Fréttablaðið - 08.11.2002, Síða 24

Fréttablaðið - 08.11.2002, Síða 24
24 8. nóvember 2002 FÖSTUDAGURHVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Ég mæli með heimildamyndinni Í skóm drekans. Þetta er stórmerkileg mynd. Hrönn og Árna Sveinsbörnum hefur tekist að búa til mynd sem vekur ekki bara upp spurn- ingar um fegurðarsamkeppni heldur einnig spurningar um mannlegt eðli. Páll Óskar Hjálmtýsson. Tónlistarmaður. Gulur, rauður, grænn og blár - ferðahandbók barnanna, eftir Björn Hróarsson jarðfræðing er komin í verslanir. Bókin sýnir ís- lenska náttúru í nýju ljósi, fjöl- breytileika þess sem fyrir augu ber á ferðalögum og er ætlað að auka áhuga á landinu. Bókin er fyrir börn á öllum aldri en í henni eru 126 ljósmyndir frá Ís- landi ásamt mynda- og skýringar- textum. Í bókinni er náttúrunni gefin sérstakur gaumur með til- liti til litasamsetningar og litirnir fjórir, sem bókin sækir nafn sitt til, koma mikið við sögu.  TÓNLIST Kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson telur að við- skiptabannið á Kúbu hafi haft lít- il áhrif á tónlistarlíf landsins. „Það hefur gengið á ýmsu á Kúbu á 20. öldinni. Ég held samt að póli- tíkin hafi skipt tónlistarlífið litlu máli,“ segir Tómas sem nýverið gaf út geisladiskinn „Kúbanska“ sem inniheldur seiðandi djass með keim frá Kúbu. „Margt af því fínasta sem er til í dag af kúbanskri tónlist er frá 1950 til 1960. Þannig að það er voðalega erfitt að halda því fram að ein- ræði hafi í för með sér vonda tón- list. Það er eiginlega þvert á móti. Tónlistin lifir sínu eigin lífi.“ Tómas ferðaðist til Kúbu fyrir tveimur árum og segist vel geta hugsað sér að fara aftur og stop- pa þá lengur. Hann segist hafa undirbúið sig vel fyrir ferðina og því náð að upplifa flest það sem hann vildi í stuttri heimsókn sinni. Heimsóknin hafði nokkur áhrif á Tómas sem tónlistarmann þó að hann hafi ekki tekið með sér bassann sinn í það skiptið. Hann segist þó hafa „tekið í“ með hljóð- færaleikurum við nokkur tæki- færi. Hljómsveit Tómasar R. leikur næst á glæpasögukvöldi á Grand Rokk á fimmtudaginn í næstu viku.  LEIKHÚS Hjónin Atli Rafn Sigurðar- son og Brynhildur Guðjónsdóttir leika saman í verkinu Halti Billi sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld. Þau leika systkin og eru sam- skipti þeirra svo hressileg að Bryn- hildur brýtur ein sjö egg á höfði eig- inmannsins meðan á sýningunni stendur. Brynhildur segist enga sérstaka ánægju hafa af því að kasta eggjum í eiginmann sinn. „Ég reyni að hugsa ekki um það að þetta sé mað- urinn minn. Ef ég gerði það myndi ég detta úr karakter, faðma hann og biðja fyrirgefningar. Þetta gæti ver- ið hver sem er.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau hjónin mætast á sviðinu. „Við kynntumst í leikhúsinu þegar við lékum saman í Rent. Þá lékum við vinkonur. Síðan lékum við kærustupar í Draumi á Jónsmessu- nótt og nú erum við systkin. Við verðum svo bæði í jólastykkinu Með fullri reisn.“ Brynhildur segir þessa nánu samvinnu ekki koma niður á hjóna- lífinu. „Þetta er mjög skemmtilegt. Við byrjuðum að vinna saman áður en við urðum par, þannig að við erum vön því að vinna saman. Þetta er bara betra svona. Leikur- um finnst gaman að tala um vinn- una, þannig að við deilum áhugan- um á starfinu, getum hjálpað hvort öðru og verið saman öllum stund- um.“  ATLI RAFN SIGURÐARSON OG BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR „Ég reyni að hugsa ekki um að þetta sé maðurinn minn. Ef ég gerði það myndi ég detta úr karakter, faðma hann og biðja fyrirgefningar. Þetta gæti verið hver sem er.“ Halti Billi: Hjónaslagur á fjölunum TÓMAS R. EINARSSON „Ég er ekkert viss um ástandið hefði verið skárra ef ekki hefði verið viðskiptarbann. Kastró hefði þá alla vega ekki getað notað það sem afsökun fyrir því hvernig ástandið er núna .“ Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari: Pólitíkin snertir tónlistarlíf Kúbu lítið NÝJAR BÆKUR Röddin - ARNALDUR INDRIÐASON 1 Bridget Jones: Á barmi taugaáfalls HELEN FIELDING 2 Napóleonsskjölin ARNALDUR INDRIÐASON 3 Samúel MIKAEL TORFASON 4 Dauðarósir - ARNALDUR INDRIÐASON 5 Hjarta, tungl og bláir fuglar - VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR 6 Hellaþjóðin - JEAN M. AUEL 7 Grafarþögn - ARNALDUR INDRIÐASON 8 Mýrin ARNALDUR INDRIÐASON 9 Elsku Poona KARIN FOSSUM 10 METSÖLUBÆKURNAR METSÖLULISTI PENNANS EYMUNDSSONAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.