Fréttablaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 18
FUNDIR
9.00 XI. Vísindaráðstefna lækna-,
tannlækna- og lyfjafræðideildar
Háskóla Íslands verður haldin í
Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16,
hefst í dag en henni lýkur á morg-
un, 4. janúar, klukkan 16.45. Á
ráðstefnunni verða flutt 95 erindi
og kynnt 173 veggspjöld, auk
þess sem gestafyrirlesarar flytja
erindi.
15.00 Rannsóknarráðstefna Reykjavík-
urakademíunnar verður haldin í
JL-húsinu, Hringbraut 121, 4.
hæð. Leitast verður við að svara
spurningum um hvert stefni í
málefnum háskóla á Íslandi.
Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra setur ráðstefnuna, sem
áætlað er að ljúki klukkan 17.30.
SKEMMTANIR
Unglingahljómsveitin POPS leikur fyrir
dansi á Kringlukránni.
LEIKHÚS
20.00 Halti Billi eftir Martin McDonagh
er sýnt á Stóra sviði Þjóðleik-
hússins. Nokkur sæti laus.
20.00 Veislan er sýnd á Smíðaverkstæði
Þjóðleikhússins. Uppselt.
20.00 Jón og Hólmfríður eftir Gabor
Rassov er sýnt á Nýja sviði Borg-
arleikhússins. Fáar sýningar eftir.
20.00 Rómeó og Júlía í samstarfi við
Vesturport er sýnt á Litla sviði
Borgarleikhússins. Uppselt.
20.00 Hversdagslegt kraftaverk eftir
Évgení Schwarz er sýnt hjá Leik-
félagi Akureyrar.
21.00 Beyglur eru sýndar í Iðnó.
SÝNINGAR
Samspil nefnist samsýning Bryndísar
Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar
Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar
Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðar-
dóttur sem stendur yfir í Hafnarborg.
Sýningin stendur til 5. janúar.
Birgir Rafn Friðriksson heldur sýning-
una Án samhengis - allt að klámi í
Café Presto Hlíðasmára 15, Kópavogi.
Birgir sýnir 34 þurrpastelmyndir unnar á
árinu 2000. Sýningin stendur út janúar
2003 og er opin á opnunartíma Café
Presto, 10-23 virka daga og 12-18 um
helgar.
Ingólfur Júlíusson ljósmyndari stendur
fyrir sýningunni Grænland - fjarri, svo
nærri í Reykjavíkurakademíunni, gangi
4. hæð. Sýningin er opin virka daga frá
9 til 17 og stendur til 31. janúar.
Sýning á útsaumuðum frummyndum
Elsu E. Guðjónsson úr bók hennar
Jólasveinarnir 13 stendur yfir í Bóka-
safni Kópavogs. Sýningin er opin á opn-
unartíma safnsins og lýkur 6. janúar.
Guðjón Ketilsson sýnir á myndvegg
skartgripaverslunarinnar Mariellu á
Skólavörðustíg 12. Sýningin stendur til
5. janúar.
Í hers höndum er yfirskrift á sýningu
sem stendur yfir í Borgarskjalasafni
Reykjavíkur, í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15,
6. hæð. Sýningin er opin alla daga
klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar.
Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur
sýningu á verkum sínum í Kaffitári,
Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30
til 18.00 og stendur til 10. janúar.
Sýning á málverkum Aðalheiðar Val-
geirsdóttur stendur yfir í Hallgrímskirkju
í Reykjavík. Á sýningunni eru málverk
unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýn-
inguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið,
tíminn og eilífðin. Sýningin í Hallgríms-
kirkju er haldin í boði Listvinafélags Hall-
grímskirkju og stendur til loka febrúar-
mánaðar.
Sýningin Heimkoman eða: heimurinn
samkvæmt ART stendur yfir í Listasafni
Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Sýningin
samanstendur af málverkum og ljós-
myndum danska myndlistarmannsins
Martins Bigum frá árunum 1997-2002.
Í Hafnarborg stendur yfir sýningin
“Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning
með þátttöku erlendra listamanna sem
hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista-
manna búsettra erlendis. Sýningin
stendur til 22. febrúar.
Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin
í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Sýndar verða myndskreytingar úr nýút-
komnum barnabókum. Sýningunni lýkur
6. janúar 2003.
Hildur Margrétardóttir myndlistarkona
sýnir nokkur óhlutbundin málverk á
Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan-
úar.
Sýningin Milli goðsagnar og veruleika
er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin
kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í
Amman og er ætlað að varpa ljósi á
heim araba.
Sýning á nokkrum verkum Guðmundar
Hannessonar ljósmyndara stendur yfir
í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja-
víkurminningar en myndirnar tók Guð-
mundur um miðja síðustu öld í Reykja-
vík.
Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista-
safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um
og endurvekur draumsýnina um hið full-
komna samfélag. Hún leggur fram hug-
mynd að milljón manna borgarskipulagi
í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfells-
nesi.
Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine of
my Vanity“ sem útleggst á íslensku
„Helgidómur hégóma míns“ í Gallerí
Hlemmi. Leiðarstef sýningarinnar er hið
svokallaða IVD (intensive vanity dis-
order) eða hégómaröskun en það heil-
kenni verður æ algengara meðal þeirra
sem temja sér lífsstíl Vesturlandabúa.
Kyrr birta - heilög birta er heitið á sýn-
ingu sem stendur yfir í Listasafni Kópa-
vogs. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergs-
son.
Stærsta sýning á íslenskri samtímalist
stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd
eru verk eftir um 50 listamenn sem
fæddir eru eftir 1950 og spannar sýning-
in árin 1980-2000.
Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn-
ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor-
ræna húsinu.
Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokil-
is sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka.
Sýningin heitir „Orbital Reflections“. Allir
eru velkomnir.
Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð-
menningarhúsinu. Sýningin er á vegum
Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er
frá klukkan 11 til 17.
Árný Birna Hilmarsdóttir heldur sýn-
ingu á íslensku landslagi unnið í gler í
Galleríi Halla rakara, Strandgötu 39,
gegnt Hafnarborg.
Sýning á bútasaumsverkum eftir 10
konur stendur nú yfir í Garðabergi, fé-
lagsmiðstöð eldri borgara að Garðatorgi
7 í Garðabæ. Sýningarnar verða opnar
alla daga nema sunnudaga frá kl. 13 til
17.
Ýmsir listamenn halda sýningu í gallerí
i8, Klapparstíg 33. Meðal annars eru
verk eftir Eggert Pétursson, Rögnu Ró-
bertsdóttur, Þór Vigfússon, Kristján
Guðmundsson, Sigurð Guðmundsson,
Roni Horn, Hrein Friðfinnsson, Georg
Guðna og Tony Cragg til sýnis og sölu.
Opið er fimmtudaga og föstudaga frá kl.
11-18 og laugardaga frá kl.13 til 17 eða
eftir samkomulagi.
18 3. janúar 2003 FÖSTUDAGUR
FÖSTUDAGUR
3. JANÚAR
hvað?
hvar?
hvenær?
Pops í sveiflu á Kringlukránni:
68-kynslóðina þyrstir
alltaf í gömlu meistarana
DANSLEIKIR Hin sögufræga ung-
lingahljómsveit Pops, sem und-
anfarinn áratug hefur skemmt
gestum á nýársfagnaði 68-kyn-
slóðarinnar við mikinn orðstír,
blæs til dansleikjahalds á
Kringlukránni í kvöld og á
morgun. „Þetta er í annað skipti
sem við spilum á Kringlukránni
fyrstu helgina á nýju ári,“ segir
Pétur Kristjánsson söngvari og
hlær þegar hann er spurður
hvort ekki megi merkja þreytu-
merki á hljómsveitarmeðlim-
um. „Nei, nei, nei, við erum sí-
ungir og höfum ofboðslega
gaman af þessu. Hljómsveitin
er, ef eitthvað, betri en í fyrra.
Við spiluðum nefnilega á þorra-
blóti í Orlando í mars og það
eimir enn eftir af því. Við bara
teljum í og byrjum.“
Pétur segir aðsókn að dans-
leikjum hljómsveitarinnar gríð-
arlega góða og greinilegt að 68-
kynslóðina þyrsti alltaf í gömlu
meistarana. „Við erum með alla
smellina með Bítlunum, Stones,
Kinks, Small Faces og því liði.
