Fréttablaðið - 23.01.2003, Page 6

Fréttablaðið - 23.01.2003, Page 6
6 23. janúar 2003 FIMMTUDAGURVEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 26 1. 2. 3. Íslenska landsliðið sigraði Grænland í öðrum leik sínum á Heimsmeistaramótinu í hand- knattleik í Portúgal. Hver voru úrslitin? Nýr þingmaður hefur tekið sæti á Alþingi í stað Vilhjálms Egils- sonar. Hvað heitir hann? Hver hlaut Golden Globe-verð- launin sem besti karlleikari í dramatískri kvikmynd? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 79.34 -0.09% Sterlingspund 127.8 0.25% Dönsk króna 11.42 0.39% Evra 84.9 0.37% Gengisvístala krónu 123,73 -0,13% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 260 Velta 6.306 milljónir ICEX-15 1.342 -0,08% Mestu viðskipti Íslandsbanki hf. 503.858.043 Baugur Group hf. 294.725.302 Kaupþing banki hf. 256.793.248 Mesta hækkun Grandi hf. 3,33% Íslenskir aðalverktakar hf. 2,99% Samherji hf. 1,54% Mesta lækkun Marel hf. -2,78% Kögun hf. -1,89% Búnaðarbanki Íslands hf. -1,44% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8362,3 -1,0% Nasdaq*: 1367,3 0,2% FTSE: 3678,0 -1,6% DAX: 2774,9 -3,3% Nikkei: 8611,0 -1,1% S&P*: 882,4 -0,6% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 tt logo 210TAK tt logo 1688DYR tt logo 645BIO Til a› fá tákn e›a tón í símann sendir›u SMS, dæmi: tt logo 961BIO í 1848. tt logo 4616GLE tt logo 6775AST tt logo 6753AST tt logo 782TAG tt logo 20322ANN tákn skammval IN MY PLACE Coldplay ÉG SJÁLF Írafár Á N†JUM STA‹ Sálin hans Jóns míns tt ton 119POP tt ton 75ISL tt ton 76ISL tónn skammval N‡justu tónar og tákn N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 8 3 5 2 / sia .is tt logo 105TEI tt logo 1639KRU LIFE IS LIFE Hermes House Band & DJ Ötzi DILEMMA Nelly ásamt Kelly Rowland THERE’S A STAR Ash JUST LIKE A PILL Pink tt ton 117POP tt ton 118POP tt ton 112POP tt ton 114POP fiessir tónar og tákn eru eingöngu fyrir Nokia-síma. Hver sending kostar 59 kr. Kíktu á vit.is til a› sjá fleiri tóna og tákn. Ná›u flér strax í heitustu táknin og svölustu tónana í GSM-símann flinn. Í hverri viku bætast vi› n‡ tákn og n‡ir tónar. CALL ME Moroder tt ton 5DIS IN THE SUMMERTIME Mungo Jerry tt ton 120POP THE TIDE IS HIGH Atomic Kitten tt ton 116POP Tæp 75 prósent kjósa um málefni Um fjórðungur landsmanna leggur frekar áherslu á menn en málefni þegar komið er að kjörborðinu. Konur kjósa frekar menn en karlar. Sam- fylking fengi hreinan meirihluta á þingi ef aðeins væri kosið um menn. ÁLVER Iðnaðarráðherra lagði í gær fram á Alþingi frumvarp sem heim- ilar undrritun samninga við Fjarða- ál sf. og stofnendur þess, Alcoa á Ís- landi ehf. og Reyðarál ehf., um að reisa og reka álverksmiðju og tengd mannvirki á Íslandi. Í greinargerð með frumvarpinu segir að í fyrsta lagi sé veitt heimild til að semja við Fjarðaál um að reisa og reka 322 þúsund tonna álverksmiðju. Félagið og eigendur þess munu starfa sam- kvæmt ákvæðum íslenskra laga. Þá er ríkisstjórninni heimilað að trygg- ja efndir af hálfu Fjarðabyggðar og hafnarsjóðs Fjarðabyggðar. Í frum- varpinu eru einnig ákvæði um skattlagningu vegna reksturs ál- versins, sem verður í meginatriðum í samræmi við íslensk skattalög en með nokkrum sérákvæðum. Loks er kveðið á um lögsögu íslenskra dóm- stóla og stöðu gerðardóms auk þess sem íslensk lög ráða um túlkun og skýringu samninga. Frumvarpið er sambærilegt lögum um álbræðslu á Grundartanga. Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins segir meðal ann- ars að áætlað sé að á framkvæmda- tíma verði landsframleiðsla um 3% hærri en annars og megi því gera ráð fyrir að gripið verði til aðgerða í ríkisfjármálum til mótvægis og þá einkum að opinberum framkvæmd- um verði frestað. Samkvæmt samgönguáætlun er kostnaður við fyrirhugaða stóriðju- höfn í Reyðarfirði áætlaður 1.113 miljónir króna. Þar af er styrkhæf- ur hluti 1.081 milljón og hlutur rík- issjóðs í kostnaðinum 661 miljón. ■ KÖNNUN Næstum tveir þriðju landsmanna segja að málefni ráði mestu um það hvaða flokk þeir ætla að kjósa í alþingiskosningun- um í vor samkvæmt niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 