Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 3. janúar 2003
Vinsælt 60 kennslustunda námskeið á góðu verði. Allt sem þú þarft til að komast vel af stað í tölvunni. Róleg yfirferð.
Morgun- og kvöldhópar. Verð kr. 36.000,-
60 kennslustunda hagnýtt tölvunám fyrir þá sem hafa einhvern tölvugrunn en vilja auka við hæfni sína. Kennsla miðast
við að þátttakendur geti tekið stöðluð evrópsk próf (TÖK) í Word og Excel óski þeir þess. Námsgreinar: Windows og
skjalavarsla, Word, Excel, Outlook og Internetið. Verð kr. 38.000,-
30 kennslustunda námskeið sniðið að þörfum heldri borgara. Engin undirstaða nauðsynleg. Hæg yfirferð.
60 ára aldurstakmark. Ritvinnsla, Internet og tölvupóstur. Kennt er tvisvar í viku kl 13-16. Verð kr. 18.000,-.
Einnig 30 stunda námskeið sem hentar þeim sem hafa lokið byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega reynslu eða þekkingu.
Námsefni: Windows og skjalavarsla, Excel kynning, frekari æfingar í Word, Internetinu og í allri meðferð tölvupósts.
Á þessu 40 kennslustunda námskeiði verður nemendum kennt á algeng forrit sem notuð eru til vefsíðugerðar og myndvinnslu
ásamt meðferð skanna og stafrænna mynda. Námsefni: Photoshop og FrontPage. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir
um að búa til frambærilega heimasíðu, vista hana á Netinu og halda henni við. Verð kr. 36.000,-
68 kennslustunda námskeið ætlað þeim fjölmörgu sem hafa einhverja reynslu af vefsíðugerð en vilja halda áfram og auka við
þekkingu sína í þróaðri vefsmíði. Þeir sem huga á þetta nám þurfa að hafa lokið Vefsmíði I eða hafa sambærilegan grunn ásamt
góðri þekkingu á internetinu. Helstu námsgreinar: HTML, Dreamweaver, Javascript, Style Sheets (CSS) og Flash. Verð kr. 58.000,-
Stutt og hnitmiðað námskeið fyrir þá sem sem vilja verða sjálfbjarga við minniháttar bilanir í tölvunni og fá um leið viðamikla
þekkingu um innviði tölvunnar. Námskeiðið er 18 kennslustundir og er kennt tvo laugardaga frá kl 10:00- 16:00. Kennari með mikla
starfsreynslu sem tölvuviðgerðarmaður og við uppsetningu tölva. Verð kr. 25.000,-
Hagnýtt 200 kennslustunda starfsnámsbraut fyrir verðandi skrifstofufólk og alla þá sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með
aukinni menntun. Að námi loknu eiga nemendur að vera færir um að sinna flestum skrifstofustörfum sem öflugir tölvunotendur eða við
bókhald. Námið skiptist í tölvu og viðskiptagreinar en unnið er við tölvur alla önnina. Verð kr. 124.000,-
276 kennslustunda nám til undirbúnings æðstu kerfisstjórnargráðu Microsoft, Microsoft Certified System Engineer. Þetta er hraðnám
og hentar vel þeim sem hafa reynslu í stjórnun netkerfa og þurfa að styrkja stöðu sína með alþjóðlegum prófgráðum.
