Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 1
PERSÓNAN Ljósmóðir nýrra tíma bls. 30 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 3. janúar 2003 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 14 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD RÁÐSTEFNA Rætt verður um framtíð háskóla á Íslandi á ráðstefnu í hús- næði Reykjavíkurakademíunnar í JL-húsinu klukkan 15. Frá árinu 1977 hefur fjöldi háskólanemenda fjórfaldast á Íslandi og á ráðstefn- unni verður rætt um hvert stefni í málefnum háskóla á Íslandi. Fram til 1971 var Háskóli Íslands eini skólinn sem útskrifaði nemendur á háskólastigi. Árið 2000 voru háskól- arnir í landinu átta. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra mun setja ráðstefnuna og flytja ávarp. Er rétt að fjölga háskólum? RÁÐSTEFNA Vísindaráðstefna lækna-, tannlækna- og lyfjafræðideildar Háskóla Íslands hefst í Læknagarði í dag, en henni lýkur á morgun. Á ráðstefnunni verða flutt 95 erindi, en einnig verða kynnt 173 vegg- spjöld. Vísindaráðstefna í Læknagarði KÖRFUBOLTI Einn leikur er í 1. deild karla í körfubolta. Á Ísafirði klukk- an 20 tekur KFÍ á móti Þór frá Þor- lákshöfn . KFÍ er í 2. sæti deildar- innar, tveimur stigum fyrir ofan Þór sem er í 3. sæti. Toppslagur í 1. deildinni KVIKMYNDIR Ár ofurhetjanna FÖSTUDAGUR 2. tölublað – 3. árgangur bls. 25 Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla FÓLK Mesti töffari allra tíma bls. 20 INNFLYTJENDUR Íslenskur karlmað- ur á miðjum aldri á að baki skrautlega hjúskaparsögu. Það sem gerir sögu hans frábrugðna öðrum er að makar hans, fyrrverandi og núverandi, eru systkini. Maðurinn, sem er fæddur árið 1956, var í upphafi í staðfestri samvist með marokkóskum manni sem flutti til Íslands til sambúðar við hann. Árið 1998 skildu Íslendingur- inn og Marokkómaðurinn. Í ágúst í fyrra gekk Íslendingurinn að eiga systur fyrrverandi manns síns. Það hjónaband er enn í fullu gildi og fyrrverandi maður mannsins er nú mágur hans. Íslendingurinn sem um ræðir var spurður hvort þetta væru málamyndagjörningar til þess að tryggja systkinunum landsvistar- leyfi. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið að ekkert væri ólög- legt við athæfið. Hann vildi alls ekki láta nafns síns getið þar sem slíkt kæmi fyrrverandi manni sín- um illa og hann vildi forðast af- skipti Útlendingaeftirlits- ins. „Það er mjög erfitt fyrir múslima að fá landvistar- leyfi á Íslandi og stundum eru góð ráð dýr. Hér eru fordómar ekki síður en í Bandaríkjunum, þar sem þúsundir þeirra hafa verið fang- elsaðar,“ segir Íslendingurinn. „Ég viðurkenni ekki að neitt óeðlilegt sé við hjónabönd mín enda yrði slík viðurkenning vatn á myllu Útlendingaeftirlitsins,“ segir hann. Georg Lárusson, forstjóri Út- lendingaeftirlitsins, segist kann- ast við mál mannsins en ekki geta tjáð sig um það. Hann segir ekki rétt að það sé erfiðara fyrir múslima að fá landvistarleyfi hérlendis en annað fólk. „Við þekkjum dæmi þess að fólk hafi gift sig einungis til þess að afla sér réttinda hérlendis,“ segir Georg. „Þegar slíkt kemur upp á könnum við málið eins og kostur er og ef það kemur upp á yfirborðið að fólk sé að afla sér réttinda með sviksamlegum hætti þá eru þau mál send til lögreglu til rannsóknar. Sönnunarstaðan er hins vegar mjög erfið í málum sem þessum.“ Georg segir að nú um áramótin hafi tekið í gildi ný lög um útlend- inga, sem geri allar reglur skarp- ari og skýrari. „Hins vegar má velta því fyrir sér hvort stækkandi útlendinga- samfélag kalli á að settar verði strangari reglur um t.d. tímalengd hjónabanda, þannig að fólk þurfi t.d. að vera gift í ákveðinn tíma til þess að afla sér réttinda.