Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 14
14 3. janúar 2003 FÖSTUDAGUR
SLÆM LENDING
Þýski skíðastökkvarinn Sven Hannawald
klórar sér í rassinum eftir að hann lenti illa
á móti sem haldið var í Þýskalandi í fyrra-
dag. Primoz Peterke frá Slóveníu vann
mótið.
MOLAR
ÍÞRÓTTIR Í DAG
18.30 Sýn
Trans World Sport
19.30 Sýn
Gillette-sportpakkinn
Gerard Houllier:
Litlir möguleikar á titlinum
FÓTBOLTI Gerard Houllier, knatt-
spyrnustjóri Liverpool, segir að lið
sitt eigi litla möguleika á að vinna
enska meistaratitilinn á þessari
leiktíð.
„Það verður erfitt að ná
Arsenal, sem eru 12 stigum á und-
an okkur núna,“ sagði Houllier eft-
ir 1:0 tap gegn Newcastle í fyrra-
kvöld. „Maður veit samt aldrei
hvað gerist í fótbolta en ég viður-
kenni að þetta verður erfitt.“
Liverpool hefur ekki sigrað í
síðustu 10 deildarleikjum. Houllier
telur þó að enn sé von um að forða
liðinu frá frekari vonbrigðum.
„Við höfum getuna til að koma okk-
ur út úr þessari hrinu. Það vantaði
nokkra leikmenn í dag [í fyrra-
kvöld] en við höfum mannskapinn
til að snúa hlutunum okkur í vil.“
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, var himinlifandi
eftir 3:2 sigur á Chelsea í fyrra-
dag. „Við unnum leikinn á hugar-
farinu. Það er gaman að vinna
leiki eins og þennan þegar þú ert
þreyttur. Það er merki um andleg-
an styrk leikmanna,“ sagði
Wenger. „Ég veit að við getum
unnið titilinn en við þurfum að ná
stöðugleikanum aftur. Að mínu
mati er liðið aftur komið á beinu
brautina.“ ■
BARÁTTA
Það var hart barist í leik Arsenal og Liverpool 29. desember. Patrick Vieira, til vinstri, á hér
í höggi við Steven Gerrard, leikmann Liverpool. Martin Keown, varnarmaður Arsenal,
fylgist með. Leikurinn endaði með jafntefli, 1:1.
Yngsti markaskorari
ensku úrvalsdeildarinnar
Táningurinn James Milner stal senunni í ensku knattspyrnunni um jól. Skoraði tvö mörk
og varð yngstur allra til að skora í deildinni. Knattspyrnustjórar lofa leikmanninn, sem verður
17 ára á morgun.
FÓTBOLTI Terry Venables, knatt-
spyrnustjóri Leeds United, fékk
óvæntan glaðning um jólin þegar
táningurinn James Milner skoraði
tvö mörk fyrir liðið, það fyrra í 2-
1 sigri á Sunderland og það síðara
í 2-0 sigri gegn Chelsea. Milner
varð þar með yngstur allra leik-
manna til að skora í ensku úrvals-
deildinni, aðeins 16 ára og 355
daga gamall.
„Ég er mjög ánægður með sig-
urinn. Við lékum góðan fótbolta
og liðið lék sem heild,“ sagði
Venables eftir leikinn gegn Chel-
sea. „Að auki fylgdi lítil sæt saga
leiknum. Hún fjallar um ungan
dreng sem heitir James Milner.“
Markið sem Milner skoraði
gegn Chelsea var ekki af verri
endanum. Hægrifótarskot af
átján metra færi, framhjá Ed de
Goey markverði og í netið.
Milner er fæddur í Horsforth og
verður 17 ára á morgun, 4. janúar.
Hann hóf ferill sinn með Westbrook
Juniors og var uppgötvaður af út-
sendurum frá Leeds. Hann hefur
alltaf verið mikill stuðningsmaður
liðsins. Þegar hann var yngri vann
hann fyrir sér sem boltastrákur á
Elland Road og fékk fyrir vikið frítt
inn á leiki. Hann hefur leikið með
öllum yngri liðum Leeds sem og U-
17 ára landsliði Englands.
Milner varð næstyngsti leik-
maður sögunnar til að leika í úr-
valsdeildinni þegar hann kom inn á
sem varamaður fyrir Jason Wilcox
í 4-3 sigri gegn West Ham í nóvem-
ber. Þá var hann 16 ára og 309 daga
gamall.
