Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 30
30 3. janúar 2003 FÖSTUDAGUR DÝRT Ljósmóðir nýrra tíma Hulda Jensdóttir var á nýársdag sæmd riddarakrossi fyrir ljósmóður- störf. Hún var brautryðjandi í fæðingarhjálp á Íslandi en uppskar í upphafi litlar þakkir fyrir hluti sem í dag þykja sjálfsagðir. LJÓSMÓÐIR „Ég horfði á systur mína eignast dóttur í heimahúsi norður í landi. Það var slíkt und- ur veraldar og stórkostleg upp- lifun að það varð ekki aftur snú- ið,“ segir Hulda Jensdóttir um þá ákvörðun sína að leggja ljósmóð- urfræði fyrir sig. Hulda fæddist á bænum Kollsá í Norður-Ísafjarðarsýslu 1925. „Þegar ég var átta ára flutti ég með móður minni til Akureyr- ar þar sem ég ólst upp og gekk í skóla. Þaðan lá leiðin í Ljós- mæðraskólann í Reykjavík en að honum loknum fór ég til útlanda í nokkur ár.“ Hulda sótti ýmis námskeið erlendis og lærði með- al annars slökun í Danmörku auk þess sem hún kynntist fleiri nýj- um straumum í fæðingarhjálp. Hún kom víða við og starfaði meðal annars á sjúkrahúsum í Stokkhólmi og Tromsö. „Þegar ég kom heim byrjaði ég með námskeið fyrir væntan- lega foreldra. Þetta þekktist ekki þá og vakti litla hrifningu fag- fólks í upphafi og frá því að ég byrjaði með foreldranámskeiðin liðu rúmlega tuttugu ár þar til Landspítalinn byrjaði að bjóða upp á slíkt.“ Það uppátæki Huldu að bjóða feðrum að vera við- staddir fæðingu barna sinna vakti ekki síður úlfúð. „Ég tók á móti börnum í heimahúsum og byrjaði þá að hvetja feðurna til að vera viðstadda og hélt því svo áfram á Fæðingarheimili Reykjavíkur og þar leyfði ég líka eldri börnum að koma í heimsókn og setti saman fjölskyldutíma. Þetta þótti ganga þvert á allt sið- gæði þessa tíma og bréfaskriftir frá þessum árum sýna að það mátti litlu muna að ég yrði hand- tekin fyrir þessar breytingar.“ Árið 1959 höfðu kvenfélaga- samtök í Reykjavík frumkvæði að stofnun Fæðingarheimilis Reykjavíkur og Hulda var ráðin til að koma því á laggirnar. Hulda hefur verið virk í félagsmálum, ekki síst á samstarfsvettvangi ljósmæðra. „Ég er líka mikil áhugamanneskja um náttúru- lækningar, sat í stjórn Náttúru- lækningafélags Íslands um ára- bil og var formaður Náttúru- lækningafélags Reykjavíkur.“ Svo afrekaði ég það nú að sitja á Alþingi en ég var varaþingmaður Borgaraflokksins á sínum tíma.“ thorarinn@frettabladid.is FÓLK Í FRÉTTUM PERSÓNAN 25 ÁRA „Það verður ekki lítið stuð, svona síðasti afmælisdagurinn. Ég verð 25 á morgun og þá er þetta búið,“ segir Vilhelm Anton Jóns- son, dagskrárgerðarmaður og liðs- maður Naglbítanna, grafalvarleg- ur í bragði. Vilhelm segist nýbyrjaður að halda upp á afmælin sín. „Ég tók tíu ára skeið sem ég hélt ekkert upp á það. Þetta er líka alveg fer- legur tími til að eiga afmæli. Við þessi vörutalningabörn verðum að sætta okkur við ýmislegt, eins og þegar ég var lítill, þá fékk ég alltaf afmælisgjöf með jólapökkunum. Það er auðvitað hálf hallærislegt að hægt sé að setja tvo merkimiða á einn kassa og kalla það tvær gjafir,“ segir Vilhelm sár. Hann segist þó vera ljónhepp- inn með vini og kunningja. „Þeir meira að segja hringdu í mig núna til að athuga með afmælisplönin. Það vekur upp vonir um að fólk hafa farið og keypt pakka tíman- lega. Ég er til dæmis þegar búinn að fá pakka sem ég þreifaði í bak og fyrir og finn ekki betur en þetta sé kjöthitamælirinn sem var efst- ur á óskalistanum.