Fréttablaðið - 07.11.2002, Page 23
23FIMMTUDAGUR 7. nóvember 2002
FÓLK Madonna virðist vera breytt
kona. Hún kvartaði að minnsta
kosti sáran eftir að hafa horft á
„Good Morning America“ þar sem
tekið var viðtal við móður sem var
enn með átta ára son sinn á
brjósti. Hún á líka að hafa deilt
með honum rúmi.
Þegar Madonnu var bent á að
bók hennar „Sex“ væri nú ekkert
minna átakanleg svaraði hún að
fólk hefði haft þann valkost að
kaupa bókina eða ekki. Það sem
birtist á sjónvarpsskjánum væri
beint í andlitið á fólki.
Madonna hefur áður viður-
kennt að hafa séð eftir útgáfu bók-
arinnar og stöðvaði hún meðal
annars endurútgáfu hennar um
daginn. Hún hefur sagt að lífs-
mynd hennar hafi breyst mikið
eftir að hún varð móðir.
J.K. ROWLING
Höfundur Harry Potter-bókanna, J.K. Rowl-
ing, segist vera búin að skrifa fimmtu bók-
ina. Hún segir hana vera þá lengstu af öll-
um til þessa eða heila 38 kafla. Bókin heit-
ir „Harry Potter and the Order of the
Phoenix“. Það merkilegasta við hana er lík-
lega sú staðreynd að ein af stærri persón-
um bókarinnar lætur lífið. Hver skyldi það
vera? Aðdáendur bókanna verða að bíða
fram yfir áramót til þess að komast að því.
Pantið tímanlega
Brúðkaupsmyndir
Studentamyndir
Fjölskyldumyndir
Barnamyndir
Í öllum okkar myndatökum
eru innifaldar fullunnar stækkanir.
Ljósmyndastofan Mynd
sími 565 4207
www.ljosmynd.is
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími 554 3020
Passamyndatökur alla virka daga
O
D
D
I H
F
I9
96
3 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík
Sími 520 3000
www.sminor.is
Ljós í miklu
úrvali fyrir
heimilið.
MADONNA
Ekki sama kona og hún var þegar
hún ögraði karlmönnum um allan
heim með laginu „Like a Virgin“.
Madonna:
Blöskraði
morgunsjónvarpið