Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 15
FÓTBOLTI Ugo Ehiogu, varnarmað- ur í liði Middlesbrough, verður frá vegna meiðsla næstu átta vik- urnar. Kappinn braut í sér tvö rif- bein auk þess sem annað lunga hans féll saman í tapleik gegn Blackburn í fyrradag, eftir að hafa lent í samstuði við Brad Friedel, markvörð Blackburn. Þrír aðrir leikmenn Middles- brough hafa átt í erfiðum meiðsl- um á tímabilinu: Brasilíumaður- inn Juninho, Joseph Job og Geor- ge Boateng. ■ 15FÖSTUDAGUR 3. janúar 2003 Stjórnarformaður Leeds: Engin tilboð borist FÓTBOLTI Peter Ridsdale, stjórnar- formaður Leeds, segir að engin til- boð hafi borist í leikmenn liðsins síðan glugginn til félagaskipta í ensku deildinni var opnaður á ný- ársdag. Orðrómur hefur verið uppi um að Newcastle hafi boðið um 1,1 milljarð króna í varnarmanninn Jonathan Woodgate og að Manchester City hafi áhuga á Robbie Fowler, framherjanum knáa. Fowler hefur þurft að sitja á varamannabekk Leeds síðan hann sneri aftur eftir meiðsli. ■ FOWLER Robbie Fowler, framherji Leeds, er nýkom- inn aftur af stað eftir meiðsli. Juan Pablo Montoya: Verður að fara varlega FORMÚLA Patrick Head, tæknistjóri Williams-BMW, segir að ökuþórinn Juan Pablo Montoya verði að huga betur að akstri sínum, annars eigi hann á hættu að eyðileggja hæfi- leika sína. Montoya hefur oft á tíðum sýnt stórkostlegan akstur á þeim tveim- ur árum sem hann hefur keppt í Formúlu 1. Hann hefur sjö sinnum náð ráspól en þrátt fyrir það hefur hann aðeins sigrað einu sinni. Head segir að Montoya eigi enn töluvert eftir til að ná heimsmeist- aranum Michael Schumacher. „Juan hefur mikla hæfileika en hann verður að ná að stýra þeim inn á rétta braut,“ sagði Head. „Við munum ræða við hann í vetur og það yrði sorglegt ef hann myndi eyðileggja þá með glannalegum akstri.“ Williams mun kynna 2003 ár- gerðina í Barcelona í lok mánaðar- ins. Ökumenn liðsins vonast til að hún verði talsvert kraftmeiri og fleyti þeim nær keppinautunum hjá Ferrari-liðinu. Fyrsta keppnin verður 9. mars í Melbourne í Ástralíu. ■ JUAN PABLO MONTOYA Hefur sjö sinnum náð ráspól en aðeins sigrað einu sinni. Everton hefur fengið til liðsvið sig bandaríska fram- herjann Brian McBride og eg- ypska varnarmanninn Ibrahim Said. McBride, sem leikur í bandarísku atvinnumannadeild- inni, gerði lánssamning til þriggja mánaða. Said, sem leik- ur með egypska liðinu Al Ahly, skrifaði undir lánssamning til loka þessarar leiktíðar. FÓTBOLTIUgo Ehiogu: Frá í átta vikur EHIOGU Ugo Ehiogu (vinstra megin við miðju) í leik gegn Manchester United. Hann verður frá næstu átta vikurnar. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.