptur ökurétt-
indum í fjögur ár. Fimm E-töflur og
tæp tvö grömm af hassi fundust á
manninum eftir slysið. Fyrr á þessu
ári var maðurinn dæmdur í tveggja
ára fangelsi fyrir skjalafals og fjár-
svik.
Atburðurinn varð 26. október í
fyrra. Ökumaðurinn og vinafólk
hans var á leið til Nesjavalla á
tveimur bílum. Hann tók fram úr
bíl vinar síns. Í beygju við gatna-
mótin við Hafravatnsveg missti
hann stjórn á bílnum og lenti þar
austan við í hörðum árekstri við
annan bíl. Tvær stúlkur, 22 og 26
ára gamlar, farþegar í bíl hans, lét-
ust nær samstundis. Þriðji farþeg-
inn, 34 ára karlmaður, lést tveimur
vikum síðar. Ökumennirnir voru
fluttir á slysadeild.
Það var mat prófessors sem
dómurinn leitaði álits hjá að bíll
mannsins hefði verið á tæplega 140
kílómetra hraða á klukkustund þeg-
ar hann missti stjórn á bílnum, en
um 70 kílómetrar þegar árekstur-
inn varð. Áður hafði bílinn snúist á
veginum.
Banaslysið á Nesjavallavegi í fyrrahaust:
Fangelsisvist fyrir
banvænan ofsaakstur
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
„Akstur ákærða umrætt sinn var mjög víta-
verður,“ segir í dómi yfir ökumanninnum
sem missti stjórn á bíl sínum með þeim
afleiðingum að þrír farþegar hans létust.
UMHVERFISMÁL „Líf mitt núna snýst
um það eitt að verja heiður minn
sem vísindamanns með aðstoð
lögfræðinga,“ segir doktor Ragn-
heiður Sigurðar-
dóttir, sem stendur
í málaferlum við
VSÓ-verkfræði -
stofu í framhaldi af
deilum hennar við
fyrirtækið um
á r e i ð a n l e i k a
skýrslu um um-
hverfismat vegna
Norðlingaöldu.
L a n d s v i r k j u n
vill virkja á svæðinu og lögum
samkvæmt lét stofnunin fara
fram umhverfismat. Til þess var
ráðinn „óháður aðili“ eða VSÓ.
Verkfræðistofan gerði samning
við fyrirtækið Umhverfisrann-
sóknir ehf. sem er í eigu dr. Ragn-
hildar, til að vinna ýmsa kafla
skýrslunnar.
Ragnhildur segir að henni hafi
smám saman skilist að henni væri
ekki ætlað að skrifa skýrsluna á
þann hlutlausa hátt sem heiður
hennar sem vísindamanns krefð-
ist. Landsvirkjun hafi beitt þrýst-
ingi í því skyni að fegra niðurstöð-
ur í umhverfismatinu með það
fyrir augum að ná fram samþykki
þess að virkja á þessum slóðum
þar sem framkvæmdir munu hafa
áhrif á friðlýst svæði Þjórsár-
vera. Samstarf Ragnhildar og
VSÓ fór í uppnám eftir að verk-
fræðistofan sendi Skipulagsstofn-
un skýrslu um umhverfismat þar
sem sleppt var hluta af texta
Ragnhildar og einkunnargjöf
hennar um áhrif virkjunar á ýmsa
þætti vistkerfisins hafði verið
breytt.
„Skýrslan er áróðursrit sem
hefur lítið með vísindalegar nið-
urstöður að gera. Ég hefði aldrei
trúað því að svona vinnubrögð
viðgengjust á Íslandi. Þetta minn-
ir sumpart á það sem gerðist hjá
risafyrirtækinu Enron í Banda-
ríkjunum,“ segir Ragnhildur sem
gaf út sína eigin skýrslu um áhrif
sem yrðu af virkjanaframkvæmd-
um á svæðinu.