“ rt@frettabladid.is Giftist systur fyrrver- andi sambýlismanns Marókkósk systkini fengu dvalarleyfi eftir að hafa tekið upp sambúð við sama Íslendinginn. Hann segir fordóma ríkjandi á Íslandi í garð múslima. Forstjóri Útlendingaeftirlitsins vísar því á bug. FERÐAMÁL Ferðaskrifstofan Ís- lenskar ævintýraferðir hefur fengið fjölda fyrirspurna frá áhugasömum erlendum ferða- mönnum sem vilja koma til Ís- lands í sérstaka James Bond-ferð. „Þetta eru mestmegnis fyrir- spurnir frá Bretlandi og Banda- ríkjunum,“ segir Kalla Björg Karlsdóttir hjá Íslenskum ævin- týraferðum.“Fólk er að spyrja um James Bond-pakkaferðir og vill fá að upplifa allt það sem James Bond gerði á Íslandi og gista á ís- hótelinu. Margir halda að það sé raunverulega til, en við höfum leiðrétt þann misskilning.“ Kalla Björg segir engan vafa leika á því að nýjasta James Bond- myndin sé landkynning fyrir Ís- land. Reynt hafi verið að koma til móts við óskir eldheitra James Bond-aðdáenda með því að bjóða þeim upp á ýmiss konar afþrey- ingu, þó ekki stökk úr þyrlum og bílaeltingaleik inni á íshóteli eins og gefi að skilja. Hún segir að vissulega sé mögulegt að bjóða upp á gistingu í snjóhúsi og það hafi reyndar verið gert hérlendis. Það gefi hins vegar augaleið að það hús sé ekkert í líkingu við hið gríðarlega snjómannvirki sem sjáist í bíómyndinni. Þó ekkert íshótel sé til á Íslandi eru slík mannvirki til í Quebec í Kanada og á Jukkasjärvi í Norður- Svíþjóð. Í Svíþjóð kostar nóttin um 18 þúsund krónur og gistir fólk í snjórúmi með hreindýra- skinn fyrir lak og í „mjög“ hlýjum svefnpokum. ■ Fjöldi fyrirspurna um sérstakar James Bond-ferðir til Íslands: Eldheitir aðdáendur vilja gista á íshóteli NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 66% 71% „Ég viðurkenni ekki að neitt óeðlilegt sé við hjónabönd mín.“ REYKJAVÍK Suðlæg átt 3-5 m/sek. Stöku skúrir eða él. Hiti 0-5 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Slydda 3 Akureyri 3-8 Slydda 2 Egilsstaðir 2-5 Skýjað 0 Vestmannaeyjar 3-5 Él 3➜ ➜ ➜ ➜ - + + + FÓLK bls. 14 Tísku- sveiflur í tattói ÍÞRÓTTIR Litlir möguleikar á titlinum bls. 24 ÖRTRÖÐ Á ÚTSÖLUM Nú þegar jólasveinarnir tínast einn af öðrum til fjalla keppast verslanir við að auglýsa útsölur. Fólk er flest búið að skila þeim jólagjöfum sem það ætlaði að skila en vafalaust hafa einhverjir ílengst í verslununum enda vörur nú auglýstar með mikl- um afslætti og hægt að gera kjarakaup. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G O VICKY EFTIR ÁREKSTURINN Skipið hallar nokkuð og vart hefur orðið nokkurs olíuleka. Árekstur á sjó: Aftur siglt á flakið OSTEND, BELGÍU. AP. Olía lak í sjóinn úr tyrkneska olíuflutningaskipinu Vicky eftir að það rakst á flutn- ingaskipið Tricolor þar sem það marar í kafi á Ermarsundi. Þetta er í annað skipti á hálfum mánuði sem siglt er á flak Tricolor þrátt fyrir mikinn viðbúnað. Skipið liggur við festar í belg- ískri lögsögu og settu þarlend stjórnvöld strax í gang aðgerða- áætlun til að bregðast við ef olía færi að leka úr skipinu í miklu magni. Olía hefur sést umlykja Vicky en ekki er talið að leki hafi komið að tönkum þar sem farmur skipsins er geymdur. ■ Íþróttamaður ársins: Ólafur bestur ÍÞRÓTTIR Íslenski handboltalands- liðsmaðurinn Ólafur Stefánsson var í gær valinn íþróttamaður árs- ins 2002 af Samtök- um íþróttafrétta- manna. Ólafur, sem leik- ur með Magdeburg í Þýskalandi, stóð sig frábærlega með félagsliði sínu á árinu sem og íslenska landslið- inu. Á næsta keppnis tímabili mun hann leika með spænska liðinu Ciudad Real í Madríd. Ólafur hlaut 410 atkvæði af 420 mögulegum, en annar varð Örn Arnarson sundkappi með 183 at- kvæði og Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður varð þriðji með 157 atkvæði. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.