Fréttablaðið - 07.11.2002, Qupperneq 10
10 7. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Íhvert sinn sem ungmenni fremuródæðisverk í Svíþjóð rjúka þar-
lendir út í vídeósjoppu og fletta upp
á listanum yfir þær
myndir sem ung-
lingurinn leigði
undanfarna mán-
uði. Og viti menn:
Meðal þeirra eru
nokkrar myndir
með grófu ofbeldi.
Þar með er söku-
dólgurinn fundinn.
Rót ódæðisverksins
liggur hjá amerísk-
um vitundariðnaði.
Ekki í sænsku samfélagi. Og allra
síst hjá vandræðaunglingnum eða
fjölskyldu hans.
Svíar skera sig ekki mjög úr öðr-
um þjóðum hvað þetta varðar. Allir
hópar á öllum tímum hafa leitað að
brenglun sinni utan hópsins. For-
eldrar missa tök á uppeldi barna
vegna ásóknar unglingamenningar,
fíkniefna, óæskilegra vina, rapps
eða þungarokks – hvaðeina annars
en slælegrar frammistöðu í for-
eldrahlutverkinu. Það er allt að því
sammannlegt að leita sakar annars
staðar en hjá sjálfum sér; utandyra,
utanbæjar, utanlands.
Þegar íslenskir stjórnmálamenn
ræða fíkniefnavandann leggja þeir
oftast mesta áherslu á að það þurfi
að verja landið með aukinni toll-
gæslu. Fíkniefnavandinn er hins
vegar innanríkismál. Aukin toll-
gæsla getur neytt innflytjendur
fíkniefna til að vanda betur til verka
en mun ekki slá á neyslu fíkniefna.
Til þess er hún orðin of almenn á Ís-
landi.
Reyndar er fíkniefnaneysla far-
aldur á Vesturlöndum. Það er eitt-
hvað í þessum samfélögum sem
fær ógrynni fólks til að taka þá
ákvörðun að sóa lífi sínu fremur en
að lifa því. Og eitthvað sem veldur
því að samfélagið finnur ekki
lausn á þessum vanda. Viðbrögðin
beinast að verslun með fíkniefni
þótt vandinn liggi hjá neytandan-
um og í ákvörðun hans. Það er al-
kunn staðreynd að líf fíkniefna-
neytandans endar með jarðnesku
helvíti og því eðlilegt að spyrja
hvers kyns samfélag það er sem
fólk yfirgefur fyrir slík bítti.
Forvarnir og meðferðaúrræði
eru varnarleikir sem ef til vill geta
haldið þessum faraldri niðri en
ólíklega stöðvað hann og jafnvel
haft þveröfug áhrif. Það má ekki
verða svo að þegar unglingur leið-
ist út í fíkniefnaneyslu skili for-
eldrarnir honum til ríkisins til
meðferðar. Það fyrirkomulag
sljóvgar foreldra og dregur enn úr
ábyrgð þeirra. Sú hugmynd má
ekki festa hér rætur að foreldrar
beri ábyrgð á börnum sínum svo
framarlega sem þau séu í lagi. Ef
ekki, þá tekur ríkið við.
„Það er allt að
því sammann-
legt að leita
sakar annars
staðar en hjá
sjálfum sér; ut-
andyra, utan-
bæjar, utan-
lands.“
Foreldrar eiga góð börn – ríkið þau vondu
skrifar um unglinga- og foreldravanda-
málið í tilefni af handtöku 13 ára
drengs með fíkniefni.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
BORGARMÁL Um 37% landsmanna
og 50% íbúa höfuðborgarsvæðis-
ins tóku þátt í sjöundu Menning-
arnótt Reykjavíkur þann 17.
ágúst, sem er um 30% aukning frá
síðasta ári samkvæmt könnun
Gallups. Í skýrslu verkefnis-
stjórnar Menningarnætur kemur
fram að 80 til 90 þúsund manns
hafi safnast saman í miðborginni
um kvöldið þegar flugeldasýning-
in fór fram á Hafnarbakkanum.