Í tölvupóstbréfum sem hún
sýndi Fréttablaðinu lýsa starfs-
menn VSÓ því að Landsvirkjunar-
menn hafi ekki fellt sig við ein-
staka hluta matsskýrslunnar um
Norðlingaölduveitu. Eftirfarandi
mátti lesa úr tölvupósti sem Stef-
án Gunnar Thors, deildarstjóri
VSÓ og tengiliður verkfræðistof-
unnar við Landsvirkjun, sendi
Ragnhildi:
„...Landsvirkjun vildi ekki
senda drögin til Skipulagsstofn-
unar þar sem hún var ekki sam-
mála einkunnagjöf okkar...“
Jón Kristjánsson, settur um-
hverfisráðherra, mun í næstu
viku úrskurða um það hvort heim-
ilt sé að virkja við Þjórsárver.
rt@frettabladid.is
Tölvupóstur
staðfestir þrýsting
Doktor í umhverfisvísindum fenginn til að vinna að umhverfismati
vegna Norðlingaöldu. Hafnaði lokaskýrslu Landsvirkjunar og skrifaði
sína eigin.
„...Landsvirkj-
un vildi ekki
senda drögin
til Skipulags-
stofnunar þar
sem hún var
ekki sammála
einkunnagjöf
okkar...“
DOKTOR RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR
Lýsir umhverfismati vegna Norðlingaöldu sem blekkingum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FRÁ F-REITNUM Á VATNSENDA
Illa gengur að ná sátt um nýtt deiliskipulag
á þessum stað við Elliðavatn.
Íbúar Vatnsenda:
Segja samráð
skorta
SVEITARSTJÓRN Skipulagsnefnd
Kópavogs frestaði í fyrrakvöld af-
greiðslu nýrrar tillögu um
deiliskipulag á svokölluðum F-reit
við Vatnsenda.
Deiliskipulagið sem hefur
verið auglýst undanfarið gerir ráð
fyrir sjö þriggja hæða blokkum á
reitnum. Eitt einbýlishús er þar
fyrir á leigulóð í syðri enda
reitsins. Gert er ráð fyrir því að
húsið víki. Fjölskyldan sem býr í
húsinu hefur mótmælt áform-
unum.
Einnig hafa borist athuga-
semdir frá íbúa á svæðinu sem á
sínum tíma stóð að gerð svokall-
aðs Elliðahvammsvegar. Færa á
veginn fjær vatninu, til suðurs, og
gerir þessi íbúi athugasemd við
það.
Þá hafa íbúasamtökin Sveit í
borg sent inn athugasemd sem
meðal annars lýtur að því að ekki
skuli hafa verið haft samráð við
samtökin í samræmi við fyrri
samþykkt skipulagsnefndar
Kópavogs.
Að sögn Gunnsteins Sigurðs-
sonar, formanns skipulagsnefnd-
arinnar, verður málið aftur tekið
fyrir á næsta fundi nefndarinnar
að hálfum mánuði liðnum. Þangað
til verður farið yfir lögfræðileg
álitaefni í málinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
ORÐRÉTT
ÉG, UM MIG, FRÁ
STEFÁNI JÓNI
Það er mjög furðulegt
að einn maður í Sam-
fylkingunni megi
ekki hafa skoðanir á
því hvernig stilla eigi
upp á lista eða kjósa,
og að það sé Stefán Jón Hafstein,
formaður framkvæmdastjórnar.
Stefán Jón Hafstein um gagnrýni
Guðmundar Oddssonar á sig.
Morgunblaðið, 6. nóvember.
TÍMANNA TÁKN
Mín persónulega skoðun er að
deCODE sé sennilega eina félagið
sem vit er í að fjárfesta í í dag.
Reynir Þorsteinsson, sveitarstjóri
Raufarhafnarhrepps.
DV, 19. janúar 2000.
SEGÐU SÍS
Mér dettur ekki í hug að þetta fólk
styðji Saddam. En fjöldamorðing-
inn í Bagdad brosir út að eyrum.
Óli Tynes mótmælir mótmælendum.
Morgunblaðið, 6. nóvember.