Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 23.01.2003, Qupperneq 4
4 23. janúar 2003 FIMMTUDAGUR INNLENT KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Spilarðu í happdrætti, spilakössum, lottói eða getraunum? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að fara á þorrablót? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 47%Nei 53% RÍFLEGA HELM- INGUR SPILAR Rúmlega 50% gesta á frett.is segjast spila í happdrætti, spila- kössum, lottói eða getraunum. Já GOS Í VESTMANNAEYJUM „Mér er efst í huga sú staðreynd að bæjarbúar sluppu heilir á húfi þessa örlaga- ríku nótt,“ segir Ragnar Sigur- jónsson, ráðsmaður í Viðey, sem fyrir þrjátíu árum upplifði upphaf eldgossins í Vestmannaeyjum. Ragnar var þá nýlega orðinn faðir og bjó ásamt fyrrverandi eigin- konu sinni hjá foreldrum hennar á Búastaðabraut. Hann segist hafa vaknað upp rétt fyrir klukkan tvö við það að rúmið lék á reiðiskjálfi. „Eftir að við áttuðum okkur á hvað var á seyði drifum við okkur fótgangandi niður á höfn. Ég hreinlega trúði þessu ekki. Eldgos var byrjað og það nánast á lóðinni. Við skildum allt eftir. Fyrrverandi tengdamóðir mín lét duga að kasta kápu utan yfir náttfötin. Við trúðum því að við færum rétt út fyrir hafnarmynnið þar sem við myndum bíða af okkur gosið. Að því loknu færu allir til síns heima.“ Ragnar var áhafnarmeðlimur á loðnubát árið 1973. Hann segir undirbúninginn fyrir vertíðina hafa verið í fullum gangi þegar eldgosið hófst. Tilviljun hafi ráðið að báturinn var gangfær þar sem viðgerð fór fram deginum áður. Ragnar segir einnig veðrið hafa leikið við Eyjamenn þessa nótt. Óveður hafi geisað sólarhring áður. Hvort skrifa megi allt á til- viljanir segist Ragnar ekki vera öruggur um. Ragnar fiskaði allan tímann meðan gosið stóð yfir. „Það var ljós punktur í tilverunni þegar loðnubræðslan fór í gang. Hjólin voru farin að snúast upp á nýtt. Jaxlarnir í gúanóinu hreinlega neituðu að gefast upp. Þeir ætluðu að bræða sína loðnu, burtséð frá einhverju eldgosi,“ segir Ragnar, fullur aðdáunar enn þann dag í dag. Ragnar sneri aftur til Eyja ásamt fjölskyldu sinni sem þá var. Annað kom ekki til greina af hans hálfu. ■ RAGNAR SIGURJÓNSSON Ragnar var með í því þegar fyrstu björg- unaraðgerðir fóru fram í austustu húsun- um. Segist hann hafa átt þátt í að pakka niður búslóðum úr tveimur húsum. Í öðru þeirra segir hann sér hafa orðið um og ó. „Það var allt vaðandi í kristal og hekl- uðum dúkum á stólörmunum. Það verður að segjast mér til hróss að það brotnaði ekki einn hlutur í öllu hamaganginum.“ Ragnar Sigurjónsson: Jaxlarnir neituðu að gefast upp Niðurskurði mótmælt: Læknarnir gengu út ÞÝSKALAND, AP Meira en 5.000 þýskir læknar lokuðu læknisstof- um sínum um nokkurra klukku- tíma skeið til að mótmæla fyrir- huguðum niðurskurði stjórnvalda á fjárveitingum til heilbrigðis- kerfisins. Læknarnir segja niður- skurðinn leiða til verri þjónustu fyrir almenning. Stjórnvöld hafa fryst upphæð greiðslna til lækna og lagt til frek- ari niðurskurð í heilbrigðiskerf- inu. Stefnt er að því að draga úr lyfjakostnaði. Þýskir heilbrigðisstarfsmenn efndu einnig til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda í heilbrigðis- málum í nóvember. ■ LAUNAVÍSITALA HÆKKAR Hag- stofan hefur reiknað út launavísi- tölu miðað við meðallaun í des- ember 2002. Vísitalan er 228,7 stig og hækkar um 0,3% frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við út- reikning greiðslumarks fast- eignaveðlána er 5002 stig í febrú- ar 2003. BYGGINGARVÍSITALA HÆKKAR Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verð- lagi um miðjan janúar. Vísitalan er 285,0 stig (júní 1987=100) og hækkar um 2,52% frá fyrra mán- uði. Vísitalan gildir fyrir febrúar. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 912 stig. Síðastliðna tólf mán- uði hefur vísitala byggingar- kostnaðar hækkað um 2,7%. Hækkun hennar nú skýrist að mestu af hækkun launa. HAFNAR BAR Á HORNI Bygging- arfulltrúinn í Reykjavík hefur hafnað beiðni um að fá að inn- rétta veitingahús og bar á ann- arri hæð hússins á horni Skóla- vörðustígs og Laugavegar. Hins vegar hefur verið tekið jákvætt í að innréttað verði kaffihús þar í grenndinni á jarðhæðinni á Smiðjustíg 4. Saga úr Eyjum: Bogi, það er komið gos GOS Í VESTMANNAEYJUM Það voru ekki allir með á nótunum nóttina sem eldgosið hófst í Vestmanna- eyjum. Kaupmaðurinn Bogi í Eyjabúð var kunnur fyrir að fátt kæmi honum úr jafnvægi. Eftir að árangurslausar tilraunir höfðu verið gerðar til að vekja Boga með síma ákváðu björgunarsveit- armenn að fara til hans. Bönkuðu þeir upp á hjá honum og sögðu: „Bogi, það er komið gos.“ Bogi svaraði með stóískri ró: „Já, látið það bara á tröppurnar.“ ■ GOS Í VESTMANNAEYJUM Margrét Jónasdóttir sagnfræðingur man ekki eftir eldgosinu í Vestmanna- eyjum. Hún var aðeins þriggja ára gömul. Í dag, þrjátíu árum síð- ar, þekkir hún hins vegar söguna vel, afleiðingar þess og fólkið sem tengdist því. Þennan fróðleik öðl- aðist hún við gerð þáttanna „Ég lifi“ sem Stöð 2 sýnir um þessar mundir. „Það kom mér á óvart við gerð þáttanna hvernig fólk ræddi um lífsreynslu sína eins og gerst hefði í gær. Í fyrstu virtist sem þessi reynsla hefði ekki haft djúpstæð áhrif. Síðan brutust tilfinningarnar allt í einu fram í miðju viðtali og engu líkara en eitt minningarbrot dygði til.“ Þá kemur henni sífellt á óvart, sama hversu oft hún horfir á þættina, hversu rólegir og yfirvegaðir bæjarbúar voru hina afdrifaríku nótt. „Eftir að hafa skoðað myndir frá gosinu í Eyjum velti ég fyrir mér hvern- ig í ósköpunum forráðamönnum bæjarins og bæjarbúum hafi dottið í hug að gosið gengi yfir á einni nóttu og það væri nóg að liggja í bátunum aðeins utan við eyjuna og bíða. Þvílíkt brjál- æði,“ segir hún og hlær. Margrét segist hafa velt fyrir sér áður en vinna hófst við þætt- ina hvað fengi fólk til að búa á virkri eldstöð. Eftir að hafa rætt við bæjarbúa og kafað ofan í við- fangsefnið sé hún farin að skilja taugarnar sem bæjarbúar bera til eyjarinnar. ■ Margrét Jónasdóttir: Bæjarbúar yfirvegaðir við upphaf gossins GOSIÐ Í EYJUM „Það er byrjað svolít- ið austur á Eyju,“ var sagt á yfir- vegaðan hátt þegar ungur blaða- maður á Morgunblaðinu svaraði í símann á kaldri vetrarnóttu 23. jan- úar árið 1973. Blaðamaðurinn ungi var Árni Johnsen og röddin í síman- um var móðir hans að láta vita að gos væri byrjað í Vestmannaeyjum. Á innan við klukkutíma frá því hringingin barst var Árni kominn út í Eyjar. Áður hafði hann hringt í yfirmann sinn, Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, og sagt honum frá gosinu. Lauk hann sím- talinu með því að segja honum að hann færi farinn út í Eyjar. „Ég frétti það síðar að Styrmir hefði hringt í Björn Jóhannsson, þáver- andi fréttastjóra, og spurt hvort ég væri byrjaður að drekka,“ segir Árni og hlær. Árni átti eftir að ílengjast í Vest- mannaeyjum þá fimm mánuði sem gosið stóð yfir. Daginn sem hann kom út segist hann hafa hlaupið upp á Helgafell til að kanna umfang gossins. „Ég hafði búið í Surtsey tíu árum áður og er líklega eini Íslend- ingurinn sem vitað er um sem hef- ur upplifað að horfa á jörðina rifna og gos hefjast. Mér létti aðeins þeg- ar ég sá hvernig goslínan lá úti í Eyjum. Ég sá strax að gosið var komið í mótaðan farveg.