Claudio Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, hefur einnig lofað
frammistöðu Milners. „Hann er
stórkostlegur leikmaður. Hann er
fljótur, snjall, er jafnfættur og klár
í kollinum,“ sagði hinn ítalski knatt-
spyrnustjóri. „Við þurfum að leyfa
honum að þroskast og leyfa Terry
að meðhöndla hann.“
Milner fagnar 17 ára afmæli
sínu á morgun með því að gera nýj-
an samning við Leeds. Nýi samn-
ingurinn tryggir honum 800 pund á
viku, rúmar 100 þúsund krónur, í
stað þeirra 80 punda sem hann fékk
áður. ■
JAMES MILNER
Þykir einnig liðtækur í krikket og sló 132 heimavallarhlaup fyrir Horsforth krikketfélagið síðasta sumar.
Landsliðshópurinn í handbolta:
Fækkað um fjóra
HANDBOLTI Guðmundur Guð-
mundsson, þjálfari karlalands-
liðsins í handbolta, hefur fækk-
að um fjóra leikmenn í lands-
liðshópnum.
Guðmundur hafði valið 26
leikmenn til undirbúnings fyrir
heimsmeistaramótið í Portúgal
sem hefst í lok mánaðarins. Þeir
sem detta út úr hópnum nú eru
Alexander Arnarson, HK, Einar
Hólmgeirsson, ÍR, Bjarni Fritz-
son, ÍR og Jónatan Magnússon,
KA.
Guðmundur mun fækka enn í
landsliðshópnum um miðjan
mánuðinn en alls fara 16 leik-
menn til Portúgals.
Íslenska landsliðið mætir því
slóvenska í þremur vináttuleikj-
um og verður fyrsti leikurinn á
laugardag, sá næsti á sunnudag
en sá þriðji á þriðjudag.
Slóvenar hafa verið að styrkj-
ast á síðustu mánuðum og sigr-
uðu meðal annars á sterku móti
í Frakklandi fyrir skömmu. ■
LOGI GEIRSSON
Er enn inni í myndinni hjá landsliðsþjálfaranum fyrir heimsmeistaramótið. Þrátt fyrir ung-
an aldur skoraði Logi sjö mörk í sínum fyrsta landsleik þegar liðið mætti úrvalsliði HSÍ.
AP
/M
YN
D
AP/M
YN
D
BUTLER
Caron Butler, leikmaður Miami Heat (til
vinstri), reynir körfuskot í leik gegn
Cleveland Cavaliers sem háður var á dög-
unum. Butler skoraði 25 stig fyrir Heat í
fyrrakvöld.
NBA-deildin:
Áttundi tap-
leikurinn
í röð
KÖRFUBOLTI Kurt Thomas skoraði
26 stig og tók 14 fráköst þegar
New York Knicks vann Toronto
Raptors 95:75 í NBA-deildinni í
körfubolta í fyrrakvöld.
Þetta var áttundi tapleikur
Raptors í röð og jafnframt 15. tap-
leikurinn í síðustu 17 leikjum liðs-
ins. „Eins og staðan er núna verða
allir að standa sig,“ sagði Lenny
Wilkens, þjálfari Raptors, eftir
leikinn. „Þegar menn eru ekki að
standa sig lendum við í vandræð-
um.“
Miami Heat vann Atlanta ör-
ugglega, 107:73, í hinum leiknum
sem háður var í fyrrakvöld. Caron
Butler var stigahæstur í liði Heat
með 25 stig. Þetta var sjöundi sig-
urleikur liðsins í síðustu níu leikj-
um. ■
AP/M
YN
D
Frakkinn Christophe Dugarryer á leið til enska úrvalsdeild-
arliðsins Birmingham City frá
franska félaginu Bordeaux.
Dugarry vann heimsmeistaratitil-
inn með franska landsliðinu árið
1998 og Evrópumeistaratitilinn
tveimur árum síðar. Birmingham
er í 16. sæti ensku deildarinnar
og hefur aðeins unnið einn leik af
síðustu sjö.
Tyrkneska liðið Fenerbachehefur áhuga á að fá framherj-
ann Sergei Rebrov, leikmann
Tottenham, til liðs við sig. Um
lánssamning yrði að ræða.
Rebrov hefur verið meira og
minna úti í kuldanum síðan hann
gekk til liðs við Lundúnafélagið
fyrir tveimur og hálfu ári.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Arsenal og Tottenham:
Spila ekki
heimaleiki á
Wembley
FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam-
bandið hefur lýst því yfir að
Tottenham og Arsenal fái ekki að
nota nýja Wembley-leikvanginn
sem heimavöll.
Síðustu mánuði hafa vanga-
veltur verið uppi um hvort Lund-
únaliðin gætu nýtt völlinn undir
heimaleiki þegar hann verður til-
búinn árið 2005 en nú er ljóst að
svo verður ekki. Ástæðan er sú,
að sögn yfirmanns knattspyrnu-
sambandsins, að bresk yfirvöld
telja að völlurinn myndi verða illa
úti af ágangi en ýmiss konar við-
burðir fara fram á vellinum, svo
sem krikket- og knattspyrnuleikir
auk tónleikahalds. ■