Kennt er fjóra morgna í viku. Kennsla hefst 27. janúar. Verð:398.000,-
180 kennslustunda námskeið fyrir alla þá sem koma að rekstri tölvukerfa fyrirtækja og stofnana. Hentar einnig þeim sem þurfa að styrkja stöðu sína
eða vilja auka samkeppnishæfni sína á tímum harðnandi samkeppni með alþjóðlegri prófgráðu. Námið er í boði sem helgarnám (hefst 24. jan. og er
kennt aðra hverja helgi) eða kvöldnám (hefst 13. jan.) og hentar því jafnt íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarfólki. Verð: 298.000,-
180 kennslustunda námskeið fyrir alla þá sem koma að rekstri og hönnun gagnagrunna í tölvukerfum. Þetta nám er í boði sem helgarnám og hentar því
jafnt íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarfólki. Þetta nám er kjörið fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með alþjóðlegri
prófgráðu. Kennsla hefst 31. jan. Verð: 298.000,-
Stöðugt fleiri fyrirtæki eru að taka í notkun þetta ódýra og öfluga stýrirkerfi. Þetta 180 kennslustunda námskeið er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir
fólk með sérþekkingu og alþjóðlega vottun á þessu stýrirkerfi. Kennsla hefst 14. janúar. Verð: 298.000,-
60 kennslustunda nám sem hentar þeim sem vilja fá betri skilning á virkni tölvunnar, bæði hvað varðar vélbúnaðinn og stýrikerfi. Námið skiptist í tvo
hluta, annars vegar er vélbúnaðarþátturinn, þar sem farið er ítarlega í vélbúnað og lögð sérstök áhersla á verklega kennslu og setja allir nemendur
saman glænýja tölvu, hins vegar er það stýrikerfisþátturinn, þar sem farið er í hin ýmsu stýrikerfi, þar með talið DOS.
Kennt er 2 helgar, og hentar námsfyrirkomulag því jafnt íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarfólki.
Kennsla hefst 17. jan. Verð: 98.000,-
48 kennslustunda nám ætlað þeim sem hafa umsjón með
virkni vélbúnaðar í netþjóna umhverfi. Server+ gráðan er
vottun um grunn kunnáttu á netþjónamálum og tækniþáttum,
þar á meðal, uppsetningu, stillingum, uppfærslum, viðhalds,
vandamálaleit og áfallabjörgun.
Kennt er 8 morgna. Kennsla hefst 13. jan. Verð: 68.000,-
Grunn- og framhaldsnám fyrir byrjendur
og lengra komna, unga og gamla.
Allt frá einfaldri ritvinnslu til vefsíðugerðar og viðgerða!
Sérfræðinám með alþjóðlegum prófgráðum.
Hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja styrkja
stöðu sína og samkeppnishæfni á vinnumarkaði
Byrjendanám
Almennt tölvunám
Eldri borgarar (byrjendur og framhald)
Vefsíðugerð 1
Vefsíðugerð 2
Tölvuviðgerðir
Tölvu- og skrifstofunám
Kerfisverkfræði – MCSA/MCSE hraðnám
Kerfisumsjón – MCSA helgarnám og kvöldnám
LINUX+ kvöldnám
Comptia A+ helgarnám
Server+
Gagnagrunnsumsjón – MCDBA helgarnám
FRÁ BYRJENDUM
Auktu við tölvuþekkingu þína og náðu þér í viðurkenndar alþjóðlegar prófgráður.
TIL SÉRFRÆÐINGA
Ítarlegar námskrár allra námskeiða er að finna á heimasíðu skólans.
Einnig gefur námsráðgjafi skólans upplýsingar í síma 544 2210
Bæjarlind 2, Kópavogi
Sími: 544 2210
www.tolvuskolinn.is
tolvuskolinn@tolvuskolinn.isK ó p a v o g i o g R e y k j a n e s b æ
Boðið er upp á
VISA/EURO
raðgreiðslur til
allt að 36 mánaða
eða námslán.
KA
LL
IO
R
@
M
AD
.I
S
w
w
w
.t
o
lv
u
s
ko
li
n
n
.i
s
GUNTER GRASS
Segir George W. Bush ógna heimsfriðnum
og ber hann saman við harmrænar per-
sónur Shakespeares.
Gunter Grass:
Bush er
sorglegur
pabba-
strákur
BÓKMENNTIR Nóbelsverðlaunarit-
höfundurinn Gunter Grass sagði
George W. Bush Bandaríkjafor-
seta vera ógnun við heimsfriðinn í
viðtali við þýska vikuritið Welt
am Sonntag um síðustu helgi.