“ Tók bara hangilærið Nóttina sem gosið hófst segir Árni eftirminnilegast æðruleysi fólksins. „Það var ekkert fát, held- ur var gengið hæglátlega niður á höfn. Undarleg stemning ríkti meðal fólksins og uppákomurnar voru margar æði sérkennilegar.“ Árni segir frá því að hinum kunna tónlistarmanni Didda fiðlu hafi einungis dottið í hug að hafa með sér hangikjötslæri og að maður einn hefði athugað að taka með sér bankabókina en gleymt í staðinn eiginkonunni. „Svo var það kona skipstjórans sem var ekki í rónni fyrr en báti eiginmannsins, sem var fullur af fólki, var snúið við til að sækja ákveðinn hlut. Þegar hún sneri til baka kom í ljós að konan hafði sótt ballkjólinn sinn. Þetta þótti henni ráðlegast ef hún skyldi bregða sér á ball í Reykjavík.“ Eldfjallið og gúanóið Árna eru minnisstæðar and- stæðurnar sem ríktu þegar gosið var. Sérstaklega eldfjallið og gú- anóið undir stjórn Viktors Helga- sonar. „Það var jákvætt og spenn- andi að stíga inn í bræðsluna eftir að hafa daglangt atast í gosinu og finna gúanólyktina og hjartsláttinn sem þar ríkti. Ekki síst með það í huga að einungis kílómeter var á milli eldgígsins og gúanósins og finna hvernig stromparnir á báðum stöðum titruðu. Fyrir mér var þetta lýsandi dæmi um stemninguna sem ríkti í Vestmannaeyjum og barátt- una sem fylgdi síðan í kjölfarið.“ Fjárhagslegt tjón fyrir marga Árni segir gosið hafa reynt mik- ið á fólk. Fámenni hefði verið í Eyj- um fyrstu dagana og óvissa ríkt meðal brottfluttra. „Stórfelldustu mistökin að mínu mati var að banna fólki að koma til Eyja og huga að eigum sínum. Þetta var brjálæði. Það var ekki fyrr en hlutirnir voru komnir í ákveðinn farveg og íbúar buðu yfirvaldinu birginn að fólki var hleypt í land. Langeðlilegast hefði verið fyrir þá sem réðu að ráða allt þetta fólk til hreinsunar- starfa í sínum heimabæ í stað þess að hleypa því út og suður og fram- kvæma hluti sem sköpuðu bæði ótta og tortryggni.“ „Gosið kostaði átta milljarða gamalla króna en einungis tveir milljarðar skiluðu sér til Vest- mannaeyja.“ Hann segir marga Eyjamenn hafa orðið innlyksa vegna lélegra bóta og því ekki átt afturkvæmt. „Þetta fólk missti góð hús og fékk lélegar bætur. Það stóð í mörgum á miðjum aldri að rífa sig upp og byrja upp á nýtt.“ Íbúar í Vestmannaeyjum voru 5.300 talsins þegar gosið hófst. 1.700 manns sneru ekki aftur. Af tólf hundruð húsum fóru um fjögur hundruð undir hraun. „Mannlífið í Eyjum hefur lítið breyst í áranna rás. Enn ríkir öflugt félagsstarf með tugi félaga starfandi. Enn má finna hvunndagsklíkurnar. Enn er ríkjandi þessi Eyjahúmor og prakk- araskapur.“ Árna er efst í huga baráttuvilji Eyjamanna á þessum þrjátíu ára tímamótum. „Það er ekki einfalt að upplifa eldgos í eigin byggð. Það skilja þeir sem voru á staðnum. Yf- irvegunin og æðruleysið sem ríkti nóttina sem gaus sýndi í hnotskurn hve harðsækið fólk býr á Íslandi.“ kolbrun@frettabladid.is ÁRNI JOHNSEN Árna er efst í huga baráttuvilji Eyjamanna á þessum þrjátíu ára tímamótum. „Það er ekki einfalt að upplifa eldgos í eigin byggð. Það skilja þeir sem voru á staðnum. Yfirvegunin og æðruleysið sem ríkti nóttina sem gaus sýndi í hnotskurn hve harðsækið fólk býr á Íslandi.“ Það er byrjað svolítið austur á Eyju Árni Johnsen rifjar upp eldgosið í Vestmannaeyjum. Þrjátíu ár eru í dag liðin frá upphafi þess. HRAUNIÐ KÆLT Menn unnu baki brotnu í baráttu sinni við náttúruöflin. LJ Ó SM YN D /P ÁL L ST EI N G RÍ M SS O N SÉÐ YFIR HEIMAEY Gosið tók fimm mánuði. Á þeim tíma fóru um fjögur hundruð hús undir hraun af þeim tólf hundruð sem fyrir voru. LJ Ó SM YN D /P ÁL L ST EI N G RÍ M SS O N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.