“ Blaðamanni þykja kjöthitamæl- ar ekki dæmigerð óskagjöf handa 25 ára strák og lætur í ljós að kannski sé Vilhelm orðinn fjör- gamall eftir allt saman. „Já, já,“ segir hann. „Ég fæ orðið ofsalega ábyrgar gjafir, fékk líka borvéla- sett frá mömmu í jólagjöf.“ Afmælisgestir Vilhelms geta al- veg eins átt von á að vera boðið sushi í veislunni. „Ég var að eign- ast æðislegan sushi-hníf og langar að bjóða upp á sushi. Það er að segja ef ég þori. Ég hef nefnilega aldrei „eldað“ sushi áður.“ Annars leggst árið alveg sér- staklega vel í Vilhelm, sem hyggur á plötuútgáfu með Naglbítunum og áframhaldandi dagskrárgerð. „Þetta verður örugglega þræl- magnað ár,“ segir Vilhelm – hikar – og bætir við: „Ef guð lofar.“ ■ Vilhelm Anton Jónsson dagskrárgerðar- maður er einn þeirra sem eiga afmæli í byrjun janúar. Hann hefur þurft að þola ýmislegt varðandi afmælin sín en reynir þó að bera sig þó karlmannlega. Afmæli Svikin vörutalningabörn TÍMAMÓT Sigmundur Ernir Rúnarsson seg-ist ekki vera á förum úr rit- stjórastóli DV þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis. Sagan segir að Sigmundur ætli að snúa aftur á gamlar slóðir og taka upp frétta- lestur á Stöð 2. Að sögn Sigmundar er allt þetta úr lausu lofti gripið. Það vakti athygli að í KryddsíldStöðvar 2 á gamlársdag var stutt í kveikiþræði Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra. Gamanmál hafa venjulega verið á hraðbergi í þessum þætti. Að þessu sinni var andi Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur svífandi yfir borðum í bland við kryddsíldarskýið. Davíð lenti í hörkuátökum við Össur Skarphéð- insson, formann Samfylkingar, sem fagnaði komu Ingibjargar Sólrúnar og lýsti því hve óttinn hjá hinum formönnunum væri áberandi. Dav- íð sagðist ekki sjá hverju koma borgarstjórans inn í landsmálin breytti en Össur var snöggur til svars og sagði að til dæmis gæti sú staða breytt því þannig að Davíð yrði ekki ráðherra. Heimildir herma að eftir að slökkt var á sjón- varpsvélunum hafi formennirnir tveir hnakkrifist í 20 mínútur. Ekki ber öllum heimildum samanum hver hafi í raun átt hug- myndina að því að gera Þórólf Árnason að borgarstjóra í Reykja- vík. Eitt er þó víst og það er að upphafið má rekja til samkvæmis sem haldið var í höfuðstöðvum Marels á Þorláksmessu. Þar var Benedikt Sveinsson, stjórnarfor- maður Íslands, mættur og einnig Þórólfur, sem er gamall starfsmað- ur Marels. Benedikt spurði þar Þórólf hvort hann væri búinn að finna sér nýtt starf eftir brott- hvarfið frá Tali og svaraði Þórólfur að svo væri ekki. Spurði Benedikt þá hvers vegna hann gerðist ekki borgarstjóri í Reykjavík. Þó spurt væri í hálfkæringi gekk þetta allt eftir og enginn mun hafa orðið jafn hissa og Benedikt Sveinsson. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að Össur Skarphéðinsson er ekki barnabarn Njáls á Bergþórshvoli. Leiðrétting VILHELM ANTON JÓNSSON Deilir afmælisdeginum með vinum sínum Sölva Blöndal og Úlla Grönvold, sem hann sendir stuðkveðjur í tilefni dagsins. LÁRÉTT: I léleg, 4 peningar, 9 fyrirgefa, 10 iðin, 12 áköfu, 13 ringluð, 15 skaða, 17 fæðir, 19 veðrátta, 20 skraut, 22 píluna, 24 kaldi, 25 muldra, 27 maðks, 29 kynið, 32 ökumann, 34 yfirstétt, 35 miskunninni, 36 eflir, 37 klettanibba. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 krás, 4 hæstur, 9 sneypti, 10 súti, 12 sarg, 13 kraðak, 15 álfs, 17 unir, 19 ari, 20 glögg, 22 ögrir, 24 öln, 25 aska, 27 nagg, 29 tund- ur, 32 lóru, 34 dýri, 35 umönnun, 36 rómaða, 37 rani. Lóðrétt: 1 kusk, 2 Ásta, 3 sniðug, 4 hyski, 5 æpa, 6 strá, 7 tiglar, 8 rausir, 11 úrilla, 14 anga, 16 friður, 18 röku, 20 göngur, 21 önglum, 23 gandur, 26 stuna, 28 góma, 30 dýna, 31 risi, 33 röð. KROSSGÁTA Að fljúga á Saga Class. Farseð-ill til Boston kostar 192.140 krónur. Til Kaupmannahafnar kostar hann 140.400 krónur og til London 139.240 krónur. Sætin eru að vísu stærri og betri og þjónust- an meiri. Drykkir ókeypis en að öllu samanlögðu líklega þeir dýr- ustu í heimi. Verðið á Saga Class er saga til næsta bæjar. Icebear. Sundabraut Calista Flockhart. 1. 2. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 3. Síminn hringir á heimili hjónasem eiga eitt barn. Barnið svarar símanum og svarar hvís- landi. „Halló!“ Hringjandinn spyr: „Já, halló. Jón heiti ég. Er mamma þín heima?“ Barnið svarar hvís- landi: „Já, en hún er upptekin!“ Jón undrast pískrið í barninu en spyr. „Jæja, er pabbi þinn þá heima?“ Barnið svarar því ját- andi en segir: „Hann er líka upp- tekinn.“ Jón hváir en spyr að lokum hvort einhver annar sé heima. „Já,“ segir barnið. „Slökkviliðið og lögreglan eru hérna.“ „Slökkviliðið og lögreglan?“ spyr Jón hræddur. „Hvað eru þau að gera þar?“ Eftir smá stund svarar barnið: „Leita að mér.“ ■ HULDA JENSDÓTTIR „Ég hafði alveg frjálsar hendur og hafði stjórn á öllum þáttum starfseminnar framan af og rak heimilið nánast eins og mína eigin stofnun þar til það sameinaðist Borgarspítal- anum. Ég hætti svo 1988 og heimilinu var svo því miður lokað nokkrum árum seinna.“ JARÐARFARIR 13.30 Bergþóra Sigurðardóttir verður jarðsungin frá Neskirkju. 13.30 Eggert A. Sigurðsson, Miðgarði 10, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 13.30 Guðrún Líney Valgrímsdóttir, Skjóli, verður jarðsungin frá Graf- arvogskirkju. 13.30 Hermína Marinósdóttir, síðast í Aðalstræti 4, Akureyri, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju. 13.30 Málfríður Erla Lorange, Bláskóg- um 9, Reykjavík, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju. 14.00 Sigmundur Baldvinsson, Borgar- vegi 35, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. 15.00 Þorsteinn Hákonarson, Brautar- ási 3, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju. LÓÐRÉTT: 1 stigapallur, 2 röng, 3 höfuð, 4 föt, 5 rennsli, 6 eyktamark, 7 báta- skýli, 8 fræga, 11 rýjur, 14 rúlluðu, 16 strikið, 18 labb, 20 athugum, 21 venju- leg, 23 aulans, 26 talar, 28 himna, 30 eljusöm, 31 samtals, 33 svelgur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.