Fréttablaðið - 23.01.2003, Side 1

Fréttablaðið - 23.01.2003, Side 1
AFMÆLI Óvissuferð bls. 26 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 23. janúar 2003 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 18 Íþróttir 14 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD VERÐLAUN Íslensku tónlistarverð- launin verða afhent í Borgarleik- húsinu í kvöld. Kynnar hátíðarinn- ar verða Gísli Marteinn Baldursson og Guðrún Gunnarsdóttir. Meðal þeirra sem koma fram eru: Leaves, Hamrahlíðarkórinn, Barrokhópur- inn, Tómas R. Einarsson, Selma og Hansa, Bubbi Morthens og Írafár. Íslensku tónlistarverðlaunin hafa nú verið afhent sjö sinnum en þau voru afhent í fyrsta sinn í apríl- mánuði 1994. Hátíðin verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Tónlistarverðlaun- in afhent KÖRFUBOLTI KR, efsta lið Intersport- deildarinnar í körfubolta, mætir ÍR á heimavelli klukkan 21. ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslita- keppninni. Toppliðið á heimavelli KYNNING Alþjóðadagur Háskóla Ís- lands hefst klukkan 12 í Háskóla- bíói. Þar munu erlendir og íslenskir nemar kynna námsmöguleika er- lendis og fulltrúar frá LÍN, SÍNE, Fulbright og fleiri aðilar kynna þjónustu sína við námsmenn. Al- þjóðlegt kvöld verður í Stúdenta- kjallaranum klukkan 21. Alþjóðadagur Háskóla Íslands EYJAGOS Þrjátíu ár liðin FIMMTUDAGUR 19. tölublað – 3. árgangur bls. 21 FÓLK Trúir enn á ástina bls. 4 WASHINGTON, AP Íraskir ráðamenn væru að kalla yfir sig „alvarlegar afleiðingar“ ef þeir myndu nota gjöreyðingarvopn gegn banda- rískum hersveitum ef til stríðs kemur, sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann fjallaði um Íraksdeiluna á fundi þar sem hann var að kynna stefnu sína í efnahagsmálum. Bush sagðist kjósa að afvopna Íraka með friðsamlegum hætti en vera reiðubúinn að fara í stríð til þess. „Skyldi þeirri leið vera þröngvað upp á okkur verða af- leiðingarnar alvarlegar. Það verða alvarlegar afleiðingar fyrir einræðisherrann í Írak. Og það verða alvarlegar afleiðingar fyrir hvern þann íraska herforingja eða hermann sem notar vopn gegn hermönnum okkar eða óbreyttum borgurum.“ „Ef einhver íraskur herforingi eða hermaður fær skipun frá Saddam Hussein eða sonum hans eða einhverjum af morðingjunum sem halda um stjórnvölinn í ríkis- stjórn þeirra væri ráðgjöf mín að hlýða þeirri skipun ekki,“ sagði Bush og bætti við að þeir sem það gerðu yrðu meðhöndlaðir sem stríðsglæpamenn og saksóttir sem slíkir. Meira á bls. 6 REYKJAVÍK Austlæg átt 13-18 m/s og sjókoma. Hægari og slydduél síðdegis. Hiti í kringum frostmark. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 15-20 Él 5 Akureyri 13-18 Snjókoma 14 Egilsstaðir 13-18 Snjókoma 14 Vestmannaeyjar 13-18 Snjókoma 2 ➜ ➜ ➜ ➜ - - - - GEORGE W. BUSH Bush vinnur nú að því að afla stuðnings við innrás í Írak dugi aðrar leiðir ekki til að afvopna landið. AP /R IC K B O W M ER Bush varar Íraka við að beita gjöreyðingarvopnum: Afleiðingarnar yrðu alvarlegar FÓLK bls. 21 Sér- fræðingur sniðgenginn TÓNLIST Endurvinna Undra- vegginn bls. 11 SAMKEPPNISMÁL Samkeppnisstofn- un hefur sent olíufélögunum þrem- ur svokallaða frumathugun á mein- tu ólöglegu samráði fyrirtækj- anna. Í athuguninni er að finna ávirðingar um tiltekin brot á samkeppnislögum. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður hjá Sam- keppnisstofnun, segir að- spurður um stöðu málsins að ákveðið hafi verið á síð- asta ári að skipta rannsókn málsins í tvo hluta. Niður- stöður fyrri hlutans hafi verið sendar olíufélögunum fyrir um tveimur vikum. Þau hafi frest þar til seinni partinn í febrú- ar til að skila inn athugasemdum og andmælum. Öruggt má telja að félögin sæki um lengri frest til andsvara. Minna má á að trygging- arfélögin fengu frest fram í sept- ember í fyrra eftir að hafa fengið sambærileg frumathugun í hendur í janúar á því ári. Að sögn Guðmundar er enn ekki hægt að segja til um hvenær rann- sókn á síðari hluta málsins lýkur og fyrirtækin fái frumathug- un í hendur varðandi þá þætti málsins. „Þegar stofnunin tekur upp mál að eigin frumkvæði og hefur farið yfir málsgögn og aflað upplýsinga er venj- an sú að taka saman greinar- gerð og senda málsaðilum svo þeir geti komið að at- hugasemdum og andmælum. Hvað olíumálið áhrærir ákváðum við að skipta því upp í tvo hluta vegna þess hversu það er umfangsmikið og tekur til langs tíma,“ segir Guðmundur. Þrátt fyrir að Guðmundur seg- ist ekki telja rétt að svara til um það hvort niðurstaðan í fyrri hluta rannsóknarinnar sé sú að olíufé- lögin hafi viðhaft ólöglegt samráð má draga þá ályktun að svo sé. Ella hefði Samkeppnisstofnun ekki sent félögunum athugasemdirnar. Guðmundur segist heldur ekki geta upplýst um þá tilteknu þætti sem eru til umfjöllunar í niðurstöð- unum sem sendar hafa verið út. Eins og kunnugt er gekk Olíufé- lagið hf. (Esso) til formlegs sam- starfs við Samkeppnisstofnun skömmu eftir húsleit hjá olíufélög- unum í desember 2001. Tilgangur- inn var að fá fram lækkun yfirvof- andi sektar vegna brota á sam- keppnislögum. Olís fylgdi síðar í kjölfar Esso. Skeljungur hefur hins vegar ekki tekið upp slíkt formlegt samstarf við stofnunina þó stjórnendur fyrirtækisins hafi sagst fúsir til samstarfs. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, og Geir Magnússon, forstjóri Esso, segjast ekki vilja tjá sig um málið á meðan það er í rannsókn. gar@frettabladid.is Rannsókn bendir til brota olíufélaga Samkeppnisstofnun skipti rannsókn sinni á meintu ólöglegu samráði olíufélaganna í tvennt vegna stærðar málsins. Frumathugun hefur verið send olíufélögunum. Þau hafa andmælafrest út febrúar. „Hvað olíu- málið áhrærir ákváðum við að skipta því upp í tvo hluta vegna þess hversu það er um- fangsmikið.“ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 28% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á fimmtu- dögum? 53% 72% KÓREUMENN FUNDA Norður-Kóreumenn og Suður-Kóreumenn funda um samskipti þjóðanna. Kjarnorku- mál eru meðal umræðuefna. Norður-Kórea: Ígildi stríðs- yfirlýsingar SÞ, AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu líta svo á að ef öryggisráð Samein- uðu þjóðanna samþykkir refsiað- gerðir gegn landinu vegna kjarn- orkuáætlunar þess jafngildi það stríðsyfirlýsingu. Þetta segir Maurice Strong, ráðgjafi Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, eftir að hafa rætt við stjórnvöld í Pyongyang. Þar fékk hann þau skilaboð að Sameinuðu þjóðirnar ættu ekki að skipta sér af deilunni um kjarnorkuvopn Norður-Kóreumanna. Bandarísk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að öryggisráðið taki málið til umræðu. Norður-Kóreu- menn aftaka það með öllu og segja að deilan standi aðeins á milli sín og Bandaríkjanna. ■ AP /C H O I J AE -K U

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.