Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 8
8 3. janúar 2003 FÖSTUDAGUR STÖÐUVEITING MIÐAUSTURLÖND HÚSALEIGUBÆTUR Veruleg aukning varð á fjölda bótaþega og fjár- magni til húsaleigubóta á síðasta ári, samkvæmt skýrslu samráðs- nefndar um húsaleigubætur. Alls fengu 4.611 leigjendur húsaleigu- bætur í fyrra eða tæplega 10% fleiri en árið 2000. Alls voru greiddar rúmar 740 milljónir í bætur í fyrra og jukust greiðslurnar um tæp 11% frá fyrra ári. Fjöldi leiguíbúða er nú 15 til 17 þúsund og má ætla að 25 til 30% allra leigjenda í félagsleg- um og almennum leiguíbúðum fái húsaleigubætur. Í fyrra greiddu 97 af 124 sveitarfélögum húsa- leigubætur. Þau 27 sveitarfélög sem ekki greiddu bætur eru fyrst og fremst fámenn dreifbýlissveit- arfélög. Húsaleigubætur voru fyrst greiddar árið 1995 og hefur kerfið vaxið jafnt og þétt síðan. Fyrsta árið fengu 1.249 manns bætur og nam heildarfjárhæðin þá rúmlega 270 milljónum. Bótaþegar voru rúmlega 3.300 fleiri í fyrra en 1995 og upphæð bótanna er 463 milljónum hærri nú en fyrsta árið. Raunvirði bótagreiðslnanna í fyrra er því 167% hærra og bóta- þegar ríflega þrefalt fleiri en á upphafsári húsaleigubótakerfis- ins. ■ Kynferðisbrotamaður: Káfaði á barni DÓMSMÁL Nítján ára piltur hefur verið dæmdur í sex mánaða fang- elsi fyrir að káfa innanklæða á tólf ára stúlku sem hann blekkti upp í bíl sinn í september. Dómarinn sagði brot mannsins gegn ungri stúlku á viðkvæmum aldri vera alvarlegt. Hann hafi þó játað hreinskilnislega og á engan hátt reynt að firra sig ábyrgð á gerðum sínum. Hann hafi fallist á að greiða stúlkunni 300 þúsund króna miskabætur. Dómarinn sagði að með hliðsjón af ungum aldri og því að hann iðrað- ist væru fjórir mánuðir refsingar- innar gerðir skilorðsbundnir. ■ GUÐNÝ HRUND SVERRISDÓTTIR Sveitarstjóri Raufarhafnar er moldfúl vegna úthlutunar byggðakvóta og ýjar að því að brögð hafi verið í tafli. Raufarhafnarbúar ósáttir með úthlutun byggða- kvóta: Fyrirfram ákveðið BYGGÐAKVÓTI „Frá því í haust hefur verið búist við því að byggðakvóta í fiskveiðum verði úthlutað. Þetta er gríðarlegt hagsmunamál fyrir Raufarhafnarbúa og miklar vonir voru bundnar við að hingað fengist kvóti. Nú hafa þeir sem sóttu um á Raufarhöfn fengið bréf um að ekki fáist kvóti hingað. Enginn rök- stuðningur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa ekki fengist svör úr ráðuneytinu. Er mögulegt að út- hlutunin hafi verið fyrirfram ákveðin?“ spyr Guðný Hrund Sverrisdóttir, sveitarstjóri á Rauf- arhöfn. Hún er greinilega ósátt fyrir hönd heimamanna með úthlutun byggðakvóta, sem Árni M. Mathiesen tilkynnti 20. desember síðastliðinn. Þá var búið að fara yfir þær 554 umsóknir sem bárust, 59 voru samþykktar. Sveitarstjór- inn á Raufarhöfn gagnrýnir allt fyrirkomulag, segir ellefu daga frest hafa verið gefinn til að senda inn umsókn, ekkert staðlað form hafi þó verið á umsóknum og nær að tala um ritgerðarsamkeppni. ■ Verðkönnun á bensíni: 6% verð- munur á bensíni ELDSNEYTISVERÐ Verðmunur á ódýrasta bensíni milli ódýrustu og dýrustu bensínstöðvar er tæp 6%. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Neytendasamtökin hafa gert. Verðmunurinn á dísilolíu er 14%. Orkan reyndist með ódýrasta eldsneytið. Munaði 10 aurum á lítraverði Orkunnar og ÓB bens- ínstöðvar. Hæsta verðið reyndist á bensínstöðvum olíufélaganna, þar sem full þjónusta var veitt. Verðið var það sama hjá olíufélög- unum þremur. ■ VILHJÁLMUR TIL BANDARÍKJ- ANNA Vilhjálmur Egilsson al- þingismaður hverfur á næstu dögum til starfa hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í Washington. Hann lætur þá einnig af störfum sem framkvæmdastjóri Verslun- arráðs Íslands. Vilhjálmur gagn- rýndi harkalega prófkjör sjálf- stæðismanna í Norðvesturkjör- dæmi en hann náði ekki að tryggja sér þar öruggt þingsæti. BRETLAND Fjölskylda breskrar konu sem lést af völdum krabba- meins hefur kært sjúkrahúsið þar sem hún leitaði sér lækninga og var ítrekað sagt að ekkert amaði að henni. Tæpum tveimur árum eftir að Carol Tudor leitaði fyrst til Worcestershire Royal sjúkrahúss- ins sneri hún sér til einkarekins sjúkrahúss. Fjórum dögum eftir fyrsta viðtal þar var henni til- kynnt að hún væri með krabba- mein í meltingarfærum. Tveimur mánuðum síðar var hún látin. Á nær tveggja ára tímabili leitaði Carol ítrekað til sjúkra- hússins vegna sárra verkja og blæðinga en var iðulega sagt að ekkert væri að. Rannsókn sjálf- stæðs sérfræðings leiddi í ljós að læknum hefði mátt vera ljóst að hún væri með krabbamein. Síðari rannsókn komst að annari niður- stöðu og héldu sjúkrahúsyfirvöld henni fram en þögðu um fyrri rannsóknina, sem aðstandendur konunnar fréttu fyrst af þegar þeir fengu nafnlausa símhring- ingu. Fjölskyldan ákvað í kjölfar- ið að kæra spítalann. ■ SYDNEY, AP Íbúar á tveimur litlum Kyrrahafseyjum, Tikopia og Anuta, eru þessa dagana í óða önn að endurbyggja húsin sín og koma lífi sínu í eðlilegt horf á ný. Fellibylur lagði nánast öll hús þar í rúst á sunnudaginn var. Síð- an þá hafa eyjarnar verið sam- bandslausar við umheiminn. Áströlsk herflugvél flaug yfir eyjarnar á miðvikudaginn til þess að kanna skemmdirnar sem urðu þegar fellibylurinn Zoe reið yfir. Greinilegt var að miklar skemmdir höfðu orðið á húsum og gróðri, auk þess sem allt fjar- skiptasamband rofnaði. Ekkert er vitað um manntjón. Samtals búa innan við 4.000 manns á eyjunum tveimur. Flest- ir búa þeir í húsum gerðum úr trjágreinum og laufum að göml- um hætti. Vindhraðinn á sunnu- daginn komst allt upp í 100 metra á sekúndu. „Næstum því hvert einasta hús er skemmt, fáein standa heil, en önnur eru gjörsamlega í tætl- um,“ sagði nýsjálenski kvik- myndatökumaðurinn Geoff Mackley, sem flaug yfir eyjarnar í leiguflugvél á miðvikudaginn. „Og sjórinn hefur kaffært sum þorpin.“ „Fólk á eyjunum Tikopia og Anuta virtist vera að sinna sínu daglega lífi,“ sagði Alan March, starfsmaður ástralskrar hjálpar- stofnunar, sem var um borð í her- flugvélinni. „Meðal annars var fólk að veiða í lóninu.“ Eyjarnar Tikopia og Anuta eru tvær af Salomonseyjum, sem er klasi um það bil 80 eyja í Kyrra- hafi, norðaustur af Ástralíu. Efnahagurinn á Salomonseyjum er nánast að hruni kominn vegna innbyrðis átaka eyjarskeggja. Þau átök hafa kostað tugi manns lífið undanfarin ár og erlendir fjárfestar hafa forðað sér. Engir flugvellir eru á eyjun- um, þannig að eina leiðin til að komast þangað er með bátum. Bátur átti að fara af stað síð- degis í gær frá Honorie, höfuð- borg Salomonseyja, með mat- væli, lyf og aðrar nauðsynjar. Siglingin þangað tekur tvo