Hátt í tvö hundruð viðburðir
voru á dagskrá Menningarnætur,
sem hófst á hádegi um leið og
Reykjavíkurmaraþon. Fjölbreytt
dagskrá var allan daginn og fór
hún meðal annars fram í verslun-
um, veitingahúsum, bönkum, gall-
eríum, kirkjum, menningar- og
listasöfnum og á götum og torgum
borgarinnar.
Stjórn Menningarnætur fór
yfir framkvæmd hátíðarinnar eft-
ir að henni lauk og hyggst hún
taka ýmislegt til endurskoðunar. Í
framtíðinni á að reyna að sam-
þætta betur Menningarnótt og
Reykjavíkurmaraþon, meðal ann-
ars með tilliti til kynningarmála.
Stefnt er að öflugra samstarfi
milli stjórnenda Menningarnætur,
lögreglu og slökkviliðs. Til skoð-
unar er að skipa sérstaka aðgerð-
arstjórn sem í ættu sæti fulltrúar
frá slökkviliði, lögreglu og heilsu-
gæslu, en hún gæti brugðist við
óvæntum atburðum. Þá hafa kom-
ið ábendingar um að breyta nafni
hátíðarinnar, þar sem megindag-
skrá lýkur fyrir miðnætti.
Verkefnisstjórnin fékk 3,4
milljóna króna framlag úr borgar-
sjóði, en auk þess aflaði hún 3,8
milljóna króna í formi styrkja og
frjálsra framlaga. Samtals hafði
verkefnisstjórnin því 7,2 milljónir
króna til ráðstöfunar. Endanlegt
uppgjör liggur ekki fyrir en í
skýrslunni, sem var lögð fram í
borgarráði í síðustu viku, segir að
ekkert bendi til annars en að fjár-
hagsáætlun standist.
trausti@frettabladid.is
MENNINGARNÓTT REYKJAVÍK
Hátt í tvö hundruð viðburðir voru á dagskrá Menningarnætur, sem hófst á hádegi um leið
og Reykjavíkurmaraþon. Í framtíðinni á að reyna að samþætta betur viðburðina tvo, með-
al annars með tilliti til kynningarmála.
Stóraukin aðsókn
á Menningarnótt
Um 50% íbúa höfuðborgarsvæðisins tóku þátt í Menningarnótt í ágúst.
Það eru um 30% fleiri en í fyrra. Um 80 til 90 þúsund manns voru í
miðborginni á flugeldasýningunni. Til greina kemur að breyta nafni
hátíðarinnar. Endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir.
STJÓRNSÝSLA Sérstök ný Rannsókn-
arnefnd flugslysa hefur verið
skipuð til að rannsaka flugslysið
sem varð í Skerjafirði sumarið
2000. Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra skipar nefndina í
kjölfar alvarlegra niðurstaðna
breskra flugslysasérfræðinga
sem rannsökuðu slysið fyrir til-
stuðlan aðstandenda fórnarlamba
slyssins.
Sigurður Líndal, fyrrverandi
lagaprófessor, er formaður nefnd-
arinnar. Honum til fulltingis eru
Kjartan Norðdahl, flugstjóri og
lögfræðingur, Birger Andreas
Bull, ráðgjafi frá Noregi, Søren
Flensted, eftirlitsmaður frá Dan-
mörku, og Ronald L. Schleede,
ráðgjafi frá Bandaríkjunum.
Nefndin sem samgönguráð-
herra hefur nú skipað er svokölluð
ad hoc Rannsóknarnefnd flug-
slysa. Það þýðir að nefndin starfar
á sama grunni og eftir sömu lögum
og Rannsóknarnefnd flugslysa.
Sex manns fórust af völdum
Skerjafjarðarslyssins. Aðstand-
endur fórnarlambanna hafa þegar
höfðað skaðabótamál í Bandaríkj-
unum á hendur flugrekstraraðil-
anum, Ísleifi Ottesen, sem þar er
búsettur.
Samgönguráðherra skipar nýja Rannsóknarnefnd flugslysa:
Skerjafjarðarslysið
skoðað frá grunni
!
!
!"##
" ! !# ! $ % &
"'(!)% &
* !
! +,- !..'.//.
$%
& '(
0 123
4 ! )
!
4 !
)
%'*&+
,
# #&