Og í tilefni af því að Stones gaf
nýlega út fyrstu alvöru safn-
plötuna sína erum við búnir að
bæta við heilmiklu af góðu
Stones-efni.“
Hljómsveitin hefur verið
eins mönnuð frá upphafi. „Þetta
eru Óttar Felix, Birgir Hrafns,
Ólafur Sigurðsson, Jón Ólafs,
Tryggvi Hubner og ég.
Trommarinn okkar kemur alltaf
frá Danmörku til að taka þátt og
við æfum mjög stíft milli jóla og
nýars og látum engan bilbug á
okkur finna. Við ábyrgjumst al-
veg brjálað stuð, og ekki bara
fyrir 68-kynslóðina heldur ungt
fólk á öllum aldri,“ segir Pétur
að lokum.
Dansleikirnir verða sem fyrr
segir í kvöld á og morgun, laug-
ardag, á Kringlukránni. ■
Reykjavíkurakademían:
Kallað eftir um-
ræðu um háskóla
RANNSÓKNASTEFNA Þróun háskóla-
mála á Íslandi verður rædd á
þriðju rannsóknarstefnu
Reykjavíkurakademíunnar í
dag en þar verður meðal annars
tekist á við spurningar um hvert
stefni í málefnum háskóla, hvort
rétt sé að fjölga háskólum jafn
mikið og raun ber vitni eða
hvort með því sé verið að dreifa
takmörkuðum fjármunum og
kröftum of mikið. „Við reynum
að halda rannsóknarstefnurnar
árlega og tökum þá venjulega á
málum sem snerta háskólasam-
félagið í heild,“ segir Steinunn
Kristjánsdóttir, formaður
stjórnar Reykjavíkurakademí-
unnar.
Á fyrstu rannsóknarstefn-
unni var fjallað um hnattrænt
rannsóknarsamfélag, ekki síst
með tilliti til internetsins. Í
fyrra voru breytingar á
RANNÍS ræddar og í ár er kom-
ið að stefnunni í uppbyggingu
háskóla á Íslandi. „Fram til 1971
var Háskóli Íslands eini skólinn
sem útskrifaði nemendur á há-
skólastigi. Árið 2000 voru há-
skólarnir orðnir átta, þannig að
breytingarnar eru miklar. Þessi
fjölgun menntafólks er jákvæð
en við viljum skoða hvort ekki
megi hlúa betur að því og virkja
kraftinn sem býr í þessum
fjölda með auknum framlögum
til rannsókna og starfsuppbygg-
ingar. Umræðan um þessi mál
hefur ekki verið nógu breið og
það er á reiki hvort einhver
markviss stefna sé rekin í mál-
efnum háskóla hérlendis,
þannig að það má segja að við
séum að kalla eftir umræðum
um málið.“
Stefán Arngrímsson, pró-
fessor við Háskóla Íslands,
Ólafur Proppé, rektor Kenn-
araháskóla Íslands, og Ari Ed-
wald, formaður Samtaka at-
vinnulífsins, flytja erindi og
Erna Indriðadóttir fréttamað-
ur stjórnar síðan pallborðsum-
ræðum þar sem Ólafur Örn
Haraldsson, varaformaður
menntamálanefndar Alþingis,
Kolbrún Halldórsdóttir, full-
trúi VG í menntamálanefnd,
Guðfinna Bjarnadóttir, rektor
Háskólans í Reykjavík, Páll
Skúlason, rektor Háskóla Ís-
lands, og Stefán Baldursson,
skrifstofustjóri í menntamála-
ráðuneytinu, ræða stefnuna í
háskólamálum út frá ýmsum
sjónarhornum. ■
STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
„Þarna er reynt að skapa umræðuvettvang um rannsóknir á Íslandi, forsendur fyrir
virku fræðastarfi á Íslandi og skoðað hvað íslenskt rannsóknaumhverfi hefur að bjóða
vísindamönnum og hvað vísindamenn hafa að bjóða því.“
UNGLINGAHLJÓMSVEITIN POPS
Hljómsveitarmeðlimir eru engir
unglingar lengur, en hafa aldrei verið betri,
að sögn Péturs Kristjánssonar,
söngvara sveitarinnar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T