26,7% menn vega þyngra en málefni, en 73,3% sögðu mál- efni vega þyngra. Könnunin sýnir að konur hafa meiri tilhneigingu til að kjósa menn frekar en mál- efni. Um 29% þeirra sögðu menn vega þyngra, en tæplega 25% karla voru sömu skoðunar. Ekki var marktækur munur á áhersl- um fólks eftir búsetu, þ.e. milli landsbyggðar og þéttbýlis. Stuðningsmenn Samfylkingar- innar og Framsóknarflokksins virðast frekar leggja áherslu á menn en stuðningsmenn hinna flokkanna. Um 33 til 35% þeirra segja að menn komi til með að ráða meiru en málefni þegar þeir kjósa í vor. Um 20% stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins eru sömu skoðunar. Athygli vekur að aðeins 12% stuðningsmanna Vinstri grænna segja að menn ráði meiru en málefni og 14% stuðningsmanna Frjálslynda flokksins. Þessi niðurstaða gefur ákveðna vísbendingu en varast ber að oftúlka hana. Könnunin sýnir enn fremur að ef einungis væri kosið um menn fengi Samfylkingin hreinan meirihluta á þingi, en ef aðeins væri kosið um málefni væri Sjálf- stæðisflokkurinn stærstur. Í könnun Fréttablaðsins sögð- ust rúmlega 13% aðspurðra vera óákveðnin eða neituðu að svara spurningunni, en spurt var: Hvort vegur þyngra í ákvörðun þinni um hvaða lista þú kýst í vor; menn eða málefni? Alls voru 600 manns spurðir og skiptust þeir jafnt milli kynja og hlutfallslega á milli kjördæma eftir áætluðum fjölda kjósenda í alþingiskosning- unum í vor. trausti@frettabladid.is FLUGLEIÐAÞOTA Fyrir einu ári voru 75 farþegar og 7 manna áhöfn Flugleiðaþotu innan við 100 metra frá að lenda í stórslysi. Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir mistök flugmann- anna hafa leitt til óvænts steypiflugs eftir að hætt hafði verið við aðflug. Steypiflug Flugleiðaþotu: Mistök ollu næstum stórslysi FLUG Skýrsla norsku flugslysa- nefndarinnar um steypiflug Flug- leiðaþotu við Gardermoen-flug- völl í Noregi verður gerð opinber í dag. Í gær var eitt ár liðið frá at- burðinum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru orsakirnar raktar til mannlegra mistaka, líkt og kom fram í frumskýrslu Norðmann- anna í mars í fyrra. Þar sagði að flugmönnunum hefði láðst að breyta flughæð í sjálfstýringu þegar hætt var við aðflug að flug- vellinum í kjölfar flökts á tölvu- skjá. Þotan hækkaði flugið upp í 3735 fet. Sjálfstýringin leitaðist aftur á móti við að halda þotunni í áðurnefndum 2500 fetum og dró því úr afli hreyflanna niður á hægagang. Að lokum steyptist vélin til jarðar þar til flugmönn- um tókst að rétta hana af tæpum 100 metrum yfir jörðu. Um borð voru 75 farþegar og 7 manna áhöfn. Flugstjórinn og aðstoðarflug- maður hans voru sendir í leyfi eft- ir að rannsókn hófst. Þeir höfðu áður báðir staðist hæfnispróf sem þeir voru látnir gangast undir. Þeir hófu störf að nýju eftir end- urþjálfun og um fjögurra mánaða hlé. Flugstjórinn var þó lækkaður í stöðu aðstoðarflugmanns. ■ Kóreudeilan: Líklega á borð örygg- isráðsins WASHINGTON, AP Búist er við því að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin beini deilunni um kjarnorku- vopnaáætlun Norður-Kóreu til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Líklegt þykir að af því verði þegar í vikunni. Bandaríkjamenn munu fagna því. „Þetta er ekki spurning um hvort málið fari til öryggisráðs- ins heldur hvenær,“ sagði John Bolton, sem fer með öryggis- og afvopnunarmál í bandarísku stjórninni. Hins vegar er búist við því að norður-kóresk stjórnvöld líti á það öðrum augum enda telja þau deiluna einungis standa milli sín og Bandaríkjanna. ■ REYÐARFJÖRÐUR Lagafrumvarp sem heimilar undirritun samninga um byggingu og rekstur álvers Alcoa er nú komið fram og verður rætt á næstu dögum. Frumvarp um álver Alcoa í Reyðarfirði: Lagt fram á Alþingi STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Athygli vekur að aðeins 12% stuðningsmanna Vinstri grænna segja að menn ráði meiru en málefni. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins virðast frekar leggja áherslu á menn. Þessi niðurstaða gefur ákveðna vísbendingu en varast ber að oftúlka hana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.