Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 2
2 3. janúar 2003 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Gaui litli er kunnur líkamsræktarfrömuður og hefur hjálpað mörgum, jafnt ungum sem öldnum, í baráttu sinni við aukakílóin. Líkamsræktarfrömuður eins og ég gerir þetta að breyttum lífsstíl en ekki að öfgum. Hann lifir sín jól eins og hver annar. Hins vegar hefðu skammtarnir á árum áður verið stærri og öfgakenndari. Það að ég hafi saknað einhvers og ekki fengið get ég ekki sagt. Að öllu jöfnu kem ég vel undan jólum. SPURNING DAGSINS Borðaðir þú mikið yfir hátíðarnar? BJÖRGUN Sökkva á átta tönkum á laugardag að skipinu Guðrúnu Gísla- dóttur sem liggur á sjávar- botni við Noreg. Að sögn Hauks Guð- mundssonar hjá Íshúsi Njarðvíkur tafðist verkið um jólin vegna vandamála tengdum því að stýra tönk- unum rétt að skipinu. „Við gátum ekki komið tönkunum láréttum niður eins og við vildum. Nú er búið að rétta það af og það er verið að gera tilraunir núna með niðursetningu á þeim,“ seg- ir Haukur. Haukur segir að verkið sé nú hálfnað. Íslenskir iðnaðar- og tæknimenn hafi ásamt norskum köfurum lokið við að búa skipið undir að verða lyft með því að tryggja lokanir og koma fyrir dælubúnaði. Auk tankanna verður dælt um 700 rúmmetrum af lofti í birgðarými og not- aðar verða stórar gúmmí- blöðrur við stefni skips- ins. „Það líða einhverjir dagar þar til skipið hefur verið rétt við. Á meðan verðum við að vera með heilmikinn viðbúnað. Um leið og við höfum reist skipið sjá- um við hvenær við getum klárað verkið,“ segir Haukur. ■ Björgun Guðrúnar Gísladóttur af hafsbotni við Noreg: Sökkva á lofttönkum að skipinu GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Á STRANDSTAÐ Togarinn Guðrún Gísladóttir sökk skömmu eftir að hafa strand- að á skeri og liggur á um 40 metra dýpi. DÆMDUR FYRIR LOFTBYSSU Piltur var sekur fundinn en annar sýkn- aður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á vopnalögum með því að hafa loftbyssu undir höndum. SÝKNUÐ AF BORÐABITI Kona hef- ur verið sýknuð af ákæru um að hafa truflað störf slökkviliðs og lögreglu á vettvangi með því að bíta þrisvar í gulan öryggisborða sem komið hafði verið upp við veitingastaðinn Ítalíu þegar þar kom upp eldur í fyrrasumar. FANGELSI FYRIR LÍKAMSÁRÁS Sí- brotamaður um sextugt hefur ver- ið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir líkamsárás á þroskahefta konu. LONDON, AP Vopnaður maður hefur haft annan mann í gíslingu í íbúð í London í rúma viku. Lögreglan hef- ur setið um íbúðina frá því á annan í jólum. Rúmlega fjörutíu manns í nærliggjandi húsum hafa verið innikróaðir allan tímann og fá til sín matarpakka reglulega. Á miðvikudagskvöld heyrðust skothvellir úr íbúðinni. Fáeinum klukkustundum áður hafði gíslinn talað við lögregluna í síma og sagt að ekkert amaði að sér. Lögreglan segist sannfærð um að báðir menn- irnir í íbúðinni séu enn ómeiddir. Umsátrið hófst á annan í jólum þegar maður hrópaði á lögreglu- þjóna út um glugga á íbúðinni. Hann veifaði jafnframt byssu sinni að lögreglunni. Lögreglu- þjónarnir voru staddir fyrir utan húsið til þess að fjarlægja þar bif- reið. Þegar reynt var að ráðast til inn- göngu í íbúðina skaut maðurinn að lögreglunni. Í kjölfarið var nær- liggjandi götum lokað og nágrann- ar látnir yfirgefa íbúðir sínar. Enn eru þó 43 nágrannar innikróaðir í íbúðum sínum. Sér- sveitir lögreglunnar fara reglulega með matarpakka til þeirra. Sextán aðrir nágrannar hafa fengið bráða- birgðahúsnæði þangað til umsátr- inu lýkur. ■ Vopnaður maður með gísl í London: Umsátur lögreglu hefur staðið í rúma viku ANNRÍKI Í LUNDÚNUM Meðan Lundúnabúar flykkjast flestir hverjir á útsölur þurfa rúmlega fjörutíu manns að hír- ast innikróaðir heima hjá sér vegna umsáturs sem staðið hefur frá því á annan í jólum. EINKAVÆÐING Síðasta samningalot- an um sölu Landsbankans var snörp. Samson hafði sterka stöðu á lokasprettinum. Almennt telja menn að einkavæð- ingarnefnd hafi verið mjög áfram um að málinu yrði lokið fyrir áramót. Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráð- herra gerir ekki mikið úr þeim þrýstingi. „Það var ekkert úrslita- atriði, en auðvitað var skemmti- legra að ljúka málinu fyrir ára- mót.“ Samkvæmt heimildum blaðs- ins tafði það niðurstöðuna að framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu hafði ekki skýrt umboð til að segja af eða á um nýjar tillögur. Þegar lagaðar voru fram nýjar hugmyndir að lausn þurfti að fresta fundum svo menn gætu borið saman bækur sínar. Áreiðanleikakönnun mat eignir bankans lægri en bankinn sjálfur. Lækkun á gengi bankans var aldrei uppi á borðinu. Mat manna var að slíkt væri pólitískt ómögu- legt. Niðurstaðan var sú að taka ákveðnar kröfur bankans út fyrir sviga. Kröfurnar voru látnar mynda vísitölu sem fékk gildið 100. Lækki vísitalan kemur lækk- unin fram sem afsláttur á verði bankans. Lokaumræðan fólst í því að ákveða hvaða kröfur í eigna- safni bankans ættu að vera í stokknum sem ríkið ábyrgðist. Niðurstaðan var sú að ríkið tók á sig ábyrgðir sem gætu numið 700 milljónum. Fari þær kröfur á versta veg þýðir það ríflega 6% afslátt á verði bankans. Gengið á bankanum yrði samkvæmt því ná- lægt lokagengi bankans um ára- mót, sem var 3,65. Sú lækkun verður að teljast vel ásættanleg fyrir kaupandann, þar sem venja er að töluvert yfirverð sé greitt fyrir svo stóran hlut. Samson skuldbatt sig einhliða til að auka hlutafé bankans sem nemur af- slættinum að lokinni síðustu greiðslu fyrir bankann. Samson ehf. greiðir ellefu- hundruð milljónum minna fyrir bankann en upphaflega var gert ráð fyrir. Ástæðan er að þeir kaupa bankann í dollurum. Krón- an hefur styrkst verulega gagn- vart dollar frá því að verðið var ákveðið. Breytingarnar hafa þó minni áhrif en ætla má í fyrstu. Fyrir Samson breytir þetta engu þar sem peningarnir sem nota á til að greiða fyrir bankann eru í doll- urum. Valgerður segir að gengis- breytingin hafi lítil sem engin áhrif á ríkissjóð. Dollarana eigi að nota til að greiða erlendar skuldir. „Þessir peningar koma því í raun aldrei inn í landið.“ haflidi@frettabladid.is Nefndin hafði óskýrt umboð Einkavæðingarnefnd hafði ekki fullt umboð til að taka ákvarðanir um sölu Landsbankans. Nýjar hugmyndir að lausn kölluðu á frestun fund- ar. Kröfur sem kaupendur efuðust um voru teknar út fyrir. Fari þær á versta veg er kaupgengi kjölfestuhluta nálægt markaðsgengi bankans. FENGU LÆKKUN Séu efasemdir Samsonar ehf. um sumar kröfur Landsbankans á rökum reistar lækkar verð fyrir hlut ríkisins í Landsbankanum. Fari þær á versta veg er gengið fyrir hlut ríkisins ná- lægt markaðsgengi bankans. Lækkun á gengi bankans var aldrei uppi á borðinu. Mat manna var að slíkt væri pólitískt ómögulegt. LESBÍUR MEÐ ÁRAMÓTABARN Fyrsta barn ársins í Maryland- fylki í Bandaríkjunum fæddist eina mínútu eftir miðnætti á nýársnótt. Samkynhneigðar mæð- ur stúlkubarnsins höfðu skömmu áður flutt til fylkisins frá Virgin- íu, þar sem réttindi samkyn- hneigðra eru minni og ættleiðing- arréttur takmarkaður. Náttúruvernd: Breyta skógi í mýrafen FORSINARD, SKOTLANDI. AP. Skoskir náttúruverndarsinnar hafa unnið að því undanfarið að rífa upp þús- undir trjáa í skosku hálöndunum og hafa fengið til þess um 360 milljóna króna styrk frá Evrópu- sambandinu. Markmið náttúruverndarsinna er að breyta Forsinard, sem stundum hefur verið kallað regn- skógasvæði