til þrjá daga. Brottför bátsins hefur tafist vegna þess að stjórn Salomons- eyja hafði ekki efni á að kaupa matvæli og aðrar nauðsynjar til að senda með honum. Ástralíu- stjórn ákvað að gefa matvæli og fjarskiptabúnað fyrir jafnvirði 2,5 milljóna króna, sem fer með bátnum. ■ TÍÐ DAUÐSFÖLL VIÐ FÆÐINGAR Að meðaltali deyr afgönsk kona við barneign á 20 mínútna fresti, samkvæmt nýrri rannsókn Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Þrjú af hverjum fjórum börnum sem missa móður sína við fæðingu látast innan árs frá fæðingu, flest vegna vannær- ingar. VARNIR UNDIRBÚNAR Ísraelsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á að koma Arrows-eldflaugavarna- kerfinu í fulla notkun áður en kemur til stríðs í Írak og hafa ráðist í auknar prófanir á því. Um er að ræða eldflaugakerfi sem á að nota til að skjóta niður Scud-flaugar Íraka ef til árása þeirra á Ísrael kemur. BJÖSSI Á MJÓLKURBÍLNUM Mynd sem hönnuð var í tilefni af kynning- arátaki á Selfossi. Selfoss: Bjössi í biðstöðu AUGLÝSINGAR Bæjarstjórn Árborg- ar hefur sett Bjössa á mjólkur- bílnum í biðstöðu en til stóð að hann yrði einkennistákn Selfoss og myndir af honum notaðar í þeim tilgangi á ýmsa vegu. Bjössi á mjólkurbílnum varð sem kunn- ugt er goðsögn þegar um hann var kveðið í vinsælu dægurlagi um miðbik síðustu aldar. „Bjössi var ekki hrifinn af tankbílunum og vildi heldur halda sig við brúsana og brúsapallana en þeim hefur fækkað,“ segir Ein- ar Njálsson, bæjarstjóri í Árborg. „Málið hefur því verið hvílt í bili,“ segir hann. Hugmyndir um að gera Bjössa á mjólkurbílnum að einkennis- tákni Selfoss kviknuðu á hugar- flæðisfundi ferðamálafrömuða á Suðurlandi sem sáu fyrir sér myndir af Bjössa víða um Selfoss- bæ. Jafnvel stóð til að setja upp risalíkneski af honum við brúar- sporða Ölfusárbrúar en á því verður nú einhver bið. ■ Aðstandendur látinnar konu: Kæra spítala fyrir laumuspil WORCESTERSHIRE ROYAL Yfirhylmingar stjórnenda spítalans urðu til þess að ættingjar Carol Tudor ákváðu að kæra, að sögn The Guardian. Tvær Kyrrahafs- eyjar lagðar í rúst Fárviðri lagði flest hús á tveimur litlum Kyrrahafseyjum í rúst á sunnudaginn. Engin aðstoð hefur enn borist til eyjarskeggja, sem eru byrjaðir að endurbyggja húsin sín. EFTIR FÁRVIÐRIÐ Á eyjunum búa samtals innan við fjögur þúsund manns, sem flestir búa í húsum gerðum úr trjágreinum og laufum að gömlum sið. Á myndinni má sjá að flest húsin hafa fokið um koll. GREIDDAR HÚSALEIGUBÆTUR FRÁ UPPHAFI Ár Upphæð bóta Aukning í milljónum kr. frá fyrra ári 1995 277,1 1996 391,4 41,2% 1997 394,6 0,8% 1998 508,8 28,9% 1999 607,0 19,3% 2000 666,9 9,9% 2001 740,5 11,0% Samtals 3.586,3 167,2% Húsaleigubótakerfið hefur margfaldast á sjö árum: Bótaþegar á fimmta þúsund ORÐRÉTT GEIMVERA? Elín Hirst er ekki hún sjálf. Völva Vikunnar. Vikan, 27. desember. ÞÁ GÓL HANINN Hún er ekki borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, er það? Steinunn V. Óskarsdóttir spurð um ástæður þess að Ingibjörg Sólrún sat ekki fund borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. DV, 27. desember. DIFFICULT TO GET GOOD SERVANTS THESE DAYS Það hefur gengið erfiðlega að fá húshjálp hér í Garðabæ. Húsmóðir í lesendabréfi. DV, 27. desember.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.