Grass dregur þessa ályktun af
stefnu forsetans í Íraksdeilunni,
sem er að mati rithöfundarins
stórhættuleg. Hann líkir Bush
yngri við persónu úr harmleik eft-
ir William Shakespeare og segir
eina takmark hans vera að ganga í
augun á föður sínum, en Bush
eldri er sem kunnugt er lítt hrif-
inn af Saddam Hussein. ■
Mel Gibson:
Bauð Down-
ey hlutverk í
Mad Max 4
KVIKMYNDIR Leikarinn Mel Gibson
er sagður hafa boðið vini sínum Ro-
bert Downey Jr. hlutverk í fjórðu
kvikmyndinni um Mad Max, þar
sem Gibson fer sjálfur með aðal-
hlutverkið.
Ekki er búið að velja í öll hlut-
verk myndarinnar en að sögn leik-
stjórans George Miller er talið lík-
legt að Downey hreppi hlutverkið.
Gibson og Downey hafa verið
góðir vinir síðan þeir léku saman í
myndinni Air America. Tökur á Mad
Max 4 hefjast innan skamms. ■
KVIKMYNDIR Karlmaður sem fann
greiðslukort leikarans Robert
Redford skammt frá heimili hans
í Utah í Bandaríkjunum fékk
heimsókn frá lögreglunni eftir að
hann vildi fá eiginhandaráritun
Redford í skiptum fyrir kortið.
Maðurinn tilkynnti um fundinn
síðastliðinn laugardag. Honum
var boðið ókeypis kort í skíðalyftu
svæðisins og kvöldverð fyrir tvo
að launum fyrir að skila kortinu.
Það þótti honum hins vegar ekki
nóg og krafðist þess að fá áritun
leikarans í staðinn. Þegar honum
var gert ljóst að það fengi hann
ekki brást hann ókvæða við og
neitaði að skila kortinu. Lögreglan
bankaði þá upp á hjá manninum
skömmu síðar og lét hann þá kort-
ið af hendi.
Þess má geta að maðurinn fékk
hvorki skíðakortið, kvöldverðinn,
né áritunina í fundarlaun. Má
hann þakka fyrir að hafa sloppið
við ákæru. ■
Karlmaður fann greiðslukort Robert Redford:
Heimtaði eiginhandar-
áritun í fundarlaun
REDFORD
Robert Redford var ekki á þeim buxunum
að gefa manninum eiginhandaráritun fyrir
að finna greiðslukortið sitt.
RIDLEY SCOTT AÐLAÐUR
Leikstjórinn Ridley Scott var á gamlársdag
aðlaður af Bretlandsdrottningu. Scott hefur
á ferli sínum leikstýrt stórmyndum á borð
við „Black Hawk Down“, „Blade Runner“
og „Gladiator“. Myndin var tekin þegar
Scott fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir
„Gladiator“ árið 2001.
DOUGLAS
Michael Douglas hefur beðið lengi eftir
tækifæri til að leika í kvikmynd með föður
sínum.
Kirk og Michael
Douglas:
Leika saman
í fyrsta sinn
KVIKMYNDIR Leikarinn Michael
Douglas hefur tekið að sér hlut-
verk í kvikmyndinni A Few Good
Years ásamt föður sínum Kirk og
syni sínum Cameron.
Þetta er gamanmynd sem fjall-
ar um fjölskyldu í New York sem
á í hinum ýmsu vandræðum. Þetta
verður í fyrsta sinn sem feðgarn-
ir leika saman í kvikmynd. „Þetta
er frábært tækifæri fyrir mig til
að leika í mynd með föður mín-
um,“ sagði Michael Douglas. „Ég
og pabbi fundum aldrei réttu
myndina. Hann er frekar vandlát-
ur og það er ég líka.“ ■
19