Skotlands, í meira mýrasvæði en nú er. Með því á að snúa aftur þróun sem hófst fyrir 30 árum þegar fyrirtæki fengu skattaafslátt til að rækta tré til skógarhöggs. Náttúruverndar- sinnar segja að of langt hafi verið gengið og einstöku landsvæði og dýralífi þess sé stefnt í hættu. ■ BANVÆNAR HRÍSKÖKUR Þrír jap- anskir eldri borgarar létust eftir að hafa kafnað á rískökum þegar þeir fögnuðu nýja árinu. Svokall- aðar moochi-kökur eru vinsælar í áramótafögnuðum en ár hvert leita nokkrir tugir eldri borgara læknishjálpar eftir að kökurnar festast í hálsi þeirra. Tíu voru á gjörgæsludeild af þeim sökum í gær. DREGIÐ ÚR SPENNUNNI Suður- kóresk stjórnvöld sögðu í gær að þau myndu gera allt sem í sínu valdi stendur til að draga úr spennu vegna kjarnorkuvopna- áætlunar Norður-Kóreu. Samein- ingarráðherra Suður-Kóreu sagði að málið yrði rætt ítarlega á fundi stjórnvalda ríkjanna tveggja um miðjan mánuðinn. Kínverjar hyggjast einnig láta til sín taka vegna spennunnar sem upp er komin. Framseldur frá Hollandi: Viðriðinn þrjú fíkni- efnabrot FÍKNIEFNI Lögreglan í Reykjavík færði til landsins í gær karlmann um þrítugt sem framseldur var frá Hollandi vegna fíkniefnabrota hér á landi árið 1998, 1999 og í jan- úar í fyrra. Maðurinn er grunaður um að hafa tekið þátt í því að smygla fimm kílóum af am- fetamíni og 150 grömmum af kókaíni til landsins í fyrra. Tvö eldri fíkniefnamálin tengjast einnig innflutningi á kókaíni. Maðurinn hefur verið búsettur í Þýskalandi en þarlend yfirvöld hafa ekki fengist til að framselja hann hingað þar sem hann er með tvöfaldan ríkisborgararétt, bæði íslenskan og þýskan. Hins vegar var fylgst með ferðum mannsins og var hann handtekinn þegar hann fór til Hollands í febrúar. Sat hann í haldi þar til hann var fram- seldur. ■ ASÍA BANDARÍKIN LÖGREGLUFRÉTTIR AP /M YN D FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T HASSSALI DÆMDUR Rúmlega tvítugur piltur á Akureyri hefur verið dæmdur til að greiða 75 þúsund króna sekt fyrir að selja sautján ára pilti tvö grömm af hassi á 7 þúsund krónur. Níu grömm af hassi, kannabisplanta og reykjarpípur voru gerð upp- tæk. BRAUST INN OG BARÐI Tæplega hálfþrítugur karlmaður á Akur- eyri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjótast inn hjá öðrum manni, veita honum glóð- arauga og brjóta gleraugu hans. Hann á að greiða fórnarlambinu um 63 þúsund krónur í bætur, meðal annars vegna skemmda á hurð og veggklæðningu. ÞJÓFAR RUFU SKILORÐ Tveir piltar, 19 og 20 ára gamlir, hafa verið dæmdir í tveggja og fjög- urra mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir röð fjölbreytilegra þjófnaða á Eyjafjarðarsvæðinu og í Keflavík. Þeir rufu báðir skilorð áður genginna refsidóma. Hæstiréttur Íslands: Staðfesti gæslu- varðhald FÍKNIEFNI Hæstiréttur Íslands stað- festi dóm Héraðsdóms Reykjavík- ur sem 20. desember framlengdi gæsluvarðhald yfir þrítugum karl- manni til 7. febrúar að kröfu lög- reglunnar í Reykjavík. Maðurinn er talinn eiga aðild að innflutningi á níu hundruð grömmum af am- fetamíni og um hálfu kílói af hassi. Auk mannsins eru tveir aðrir viðriðnir málið. Um er að ræða Þjóðverja á sextugsaldri og annan Íslending um þrítugt. Báðir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 7. febrúar. Í dómi Hæstaréttar yfir mannin- um kemur fram að um alvarlegt brot sé að ræða. Hinn kærði hafi áður verið dæmdur í fangelsi vegna stórfellds fíkniefnabrots og hafi verið á reynslulausn vegna þess. Þá segir að ljóst sé að hinn kærði hafi ekki látið sér þungan refsidóm að kenningu verða. Skammur tími hafi liðið frá reynslulausn þar til brota- starfsemi sú sem um ræðir hófst á ný. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.